Morgunblaðið - 20.02.1988, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 20.02.1988, Blaðsíða 40
40 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 20. FEBRÚAR 1988 Stefán Stefánsson frá Vík — Minning Fæddur 18. mars 1887 Dáinn 15. febrúar 1988 „Það er svo tært að trúa heimsins giaumi því táradöggvar falla stundum skjótt, og vinir berast burt á tímans straumi, og blómin fölna á einni hélunótt. Því er oss best að forðast raup og reiði og ijúfa hvergi tryggð né vinar koss, en ef við sjáum sólskinsblett í heiði, að setjast allir þar og gleðja oss.“ Þessar ljóðlínur Jónasar koma mér í hug, er ég kveð föðurbróður minn og vin, Stefán Stefánsson frá Vík. Svo vel lýsa þær lífshorfum hans. í flestum öðrum tilfellum hæfa þessar hendingar betur góðum vina fundum, er gleðin skín á vonar hýrri brá“. Ekki er það ætlun mín að óvirða hans efstu stund með gleðisöng eða kveðja með galsa, er hann leggur upp í sína hinstu för. Þá ferð höfum við oft rætt okkar á milli og litum á hana sem eðlilegt og sjálfsagt framhald af lífinu qálfu, sem Guð gaf honum svo ríku- lega af. Hann lést á elliheimilinu Kumbaravogi 15. febrúar níutíu og eins árs að aldri. Lífsgleði Stefáns var með ólík- indum. Og öllum mönnum betur tókst honum að varðveita bamið í hjarta sér til hinstu stundar. Stef- áni var einkar vel lagið að vinna með bömum og unglingum, og hafði yndi af að segja þeim til, kenna þeim rétt handtök og temja þeim snyrtimennsku, sem var hans aðalsmerki við hvert verk er hann vann. Húsbóndahollusta og ábyggi- legheit vom honum í blóð borin. Stefán lifði tfmana tvenna. Það var gaman að ferðast með honum um Suðurlandið og heyra hann lýsa ferðamáta liðins tíma, sem hann mundi svo vel, þegar hann ásamt ungum félögum fór gangandi aust- an úr Álftaveri til Suðumesja á vetrarvertíð. Þær vom líka ófáar ferðimar sem hann fór með harm- onikkuna sína á bakinu út undir Eyjaflöll og allt austur í Fljóts- hverfí til að spila þar fýrir dansi, við ýmis tækifæri. Þá þótti sjálfsagt að leggja af stað frá Vík snemma morguns og ganga austur í Skaft- ártungur og spila alla nóttina fram í birtingu. Kaup! „Jú, frítt inn á skemmtunina og kaffí og með því eftir miðnætti." „Stebbi" frændi gerði lítið af því að safna veraldlegum auði á langri ævi en leitaði frekar sólskinsblett- anna við lífeveginn, og njóta þar samvista góðra vina og kunningja. „Ungur nemur gamall temur" eða eins og Stefán tók oft til orða, menn verða að skilja ungdóminn, og þekkja gamla tímann. Orðskrípið „kynslóðabil" heyrði ég aldrei af hans munni, enda held ég að hann hafí aldrei skilið það hugtak. Á hans blómaskeiði vom flölskyldur stórar og fólk á öllum aldri lifði saman í sátt þrátt fyrir þröngan húsakost, streita og lífegæðakapp- hlaup nútímans ekki fundið upp. Menn höfðu tíma til að líta inn til kunningja og rétta hjálparhönd upp á sama. Jafnvel heimsótt vini og rætt við þá án þess að tmfla þá frá krónísku sjónvarpsglápi. Nei, blessaður gamli frændi náði aldrei að sættast við þennan gjör- breytta tíðaranda og einangraðist því meir og meir frá umhverfi sínu. Hans hlutverki lauk þegar hann lagði fíá sér orfið sitt á sjötta ára- tugnum og sláttuþyrlan tók við. I lofræðum er oft minnst á hið fagra og friðsæla ævikvöld með nokkmm rétti, en oftar em þessi orð inni- haldslaust hjóm. Því háum aldri fylgir oftar sársaukinn er góðvinir og samferðamenn hverfa á braut einn af öðmm. Elli kerling og sjúkdómar heija á slitinn líkama og svo að lokum sorgin og tómleikinn sem umleikur öldunginn sem fínnur sér ýtt til hliðar, orðinn fyrir í kerfinu — í versta falli gleymdur. Vissulega búum við illa að öldr- uðum og sjúkum. Það er ekki reikn- að með þeim við allsnægtaborð þjóðar vorrar. Hafí elsku frændi hjartans þökk fyrir allt. Guð gefí honum góða heimkomu. Sævar Helgason Aðfaranótt 15. febrúar lést að Dvalarheimilinu Kumbaravogi Stef- án Stefánsson frá Vík. Hafði hann dvalið þar frá því í haust, þá farinn að heilsu. Stefán