Morgunblaðið - 03.01.1988, Page 47

Morgunblaðið - 03.01.1988, Page 47
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 3. JANÚAR 1988 47 Minning: Þórhildur Frímannsdóttir * frá Litla-Arskógssandi Fædd 1. nóvember 1912 Dáin 24. desember 1987 Þótt allir viti um gestinn sterka, og flestum óvelkomna, dauðann, sem gengur um mannheim og grisjar gróður lífsins, þá eru fáir viðbúnir komu hans, þegar hann kemur til hvers og eins, og heimtir hann með sér til hinstu farar yfir móðuna miklu sem aðskilur frumlíf og framlíf. Ýmsum er hann þó aufúsugestur, þegar lífið er orðið illbærilegt og hylla fer undir framtíðarlandið bjarta, sem allra bíður að ævilokum, og þar sem vinir bíða fagnandi og bjóða velkominn hvem þann sem gengið hefur á enda gönguna ströngu. Og nú er enn ein slík æviganga á enda runnin, þar sem um er að ræða Þórhildi Frímannsdóttur sem kvaddi þessa jarðlífstilveru á að- fangadag jola, einmitt í þann mund, er allir voru að búa sig undir að fagna komu jólanna, með friði þeim og blessun, sem þeirri hátíð fylgir og fylgja ber. En alveg er víst, að ekki hefur sá fögnuður verið minni, sem hún nú gekk inn í, heldur ósegj- anlega miklu meiri, en við menn eigum nokkum kost á að njóta, meðan hér er dvalist, þótt annars megi margt gott um okkar jarðvist segja, þrátt fyrir allt. Foreldrar Þórhildar vom þau hjónin Sigríður Finnbjamardóttir og Frímann Þorvaldsson og bjuggu þau í Ytri-Vík í Árskógsstrandarhreppi. Þau eignuðust sex böm, tvær dætur og fjóra syni, er öll komust á fullorð- insaldur nema einn drengur er lést 17 ára. Þórhildur lifði öll systkini sín, þau vom öll horfin héðan á undan henni. Þórhildur giftist Guðmundi Bene- diktssyni þann 13. nóvember 1937 °g bjuggu þau í Ytri-Vík uns þau fluttu á Litla-Árskógssand árið 1948, og áttu þar heima upp frá því. Hefur sjómennska og útgerð verið aðalstarf hans ávallt síðan. Þau hjónin Þórhildur og Guð- mundur eignuðust þtjá syni og hafa þeir allir ílenst og sest að á Ár- skógssandi er þeir stofnuðu eigin heimili. Hermann er þeirra elstur, fæddur 1940, skipstjóri, giftur Margréti Amþórsdóttur frá Akureyri. Þau eiga fjögur börn; Svafar fæddur 1941, skipstjóri.giftur Kolbrúnu Hilmisdóttur frá Akureyri. Þau eign- uðust sex böm. Það sorglega slys bar að höndum, að Svafar fórst þann 31. mars 1987 á skipi sínu, er það sökk í óveðri skammt frá landi á Árskógssandi; Ingvar fæddur 1947, skipstjóri, giftur Sigríði Ólafsdóttur frá Akureyri. Þau eiga þijú böm. Samvinna milli Guðmundar og sonanna þriggja mun ávallt hafa verið með mikum ágætum og ómet- anlegt að eiga heima allir í sama plássinu. Sama hafa þeir unnið að sjósókn, útgerð og fiskverkun, og mun þessi starfsemi, sem þeir hafa stundað og rekið sameiginlega hafa dafnað og farið vaxandi með árun- um. Áður en ég held lengra áfram þessum orðum mínum langar mig til að minnast á þau ættarbönd, sem tengja mig eftirlifandi eiginmanni Þórhildar, Guðmundi Benediktssyni. Við erum náfrændur, systkina- synir (fæddir 1914). Hann ólst upp á Hrauni í Ámeshreppi í Stranda- sýslu hjá foreldrum sínum Hallfríði Jónsdóttur (f. 1887 — d. 1946) frá stóru-Ávík og Benedikt Sæmunds- syni, (f. 