Morgunblaðið - 20.02.1988, Blaðsíða 26
26
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 20. FEBRÚAR 1988
ísland o g EB
Ræða Jóns Baldvins Hannibalssonar á fundi
leiðtoga jafnaðarmanna á Norðurlöndum
Hér fer á eftir ræda, sem Jón Baldvin Hannibalsson, formaður
Alþýðuflokksins, flutti á fundi formanna jafnaðarmannaflokka á
Norðurlöndum, í Stokkhólmi i gær:
„Innan fárra ára mun íslenska
þjóðin standa frammi fyrir sögulegu
vali: Annað hvort að gerast verstöð
fyrir evrópskan fískiðnað — nýlenda
sem flarstýrð yrði frá Brussel; eða
gerast 51. fylki Bandaríkjanna.
Þá yrði þá lendingarstaðurinn
eftir 1000 áró siglingu Leifs heppna
frá Noregsströndum til Vínlands
hins góða.“
Þannig lýsir sérfræðingur í ut-
anríkisviðskiptum í nýlegri tímarits-
grein þeim kostum, sem íslendingar
kunna að standa frammi fyrir innan
fárra ára.
Röksemdafærslan er eitthvað á
þessa leið.
Þróunin í átt til Bandaríkja Evr-
ópu verður ekki stöðvuð úr þessu.
Hvort sem ríkisstjómum EB tekst
að standa við dagsetninguna 1992
fyrir „hindrunarlausan innri mark-
að“ éða ekki — þá verður ekki aft-
ur snúið.
EPTA mun leysast upp. Noregur
gengur í EB á næsta árótug. Hlut-
lausu ríkin í EFTA fylgja á eftir.
Hvenær það gerist ræðst af þróun
alþjóðastjómmála, glasnost og per-
estrojku, og árangri samninga um
kjamorkuafvopnun Evrópu.
Þá gæti svo farið að ísland yrði
eina V-Evrópuríkið innan NATO
sem stæði utan hins nýja stórveldis
á meginlandi Evrópu.
n.
En hvers vegna getur ísland ekki
slegist í hópinn? Getum við yfirleitt
staðið fyrir utan, séretaklega eftir
að Norðmenn væru komnir inn fyr-
ir dymar? Þar með hefðum við glat-
að bandamanni í samningum við
EB um að tryggja fríverslun með
fiskafurðir; auk þess stæðumst við
eftir það ekki samkeppni á EB-
markaðnum, þar sem ytri tollar á
fiskafurðir yrðu of háir, eða þeim
yrði beitt fyrirvaralítið til að' stýra
framboði.
Viðskiptahagsmunir íslendinga
virðast í fljótu bragði mæla með
inngöngu. Utanríkisverelun nemur
um 50% af þjóðarframleiðslu íslend-
inga. Um 75% útfiutnings er enn
fiskafurðir. 1987 voru 55% af við-
skiptum okkar við EB, bæði út- og
innflutningur. Þessi viðskipti hafa
farið hraðvaxandi á undanfömum
ámm. Bæði vegna Qölgunar aðild-
arríkja EB og vegna gengisþróun-
ar. A sama tfma hafa vðskiptin við
Bandaríkin dregist saman hlutfalls-
lega: Útflutningurinn hefur minnk-
að úr 30 í 20%, innflutningur úr 10
í 7%.
Viðskipti íslendinga við Austur-
Evrópu hafa líka dregist saman.
Viðskipti okkar við aðrar Norður-
landaþjóðir eru aðeins aðra leiðina:
Við kaupum hlutfallslega mikið af
ykkur (28%), þið kaupið lftið af
okkur í staðinn (9%). Á því er eng-
in breyting sýnileg.
ra.
Verða íslendingar þá ekki nauð-
ugir viljugir að fylgja á hæla öðrum
Evrópuþjóðum inn fyrir ytri toll-
múra EB? Og borga það verð sem
upþ er sett? Það er spuming. Vand-
inn er sá að okkur finnst verðið of
hátt.
Hvað kostar aðgöngumiðinn?
EB býður aðgang að stórum toll-
fijálsum markaði með mikilli kaup-
getu — í staðinn fyrir fiskveiðirétt-
indi í íslenskri fiskveiðilögsögu.
M.ö.o. þeir heimta aðgang að þeirri
einu auðlind sem íslenska þjóðin lif-
ir af og telur ekki til skiptanna.
