Morgunblaðið - 20.02.1988, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 20. FEBRÚAR 1988
17
þess að vera fijálsir menn, menn
sem kunna að hagnýta frelsið til
þroska og framfara, án þess að af
hljótist agaleysi og formleysi."
Menn, menntaðri menn, heil-
brigðari og efnalega sjálfstæðari,
þurfa ekki að láta beita sig valdi.
Þeir 8em helst vilja halda fram
ríkisforsjánni eru þeir, sem byggja
völd sín á henni.
En hvað er maðurinn að fara?
Búum við ekki ftjálsir menn í fijálsu
landi og ráðum þessum málum til
lykta í lýðræðislegum kosningum?
Vissulega. Vandamál einokunar í
dag eru ekki fyrst og fremst stjóm-
málalegs eðlis, heldur einnig tækni-
legs eða stjómunarlegs eðlis. Sé
neytandinn háður valdi og einokun
hættir hann að tjá óskir sínar á
fijálsan og eðlilegan hátt. Með því
er framleiðandinn sviptur nauðsjm-
legum upplýsingum markaðarins
og eðlilegum viðbrögðum. Við þess-
ar aðstæður einangrast framleið-
andinn frá viðskiptavininum og
ákvarðanir beggja verða rangar.
Einokunaraðilinn staðnar og van-
kantar starfseminnar verða miklu
dýrari en sá hagnaður sem einokun
kann fyrst í stað að hafa í for með
sér.
Til þess að tryggja einokun Hús-
næðisstofnunar ríkisins greiðir ríkið
niður vexti af lánum til húsnæðis-
kaupa. Eftir það vitum við hvorki
rétta eftirspum eftir láhsfé né hús-
næði. Ramminn er skakkur. í
skakkan ramma getum við aðeins
sett skakka mynd og það verður
þjóðinni mjög dýrt að lokum.
Vandamál samvinnuhreyfingarinn-
ar, landbúnaðarins, ríkisbankanna,
menntakerfísins og heilsugæslunn-
ar er það, að þessir aðilar hafa ein-
angrað sig frá upplýsingum mark-
aðarins. Þeir hafa skapað sér sér-
stöðu í skjóli löggjafans í stað þess
að hlíta lögmálum markaðarins.
Margir einkaaðilar hafa hlotið ein-
okunaraðstöðu um stundarsakir, en
hafa orðið þeirri stundu fegnastir
þegar samkeppni birtist á markaðn-
um. Þær upplýsingar og kröfur sem
samkeppnin kallar fram em mun
gagnlegri en mögulegur hagnaður
einokunarinnar.
Aukning hagvaxtar og hraði
krefst þess að sem stystur tími sé
á milli vitneskju og ákvörðunar. Það
fæst með því að stytta bilið á rnilli
ákvörðunar og ábyrgðar með hrað-
til afvopnunarmála á Allsheijar-
þingi SÞ án fullnægjandi skýringa.
Ýmsar yfirlýsingar utanríkisráð-
herra hafa verið vægast sagt fljót-
ræðislegar og vafasamar svo sem
eins og þegar hann lét hafa eftir
sér í Helgarpóstinum, að draumur
hans væri sá, að radarstöðvamar á
íslandi yrðu nýttar til eftirlits í
þágu bæði NATO og Varsjárbanda-
lagsins. Sfðasta uppákoman, deil-
umar í ríkisstjóminni um boð Sovét-
stjómarinnar til forseta íslands, er
alvarlegt áfall fyrir utanríkisstefnu
landsins. ófrávíkjanleg tímasetning
heimboðsins var augljóslega valin í
tengslum við fyrirhugaðan fund
utanríkisráðherra NATO-landanna.
