Morgunblaðið - 20.02.1988, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 20.02.1988, Blaðsíða 1
72 SÍÐUR B OG LESBÓK STOFNAÐ 1913 42. tbl. 76. árg. LAUGARDAGUR 20. FEBRÚAR 1988 Prentsmiðja Morgunblaðsins Líbanon: •• Ofgasam- tðksegjast hafa Higg- ins í haldi Beirút og Wuhington, Reuter. HÓPUR sem kallar sig „Samtök kúgaðra í heiminum" sendi í gær frá sér yfirlýsingu þess efnis að hann hefði rænt William R. Higg- ins ofursta og að hann væri nú í haldi í Libanon. Orðsendingu samtakanna, sem barst tíl al- þjóðlegrar fréttastofu i Vestur- Beirút, fylgdi ijósrit af skilrikj- um Higgins. Samtökin hafa und- anfarin þtjú ár staðið fyrir hryðjuverkum gagnvart gyðing- um í Libanon. Higgins var einn af 17 banda- rískum starfsmönnum Líbanons- deildar Friðargæslustofnunar Sam- einuðu þjóðanna. Honum var rænt í nágrenni bæjarins Tyre í Suður- Líbanon á miðvikudag. Búist hefur verið við harkalegum viðbrögðum Bandarfkjamanna við mannráninu. í gær tilkynnti Ronald Reagan Bandaríkjaforseti að hann myndi ekki kalla heim samstarfsmenn Higgins í kjölfar mannránsins og að Bandaríkin myndu halda áfram að gegna skyldum sínum við Friðar- gæslustofnunina. Mannræningjamir krefjast þess að ísraelskur her yfírgefi Líbanon og að bræður þeirra í trúnni verði látnir lausir úr fangelsum í ísrael. Þeir halda því fram að Higgins hafí verið starfsmaður bandarísku leyniþjónustunnar. Marrack Gould- ing aðstoðarframkvæmdastjóri SÞ neitaði því harðlega í gær og sagði Friðargæslustofnunina ekki hafa njósnara á sfnum snærum. Hann bar einnig til baka orðróm um að floti Bandaríkjanna á svæðinu væri í viðbragðsstöðu vegna mannráns- ms. ' i - Reuter Ronald Reagan Bandarfkjaforseti og Helmut Kohl kanslari Vestur- Þýskalands ræddust við í Hvita húsinu í gær. F.inkum bar á góma næstu skref í afvopnunarmálum. Hugmyndir efnahagsráðgjafa Reagans: Einkavæðing flug- umfer ðarstj ómar Washington, Reuter. f SKÝRSLU efnahagsráðgjafa bandarísku stjómarinnar sem birt var í gær í tengslum við fjárlaga- frumvarp næsta árs er bent á ýmsar leiðir til að draga saman útgjðld hins opinbera. Meðal ann- ars er lagt til að flugumferðar- stjórn í Bandarfkjunum verði boð- in út. Einnig segir í skýrslunni að aukin hagkvæmni í rekstri flug- umferðarstjómar hafi sparað flugfélögum og farþegum 100 miRjarða RanH«rfltj»H«l» undan- farinn áratug. Flugumferð í Bandaríkjunum hef- ur aukist stórlega undanfarin ár. Því hefur fylgt aukin slysahætta og að erfitt hefur verið fyrir flugfélög að halda áætlun. Efnahagsráðgjafamir leggja því til að lendingarieyfi verði seld, a.m.k. þegar mest er að gera, til að dreifa flugumferð. Hlutverk ríkisins verði takmarkað við öryggi- 8eftirlit. Bandarfskir þingmenn tóku fjár- lagafrumvarpi Ronalds Reagans, for- seta, vel í gær og sögðust myndu styðja það í öllum aðalatriðum. Frumvarpið er fyrir fjárlagaárið 1989, sem hefst 1. október næstkom- andi og er því hið síðasta, sem frá Reagan kemur. Forsetinn sagði það ekki i þeim anda, sem hann helst hefði kosið. Kvaðst hann vera bund- inn af samkomulagi, sem hann gerði við þingið í nóvember síðastliðnum um lækkun flárlagahallans um 76 milljarða dollara á tveimur árum. Samkvæmt fjárlagafrumvarpinu lækka útgjöld til vamarmála að raungildi en útgjöld til félagsmála hækka. Reagan óskar eftir að út- gjöld til vamarmála verði 294 millj- arðar dollara en þau voru 285,4 millj- arðar á þessu án. Helmut Kohl í heimsókn i Washington: Ekki deilt um endumýjun skammdrægn flauganna Reuter Hér má sjá Qósrit af skilríkjum Williams Higgins ofursta. - segir kanslari Vestur-Þýskalands