Morgunblaðið - 03.01.1988, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 03.01.1988, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 3. JANÚAR 1988 35 Ljósmynd/BS Björk GuAmundsdóttir, söngkona Sykurmolanna á sviöi í Lundúnum. Velgengni Sykurmolanna ytra er eitt þaö besta sem gerðist á árinu. Bleiku bastanna. Bastarnir leika einfalt og hratt rokk sem vísar aft- ur til sjöunda áratugarins og framávið um leið. Önnur tveggja efnilegustu hljómsveita ársins 1987. Hin efnilegasta hljómsveit árs- ins er Sogblettir sem einnig sendi frá sér tólftommu um miðjan des- ember, fjórðu bestu tólftommuna. Sogblettir voru iðnir við tónleika- hald á árinu og tónleikar með sveitinni voru eftirminnilegir í meira lagi. Tónlistin er hrá og kraft- mikil og textarnir eru ágengir. Platan hefði farið í fyrsta sæti ef á henni hefði verið lagið Helvítis djöfull. Fimmtu bestu tólftommunni skiptu Bubbi Morthens og Sykur- molarnir með sér. Bubbalagið, Skyttan, er á meðal hans bestu og framlag Sykurmolanna vísaði í átt að því sem kom síðar á árinu. 1978 til 1988 Kannski var það besta við árið 1987 að meira bar á lifandi tónlist en oftast áður. Þó tónleikastöðum hafi fækkað á árinu bættist við einn, Duus, sem bílskúrshljóm- sveitir hafa átt auðvelt með að fá undir tónleika og átt auðvelt með að fylla. Það er því von til þess að það sé að verða álfka rokktónlistar- vakning og fyrir tíu árum, en á þeirri tónlistarvakningu lifir íslenski rokkheimurinn í dag. Árni Matthfasson Doobie Brothers og Santana austur fyrir járntjald og léku þar á „friðarhátíð". Michael Jackson gaf út nýtt lag eftir fimm ára hlé, „I Just Can’t Stop Loving You“. Def Leppard gaf út plötuna Hysteria eftir nokkra þögn, sem stafaði af bílslysi, sem trumbuleik- ari sveitarinnar lenti í. Á tónleika- ferð lamdi hann þó húðirnar eins og ekkert hafi í skorist — með aðeins einn handlegg. Ágúst Who’s That Girl, kvikmynd Ma- donnu kolféll svo, að menn spurðu sig í raun og sann þeirrar spurning- ar hver stúlkan væri eiginlega. R.E.M. komst loks inn á vin- sældalista með plötunni Docu- ment eftir að hafa frá upphafi verið neðanjarðarband. The Smiths fór veg allrar verald- ar eftir að rifrildi söngvarans Morrissey og gítarleikarans Johnny Marr höfðu gert sveitina óstarfhæfa. Marr kom aftur fram á sjónarsviðið í Kaliforníu þar sem hann lék á tónleikum með The Pretenders. Michael Jackson gaf út stóra plötu: Bad, en hún náði engan veginn því risi, sem vænst hafði verið. September Meðlimir Pink Floyd fyrr og nú rifust um hver ætti róttinn á nafn- inu. Roger Waters sagði að sveitin væri öll og því hafi enginn rétt á því, en hinir eru ekki á sama máli og fá að halda því eftir nokkurt þjark. Grateful Dead gáfu út plötu eft- ir sjö ára hlé, en hún náði platínu- sölu vestra. Lynyrd Skynyrd hófust handa á ný þar sem frá var horfið. Október Robbie Robertson, gamli foring- inn úr The Band gaf loksins út plötu, sem fékk einróma lof gagn- rýnenda. Kvikmyndin Hail! Hail! Rock'n'- Roll, sem gerð var í tilefni sextugs- afmæli afarokksins, Chuck Berry, varfrumsýnd með pompi og pragt. Nóvember Sýningar hófust á tónleikamynd Prince, Sign O'The Times og vakti mikla hrifningu. Bítillinn George Harrison gaf út plötuna Cloud Nine með aðstoð foringja eins og Eric Clapton, Jeff Lynne og Ringo Starr. Með henni gerði hann skurk á vinsældalistum - bæði yfir plötur og lög. Desember Nokkrir rokkarar lögðu til efni á jólaplötuna A Very Special Christmas, en þar fluttu kappar á borð við Sting, Bruce Spring- steen, Eurythmics, Run-D.M.C., John Cougar Mellencamp, Bob Seger, U2, Madonnu, Bon Jovi, Stevie Nicks, Pointer Sisters, Whitney Houston, Bryan Adams, Alison Moyet og Pretenders gam- alkunn jólalög. Andrós Magnússon Kjörbókin brást ekki lesendum sínum frekar en fyrri daginn: Ávöxtun í hæsta þrepi 1987 jafngilti verðtryggðum reikningi með 6,1% ársvöxtum Áriö 1987 var hagstætt ár fyrir þá sem áttu sparifé sitt á Kjörbók í Landsbankanum Þaö kom reyndar ekki á óvart því Kjörbókin ber háa grunnvexti, sem hækka í tveimur afturvirkum þrepum eftir 16 og 24 mánuði, auk þess sem ávöxtunin er reglulega borin saman viö ávöxtun verötryggðra reikninga. Reynist ávöxtun verðtryggöu reikninganna hærri er greidd uppbót sem því nemur. Eftir uppbót á fjórða ársfjórðung var grunnávöxtun á Kjörbók 1987 26,6%, 16 mánaða þrepið gaf 28,0% og hæsta þrepið 28,6%, sem jafngilti verötryggöum reikningi meö 6,1% ársvöxtum. Rrátt fyrir þessa háu ávöxtun er r innstæða Kjörbókar algjörlega óbundin. Retta var Kjörbókarsagan á síðasta ári. Núgildandi grunnvextir eru 33,0%, 34,4% eftir 16 mánuöi og 35,0% eftir 24 mánuöi. í maí n.k. hefst svo nýr og spennandi kafli þegar fyrsta vaxtaþrepiö kemur til útreiknings. Þá munu Kjörbókareigendur kætast. Tryggöu þér eintak sem fyrst. L Landsbanki íslands Banki allra landsmanna
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.