Morgunblaðið - 03.01.1988, Side 46
46
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 3. JANÚAR 1988
t
Móðir okkar,
SIGRÍÐUR HANNESDÓTTIR,
Meðalholti 9,
lést þriðjudaginn 29. desember.
Jarðarförin auglýst síðar.
Þórir Jónsson,
Hafdís Hannesdóttir.
t
Systir okkar,
GUÐBJÖRG TORFADÓTTIR,
Austurbrún 4,
lést í Landspítalanum 21. desember.
Útförin ferfram frá Fossvogskirkju mánudaginn 4. janúar kl. 15.00.
Ingibjörg Torfadóttir,
Guðmundur Torfason.
t
Útför
GUÐLAUGAR ÁRNADÓTTUR,
Sólgötu 5,
ísafirði,
verður gerð frá ísafjarðarkapellu mánudaginn 4. janúar nk.
Börn og barnabörn.
t
Eiginmaður minn,
GEIRG. BACHMANN
fyrrum bifreiðaeftirlitsmaður,
Borgarnesi,
verður jarðsunginn frá Borgarneskirkju þriðjudaginn 5. janúar
1988 kl. 2.00 eftir hádegi.
Blóm og kransar vinsamlegast afþakkað, en þeim sem vildu
minnast hans er bent á líknarstofnanir.
Saetaferðir verða frá BSÍ kl. 11.30 sama dag.
Jórunn Bachmann.
t
Móðir okkar,
GUÐMUNDA PÁLÍNA GUÐMUNDSDÓTTIR,
Skipasundi 92,
verður jarðsungin frá Fossvogskapellu þann 5. janúar kl. 10.30.
Blóm eru vinsamlegast afþökkuð en þeim sem vildu minnast hinnar
látnu er bent á styrktarfélag vangefinna.
Sophus Henry Holm og Guðmundur Holm.
t
Móðir okkar, tengdamóðir og amma,
GUÐRÚN BJARNADÓTTIR,
Kópavogsbraut 63,
sem andaðist 16. desember sl. verður jarðsungin frá Fossvogs-
kirkju þriðjudaginn 5. janúar kl. 13.30.
Bjarni R. Jónsson,
Björgvin Jónsson,
Þórdís Eggertsdóttir
og barnabörn.
t
Móðir okkar og tengdamóðir, .
ÞÓRA JÓNSDÓTTIR
frá Siglufirði,
Hraunbæ138,
Reykjavík,
andaðist 20. desember. Útför hennar fer fram frá Fossvogskirkju
mánudaginn 4. janúar kl. 13.30.
Hallfríður E. Pétursdóttir,
Stefanía M. Pétursdóttir,
Kristín H. Pétursdóttir,
Bjöm Pétursson,
Stefán Friðriksson,
Ólafur Tómasson,
Baldur Ingólfsson,
Bergljót Olafsdóttir.
Ragnhildur Helgadóttir
frá ísafirði - Minning
Fædd 2.júní 1911
Dáin 26. desember 1987
A morgun, mánudaginn 4. janúar,
verður til moldar borin frá Dómkirkj-
unni í Reykjavík Ragnhildur Helga-
dóttir frá Isafirði. Hún andaðist á
heimili dóttur sinnar hér í borg 26.
desember eftir erfiða sjúkdómslegu.
Ragnhildur fæddist 2. júní 1911
að Laugarbóli í Ögursveit. Foreldrar
hennar voru Dagbjört Kolbeinsdóttir
frá Ögri og Helgi Kr. Jónsson, út-
vegsbóndi frá Snæíjöllum, en þau
eignuðust sjö böm og era nú tvö
þeirra á lífi. Fjölskyldan fluttist síðar
í Ögumes og ólst því Ragnhildur upp
í nábýli við höfuðbólið Ógur og að
nokkra leyti undir vemdarvæng
sæmdarkonunnar Ragnhildar Jak-
obsdóttur í Ögri, sem hún var heitin
í höfuðið á. Hinar tíðu heimsóknir
ungu stúlkunnar í Ögur átti mikinn
þátt í að móta lífsviðhorf hennar og
hélst alla tíð með þeim nöfnum trygg
vinátta. Naut hún oft góðs af alls-
nægtabranni stórbýlisins, ekki síst í
formi ýmis konar menntunar.