1882 - d. 1956) frá Ófeigsfirði. Þau áttu 5 börn, sem öll komust til fullorðinsára. Við Guð- mundur vorum jafnaldrar og ferm- ingarbræður. Á bernsku- og æskuárum vomm við góðir vinir og lékum okkur saman, er svo bar við að fundum okkar bæri saman, en það var fremur sjaldan, því nokkuð langt var á milli heimila okkar þótt innan sömu sveitar væri. Þau Hallfríður og Benedikt flutt- ust svo úr sveitinni, ásamt börnum sínum árið 1932, og settust fyrst að á Bimunesi við Eyjafjörð en færðu sig um set áður en á löngu leið, og fluttu sig að Litla- Árskógss- andi, og áttu þar heima meðan bæði lifðu. Eg minnist fyrstu kynna okkar hjóna, Aðalheiðar Tómasdóttur og Þórhildar Frímannsdóttur. Það mun hafa verið sumarið 1955 í júlímán- uði. Við höfðum farið um Norðurland í sumarleyfi á eigin bíl ásamt Sig- urði, syni okkar, sem þá var 12 ára. Einnig voru með okkur Pálína mág- kona mín og Jóna, vinkona hennar og starfssystir. Við höfðum verið að skoða okkur um í Þingeyjarsýslu og tjaldað á ýmsum stöðum. Þetta var í fyrsta sinn, sem við fómm svo langt norður í land. Við vomm nú komin á heimleið og höfðum gist í tjaldi okkar í Vaglaskógi. Meðan við vor- Sigmjón S. Thoraren- sen - Kveðjuorð Fæddyr 29. sept. 1956 Dáinn 23. desember 1987 „Þeir sem guðimir elskar deyja ungir." Þessi setning var það fyrsta sem kom mér í hug þegar mér barst sú fregn að elskulegur frændi minn, Siguijón S. Thorarensen, hefði lát- ist eftir hrakninga nú um jólin. Siguijón Sigurður fæddist 29. september 1956 í Reykjavík fyrsta bam systur minnar Katrínar Thor- arensen og eiginmanns hennar Skúla Thorarensen fyrmm lög- regluvarðstjóra, en hann lést 1976. Þegar litið er yfir farinn veg á þessum tímamótum vakna hugljúf- ar minningar um lítinn rauðhærðan dreng sem ég passaði á mínum unglingsámm. Siguijón var ein- staklega bamgóður, enda sakna hans nú sárt systurböm hans, Skúli og Katrín Ágústa, því hann var þeim einstaklega hjartfólginn þegar hann dvaldi hér syðra. Siguijón var sjómaður að atvinnu og hafði verið á ýmsum skipum og bátum, nú síðast á skipi frá Bíldu- dal. Fráfall Sigurjóns frænda er mik- ið áfall fyrir fjölskyldu okkar. Við spyijum okkur. Af hveiju hann, svona fljótt á þessum viðkvæma árstíma um jólahátíðina? Við vitum ekki svar við þessu. Minnumst því orða mömmu okkar þegar hún sagði: „Ekki gráta látna, þeim líður dásamlega, biðjið fyrir þeirn." Elsku systir, almáttugur guð styrki þig og þína á þessum sorg- artíma. Eg votta þér og fjölskyld- unni mína innilegustu samúð. Góður engill guðs oss leiðir gegnum jarðneskt böl og stríð, léttir byrðar, angist eyðir, engill sá er vonin blíð. (H. Hálfd.) Gulla um þar breytti skyndilega um veður og gerði kalsa og úrhellisrigningu. Blotnuðu föt okkar og flest okkar hafurtask, og leist okkur heldur illa á að tjalda næstu nótt, því rigning hélt áfram. Ætluðum við þó að láta okkur hafa það og tjalda einhvers- staðar utan vi Dalvík. Við höfðum ætlað okkur að heim- sækja Guðmund, frænda minn á Árskógssandi, og þeirri áætlun héld- um við. Komum þar um kvöld. Guðmundur var ekki heima, hann var á sjó, ásamt tveim eldri sonum sínum og var hans ekki