Morgunblaðið - 20.02.1988, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 20.02.1988, Blaðsíða 30
30 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 20. FEBRÚAR 1988 Umburðarbréf Jóhannes Páls páfa: Barátta stórveldanna í vegi fyrir framþróun Vatíkaninu, Reuter. BARÁTTA stórveldanna stendur í vegi fyrir sönnum framförum i vanþróuðum löndum heims, segir Jóhannes Páll páfi annar í umburð- arbréfi um afstöðu kirkjunnar til félagslegs réttlætis og alþjóða- mála sem út kom f gær. Umburðarbréfíð heitir „Sollic- itudo Rei Socialis" eða „Um félags- legan vanda". Þar segir, að skuldir ríkja og vandinn sem af þeim leiðir hafí stuðlað að vanþróun. Hvetur páfínn til breytinga á stefnunni í alþjóðaviðskiptum og Qármálum í því skyni, að fátækum ríkjum verði veitt aðstoð. Bréfíð er 102 síður og er embætt- isbréf frá páfa til rómversk ka- þólsku kirkjunnar um víða veröid. Bréfíð er framhald umburðarbréfs Páls páfa sjötta sem gefíð var út 1967 og kallaðist „Popolorum Pro- Franskir jafnaðarmenn; Jospin mun hætta eftir kosningar París. Reuter. LIONEL Jospin, formaður franska jafnaðarmannaflokks- íns, sagði í gær að hann hefði ákveðið að hætta formennsku f flokknum eftir forsetakosning- arnar í aprfl. „Það er tími kominn til að breyta til og ég tel mig ekki hafa meir að gefa eftir sjö ár í forystu flokksins. Sjálfur þarf ég að komast í nýtt umhverfí til að öðlast nýjan þrótt," sagði Jospin í sjónvarpsviðtali. Jospin er fímmtugur og gekk til liðs við Jafnaðarmannaflokkinn árið 1971, þegar franskir jafnaðarmenn sameinuðust í einum flokki. Hann tók við flokksformennsku af Fran- cois Mitterrand, forseta, í janúar 1981. gressio" eða „Framfarir þjóða“ þar er meðal annars að fínna fræga setningu: „Þróun er nýtt nafn á friði“. Jóhannes Páll páfí sagði, að ástandið f heiminum hefði versnað síðan það umburðarbréf var gefíð út. Fátækum hefði fjölgað og kirlq- an þyrfti að verða markvissari í baráttu sinni gegn fátækt. „Eignadýrkun" á Vesturlöndum „Andspænis skorti geta menn ekki staðið aðgerðarlausir og iagt kapp á að eignast óþarft kirkju- skraut og dýran búnað til trúariðk- ana. Þvert á móti ætti að skylda menn til að selja slíkan vaming í því skyni að afla matar, drykkjar, klæða og húsaskjóls fyrir þá sem ekki eiga þessa hluti," segir í bréfí páfa. Skýrir hans heilagleiki þessi orð ekki frekar. Hann segir kirkjuna gagnrýna markaðshyggju og marx- isma og hallmælir offramboði af alls kyns vamingi á Vesturlöndum og segir, að það hafí stuðlað að „eignadýrkun", sem sé ýtt undir með gerviþörfum. Skipting heimsins erhindrun Verulegur hluti bréfsins snýst um skiptingu heimsins milli austurs og vesturs eftir síðar heimsstyijöld- ina, en í því er ekki rætt um ein- stök lönd. „Hvor ríkjafylkingin um sig hefur á sinn hátt hneigst til heimsvaldastefnu eða ný-nýlendu- stefnu: er það freisting sem auð- velt er að falla fyrir og oft hefur verið fallið fyrir. Núverandi skipting heimsins er bein hindrun í vegi þess að unnt sé að hverfa frá van- þróun í þróunarrfkjunum og þeim rflgum sem illa eru á vegi stödd." Páfí hvetur ríkar þjóðir til að hverfa frá hvers konar heimsvalda- eða yfírráðastefnu og stuðla að því að alþjóðlegt kerfí verði mótað, sem byggist á jafnræði allra þjóða og sanngjamri skiptingu á auði heims- ins. fþeim hluta bréfsins, sem heim- ildarmenn inna kirkjunnar segja, að snerti utanríkisstefnu beggja risaveldanna, segir páfí, að árátta öflugs ríkis til að tryggja öryggi sitt gæti sært „sjálfstæði, sjálfs- ákvörðunarrétt og jafnvel landsyfir- ráðarétt veikari rflq'a, sem væru innan svokallaðs áhrifasvæðis." „ Páfi segir að öllum mönnum beri skylda til að horfast í augu við áskomn síðasta áratugs annars ár- þúsundsins og leysa efnahagsvanda og forðast hemaðarógnir sem gætu leitt til styrjaldar án