Snemma kom í ljós að Ragnhildur
var einstaklega handlagin og listræn
og innan við fermingu var hún farin
að sauma föt á litlu systur sína og
eitthvað smávegis á böm í sveitinni.
Þegar hún var 14 ára gömul lagði
hún af stað út í heiminn til að sjá
sér farborða og lá leiðin til
Reykjavíkur. Réðist Ragnhildur þar
í vist, sem kallað var, og var í þá
daga einn af fáum valkostum ungra
stúlkna frá efnaminni heimilum. Fyr-
ir milligöngu nöfnu sinnar fékk hún
störf á miklum fyrirmjmdarheimil-
um, sem urðu þessari næmu stúlku
góður skóli undir lífið.
Jafnan undraðist fólk hvað þessi
félitla stúlka gekk glæsilega til fara
og komst þá fljótlega upp um snilli
hennar í 'saumaskap. Varð hún fljót-
lega eftirsótt til að sauma fatnað á
flölskyldur húsráðenda sinna, sem
hún jafnan heillaði með framkomu
sinni og dugnaði. Sjálf var Ragn-
hildur glæsilega kona, sem jafnan
bar höfuðið hátt. Hún var vel máli
farin og frásagnargáfu hafði hún í
ríkum mæli enda minnug með af-
brigðum.
Leið Ragnhildar lá aftur vestur til
ísa§arðar, þar sem hún kynntist
Samúel Jónssyni, smjörlíkisgerðar-
meistara, og gengu þau í hjónaband
vorið 1934. Voru þau samhent í að
reisa sér gott KSmili og var þar í
fyrstu flest heimagert, þvi öll verk
léku í höndum beggja. Heimili þeirra
að Bjargi við Seljalandsveg var róm-
að fyrir gestrisni og glaðværð ríkti
þar oft innan veggja. Bömin urðu
5, Daníela Selma, Lára Kristín,
Brynjólfur, Friðgerður Guðrún og
Samúel Jón, öll gift og era bama-
bömin nú 15 á lífi og 6 bamabama-
böm.
Ragnhildur öðlaðist ung réttindi
sem kjólameistari og vann við sauma
meðan heilsa hennar leyfði. Hún var
mikil þjóðrækniskona og saumaði
Qölmarga íslenska þjóðbúninga bæði
af eldri og nýrri gerðum og vora oft
haldnar á þeim sýningar á hátíðum
og mannamótum. Hún lét ótal félags-
mál til sín taka og gegndi ýmsum
trúnaðarstörfum innan sinna félaga
— var m.a. formaður Kvenfélagsins
Hlífar um árabil. Ragnhildur gerðist
félagi í Oddfellowreglunni og veitti
sá félagsskapur henni mikla ánægju
og lífsfyllingu sérstaklega á efri
áram.
Þau hjónin höfðu mikið yndi af
leiklist og léku oft í sýningum Leik-
félags ísaljarðar. Samúel var um
langt skeið formaður félagsins og
var Ragnhildur honum mikil stoð og
stytta, þegar sauma þurfti leikbún-
inga og lagfæra eitt og annað. Þau
voru bæði miklir náttúraunnendur
og ferðuðust mikið um iandið oft í
tengslum við skógræktarþing, sem
þau sóttu oft og víða.
Þau hjón fluttu til Reykjavíkur
vorið 1974, áðallega sökum þess að
Ragnhildur þurfti þá þegar á tíðri
læknishjálp að halda og stóð heimiii
þeirra hér syðra við Keilufell 26.
Eiginmann sinn missti Ragnhildur í
apríl 1982 eftir stutta sjúkdómslegu
hans. Vorið 1986 fluttist hún svo að
Ljósheimum 2 hér í borg.