von fyrr en um nóttina. En Þórhildur, þessi blessaða, góða kona, tók okkur með allri sinni miklu alúð og gestrisni, er hún heyrði að ég væri náfrændi Guðmundar. Voru móttökur hennar raunar slíkar, að okkur fannst eins og við værum að koma heim til bestu móður. Ekki tók hún í mál að sleppa okkur lengra, kvað ófært að tjalda í svona bleytu. Vorum við sannarlega þakklát. Fengum við hjá henni ríkulega máltíð og bjó hún vel um okkur öll í stofunni sinni, þótt húsakynni væru ekki stór þá. Sváfum við vel um nóttina og nutum þessarar dásam- legu umönnunar, sem hún lét okkur í té. Sjálf mun hún hafa vakað mest alla nóttina við að þurrka plögg okkar, sem flest höfðu blotnað nótt- ina áður, í illa útbúnu tjaldi okkar. Slík fómfysi verður aldrei að fullu þökkuð eða metin sem skyldi. Um morguninn hittum við svo Guðmund, sem komið hafði heim um nóttina. Hann hafði ekki látið sér bregða, þótt húsið væri orðið undir- lagt af gestum. Þau hjón munu ávallt hafa verið mjög samhent, m.a. í öllu, er þau máttu gera öðrum til góðs. Þessi fyrsta koma okkar á heim- ili þeirra Þórhildar og Guðmundar, er okkur ávallt minnisstæð. Gestrisni hennar og ósérplægni við að hlúa sem best að okkur, mun ávallt bera yfir flest hið góða, sem okkur hefur hlotnast á langri ævi. Síðan þetta gerðist höfum við hjónin átt allmargar ánægjulegar stundir með þeim Þórhildi og Guð- mundi. Ávallt höfum við komið til þeirra, er við höfum farið norður í land og notið indælla stunda á heim- ili þeiira, og eins hafa þau komið til okkar, þá sjaldan þau hafa komið Blómastofa Fnófinns Suðurlandsbraut 10 108 Reykjavík. Sími 31099 Opið öli kvöid til kl. 22,- eínnig um helgar. Skreytingar við öll tilefni. Gjafavörur. suður til funda við bræður Guð- mundar, sem heima eiga í Keflavík. Eg minnist sérstaklega einnar slíkrar stundar, Þórhildur kom heim til okkar í Kópavoginn, og var hjá okkur eina kvöldstund. Þetta var um hásumar og nóttin albjört. Við ókum með hana suður í Keflavík og lögðum af stað þangað upp úr miðnætti. Er við komum suður á Vatnsleysu- strandarheiði var sólin að rísa úr hafi framan við Snæfellsjökul. Við fórum út úr bílnum og stönsuðum til að geta notið þessarar dásamlegu stundar. Sólin varpaði rauðum geisl- um hátt á himin. Norðvesturloftið glóði allt í gullnum ljóma. Heilluð stóðum við öll andspænis þessari dýrðarsýn, sem fyllti sálir okkar friði og æðri gleði. Þórhildur hafði við- kvæma sál og kunni að njóta þess, sem náttúran hefur fegurst að bjóða, á stundum eins og þeirri sem hér gafst. Mjög var Þórhildur listelsk í eðli sínu, og sáum við á heimili hennar marga hluti er báru því fagurt vitni. Hún var mikil hannyrðakona, og liggja eftir hana hinar fegurstu út- saumsmyndir og önnur verk í svipuðum stíl. Allt sýnir það listrænt handbragð, og ber þess merki hve sýnt henni var að hefja þessi vcrk sín upp yfir hversdagsleikann. Þórhildur var mikill unnandi nátt- úrufegurðar og þá ekki síst gróðurs og blóma. Undir suðurenda á húsi sínu komu þau hjón sér upp afgirtum reit, þar sem þau gátu ræktað bæði matjurtir og ýmis útiblóm. Og þama reistu þau lítinn blómaskála. Mun Þórhildur hafa átt marga