Morgunblaðið - 30.01.1988, Qupperneq 14
14
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 30. JANÚAR 1988
NORRÆNT TÆKNIÁR1988
Umsjón: Sigurður H. Richter
íslenzka Álfélag-
ið hf. — Opið hús
í tilefni af Norrænu tækniári
1988 verður íslenzka Álfélagið
hf. með „Opið hús“ i
Straumsvík sunnudaginn 31.
janúar klukkan 13—17.
íslenzka Álfélagið hf. — ÍSAL
— var stofnað 28. júní 1966. Það
er dótturfyrirtæki svissneska álfé-
lagsins AÍusuisse. Aðdragandi að
stofiiun ÍSAL var í stuttu máli
sá, að forráðamenn Alusuisse
snéru sér til ríkisstjómar íslands
árið 1960 til þess að leita fyrir
sér um möguieika á að reisa álver
á íslandi, þar sem landið var eitt
af fáum löndum í Evrópu með
mikla óbeislaða vatnsorku. Við-
tökur ríkisstjómarinnar voru
jákvæðar, þar sem lengi hafði
verið talið æskilegt að renna fleiri
stoðum undir íslenskt atvinnulíf.
Viðræður Alusuisse og ríkisstjóm-
arinnar leiddu til þess að gerður
var samningur, svokallaður Aðal-
samningur, sem staðfestur var
með lögum frá Alþingi þann 13.
maí 1966. Samkvæmt honum
tóku aðilar m.a. á sig eftirfarandi
skuldbindingar
— Dótturfyrirtæki Alusuisse, ís-
lenzka Álfélagið, skyldi reisa
og reka álver í Straumsvík. í
fyrsta áfanga skyldi afkasta-
geta álversins vera 33.000
tonn af hrááli árlega, í öðmm
áfanga 49.500 tonn og í þriðja
áfanga 66.000 tonn.
— Landsvirkjun skyldi reisa orku-
ver við Búrfell, sem sæi
álverinu fyrir raforku. Orkuve-
rið skyldi byggt í tveimur
áföngum, 105 MW hvor.
Viðaukar við aðalsamning eru
nú orðnir fjórir, þar sem m.a.
hafa verið heimilaðar stækkanir
á áiverinu, samið um breytingar
á rafmagnsverði sem nú tekur
mið af heimsmarkaðsverði á áli
o.fl. Álverið hefur verið stækkað
þrisvar og eftir síðustu stækkun
sem lauk 1980 er skráð fram-
leiðslugeta 88.000 tonn á ári.
Mest hefur ársframleislan orðið
84.600 tonn, sem var á nýliðnu
ári.
Helstu hráefni til framleiðslu
áls eru súrál, sem er flutt inn frá
Ástralíu, rafskaut, sem eru fram-
leidd í Hollandi, og raforka. Til
að framleiða 1 tonn af áli þarf
u.þ.b. 2 tonn af súráli, 500 kg
af rafskautum og 15.000 kílów-
attstundir af raforku. Álið er
steypt í staðlaðar einingar, barra,
stangir og hleifa og er nálega öll
ffamleiðsla ÍSAL flutt til annarra
Evrópulanda, þar sem endanleg
markaðsvara er unnin úr því, en
íslenskar málmsteypur kaupa nú
ál í vaxandi mæli af ÍSAL, og
má þar nefna álpönnuverksmiðj-
una ALPAN hf. á Eyrarbakka.
Stöðug tækniþróun og hagræð-
ing eru nauðsynlegir þættir í
starfsemi fyrirtækja á borð við
ÍSAL. Þjónusta við ker er nú að
mestu leyti tölvustýrð. Sjálfvirkur
tölvustýrður steypubúnaður fyrir
völsunarbarra og stangir var sett-
ur upp og tekinn í notkun vorið
1985 og gerir hann kleift að
steypa verðmeiri vöru en áður úr
hráálinu og eykur jafnframt fjöl-
breytni í framleiðslu álversins.
Nýjasta dæmið um aukna ha-
græðingu hjá ÍSAL er iðnróbóti,
sem tekinn var í notkun um
síðustu áramót. Hann var sér-
staklega hannaður fyrir ÍSAL til
að setja álkraga utan um raf-
skautagaffla. Álkragarnir um-
lykja kolasalla, sem vamar því
að jámið í skautgöfflunum leysist
upp í kerunum og rafskautin losni
þar með af. Hann leysir tvo menn
af hólmi við starf, sem hefur þótt
einhæft og leiðigjamt.
Til þess að auka enn frekar
verðmæti ffamleiðslu ÍSAL og
mæta jafnframt kröfum við-
skiptavina um meira af börmm
og stöngum er nú áformað að
bæta við einni svokallaðri
sísteypuvél í steypuskála. Á
síðasta ári voru 66% af fram-
leiðslu ÍSAL málmur, sem við-
skiptavinir fyrirtækisins nota
beint í eigin ffamleiðslu án um-
bræðslu. Með þessari viðbót
verður hægt að steypa alla fram-
leiðsluna í völsunarbarra og
þiýstimótunarstangir, sem not-
endur vinna úr beint. Nýi steypi-
búnaðurinn krefst viðbyggingar
við steypuskála um 100 m2 og er
áætlaður kostnaður við þessar
framkvæmdir um 380 milljónir
króna. Ráðgert er að verkinu ljúki
á tveimur árum.
Til nýjunga og aukinnar fjöl-
breytni í starfsemi ÍSAL má teljá
álbobbinga. Eins og fram hefur
komið i fjölmiðlum hefur ÍSAL
hannað og þróað 3 tegundir bobb-
inga úr áli fyrir togara, sem hafa
reynst vel og vakið athygli bæði
hérlendis og erlendis. Á fótreipi
botnvörpu eru sökkur sem á máli
sjómanna nefnast bobbingar.