Óhjákvæmilegt er annað en að
álykta að nota hafi átt íslendinga
til þess að koma skilaboðum áleiðis
fyrir Sovétstjómina án fyrirvara um
samráð við bandamenn sína og við-
brögð utanríkisráðherra er næstum
því ógemingur fyrir utanaðkomandi
að túlka öðm vísi en svo, að hann
hafí verið reiðubúinn að taka sendi-
boðastarfíð að sér, jafnvel þótt slíkt
hafi e.t.v. aldrei verið ætlun ráð-
herrans.
Farðu varlega, Steingrímur
Ég hef aldrei fyllt flokk þeirra
manna, sem aðhyllast hafa kalda-
stríðshugsunarháttinn í afstöðunni
til stórveldanna, og er síður en svo
hrifínn af mörgum atriðum í ut-
anríkisstefnu Reagan-stjómarinn-
ar. Sjálfstæð utanríkisstefna leggur
mönnum hins vegar þá skyldu á
herðar að hafa vitið fyrir sér og
gefa sér tíma til þess að nota það.
Flas og flumbrugangur eiga ekki
við og enn síður uppskrúfaðar hug-
myndir víðsflam öllum raunvem-
leika um sögulegt hlutskipti smá-
þjóðar.
Staðreyndimar em þær:
— að Sovétstjómin hefiir markvisst
ari tjáskiptum, auknu frelsi og
meiri trúnaði. Hérlendis er ennþá
allt of langt á milli eigenda flár-
magns og ákvörðunartöku. Ríkið
innheimtir skatta og setur í sjóði.
Það skyldar alla til að greiða í lífeyr-
issjóði, sem aftur er þiýst til að
setja fé sitt í Húsnæðisstofnun
ríkisins. Húsnæðisstofnun hefur
afgang sem hún lánar ríkissjóði og
stjómvöld úthluta síðan í ýmsa
sjóði. Ýmsir sjóðir leggja fé í rikis-
bankana, ríkisbankar verða að
binda fé í Seðlabanka, Seðlabanki
lánar ríkissjóði, ríkissjóður leggur
fé í ýmsa sjóði. Mesti skaðinn við
þessa gífurlegu miðstýringu er að
hún lamar og skekkir alla upplýs-
ingamiðlun. Abyrgðin er falin og
hætta á skökkum ákvörðunum stór-
aukin.
Vonandi getur efling hlutabréfa-
markaðar stytt þennan feril flár-
magnsins og aukið virkni þess.
Mér hefur orðið tíðrætt um frelsi
í þessu ávarpi. Ekki í hefðbundnum
skilningi mannréttinda sem vemd
gegn ofbeldi og kúgun, heldur sem
áskoran til manna að velja og
hafna, til þess að tjá óskir sínar á
ábyrgan hátt svo aðrir geti réttilega
áttað sig á því hvemig best sé að
verða við þeim, einnig á ábyrgan
hátt.
Ég lít á kröfu um aukið frelsi sem
frelsi til betri og fljótari upplýsinga
svo fyrr sé hægt að taka réttar
ákvarðanir. Krafan um aukið frelsi
er krafa um að fólki sé treyst. Sem
einstaklingar eram við í vaxandi
samkeppni við 4—5 þús. milljónir
annarra jarðarbúa um gæði þessa
heims. Við höfum enn mikið for-
skot, en til að efla velferð okkar,
þurfum við að skoða alla möguleika
af miklu raunsæi. Óskhyggja, kerfí
ýmiskonar og forsjá duga okkur
skammt.
Ég hef oft verið spurður að því,
hvort ekki væri mun hagkvæmara
að lögskylda öll fyrirtæki landsins
til að vera í Verzlunarráðinu og
greiða til þess. Slíkt fyrirkomulag
teldi ég að yrði þess bani. Ef menn
vilji ekki sálfír vera í Verzlunarráð-
inu væri þáð dautt hversu mikla
peninga sem það fengi.