ánægju- stund á þessum stað, enda bar umhirða sem og blómin sjálf þes^, glögg vitni, að hér hafí verið farið um hlýjum höndum. Blóm eru við- kvæmar verur og bera þess jafnan merki, með hvaða hugarfari er um þau hugsað. Nú er jarðnesk vist Þórhildar á enda mnnin, en minningin um hana mun lifa ófölskvuð í hugum allra þeirra er hana þekktu best. Við hjónin söknum þessarar hjartahlýju og fómfúsu konu, er ávallt sýndi okkur tryggð og sanna vináttu. Við vitum að síðustu ár ævi sinnar átti hún við vanheilsu að stríða, og- hefur hún því að vissu leyti orðið hvíldinni fegin. Við getum því sam- fagnað henni að vera nú komin þangað sem engin mein þjá framar, og þar sem hennar bíður birta og farsæld meiri en okkur jarðarbúa getur rennt gmn í. Við hjónin vottum eftirlifandi manni hennar einlægá samúð, sem og öllum nánum aðstandendum. Ingvar Agnarsson Þóra Jónsdóttir — Kveðja Fædd 20. október 1902 Dáin 20. desember 1987 Frú Þóra Jónsdóttir er látin. Ég var svo lánsöm að vera bamabarn hennar og langar mig að minnast hennar í örfáum orðum. Amma var ein af þeim sem maður vill svo gjaman líkjast og taka til fyrirmyndar. Hún var alla tíð heil- steypt og sönn gagnvart sjálfri sér og samferðafólki sínu. Heimili sitt annaðist hún ætíð af festu og kost- gæfni hvort sem um stórt húshald eða lítið var að ræða. Alltaf var gott að koma í heimsókn til ömmu Þóm, öllum tók hún opnum örmum, hlustaði, sýndi skilning, ráðlagði og síðast en ekki síst, • gaf ómælda hjartahlýju og elsku. Að vera vandur að virðingu sinni finnst mér lýsa best hvemig amma var, og gerði sér far um að kenna okkur. Á það við um svo margt og má nefna; umhverfi sitt og eigið útlit, fara vel með það sem gefið er án óþarfa íburðar og prjáls; málfar og samræður, segja heldur minna og vanda orð og umtal; samskipti við. náungann, velja góðan félags- skap og sýna sanngimi. Hennar leiðarljós var kristin trú og mann- kærleiki. Það er erfitt að sjá á bak ömmu Þóru en efst í huga er þakklæti fyr- ir að hafa þekkt hana og notið hennar. Minningar hennar lifír með mörgum. Guð blessi ömmu mína. t Eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, HALLDÓRA PÉTURSDÓTTIR frá Höfðakoti á Skagaströnd, verður jarðsungin frá Hólaneskirkju á Skagaströnd þriðjudaginn 5. janúar kl. 14.00. Steingrímur Jónsson, börn, tengdabörn, barnabörn og barnabarnabörn. Móðir okkar og tengdamóðir, t RAGNHILDUR HELGADÓTTIR, sem andaðist 26. desember, verður jarðsungin frá Dómkirkjunni mánudaginn 4. janúar kl. 13.30. Selma Samúelsdóttir, Ketill Jensson, Lára Samúelsdóttir, Stefán Þórarinsson, Friðgerður Samúelsdóttir Einar Ó. Gíslason, Samúel J. Samúelsson, Brynjólfur Samúelsson. Þórhalla Gísladóttir, Faðir okkar, tengdafaðir, t afi og langafi, GÍSLI V. SIGURÐSSON, fyrrv. póstfulltrúi, Fálkagötu 13, verður jarðsunginn frá 13.30. Dómkirkjunni þriðjudaginn 5. janúar kl. Sigrún Gísladóttir, Gunnar Kristinsson, Guðrún Gísladóttir, Arnar Gunnarsson, Anna Sigriður Gisladóttir Neville, William V. Neville, Aðalheiður Erna Gisladóttir, Oddur Gústafsson, Garðar V. Gíslason, Lára Gíslason, börn og barnabörn.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.