Morgunblaðið - 30.01.1988, Side 35
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 30. JANÚAR 1988
Fíladelfía í Reykjavík:
Opið hús í tilefni afmæl-
is Einars J. Gíslasonar
Opið hús verður í dag, laugardag-
inn 30. janúar, í Ffladelfíu, Hátúni
2 í Reykjavík, í tilefni 65 ára af-
mælis Einars J. Gíslasonar og
afturbata eftir erfið veikindi. Opið
verður í neðri sölum kirkjunnar frá
kl. 16—19. Veislustjóri verður
Guðni Einarsson. Æskufólk mun
syngja undir stjóm Hafliða Krist-
inssonar og Sólrún Hlöðversdóttur
syngur einsöng. Þá munu böm
Ama Arinbjamarsonar organista
leika saman á hljóðfæri. Almennur
söngur verður og ávörp. M.a. senda
sænskir hvítasunnumenn tvo full-
trúa til landsins í tilefni afmælisins,
þá Georg Johannsson og Stig Anth-
in. Þeir tala í guðsþjónustu í
Ffladelfíu á afmælisdegi Einars kl.
20 þann 31. janúar.
Einar Jóhannes Gíslason fæddist
í Vestmannaeyjum og ólst upp hjá
foreldrum sínum, Gísla Jónssyni
formanni og útvegsbónda og
Guðnýju Einarsdóttur konu hans,
ásamt fjómm systkinum. Áttu þau
heima að Amarhóli, við Faxastíg.
Um 17 ára bil stundaði Einar sjáv-
arstörf, lengst af á eigin útgerð,
með Óskari bróður sínum, síðar hjá
Einar J. Gíslason
Hafnarsjóði, á grafskipinu „Vest-
manney" og jafnframt á lóðsbátn-
um „Létti“. Árið 1956 var Einar
skipaður fyrsti skoðunarmaður
gúmmíbáta í Vestmannaeyjum og
nokkm síðar vélskoðunarmaður á
flota Eyjamanna. Þau störf hafði
Einar með höndum, þar til hann
fluttist til Reykjavíkur í október
1970. Þá tók hann við starfí for-
stöðumanns Ffladelfíu. 16 ára
gamall gekk Einar í hvítasunnu-
hreyfínguna. Sem slíkur var hann
forstöðumaður í Betel í Vestmanna-
eyjum í 22 ár. Einar veiktist
hastarlega 25. október 1986. Vegna
sjúkleika hefír hann ekki sinnt
störfum í söfnuðinum síðan. Einar
er nú á góðum batavegi. Einar er
tvíkvæntur. Fyrri kona hans var
Guðný Sigurmundsdóttir, ættuð úr
Biskupstungum. Hún andaðist eftir
fjórtán ára hjónaband aðeins 37 ára
gömul, 6. október 1963. Dó hún
af bamsfömm, en átti fyrir þrjú
böm er öll komust til manns. Guð-
rún Margrét, búsett í Reykjavík. Á
tvö böm. Sambýlismaður er Kristj-
án Sveinbjömsson. Guðni, forstöðu-
maður blaða- og bókaútgáfu
Fíladelfíu. Giftur Guðfínnu Helgad-
óttur Hallvarðssonar skipherra.
Eiga þau þrjú böm. Sigurmundur
Gísli, bankastarfsmaður. Giftur
Unni Ólafsdóttur. Eiga þau þrjú
böm. Seinni kona Einars er Sig-
urlína Jóhannsdóttir frá Sandaseli
í Meðallandi. Eiga þau Guðnýju,
sem dvelur í foreldrahúsum.
Kennaranámskeið á Suðurlandi:
„Ekkert er nýtt undir sólinni
- ekki heldur í lestrarkennslu“
Hveragerði.
Fræðsluskrifstofa Suðurlands
stóð fyrir námskeiði um lestrar-
kennslu i Hótel Ljósbrá í Hvera-
gerði dagana 14. og 15. janúar
sl. Tæplega 80 kennarar af Suð-
urlandi sóttu námskeiðið. Þeir
sem austast búa komu frá Vík í
Mýrdal og Vestmanneyingar létu
sig ekki vanta.
Fréttaritari hitti að máli Pálínu
Snorradóttur kennara í Hveragerði,
en hún vann að undirbúningi og
framgangi námskeiðsins og hafði
hún þetta að segja af gangi mála:
„Eg tel að námskeiðið hafí lukk-
ast vel. Það var bjartsýnt fólk sem
yfírgaf Hveragerði að loknu þessu
námskeiði. Það hafði notið fræðslu
og hvatningar sem vafalaust á eftir
að bera ríkulegan ávöxt í skóla-
starfínu."