Það er ekki langt sfðan að íslend-
ingar háðu þijú þorekastríð við tvö
Evrópustórveldi: Bretland og
Þýskaland — til að öðlast yfirráð
yfir þessari auðlind. Við unnutp.
En til hvers var að vinna þau stríð
ef við töpum því aftur — við samn-
ingaborðið í Bmssel?
Norðmenn geta borgað það verð
sem EB setur upp. Þeir lifa fremur
á olíu en fiski. EB vantar olíu. Og
niðurgreiðir fiskveiðar og hefur
byggðasjóði til að halda uppi út-
kjálkum.
Hins vegar er hætt við að íslend-
ingar hafi ekki efni á að borga
aðgöngumiðaverðið. Hættan er sú
að við yrðum aftur hráefnisaflendur
fyrir fiskiðnaðinn í Bretlandi og
Norður-Evróðu eins og á fyretu
áratugum aldarínnar. Hlutskipti
þriðjaheims nýlendu er lítt aðlað-
andi, eftir 700 ára sjáifstæðisbar-
áttu.
Við þetta bætast kvaðir um
frjálsan flutning fólks og fjármagns
innan hins útvfkkaða Evrópubanda-
lags. Þannig gæti erlent fjármagn
eignast fslenskan sjávarútveg gegn-
um bakdymar. Það óttast margir.
Og fyret Norðmenn, sem em a.m.k.
20 sinnum fleiri en við, óttuðust
inngöngu í EB 1972, þá er ótti ís-
lendinga þeim mun skiljanlegri.
IV.
En er þessi mynd ekki dregin upp
í óþarflega svart/hvítum litum?
Geta Norðmenn og íslendingar
ekki snúið bökum saman og tiyggt
hindmnarlausa fríverslun með fisk-
afurðir innan EFTA? Og náð því
næst fram sams konar samningum
við inngönguna í EB — án skilyrða
um gagnkvæm fiskveiðiréttindi? Nú
virðist afstaða Svía einna tefla
fyrsta skrefið, þ.e. fríverelun með
fisk innan EFTA.
Hafa íslendingar ekki þegar náð
frfverelunareamningi við EB, sem
kom til framkvæmda ’76 að loknum
þorekastríðum, og tekur til flestra
fiskafurða?
Að vísu. En það em tímabundn-
ir samningar og takmarkaðir. Að
nokkm leyti byggjast þeir á kvót-
um. Og hækkun ytri tolla hefur
verið beitt, bæði fyrr og síðar, eftir
því sem framboð og eftirepum á
fiskmörkuðum EB hefur sagt til
um.
Fram hjá þvf verður ekki gengið
að EB hefur samræmda fiskveiði-
stefnu þar sem gagnkvæmni um
aðgang að auðlindum er skilyrði
fyrir aðgangi að markaði. Og við
vitum að EB er sjálft stórveldi í
fiskveiðum og vinnslu. í löndum
EB em gerð út 77 þús. fiskiskip,
mönnuð 270 þús. fiskimönnum.
Þeir em fleiri en allir íslendingar.
Yfir 1 milljón manna byggir afkomu
sfna á þessum fiskveiðum. 270 þús-
und fískimenn EB veiða 5 milljón
tonn á ári í samanbuiði við 5 þús.
fískimenn á íslandi, sem veiða 1,5
milljón tonn á ári. Fiskneysla innan
EB nemur nú 6—7 milljónum tonna,
sem að hluta til fer ekki til manneld-
is, og skilar þá lágum veiðum.
Öll er þessi útgerð og vinnsla
stórlega niðurgreidd og rflkisstyrkt,
rétt eins og landbúnaður innan EB,
sem er við það að setja það verð-
andi stórveldi á hausinn. Við þenn-
an ríkisstyrkta sjávarútveg keppum
við íslendingar. Það hefur gengið
bærilega hingað til. En það gengur
ekki lengur ef við þurfum að borga
háan ytri toll í kaupbæti.
V.
Hver er þá samningsstaða íslend-
inga, sérstaklega eftir að Norðmenn
em gengnir til liðs við bandalagið?
Hún er ekki alltof góð — ef við
höfum ekki efni á að borga uppsett
vetð fyrír aðgöngumiðann: Aðgang-
inn að auðlindinni. Að þessu leyti
emm við, fámenn þjóð með einhæft
atvinnulff, f annarri og verri stöðu
en meginlandsþjóðir Evrópu, þ.m.t.
önnur Norðurlönd.
Eigum við einhverra annarra
kosta völ?
Ef til vill. Hugsanlega gætum
Blönduós:
Grímuball í grunnskólanum
Blðoduóu.