Um frelsi þjóðarinnar gildir að
vilja landsmenn ekki taka afleiðing-
um af frelsi sínu sem einstaklingar
geta þeir ekki borið ábyrgð á sjálf-
stæði íslands.
sótt fram bæði hemaðarlega og
pólitískt til áhrifa á N-A Atlants-
hafí:
— að tillaga hennar um Reykjavík
sem fundarstað leiðtogafundar-
ins var í senn liður í þeirri sókn
til vesturs, vitnisburður Sovét-
stjómarinnar sjálfrar um árang-
urinn og pólitískt mat hennar á
stöðu Reykjavíkur og íslands;
— að í stað þess að leika eftirleik-
inn af fyllstu varfæmi og treysta
enn frekar í sessi stöðu landsins
í utanríkismálum hefur afstöðu
landsins til afvopnunarmála ver-
ið breytt á vettvangi SÞ og
ýmis fljótræðisleg ummæli ut-
anríkisráðherra sett íslenzku
ríkisstjómina í vafasamt ljós og
grafíð undan trausti á henni er-
lendis;
— að í beinu framhaldi af þessum
atburðum berst erindi frá Sovét-
stjóminni sem illmögulegt er
annað en að túlka svo, að hún
hyggist nota íslenzku ríkis-
stjómina sem boðbera sinn við
hin NATO-ríkin, deilur verða í
ríkisstjóminni um málið sem
utanríkisráðherrann opinberar
jafnframt því sem hann lýsir því
yfír, að hann hafi viljað verða
við erindinu.
Menn verða að skoða umrædda
atburði í samhengi og gera sér fulla
grein fyrir því hvað hætt er við,
að út úr þeim verði lesið — bæði
af bandalagsþjóðum okkar og öðr-
um — jafnvel þótt slíkar ályktanir
kunni að vera og séu efalaust rang-
ar. Af þeim sökum er meira en tíma-
bært að ræða þessi mál og meira
en tímabært að kveða upp úr með
þau orð, sem ég ætla að ljúka grein
þessari með: Farðu nú varlega,
Steingrímur!
Höfundur er einn af alþingia-
mönnum Alþýðuflokka.
AF ERLENDUM VETTVANGI
eftir JÓHÖNNU KRISTJÓNSDÓTTUR
ísrael:
Línur hafa skerpzt
„Á taugalækningadeild Hadassahsjúkrahússins í Jerúsalem liggur
Meshulam Moskowitz, landnemi frá Ofra á Vesturbakkanum, sem
slasaðist alvarlega þegar gijóti var kastað i hann fyrir nokkrum
dögum. Á sömu deild liggur einnig ungur Palestínumaður Omar
Jayusi, sem missti auga, þegar hann varð fyrir gúmmikúlu i Tulk-
arm. Hópur arabiskra ættingja er i biðstofunni og þar er sömuleið-
is Pauline kona Moskowitz. Kuldinn milli þeirra er nánast áþreifan-
legur. Hún segir:„Það er dregin upp sú mynd af aröbunum að þeir
séu fórnardýrin - allir eru að tala um, hvað sé farið illa með þá,
þeim misþyrmt og þar fram eftir götunum. En þeir sýna enga við-
leitni i að banna krökkunum sinum að kasta gijóti, þeir segja þeim
ekki, að þar með stofni þeir lifi okkar í hættu. Herinn gerir aðeins
skyldu sina gagnvart þessu fólki.“
Eitthvað á þessa leið hljóðaði
frásögn í nýjasta blaði Jera-
salem Post, en það er athyglisvert,
að blaðið hefur ekki talið ástæðu
til að spyija ættingja Omars Pa-
lestínumanns, hvemig það bar að,
að hann missti augað.
Þessi frásögn er ekki beinlínis
dæmigerð fyrir skrif ísraelskra
blaða, en hún sýnir vitanlega að
það er sitthvað ef arabi verður fyr-
ir slysi eða gyðingur. Frásagnir af
útföram ungra ísraelskra hermanna
sem að vísu era fáir, er hafa beðið
bana í þessum átökum, era fyrir-
ferðarmiklar, venjulega mynd-
skreyttar og oftar en ekki era ein-
hveijir fyrirmenn ríkisins við út-
förina til að votta hinum látna og
ættingjum hans virðingu. Færri
myndir, ef nokkrar era birtar frá
útförum Palestínumanna, sem hafa
látið lífíð vegna barsmíða eða skot-
árása.