sigurvegara. * vS- Reuter Heimili Mandela rannsakað Suður-afrískir lögreglumenn gerðu í gær húsrannsókn á heimili Nelsons Mandela, blökkumannaleiðtogans sem nú er í fangelsi. Þeir leituðu að bömuðum pólitískum vamingi, en fundu ekkert annað en boli með myndum af fangelsuðum og myrtum andófs- mönnum. Dóttir Nelsons Mandela, til hægri, heldur hér á slíkum bol skömmu eftir húsrannsóknina. Til vinstri er systir Mandela. Friðarviðræður í Mið-Ameríku: Tillaga Obando y Bravo kardinála kemur á óvart vopnaJ I till Guatemala-borg. Reuter. MIGUEL Obando y Bravo kardináli, milligöngumaður í friðarviðræð- um kontra-skæruliða og sandinista-stjórnarinnar í Nicaragua, lagði fram tillögu fyrir samingamennina sem hófu viðræður í Guatemala- borg í gær. í tillögunni er gert ráð fyrir að sandinistar sýni sveigjan- leik og sýni þannig í verki að stjórnin hafi vilja til að semja um mahlé eftir sex ára þrotlausan ófrið í landinu. aragua gefí mikið eftir. Kvéður til- lagan á um að sandinistar veiti öll- um pólitískum föngum sakarupp- gjöf, tryggi prent-frelsi, haldi áfram viðræðum við stjórnarandstæðinga og hætti hemaði. Á móti kemur að skæruliðar kontra geri 30 daga vopnahlé og haldi sig á svæðum í Nicaragua sem samþykkt er af báð- um aðilum. tillögu Obando y Bravo kardi- nála er gert ráð fyrir að stjóm Nic- ERLENT Báðir samningsaðilar eru að- þrengdir fjárhagslega og geta því vart haldið uppi hemaði lfld og verið hefur undanfarin sex ár. Skæruliðar horfa fram á erfiða tíma eftir að bandaríska þingið felldi beiðni Ronalds Reagans Banda- ríkjaforseta um 36 milljón dollara aðstoð við þá. Stjómvöld í Nic- aragua eiga í miklum erfiðleikum í efnahagsmálum. Formaður samninganefndar kontra-skæruliða, Jaime Morales, sagði að þeir gætu gengið að þess- um skilmálum en sandinistar voru ekki eins ákveðnir og viidu gera einhveijar breytingar á tillögunni. Samningamaður sandinista-stjóm- arinnar í Nicaragua, Victor Hugo Tinoco aðstoðamtanríkisráðherra, sagði að tillaga kardinálans væri allrar athygli verð en stjómin þyrfti umhugsunartíma. Afvopnunarsamníngar eru ekkí aðeins til hátíðabrigða Caspar Weinberger leysir frá skjóðunni Washington, frá Ivari Guðmundsayni, fráttaritara Horgunblaðsina. CASPAR W. Weinberger, sem nýlega lét af embættí sem varnarmála- ráðherra Bandarikjanna, er ekki myrkur í máli frekar en fyrri dag- inn, er hann ræðir varaarmál þjóðar sinnar og Atlantshafsbandalags- ins. Félag erlendra blaðamanna í Washington bauð Weinberger til hádegisverðar á dögunum, þar sem hann ræddi meðal annars samn- ing þeirra Ronalds Reagans Bandarflgaforseta og Míkhaíls S. Gorb- atsjovs Sovétleiðtoga um upprætingu meðal- og skammdrægra kjara- orkuflauga, sem almennt gengur undir nafninu INF-samningurinn. Hann svaraði fyrirspuraum blaðamanna og kom víða við. Weinberger sagðist fagna sátt- málanum og að hann vonaðist til, að hann yrði staðfestur á Banda- ríkjaþingi óbreyttur. Stuðningur hans við sáttmálann byggðist ein- göngu á því, að hann væri til hags- bóta fyrir Bandaríkin og banda- menn þeirra. Styrkur og þolinmæði Bandaríkjastjómar hefði gert að verkum að hagstæður samningur væri nú í höfn ekki síst vegna þess að Bandaríkjamenn hefðu vitað hveiju þeir vildu ná fram. Samning- urinn væri í öllum aðalatríðum sam- hljóða tillögu sem hann sjálfur og Reagan forseti hefðu mótað árið 1981 og gekk undir heitinu „núll- lausnin". Þá hefðu Sovétmenn þver- tekið fyrir að ganga til samninga og raunar staðið upp frá samninga- borðinu í fússi. Weinberger sagði Sovétmenn þá hafa talið að þeir gætu beitt fyrir sig almenningsálitinu bæði í Banda- rflqunum og víðar um heim til að ná sínu fram, þar á meðal að hætt yrði við geimvamaáætlunina (SDI). „Sovétmenn urðu fyrir miklu áfalli er áróðursherferð þeirra í Evrópu gegn staðsetningu Pers- hing-eldflauganna