Leiðbeinendur á námskeiðinu
vom sex. Fyrri daginn kynnti Matt-
hildur Guðmundsdóttir hljóðaaðferð
og Bryndís Gunnarsdóttir L.T.G.-
aðferðina en Rannveig Löve flutti
fyrirlestur, sem hún nefnir „Lestr-
arkennsla — mín aðferð/ þín
aðferð".
Seinni daginn kynntu þær Helga
Friðfínnsdóttir, Sigrún Löve og
Þorbjörg Þóroddsdóttir heildarlest-
ur. Þær vom með námskeið á
Suðurlandi í september sl. sem þær
nefndu „Markviss málörvun", og
hafa þær síðan haldið mánaðarlega
fundi með kennurum, þeim til
styrktar og uppörvuunar í starfí.
Anton Bjamason, íþróttakennari,
kom og ræddi um hreyfíþjálfun
bama og sýndi kennumm hvemig
nýta má kennslustofuna til að þjálfa
bömin. Hann taldi næsta víst að
tengsl væm milli hreyfífæmi og
námsgetu bama.
Kennarar vom mjög ánægðir
með námskeiðið og töldu það koma
að miklu gagni í skólastarfínu.
Leiðbeinendur munu hafa mán-
aðarlega fundi fram á vorið með
þátttakendum eins og verið hefur.
Stöðugar umræður em um lestr-
arkennsluaðferðir hér á landi.
Margir muna svonefnda band-
pijónsaðferð; þegar bömin sátu hjá
ömmu eða mömmu og lærðu að
stafa og kveða að, en þegar rak í
vörðumar var bent með pijóninum
á bókina til frekari áréttingar.
Meira en hálf öld er liðin síðan far-
Morgunblaðið/Sigrún Sigfúsdóttir
Tæplega 80 kennarar af Suðurlandi sóttu námskeiðið. Hér eru kenn-
ararnir að hlusta á fyrirlestur.
Leiðbeinendumir á námskeiðinu: Helga Friðfinnsdóttir, Sigrún Löve
og Þorbjörg Þóroddsdóttir kynna nýjustu aðferðir við lestrarkennslu.
ið var að kenna „hljóðaaðferð" hér
á landi og hefur hún oft verið gagn-
rýnd og gjaman af þeim sem minnst
þekktu til. Einnig má nefna „orða-
aðferð" þegar böm læra að lesa
með því að læra einstök orð. En
nú kynntust kennarar aðferð sem
nefnd hefur verið „heildarlestur"
þar sem öllum fyrmefndum að-
ferðum er steypt í eina og það besta
notað úr þeim öllum. Eða eins og
Rannveig Löve sagði: „Þið haldið
að þetta sé e.t.v. einhver ný aðferð,
sem þið hafíð hvorki heyrt né séð
áður. Nei, hreint ekki, það er ekk-
ert nýtt undir sólinni, ekki heldur
í lestrarkennslu.“
í lokin kemur hér texti, sem sam-
inn var í einum vinnuhópnum, eftir
að Bryndís hafði kynnt LTG-
aðferðina. Nokkrar umræður urðu
um bókakost þann, sem bömum er
boðið upp á, er þau hefja lestramám
og kom þá í ljós að hann er næsta
lítill. Af því tilefni varð þessi texti
til: „Við erum á námskeiði í Hvera-
gerði. Það er mjög áhugavert. Við
emm að læra að kenna öðmm að
lesa. Allir fara fróðari heim. Við
fáum ýmsar hugmyndir, bæði frá
leiðbeinendum og frá öðmm, sem
em á námskeiðinu. Við eram vond
yfir því, að varla em til neinar
bækur fyrir byijendur í lestri. Við
viljum að leitað sé álits kennara
þegar gefa á út námsefni og farið
verði eftir tillögu kennara um fjár-
veitingar til þessara mála.“
Námskeiðinu lauk með sameigin-
legri kaffídrykkju í boði Fræðslu-
skrifstofu Suðurlands og Samtaka
sunnlenskra sveitarfélaga.
— Sigrún
35
- *
Morgunblaðid/Júlíus
Sjóbjörgunarsveitir af suð-vesturhorninu æfðu í gær með starfs-
mönnum Landhelgisgæslunnar.
Æfing sex björgun-
arsveita og þyrlu
M!ií ■: SiStHS
ÆFING sjóbjörgunarsveita af suð-vesturhomi landsins var haldin í
gær, en þá hélt Slysavarnafélag íslands upp á 60 ára afmæli sitt.