Blaðaskrifin sýna, að reynt er
eftir mætti að færa rök fyrir því
að aðgerðir ísraela séu nauðsynleg:
ar og þar með réttlætanlegar. í
sjálfu sér er það skiljanlegt, en þó
má lesa milli línanna, að menn era
ekki aðeins órólegir heldur skelf-
ingu lostnir yfir því sem er að ger-
ast. Og það sem verra er. Það sér
ekki fyrir endann á hörmungunum.
Svo er nú komið að Yitzak Rab-
in, vamarmálaráðherra ísraels er
farinn að tala um, að viðbúið sé
að „baráttan" muni standa svo
skipti mánuðum. Eins og fram hef-
ur komið margsinnis tók ísraelska
stjómin uppþot Palestínumanna,
eins og þau vora kölluð, ekki alvar-
lega f fyrstu. Ráðamenn gáfu yfir-
lýsingar um að þeir yrðu ekki í
neinum vandræðum með að kveða
þau niður.
En reyndin hefur orðið önnur og
ísraelar era margir, gersamlega
miður sín yfir því ástandi er í
landinu. Forsendur þeirrar hryggð-
ar era að sönnu ýmsar. Margir
furða sig á því, að Palestínumenn
skuli virðast jafn öflugir og komið
hefur í ljós og baráttuþrek ung-
menna- sem era í fremstu víglínu
virðist óbugað. Aðrir gagnrýna her-
inn og skilja ekki hvemig á þvf
stendur að hann skuli ekki fyrir
löngu vera búinn að afgreiða þessa
óeirðarseggi. En eins og segir í
Jerasalem Post; ísraelskir hermenn
hljóta enga þjálfun í, hvemig þeir
eiga að bera sig að gagnvart ung-
viði, vopnað gijóthnullungum. Þeir
hafa fengið hefðbundna þjálfun og
á ekki heima hér. Margir hermann-
anna hafa sagt fréttamönnum, að
það hvarfli ekki að þeim að óhlýðn-
ast skipunum yfírmanna. Hvort sem
þær hljóða upp á að beita kylfum
eða skotvopnum. En að loknum til-
teknum átökum af þessu tagi, ger-
ist*það æ oftar, að sögn Jerasalem
Post, að hermennimir brotna saman
og neita að taka þátt í svipuðu.
Sálfræðingar og geðlæknar hafa
verið sendir til hermanna, sem
gegna skyldustörfum á herteknu
svaeðunum, en árangur viðtalanna
er misjafn. Sumir hermannanna era
svo illa á sig komnir, að þeir era
ekki sendir aftur f svipaðar aðgerð-
ir. Þó hafa geðlæknar og sérfræð-
ingar enn þyngri áhyggjur af þeim
hermönnum, sem virðast kæra sig
Shamir gróðursetur tré í land-
nemabyggð
kollótta. Haft var eftir virtum geð-
lækni að hann óttaðist, að vald-
beitingin hreinlega kæmist upp í
vana hjá þessum mönnum. Þegar
þeir losnuðu úr hemum kynni til-
hneigingin að koma ffarn gagnvart
fjölskyldu eða vinum, með hinum
hrikalegustu afleiðingum.
Eftir skrifum ísraelskra blaða að
dæma er bersýnilegt, að línur hafa
skerpzt innan ísrael. Öfgamönnum
sem vilja að allir Palestínumenn
verði á brott bæði af herteknu
svæðunum og fsraelsku landi hefur
vaxið ótrúlega mikið fískur um
htygg. Sá málflutningur fellur sums
staðar í ftjóan jarðveg, að nú séu
arabar að sýna sitt rétta andlit:
þeir oti konum og bömum fram og
allt sé þetta skipulagt af PLO. Fyr-
ir PLO vaki að sverta ísrael svo í
augum almenningsálitsins um allan
heim, að þau geti að lokum fengið
heitustu ósk sína uppfyllta, sem sé
að fsraelar verði hraktir á brott.