ISAL hefur hannað þijár gerðir
bobbinga, þ.e. miðjubobbing, sem
er hjól úr áli og stáli, vængbobb-
ing, sem er eingöngu úr áli, og
loks millibobbing, sem er hafður
á milli þeirra beggja. Þessir
íslensku álbobbingar hafa veri
reyndir með góðum árangri um
borð í tveimur skuttogurum, BV
Jóni Vídalín frá Þorlákshöfn og
BV Venusi frá Hafnarfirði. Eyrir-
tækið hefur því ákveðið að heija
framleislu á þeim fyrir íslenskan
markað. Sala á millibobbingum
er þegar hafin, ffamleiðsla á
miðjubobbingum hófst í þessum
mánuði, en byijað verður að fram-
leiða vængbobbinga í apríl nk.
Umhverfisvemd þykir sjálf-
sagður þáttur í rekstri iðjuvera
Úr kerskála.
nú á tímum. Aðgerðir ÍSAL í
þessu skjmi miða að því að koma
í veg fyrir að gastegundir og lyk
fari út í andrúmsloftið og að setja
þessi efni aftur í vinnslurásina.
Því hefur kerum verið lokað með
álþekjum og sjálfvirkur, tölvu-
stýrður súrálsgjafabúnaður settur
upp. Kerreykurinn er sogaður
undan þelq'unum í gegnum
stálpípur inn í hreinsistöðvar, sem
eru á milli kerskálanna. Þar er
súrálið notað til að taka í sig
sótagnir og flúorsambönd úr ker-
reyknum. Síðan er súrálið aftur
skilið frá hreinsuðu útblástursloft-
inu í síuhúsum þurrhreinsistöðv-
anna. Hreinsivirkni þessa búnaðar
er meiri en 95% og er enn sem
komið er fullkomnasta aðferðin
til að fyrirbyggja mengun innra
og ytra umhverfís álvera. Fram-
kvæmdir við uppsetningu þessa
búnaðar hófst árið 1979 og lauk
í byijun árs 1982.
Hagnaður varð af rekstri ÍSAL
á síðasta ári eftir taprekstur und-
anfarin ár. Hagnaðurinn varð um
10 milljónir króna, en talið er að
hann hefði getað orðið allt að 200
milljónum króna, ef ekki hefðu
komið til rekstrarörðugleikar
vegna galla í rafskautum. Árið
1987 ^törfuðu 620 manns hjá
ÍSAL. Velta fyrirtækisins var um
5,2 milljarðar, þar af rann rúmur
þriðjungur til þjóðarbúsins.
ÍSAL býður fólki að koma og
skoða fyriríækið nú á sunnudag-
inn. Nokkrir starfsmenn fyrirtæk-
isins munu leiðbeina gestum um
verksmiðjusvæðið og fræða fólk
um starfsemina og tækjabúnað,
en þeim sem hyggjast leggja ferð
sína til Straumsvíkur er góðfús-
lega bent á að af öiyggisástæðum
er ekki hægt að veita yngri gest-
um en 12 ára aðgang að verk-
smiðjusvæðinu, enn þeim verður
séð fyrir dægrastyttingu á meðan.
íslenzka Álverið.
Memitamálaráðuneytið:
Ný tölva
tekin í notkun
Menntamálaráðuneytið hefur
nú tekið í notkun IBM 9370 tölvu,
sem gerir ráðuneytinu mögulegt
að tengjast ýmsum stofnunum,
svo sem Skýrsluvélum ríkisins
og fræðsluskrifstofum.
Að sögn Emils Einarssonar,
starfsmanns IBM, er þessi tölva hin
fyrsta sinnar tegundar hér á landi.
Tölvunni var komið fyrir í húsnæði
menntamálaráðuneytisins við
Hverfisgötu f nóvember og sá sér-
stakur vinnuhópur ráðuneytis-
manna um að koma henni í gagnið
og kenna félögum sínum notkun
hennar, ásamt starfsmönnum IBM.
Að sögn Emils er kaupverð tölvunn-
ar á bilinu 10-20 milljónir króna.
þegar hafa 40-50 útstöðvar verið
tengdar þessari nýju móðurtölvu.
Auk menntamálaráðuneytisins
hefur Útvegsbanki íslands hf. og
Húsnæðisstofnun ríkisins ákveðið
að kaupa slfka tölvu.
Morgunblaðið/Bjami
Starfsfólk menntamálaráðuneytisins, sem vann að því með starfs-
mönnum IBM að koma nýrri móðurtölvu ráðuneytisins I notkun. Frá
vinstri: Runólfur Birgir Leifsson, Ragnheiður Jónasdóttir, Þórunn
Bragadóttir, Þórveig Þormóðsdóttir og Pétur Hlöðversson.
Rættum
Gullnu
fluguna
FÉLAG áhugafólks um verkalýðs-
sögu heldur fund laugardaginn
30. janúar kl. 14.00 í Sóknarsaln-
um, Skipholti 50A.
Á fundinum verður til umræðu
bók Þorleifs Friðrikssonar, Gullna
flugan, sem fjaliar um átök í Al-
þýðuflokknum og íhlutun útlendinga
f íslensk stjórnmál í krafti fjár-
magns.
Frummælendur verða Ami Gunn-
arsson alþingismaður og Sigurður
Pétursson sagnfræðingur. Fundur-
inn er opinn öllu áhugafólki um
íslensk stjómmál.