HINN ÁRLEGI grimudansleikur
grunnskóla Blönuóss var haldinn
f félagsheimilinu þriðjudaginn
16. febrúar sl. Fjölmenni var og
höfðu ungir sem aldnir af hina
bestu skemmtun.
Fjölbreytni var mikil í klæðaburði
og var greinilegt að töluverð vinna
hafði verið lögð f gerð búninga.
Verðlaun vom veitt fyrir sérkenni-
lega grímubúninga og skiluðu allir
verðlaunahafar sér á pall utan einn
sem var í gervi geðills gamalmenn-
is og hefur ekkert til hans spuret
síðan. Á þessum dansleik mátti sjá
gangandi skákborð, hunangsflugur,
póstkassa og jafnvel hin velþekkta
Madonna var á staðnum.
-Jón Sig.
Morgunblaðið/Jón Sigurðeson
Fjölbreytni f klæðaburði var mikil á grímuballinu f grunnskólanum
á Blðnduósi.
Jón Baldvin Hannibalsson
„Sennilega eru íslend
ingar þeir einu, sem
vegna landfræðilegrar
legu sinnar og sérstöðu,
þurfa að spyrja sjálfa
sig annars konar spurn-
inga: Munum við verða
tilneyddir að velja milli
austurs eða vesturs?
Munum við leita sam-
starfs annað hvort við
gamla heiminn, þaðan
sem við komum, eða
nýja heiminn, sem við
fundum — en týndum
aftur? Endanlegt svar
við þeirri spumingu
ræðst meðal annars af
því, hvaða svör við
fáum við okkar spurn-
ingum. í Norðurlanda-
ráði, þjá EFTA og að
lokum hjá mandarínun-
um í Brussel. En síðasta
orðið á fólkið sjálft.“
við farið að dæmi Kanada og náð
fríverslunareamningum við Banda-
ríkin, án óaðgengilegra skilyrða.
„Nasser" hefði kallað þetta að spila
út NATO-trompinu. Allt frá árum
seinni heimsstyijaldar hafa Banda-
ríkin axlað ábyrgðina af öryggi
V-Evrópu — og borgað reikninginn
að stæretum hluta. Það hefur kom-
ið í þeirra hlut að tryggja líflínuna
milli gamla og nýja heimsins. sem
liggur um Atiantsála. Þar er Island
í skurðpunktinum. Svo lengi sem
vamareamstarf V-Evrópu og
Bandarfkjanna helst mun ísland
gegna þar mikilvægu hlutverki —
fyrir bseði stórveldin, hið gamia og
hið nýja.
Jósep Luns, fyrrv. framkvæmda-
stjóri NATO, iíkti íslandi einhvem
tfma við fljótandi flugvélamóður-
skip og birgðastöð. Flugvélamóður-
skip og fylgifloti era dýr f rekstri.
Það kostar reyndar margfalda þjóð-
arframleiðslu íslendinga.
Tollfijáls aðgangur að fiskmörk-
uðum sýnist vera lágt verð fyrir svo
ómetanlega aðstöðu, sem skiptir
sköpum fyrir vamareamstarf og
öryggi bæði Bandaríkjanna og
Norður-Evrópu.
Hver er þá samningsstaða íslend-
inga?
Islendingar þurfa tollfijálsan að-
gang að mörkuðum stórveldanna
beggja vegna Atlantshafsins, fyrir
fiskafurðir. Hvað hafa þeir að bjóða
í staðinn, annað en aðgang stór-
velda að auðlindinni sem þeir lifa á?
Svarið er Samstarf í öryggis-
og vamarmáium.
VI.
Hið nýja EB er ekki bara um
niðurgreiddan fisk og landbúnað
eða egg og beikon. Það er líka um
pðlitík. Og pólitík er líka um sam-
starf á sviði öryggis- og vamar-
mála. Stórveldi þurfa að sjá lengra
en nef þeirra ná. Þarf hið nýja EB,
með Skandinavíu innanborðs, ekki
að fylgjast með gangi mála á Atl-
antshafinu? Þá þarf það að tala við
Norðmenn og okkur — um annað
en fisk.
Samningar um fækkun kjama-
vopna á meginlandi Evrópu kallar
á aukið pólitískt samstarf Evrópu-
ríkja um vamar- og öryggismál.
Sennilega kallar það líka á breytta
vamarstefnu NATO. EB og NATO
verða nánast eitt og hið sama.