Palestínumenn á herteknu svæð-
unum hafa ekki borið á móti þvi
að andóf þeirra sé skipulagt nú
orðið, en þeir neita að svo hafí ver-
ið framan af.
Þó svo að æðstu menn ísraels
greini á um afstöðu til alþjóðlegrar
friðarráðstefnu, virðist samt sem
þeir séu meira og minna sammáia
um, að beita Palestínumenn fyllstu
hörku. Harðýðgi Yitzaks Rabins,
vamarmálaráðherra hefur komið
mörgum á óvart og þótt Shimon
Peres utanríkisráðherra, og Yitzak
Shamir, forsætisráðherra séu ósam-
mála um margt, er ekki að sjá ann-
að en Peres álíti brýna nauðsyn
bera til að kveða niður andstöðuna.
Hann setur þó ekki jafn afgerandi
skilyrði og Likud ráðherramir og
Rabin. Shamir hefur sagt að hann
sé tilbúinn að veita Palestínumönn-
um takmarkaða sjálfsstjóm, eins
og kveðið var á sfnum tíma á um
í Camp David samkomulaginu. Það
er svo til marks um að Shamir er
farinn að velkjast í vafa. Því að
hann greiddi atkvæði gegn Camp
David samningnum á sínum tíma
og taldi hann ganga þvert á hags-
muni ísraela. Palestínumenn harð-
neita þeim kostum.
Það er einnig merki um, að
ástandið versnar enn, að landnem-
amir sem lftt höfðu sig f ffamrni
fyrstu vikumar, eru nú í síauknum
mæli famir að láta til sín taka. Það
getur aðeins verkað eins og olíu sé
hellt á eld, því að fólk í landnema-
þorpum Vesturbakkans er yfírleitt
langtum öfgasinnaðra í afstöðu til
Palestfnumannanna en aðrir borg-
arar. Ekki hefur það bætt málið,
að Shamir forsætisráðherra sá
ástæðu til að gefa yfírlýsingu um
það í þinginu á dögunum, að á
næstunni yrðu nýjar landnema-
byggðir leyfðar, og þær sumar á
þeim stöðum þar sem hvað mest
ólgan hefur verið.
Það er altjent ekki ofmælt, að
spennan í ísrael er að verða óbæri-
leg.„Fjölskyldur era að splundrast
vegna þessa og allt logar í illdeilum
og ósætti." er haft eftir ísraelskum
blaðamanni. Bandarfskir gyðingar
hafa gagnrýnt stjóm ísraels, en það
gerist varla nokkum tíma. Mót-
mæli streyma til sendiráða ríkisins
út um allan heim. Bandaríkjastjóm
er tvistígandi og treystir sér ekki
enn til að taka af skarið. Innan
ísraels er einnig fyöldi sem er meira
en ósáttur við aðfarimar og hvetur
til samninga á grandvelli tillagna
Mubaraks Egyptalandsforseta.
Hvaða hljómgrann þær fá innan
ísraels er ekki komið á hreint.
En þeir era margir sem munu
fylgjast með því, hvemig stjómar-
flokkamir leiða þetta mál til lykta.
í fyrsta lagi vegna hins mannlega
þáttar. En hafa verður og í huga
að þingkosningar verða í ísrael
næsta haust. Það hlýtur að vera
ósk allra góðviljaðra manna, að
þetta eina lýðræðisríki Miðaustur-
landa , velferðarþjóðfélag, þar sem
ótrúleg afrek hafa verið unnin, beri
gæfu til, eftir allt saman og á 40
ára afmæli að fínna þá lausn sæm-
andi væri báðum, gyðingum og
aröbum.