Ragnhildur dvaldi á Vífilsstaða-
spítala síðustu sjö mánuði æfi sinnar
og hafði heilsu hennar hrakað mjög
undir það síðasta þrátt fyrir óbilandi
viljaþrek. Var það þung raun slíkri
athafnakonu að verða svo hjálpar-
vana. Hún hélt þó sinni reisn til
hinstu stundar, er hún hlaut hægt
andlát að morgni annars jóladags í
nálægð ástvina.
Stórbrotin kona er horfin sjónum
og minnast böm hennar og þeirra
Qölskyldur hennar öll með þakklæti,
ást og virðingu. Blessuð sé minning
hennar.
Stefán Þórarinsson
Þegar Selma hringdi til mín og
tilkynnti lát móður sinnar, var mér
bragðið, en hugsaði um leið, nú hef-
ur hún fengið þá hvfld, sem hún þráði
af heilum hug. Varla getur nokkur
manneskja á gamals aldri, lasburða
og södd lífdaga, fengið betra hlut-
skifti á jólum, en fá að hverfa inn í
dýrð þeirra til ástvinanna, sem á
undan era famir.
Ragnhildur Helgadóttir fæddist á
Laugabóli í Ögurhreppi þann 2. júní
1911. Hún telst því með „Djúp-
mönnum" í þess orðs fyllstu merk-
ingu. í foreldrahúsum fékk hún gott
uppeldi. Framar öllu ríkti þar góðvild
og kærieiksríkt hugarþel, sem var
hennar veganesti út í lífíð. Leiðin lá
fljótlega til ísafjarðar. Ragnhildur
hafði góðan mann að geyma og fíkr-
aði sig áfram í baráttu lífsins með
kostgæfni og myndugleik. Hún var
kölluð Adda af ættingjum og vinum,
þótti verklagin með afbrigðum, list-
hneigð og frábær saumakona. Það
kom sér vel síðar á ævinni, þegar
hún var fengin til að kenna ungum
stúlkum á VestQörðum hannyrðir.
Kunningsskapur okkar Öddu stóð
á gömlum merg og spannar meira
en hálfa öld. Hún reyndist mér og
mínum vel og ætíð best, þegar mest
á reyndi. Hún var svo heilsteypt og
gæskurík, alltaf sjálfri sér lík. Hún
brást engum og fann til með þeim,
sem minna máttu sín í lífinu.
Samúel, eiginmanni hennar,
kynntist ég í æsku, þá var hann
nýlega fermdur og vann hjá fyrir-
tæki föður míns, Smjörlíkisgerð
ísafjarðar, er þá var nýstofnuð. Þar
festi Samúel rætur sem afbragðs
starfsmaður og síðar meir aðaleig-
andi og forstjóri fyrirtækisins í 17
ár, þar til þau hjón fluttust til
Reykjavíkur árið 1975.
Frá ísafjarðaráranum er margs
að minnast. Heilladagurinn í lífi
þeirra beggja var 23. júní 1934, er
þau vora gefin saman í hjónaband.
Þetta var fyrsta brúðkaupið sem ég
var boðinn í, svo ég man daginn vel.
Seinna meir festu þau kaup á
húsinu Bjargi, er stóð nálægt Vega-
mótum, æskuheimili Samúels. Mikil
og einlæg vinátta ríkti ávallt á milli
heimila okkar, sem aldrei gleymist.
í tímanna rás er það gæskan, góð-
vildin og traustið, sem eftir stendur.
+
Hjartkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaöir og afi,
ÓLAFUR HLÍVARR JÓNSSON
kaupmaður,
Dalalandi 2,
sem andaðist í Landspítalanum 21. desember sl., verður jarðsung-
inn frá Fossvogskirkju þriðjudaginn 5. janúar kl. 15.00.
Elirí V. Þórarinsdóttir,
Sigurlaug M. Ólafsdóttir, Magnús Skúlason,
Jón Þ. Ólafsson,
Hjördis F. Ólafsdóttir, Albert Guðmundsson
og barnabörn.
