Morgunblaðið - 20.02.1988, Blaðsíða 2
2
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 20. FEBRÚAR 1988
Islendingarnir allir úr leik í heims-
meistaramótinu í hraðskák:
Helgi vann Salov
í fyrstu umferð
Karpov tapaði í 2. umferð
ÍSLENSKU skákmennirnir eru allir fallnir út úr heimsmeistaramót-
inu í hraðskák. Helgi Ólafsson vann Sovétmanninn Valeríj Salov í
fyrstu umferðinni en tapaði i þeirri næstu fyrir Búlgaranum Kiril
Georgiev. Karl Þorsteins tapaði fyrir Gary Kasparov og Margeir
Pétursson tapaði fyrir Jesus Nogueiras frá Kúbu í fyrstu umferð.
Það vakti athygii að Anatoly Karpov tapaði fyrir landa sinum Chem-
in í 2. umferð mótsins. Mótinu lýkur í dag.
Margeir og Nogueiras voru jafnir
eftir 4 skákir en Margeir varð að
lúta í lægra haldi í framhaldinu.
Helgi vann Salov 4-3 í fyrstu um-
ferðinni eftir mikla baráttu.
í annarri umferð tapaði Helgi
2.5- 1,5 fyrir Georgiev. Kasparov
vann Dlugy 3,5-2,5. Vaganjan vánn
Dzindzichashvili 2,5-1,5. Wilder
vann Speelman 2,5-1,5. Tal vann
Nogueiras 2,5-1,5. Jusupov vann
Spraggett 3-0. Ehlvest vann Ivanov
3-0 og Chemin vann Karpov
2.5- 1,5. Sfðustu 3 umferðimar
verða tefldar í dag.
Karl átti við ofurefli að etja gegn
heimsmeistaranum og tapaði
2,5-0,5 en tefldar eru 4 fimm
mínútna skákir og hafi ekki fengist
úrslit er bætt við tveimur skákum.
Kvosarskipulag:
Afgreiðslu
frestað
ÞORSTEINN Pálsson forsætis-
Morgunblaðið/BAR
Undirbúningur ráðhúsbyggingarinnar við Tjömina er í fullum gangi og er Tjamargatan
lokuð um þessar mundir.
ráðherra hefur óskaði eftir, að
Jóhanna Sigurðardóttir félaga-
málaráðherra fresti afgreiðslu
Kvosarskipulagsins, sem til stóð
að afgreiða í gær.
Að sögn Þorsteins, er það al-
gengt þegar ákvarðanir eru teknar
í viðkvæmum málum, að ráðherrar
ræði saman áður en ákvörðun er
tekin. Sagðist hann þvf hafa óskað
eftir, að félagsmálaráðherra kæmi
til fundar við sig áður en endanleg
ákvörðun yrði tekin.
Try ggingafélögin;
Iðgjöld bifreiðatrygginga
þurfa að hækka um 60%
Tryggingafélögin segja tap liðins árs nema hundruðum milljóna
JC-ísland og Bylgjan:
1,9 millj. til
Heilavemdar
UM 1,9 milljónir króna söfnuðust
í söfnun JC-ísland til styrktar
Heilavemd á Bylgjunni í gær.
Hlustendur hringdu og keyptu
óskalag frá klnkkan tíu í gær-
morgun til klukkan sex, og sagði
Páll Þorsteinsson dagskrárstjóri
að söfnunin hefði gengið framar
ölium vonum.
í dag verður söftiuninni haldið
áfram á sama tíma og er markmið-
ið að ná inn 2,5 milljónum. Páll
sagði að um 4 milljónir hefðu safn-
ast þegar söftiun fór fram fyrir
Vímulausa æsku og hefði sú upp-
hæð skilað sér að mestu. Nú er
hinsvegar sá háttur hafður á að
þeir sem hringja gefa upp kredi-
kortanúmmer sfn og fá rukkun síðar
en einnig er hægt að koma við á
Bylgjunni og greiða framlagið þar.
Hávarður Sigurðsson, yfírverk-
sljóri í Áhaldahúsi Vestmannaeyja-
bæjar, sagðist vona að stærri tank-
urinn myndi fyllast um þessa helgi.
Smá loftskot og sandur í vatninu í
gærmorgun var það eina sem
minnti árrisula Vestmanneyinga á
Samstarfsnefnd bifreiða-
tryggingafélaga telur að grunn-
taxtar lögboðinna ábyrgðatrygg-
inga þurfi að hækka um 59,7%.
Siguijón Pétursson formaður
nefndarinnar segir að tap á bif-
reiðatryggingum hafi numið
hundruðum milþ'óna í fyrra, þvi
sem næst þriðjungi iðgjalda, og
að tryggingafélögin hafí tapað
upphæðum sem nema meira en
30% af eigin fé þeirra. Verði ið-
gjöldin ekki færð til samræmis
við kostnað og áhættu sé gjald-
þoli einstakra félága stefnt i
hættu. Tryggingaeftirlitið hefur
þessa útreikninga nú til umsagn-
ar og mun að sögn Erlendar
Lárussonar forstjóra þess skila
áliti á miðvikudag.
Þrjár helstu ástæður hækkunar-
þarfarinnar eru, að sögn Siguijóns
og dr. Benedikts Jóhannessonar
tryggingastærðfiræðings, rekstrar-
halli á bifreiðatryggingum undan-
farin ár, miklar verðlagshækkanir
og breytingar á ábyrgðartrygging-
vatnsskortinn. Eyjamenn leiða nú
hugann að þvf hvað gerast myndi
ef jarðslg'álfti kæmi á Suðurlandi
og vatnsleiðslan færi í sundur á
mörgum stöðum.
- BS
um með nýjum umferðarlögum.