Þetta var í fyrsta sinn sem sveitirnar æfðu allar saman með þyrlu
Landhelgisgæslunnar.
Að sögn Hálfdáns Henryssonar
hjá SVFI, gekk æfingin í alla staði
mjög vel. „Þama vom saman komn-
ar sjóbjörgunarsveitir frá Sand-
gerði, Akranesi, Seltjarnamesi,
Reykjavík, Hafnarfirði og Kópa-
vogi, auk þyrlu Landhelgisgæslunn-
ar,“ sagði Hálfdán. „Það var æft
hvemig beri að hífa menn úr bátum
í þyrluna, hvort heldur heila eða
slasaða í bömm. Við vomm búnir
að fara yfír öll atriði með Land-
helgisgæslunni fyrir nokkm og á
æfíngunni kom í ljós að menn höfðu
undirbúið sig rétt. Auk þess sem
sveitimar æfðu saman var venjuleg
æfíng hjá slysavamaskólanum, sem
haldin er alla föstudaga. Það var
skemmtileg tilviljun að þessa æf-
ingu skyldi bera upp á afmælisdegi
SVFÍ og það kom í ljós að við eram
með góðar og vel þjálfaðar björgun-
arsveitir," sagði Hálfdán Henryf.
son. ••
Neysla nauta- og
svínakiöts eykst
KJÖTNEYSLA íslendinga á
síðasta ári samsvarar 68 kg á
hvern landsmann. Mest aukning
hefur orðið á nautgripa- og
svínakjöti en kindakjötsneyslan
jókst einnig frá árinu 1986. Aftur
á móti minnkaði neysla alifugla-
og hrossakjöts.
Innanlandssala á kindakjöti var
rúmlega 9 þúsund tonn, sem sam-
svarar 36,68 kg á mann. Er það
nokkm meira en árið 1986, þegar
neyslan var 32,70 kg á mann, en
minna en flest undanfarin ár en
neyslan hefur yfirleitt verið yfír 40
kg.
Seld vom 3.453 tonn af naut-
gripakjöti, sem em tæp 14 kg á
mann. Nautakjötsneyslan hefur
aukist stöðugt undanfarin ár, til
dæmis var hún 10,74 kg á mann á
árinu 1986.
Rúmlega 2 þúsund tonn af svína-
kjöti vom seld, sem samsvarar 8,11
kg á mann. Svínakjötið hefur, eins
og nautakjötið, sífellt orðið vinsælla
hér á landi og neyslan aukist ár frá
ári. Sala á alifuglakjöti minnkaði
heldur í fyrra, var 1.585 tonn, sem
samsvarar 6,42 kg á hvem lands-
mann. Árið 1986 var neyslan 7,57
kg á mann og hafði þá aukist stöð-
ugt í nokkur ár, en talið er að
afturkippurinn á síðasta ári stafi
af salmonellusýkingum sem upp
komu.
696 tonn af hrossakjöti seldust
í fyrra, sem samsvarar 2,82 kg á
mann. Er það heldur minna en ver-
ið hefur undanfarin ár.
Leiðrétting
í frétt um keppnina Herra ísland í
Morgunblaðinu í gær var rangt far-
ið með föðumafn eins dómnefndar-
innarmanna. Rétt er nafnið Bima
Björasdóttir snyrtifræðingur hjá
snyrtistofunni Evu við Ráðhústorg
(stóð Friðriksdóttir).
Hlutaðeigendur em beðnir vpl-
virðingar.
Stykkishólmur:
Friðjón Þórðarson fund-
ar með kjósendum
Stykkishólmi.
FRIÐJÓN Þórðarson þingmaður
Sjálfstæðisflokksins í Vestur-
landskjördæmi hefir undanfarið
verið á yfirreið um kjördæmið
og haft tal af fólkinu eins og
undanfarin ár. Hann hefir farið
víða um f þessum mánuði, kynnt
sér viðhorf fólks til líðandi stund-
ar og gert grein fyrir því sem
hefir verið að gerast á Alþingi
og sínum viðhorfum til þess.
Friðjón mætti hér í Stykkishólmi
á fundi með Rotarymönnum og
ræddi viðhorfin í stjómmálum. Þá
mætti hann á fundi hjá Sjálfstæðis-
félaginu Skildi. Þar raeddi hann
hreinskilnislega málin og svaráði
auk þess fyrirspumum og á eftir
vom hringborðsumræður sem flest-
ir töku þátt í og rifjuðust upp
margir viðburðir fyrr og nú. Héðan
fór Friðjón inn í Dali en þar vom
sjálfstæðismenn með sína aðal-
fundi.
— Arni