Þeirra hamingju- og rausnarranni,
var rómaður með sanni.
Þangað fór enginn bónleiður til
búðar.
Adda og Samúel eignuðust 5
mannvænleg böm, sem öll era á lífi.
Þijár stúlkur, Selmu, Lára og Frið-
gerði, og tvo drengi, Brynjólf og
Samúel. Öll erfðu þau góða eðlis-
þætti foreldranna í ríkum mæli og
tóku þau sér til fyrirmyndar. Ætt-
mennahópurinn hefur stækkað ört
og era nú á lífi 15 bamaböm og 6
bamabamaböm. Hin stóra íjölskylda
þeirra hjónar var þeim allt.
Það var lengi vel líf og fjör á heim-
ili afa og ömmu en svo fóra að
skiftast á skin og skúrir, lífið var
ekki alltaf dans á rósum. Er frá leið
bilaði heilsa Öddu veralega og svo
var haldið suður á bóginn til
Reykjavíkur. Harmsaga veikinda
markaði djúp spor í lífi þeirra og
allskonar áföll. Þessi fyrirmyndar-
hjón, sem um áraraðir höfðu haldið
uppi og stuðlað að margskonar fé-
lags- ogmenningarmálum í heimabæ
sínum, ís'afirði, verða nú að draga
saman seglin. Þegar áföllin dundu
yfir í Qölskyldunni, stóðu þau eins
og klettur við hlið bama sinna, bættu
hvort annað upp. Þar hallaðist'ekki
á. Þau vora bæði mjög trúuð og
vissu, að trúin væri farvegur lífsins.
Það syrti aftur í álinn, þegar Samúel
féll frá fyrir tæplega fimm áram.
Það áfall var erfítt að sætta sig við,
en þegar ég spurði Öddu blátt áfram:
„Ertu ekki kvíðin framtíðinni?" svar-
aði hún mér að bragði: „Nei, Svenni
minn, Jesús er með mér.“ Þannig
er gott að trúa.
Eftirfarandi ljóðlínur skáldkonu
einnar vil ég tileinka henni:
Ég trúi á lífið, ljósið og Guð,
og lífsandi sé í öllu, sem hrærist.
Eitt strá, sem úr moldu vex og nærist.
Einn geisli, sem hefur sitt himna flug,
horfir á frækom smátt,
gefur því ljósið, sem vekur það við.
Og vorloftið tendrast blátt.
Ég undrast þann mikla mátt
(E. Eir.)
Veikindin ásækja Öddu meir og
meir. Sjúkrahúsvistir verða tíðari og
siðustu sjö mánuði dvelst hún á
Vífílsstöðum, oftast rúmföst og
þungt haldin. Ég skrapp stundum til
hennar, en alltof sjaldan. Hún bar
veikindi sín vel, guggnaði ekki, hvað
sem á gekk. Adda var sannkölluð
hetja. Alla tíð var henni hlýtt til ísa-
fjarðar, og hinni bjargföstu trú
hennar á Guð og hið góða í mann-
eskjuiini vora engin takmörk sett.
Reisn og myndugleik hélt Adda
til hinstu stundar og virtist viðbúin
þegar kallið kom á heimili Láru dótt-
ur hennar aðfaranótt annars í jólum.
Gott var að fá hvfldina í faðmi fjöl-
skyldunnar.
Við Denna og bömin okkar, ásamt
Guggu systur, sendum þeim öllum
innilegar samúðarkveðjur og biðijum
góðan Guð að styrkja þau.
Adda okkar er horfin til æðri sólar-
landa, meira að starfa Guðs um geim
í fylgd ástvinarins, sem reyndist
henni bestur.
Bænarorðin verða til þeirra
beggja.
Guð þig blessi, gleðin ört
og gæfu hljótt þig leiði.
Kærleikssólin sé þér björt,
sæla veg þinn greiði.
(EJP)
Friður Guðs sé með þeim.
Sveinn Elíasson