mistókst. En það varð til þess, að þeir samþykktu loks að ganga til viðræðna um út- rýmingu meðal- og skammdrægra flauga, þar sem þeir vildu fyrir hvem mun losna við Pershing- flaugamar. En við gáfum okkur ekki og náðum besta samningi, sem völ var á. Vitaskuld varð að taka tillit til óska Sovétmanna að ein- hveiju leyti, eins og alltaf er tveir aðilar semja," sagði Weinberger. Afvopnunaraamningar og hentístefna „Þegar gengið er til afvopnunar- samninga verða menn að vita fyrir- fram hvaða marki þeir hyggjast ná. Það á ekki að hefja samningavið- ræður vegna þess, að það sé heppi- legt fyrir kosningar sem fara í hönd, að þjóðhátíð sé í vændum, eða ein- hver eigi afmæli þannig að eitthvað þurfi að gera til hátíðabrigða. Það hefír stundum viljað brenna við, að stjómmálamenn telji, að það geti nú verið gaman og gott, að ganga til samninga um vinsæl mál eins og frið og afvopnun, sem allur al- menningur þráir. Þeir telja að það geti verið skrautflöður í þeirra hatt. Þeir samningar sem eru undirrit- aðir vegna þess eins að menn telja að gera þurfí sáttmála á sviði vígbúnaðarmála verða aldrei til góðs. Ég á hér t.d. við ABM- samninginn frá 1972 (um takmark- anir gagneldflaugakerfa) og SALT-samningana (víðtækar við- ræður um takmarkanir langdrægra kjamorkuvopna). Ég er á móti þess- um samningum fyrst og fremst vegna þess, að þeir þjóna ekki hags- munum Bandarflq'anna. Til þeirra var stofnað vegna þess að heppjlegt var talið að gera slfka samninga af stjómmálalegum, eða öðmm fá- fengilegum ástæðum. Það kann aldrei góðri lukku að stýra,“ sagði Weinberger. Hefir litlatrúá orðheldni Sovétmanna Casper Weinberger fór ekki dult með, að hann hefír hvorki mikla trú á orðheldni né sannsögli Sovét- manna. Hann ýjaði að því, að Sovét- menn væm vísir til að fara á bak við gerða samninga, ef þeir ættu þess kost. „Sovéskir ráðamenn þurfa ekki að hafa fyrir því að skýra þegnunum frá hinu sanna og rétta og þeir gætu freistast til að álykta sem svo að hið sama eigi við á er- lendum vettvangi," sagði Wein- berger og bætti við að af þessum sökum væm eftirlitsákvæði sátt- málans sem undirritaður var í Washington á síðasta ári svo mikil- væg. „Þar sem sáttmálinn hefur verið undirritaður vaknar auðvitað sú spuming hvað framtíðin beri í skauti sér. Höfum við tryggt öryggi okkar? Hvað gerir Bandaríkjaþing? Er hugsanlegt, að stjómmálamenn- imir taki til sinna ráða vegna þess að þeir telja það hagkvæmt vegna næstu kosningá, eða bara til að þóknast almenningsálitinu? Það má vera, að sá hemaðarstyrkur sem við höfum byggt upp verði okkur til falls. Einhveijir kunna að segja að styrkur heraflans sé orðinn það mikill að ástæðuiaust sé að treysta vamir okkar frekar. Þetta mun skýrast á næstunni og því miður er útlitið ekki gott að mínum dómi,“ sagði Weinberger. Flotagæslan í Persa- flóa gengur vel Aðspurður um gæslu Bandaríkja- flota á Persaflóa taldi Weinberger að hún hefði gengið vel. Hann kvaðst ekki telja heppilegt að floti frá ríkjum Sameinuðu þjóðanna héldi uppi gæslu á þessum slóðum. í eftirlitsflotanum á Persaflóa væru nú þegar skip fjölda þjóða, bresk, frönsk, belgísk og hollensk auk þess sem bæði Japanar og Þjóðverj- ar væm reiðubúnir til að veita að- stoð. Sameinuðu þjóðimar væm ekki heppileg stofnun til að hafa með höndum slík gæslustörf að hans áliti. Weinbeiger sagði, að það væri bjargföst skoðun Bandaríkja- manna að halda bæri uppi fijálsum og óheftum siglingum á hafínu og í þeim tilgangi hefðu bandarísk herskip verið send inn á Persaflóa. Hann taldi, að flotinn yrði þar áfram þar til komið hefði verið á friðarviðræðum milli írana og íraka og þær skilað árangri. Brottför Sovétmanna frá Afganistan Weinberger var spurður hvaða augum hann liti brottflutning sov-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.