Bandaríkin munu draga úr nærvera
sinni í Evrópu. Þau hafa öðrum
hnöppum að hneppa á Kyrrahafs-
svæðinu þar sem stórveldi næstu
aldar era að vakna til vitundar um
mátt sinn og megin. Evrópa verður
að beina sjónum sínum í auknum
mæli að hafinu, sem tengir stórveld-
in saman. Þar eram við.
Fækkun kjamavopna á megin-
landi Evrópu kann að leiða til auk-
ins vígbúnaðar f hafinu. Ör upp-
bygging og vaxandi umsvif sovéska
norðurflotan8 er sameiginlegt
áhyggjuefni lýðræðisríkjanna
beggja vegna Atlantshafsins.
Ekkert bendir til þess að Sov-
étríkin muni draga úr hemaðaram-
svifum sínum á Atlantshafi, þótt til
lengri tíma sé litið. Bandaríkin
stefna að þvf að auka nærvera eig-
in flota á svæðinu og efla æfíngar
til vamar þeim ríkjum, sem eiga
strendur að Noregshafí. Það er
nauðsynlegt hvort tveggja í senn
til að sýna fram á trúverðugleik
vamanna og til að koma f veg fyr-
ir að Norðurhöf séu einungis vett-
vangur sovéskra flotaumsvifa; eins
konar „mare sovjeticum". Sú þróun
sem á sér stað ber þess jafnframt
merki að vígbúnaðarkapphlaupið á
svæðinu er að færast í aukana. Má
þar m.a. nefna þróun á sviði lang-
drægra stýriflauga, sem beina má
gegn landi, og vakið hefur athygli
undanfarið vegna þess að Yankee-
kafbátar Sovétmanna hafa verið
útbúnir slíkum flaugum. Þessi þró-
un getur hæglega leitt til þess að
höfin fái enn aukið mikilvægi í
vfgbúnaði — og afvopnunarmálum.
Frá sjónarhóli íslendinga og
Norðmanna er það augljóst hags-
munamál að ekki komi til aukinnar
sperinu og vígvæðingar í Norður-
höfum. Leiðir til að efla traust og
takmörkun vfgbúnaðar á höfnunum
hefur ekki verið tilefni afvopnunar-
viðræðna enn sem komið er nema
að mjög takmörkuðu leyti, þótt sag-
ari geymi mörg dæmi um það. Til-
töiulega nýlegt dæmi um leiðir til
að efla traust á höfunum, sem bor-
ið hefur góðan árangur, er sam-
komulag Sovétríkjanna og Banda-
ríkjanna um aðferðir til að koma í
veg fyrir slys á höfunum frá 1972.
Spuming er hvort ekki væri hugs-
anlegt að gera séretakan Qölþjóð-
legan samning á sömu nótum, sem
Bandaríkin, Sovétríkin og EB ættu
aðild að?
íslendingar hafa vaiið aðild að
NATO og tvíhliða varnarsamning
við Bandaríkin sem leið til að
tryggja öryggi sitt. Sú spuming
hlýtur að vakna, hvort ekki sé tfma-
bært að rfki Vestur-Evrópu, sem
hafa vaxandi hlutverki að gegna
innan NATO, telji sér ekki nauðsyn-
legt að auka þátttöku sfna f þessu
vamareamstarfi og þar með nær-
vera sfna á norðurelóðum. Um það
má ræða ekkert sfður en tollfijálsan
aðgang að mörkuðum fyrir auð-
lindanýtingu.
Okkur skilst að umræðuefriið á
Norðurlöndum sé „að komast með
í sem mest og hafa áhrif á sem flest
— án þess að gerast aðili að EB,
a.m.k. í bráð“. Samt skilst manni
að allar leiðir liggi til Brassel, þrátt
fyrir umferðaröngþveiti og umferð-
armengun. Sennilega era Islending-
ar þeir einu, sem vegna landfræði-
legrar legu sinnar og séretöðu,
þurfa að spyija sjálfa sig annare
konar spuminga: Munum við verða
tilneyddir að velja milli austure eða
vesture? Munum við leita samstarfs
annað hvort við gamla heiminn,
þaðan sem við komum, eða nýja
heiminn, sem við fundum — en
týndum aftur? Endanlegt svar við
þeirri spumingu ræðst meðal ann-
are af því, hvaða svör við fáum við
okkar spumingum. í Norðurlanda-
ráði, hjá EFTA og að lokum hjá
mandarínunum í Brassel. En
sfðasta orðið á fólkið sjálft.