Washington, Reuter. HELMUT Kohl, kanslari Vestur-Þýskalands, sem í gær hitti Ronald Reagan Bandarilgaforseta að máli segir að enginn ágreiningur sé milli stjórnar sinnar og Bandaríkjanna um endurnýjun skamm- drægra kjarnorkuflauga i Vestur-Evrópu. menn hafa áhyggjur af afleiðingum þess fyrir afvopnunarviðræður risa- vetdanna og almenningsálit í Vest- ur-Þýskalandi að 88 skammdrægar Lance-eldflaugar í landinu verði endumýjaðar. Árið 1983 var sam- þykkt innan Atlantshafsbandalags- ins að endumýja flaugamar. Kohl lagði á það áherslu í gær að vestur- þýska ríkisstjómin væri ekki fylgj- andi kjamorkuvopnalausri Mið- Evrópu. „Við viljum bæði kjam- orkuvopn og hefðbundin vopn," sagði kanslarinn. „Við emm báðir þeirrar skoðunar og sannfæringar að halda eigi áfram að afvopnast," sagði Kohl í sjónvarpsviðtali í gær. „Ég kom hingað til að gera öldungadeildar- þingmönnum ljóst að samkomulag- ið um upprætingu meðal- og skammdrægra eldflauga ætti að samþykkja án breytinga. í öðru lagi ættum við allir að ræða áríðandi vandamái og móta heildarstefnu varðandi framtíð afvopnunarvið- ræðna," bætti Kohl við. Margir vestur-þýskir stjómmála- Nokkur umræða hefur verið um það í Vestur-Þýskalandi að næst skyldi stefnt að samkomulagi um upprætingu skammdrægra flauga í Evrópu sem draga skemur en 500 km. Önnur Vestur-Evrópuríki innan NATO hafa lagst gegn slíkum hug- myndum og viijað semja næst um hefðbundin vopn. Kohl sagði ennfremur að Sovét- menn hefðu undanfarið viðurkennt yfirburði sína á sviði hefðbundinna vopna og það virtist opna leiðir fyr- ir samkomulag um slfk vopn. Hann bætti við að eftir að Öldungadeild Bandaríkjaþings hefur samþykkt desembersamkomulag risaveldanna skuli stefnt að afvopnun á öllum sviðum. Sjá ennfremur „Hafnar verði viðræður . . á bls. 28. Svíþjóð: Reynt að draga úr umferð Stokkhólmi, frá Erik Liden, fróttaritara Uorgunbtaðeins. UMFERÐ bifreiða i Svíþjóð hefur aukist svo að stærri bæjarfélög hyggjast leggja sérstök gjöld á bifreiðaeigendur. I gær fóru gatnamála- yfirvöld i Stokkhólmi og Gautaborg fram á samþykki stjóraarinnai’ við slíkum skatti. Á síðasta ári jókst bifreiðaumferð um 5,5 af hundraði í Svíþjóð. Var það miklu meiri aukning en spáð hafði verið. Skýring kann að vera sú að hvergi er bensínverð iægra í Evrópu en í Svíþjóð eða ijórar sænskar krónur lítrinn. Mikil mengun þykir fylgja aukinni umferð og skógardauðinn í Evrópu er að .hluta rakinn til útblásturs bifreiða. Áður hafa jafnaðarmenn í Stokkhólmi lagt til að krafist verði mánaðarkorta af þeim sem aka einkabifreiðum í miðborginni. Slíkt kort myndi kosta 200 sænskar krónur líkt og mánaðarkort fyrir strætisvagna, sporvagna og neðanjarðarlest. Samtök bifreiðaeigenda hafa mótmælt þessum fyrirætlunum kröftuglega og segja rangt að skatt- leggja einn fararmáta umfram annan. Samtökin segja að einkabifreiðir séu nauðsynlegar til ýmissa þarfa sem almenningsfarartæki geta ekki uppfyllt. Innan skamms hækkar verð á bensfni í Svfþjóð um 25 aura Iítrinn vegna nýs bensínskatts. Ekki er samt búist við að verðhækkunin muni hafa merkjanleg áhrif á umferðina. Auknar tekjur ríkis- sjóðs vegna skattsins verða notaðar tii að fá fólk til að stiga f lest f stað einkabflsins. Hvort þetta hefur áhrif er ekki gott að segja þvi bíllinn er heiiög kýr Svíans. Höfuðbúnaður fyrir laugargesti Ofterör- tröðí laugunum ogerfitt aðathafna sig.Á hinniár- legusum- arsýningu íFrank- furti Vestur- Þýska- Iandimá sjá nýstár- legthöf- uðfat sem ættiað ryðja sundglöð- umbraut umlaug- ar. Reuter
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.