Að sögn Benedikts námu iðgjöld
vegna bifreiðatrygginga um það bil
einum milljarði króna á verðlagi 1.
mars í fyrra en útborgaðar tjóna-
bætur vegna uppgerðra tjóna á
tfmabilinu sem nú er að ljúka námu
um það bil 1230 milljónum á núgild-
andi verðlagi. Að sögn Benedikts
Hækkun
bifr eiðaiðgj alda:
Meiraen
við var
búist
— segir Jónas
Bjarnason
framkvæmda-
sljóri FÍB
„ÞETTA er beiðni um meiri
hækkun en við áttum von á,“
sagði Jónas Bjarnason fram-
kvæmdastjóri Félags
íslenskra bifreiðaeigenda er
blaðamaður kynnti honum í
hveiju hækkanabeiðni trygg-
ingafélaganna væri fólgin.
Jónas kvaðst vilja kynna sér
rökstuðning félaganna betur
áður en hann tjáði sig nánar
um hækkunarbeiðnina en sagði
að sér kæmi á óvart að ekki
yrði boðið upp á valkosti um
sjálfsábyrgð. Ákvæði umferð-
arlaganna, sem taka gildi um
næstu mánaðamót, gera ráð
fyrir að sjálfsábyrgð trygging-
artaka falli niður. Hún nam við
sfðasta gjalddaga 6.500 krón-
um. „Við bjuggumst við að
boðið yrði upp á 2-3 valkosti í
þessum efnurn," sagði Jónas
Bjamason.
er talsverður hluti tjóna ársins enn
óuppgerður svo viðbúið að þessi
upphæð hækki við endanlegt upp-
gjör.
Samkvæmt útreikningum félag-
anna þurfa iðgjöld vegna kaskó-
trygginga að hækka um 28% og
iðgjöld vegna framrúðutrygginga
um 38,6%.
Að sögn Siguijóns eru engar
breytingar yfirvofandi á bónuskerfi
bflatryggingá en hins vegar er gert
ráð fyrir að landið verði hér eftir
VEGNA kæru ungs manns, sem
handleggsbrotnaði þegar lög-
reglumenn færðu hann úr yfír-
höfn í fangageymslum lögregl-
unnar, hefur Böðvar Bragason
lögreglustjóri, ákveðið að víkja
tveimur lögreglumönnum úr
starfí á meðan á rannsókn máls-
ins stendur. Að sögn Bjarka
Eliassonar yfirlögregluþjóns, er
rannsókn málsins nú langt kom-
in. Málið verður að öllum líkind-
um sent til ríkissaksóknara í
byijun næstu viku.
Eins og skýrt hefur verið frá í
Morgunblaðinu kom tvítugur maður
til Rannsóknarlögreglu ríkisins á
laugardag og kærði meðferð lög-
réglunnar á sér. Maðurinn var á
gangi í miðbænum og mun hafa
lagst að hluta upp á vélarhlíf bif-
reiðar. Ökumaðurinn, sem er afleys-
ingamaður f lögreglunni, tók niður
nafn hans og heimilisfang, fór síðan
til föður síns, sem er einnig lög-
reglumaður og var á vakt þetta
kvöld, og skýrði honum frá atvik-
inu. Maðurinn var sóttur heim til
sfn seinna um nóttina og fluttur f
fangageymslur. Það var þar, sem
svo óhönduglega tókst til, þegar
tvö áhættusvæði f stað þriggja,
þannig að allt landið utan höfuð-
borgarevæðisins verði eftirleiðis eitt
gjaldsvæði, en hingað til hefur ver-
ið skilið milli kaupstaða og sveita.
Um bónuskerfið sagði Siguijón
Pétursson að reynslan sýndi að
núverandi kerfi gefi nokkuð ná-
kvæma mynd af áhættu, meira en
80% tryggingataka njóti nú meira
en 50% afsláttar frá grunniðgjaldi
og ástæðulaust sé talið að hrófla
við gildandi fyrirkomulagi.
færa átti hann úr yfirhöfn, að
vinstri handleggur hans tvíbrotnaði.
Búnaðarbanki Íalands:
Einstaklingar
geta tengst
tölvu bankans
BÚNAÐARBANKI íslands hefur
auglýst að eigendur svokallaðra
Gullreikninga geti nú tengst
tölvu bankans með eigin PC-
tölvu og þar með sinnt ýmsum
viðskiptum við bankann í gegn-
um síma.
Búnaðarbankinn kynnti banka-
lfnu sína svokallaða um miðjan jan-
úar síðastliðinn. Þá hafði Hekla hf.
þegar verið tengd við bankalínuna.
Að sögn Jóns Adolfs Guðjónsson-
ar bankastjóra er þessa dagana er
verið að tengja hátt f tuttugu fyrir-
tæki til viðbótar auk þess sem ein-
staklingum sem eiga Gullreikning
gefst nú kostur á að tengjast henni
í gegnum einkatölvur sfnar.
Viðgerð lokið á vatns-
leiðslunni til Vestmannaeyja:
Vinna hafin á ný í
fiskvinnslustöðvum
V«tmuuuwyjar.
VIÐGERÐ á vatnsleiðslunni til Vestmannaeyja var lokið laust fyrir
mlðnættí I fyrrakvöld og vatnsrennslið komið á fullt um siöleytið í
gærmorgun. Vinna hófst í öllum fiskvinnslustöðvunum i gsrrmorgun
og baraaheimili og skólar voru opnaðir á eðlilegum tíma. í gær-
kvöldi var vatn komið á allan bæinn og minni vatnstankurinn, sem
tekur 600 tonn, orðinn fullur. Ekkert vatn var hins vegar komið í
stærri vatnstankinn sem rúmar 5.000 tonn.
Lögreglumönnum
vikið úr starfi á með-
an rannsókn fer fram