fæddist í Hraungerði í Álftaveri 18. mars 1887. Þar er hann fyrstu árin hjá foreldmm sínum Stefáni Jónssyni og Guð- laugu Einarsdóttur. Þau eignuðust 2 syni, Stefán og Áslaug Ingibjöm. Stefán Stefánsson fer að Holti í Álftaveri með móður sinni 1906 eftir að hafa misst föður sinn ári áður, eftir langvarandi veikindi. Þar í Holti býr Guðlaug, móðir Stefáns, með seinni manni sínum, Helga Brynjólfssyni. Þau eignuðust 5 Birting afmælis- og minningargreina Morgunblaðið tekur afmælis- og minningargreinar til birtingar endurgjaldslaust. Tekið er við greinum á rit- stjórn blaðsins á 2. hæð í Aðalstræti 6, Reykjavík og á skrifstofu blaðsins I Hafnarstræti 85, Akurejnri. böm, Málfríði, Ámýju Eyrúnu, Ragnhildi, Helga og Einar Guð- bjöm. í Holti er Stefán hjá móður sinni og stjúpföður frá því hún fer þang- að 1906—1919. Þá flytja þau til Víkur. Er Stefán Stefánsson þar hjá þeim til 1949. Og hann átti lög- heimili í Vík til æviloka. Hann bygg- ir sér smá íbúð við austurenda á húsi móður sinnar og stjúpföður. Hún flytur í Ytri-Njarðvík 1951 og dó þar 1962 en Helgi Brynjólfsson dó 1949. Síðustu árin var Stefán vistmaður í Suður-Vík og stundum einn þar. Frá íbúð Stefáns í Vík var skammt að Bjargi. Þar átti Stefán vinum að mæta, sem vom honum betri en engir. Og víðar þar í Vík lágu gagnvegir til vina. Sama má segja um fæðingarsveitina, Álfta- verið. Hjá systkinunum og Sigurði á Mýmm var hans annað heimili. Einnig hjá hálfeystur sinni Málfríði og manni hennar, sem lengi bjuggu á Skólabraut 7 á Seltjamamesi, þar var hann langdvölum. Hálfsystkinin reyndust honum prýðilega og einnig böm þeirra. Eins og flestir ungir' menn fór Stefán í útver eftir fermingu, og allt fram yfír 1960. Og mjög lengi var hann í kaupavinnu um sláttinn. Agnes amma mín minntist Stefáns mjög vel, er hann var þar í kaupa- vinnu á Rofabæ. Stefán Stefánsson var einn af harmonikkuleikurunum hér eystra. Það kom fyrir að Stefán fór gang- andi úr Vík austur í Álftaver með harmonikkuna á bakinu og spilaði á skemmtun alla nóttina. Og alltaf átti vel við Stefán að vera þar sem gleðin var og ekki spillti nú ef „glóði vín á skál". Ekki var það samt neitt afgerandi atriði. «. Stefán kynntist mjög mörgum. Það gerðu útvegsferðimar. Hann hafði sérgáfu að muna eftir fólki. Gleymdi varla þeim, sem hann hafði einu sinni talað við. Hann kunni vel að koma fyrir sig orði og sóttu menn ekki sigur til hans í þeim við- skiptum. Þetta em nú helstu drættimir í lífssögu Stefáns Stefánssonar. Hann fæðist í Álftaveri. Þar hef- ur „Skaftafells meinvætti mest“, Katla gamla þjappað byggðinni saman í suðausturhom þess lands, sem einu sinni var gróið. Þama var mjög margt fólk á takmörkuðu svæði. Óhemju harðindi höfðu gengið yfír og vom enn í uppvexti Stefáns. 1902 mun hafís hafa verið landfastur hér. Á þessum ámm varð fólksflótti héðan vegna bjarg- arleysis. Og við þetta bætist að faðir Stefáns deyr úr holdsveiki, þeim ægilega sjúkdómi. Allt þetta og þó ekki síst það síðasttalda hlýtur að hafa sett sitt mark á ómótaða barassál. Þeir sem koma út úr slíkri smiðju hljóta að bera þess merki. Mér fínnst alltaf að þeir sem ég hef þekkt og mótuð- ust í harðindunum miklu, undir aldamótin og eftir þau, hafí skorið sig úr. Og það þótt ekki komi nú meira til, eins og Stefán mátti reyna. í raun og vem fannst mér alltaf að Stefán reyndi að skapa sér sinn eiginn heim. Það kom all oft fyrir hér áður, að ég ók honum suður á Suðumes, eða eitthvað smávegis til skemmtunar. Ég hafði auðvitað skemmtun af þessum ferðum líka. Og ekki minna fyrir það, að ég fann mig í öðmm hugarheimi, en þeim venjulega. Seinast heimsótti ég Stefán núna á jóladaginn. Þá var hann á Kumb- aravogi. Hann var þá mjög farinn að heilsu, en líkaði sýnilega alveg prýðilega. Megi þær eyrarmeyjar sem þama hlynntu að Stefáni hafa heila þökk fyrir. Ég skrifaði í Lesbók Morgun- blaðsins um ferð okkar Stefáns að Stað í Grindavík. Við komum í kirkjugarðinn. Þar gerði Stefán kross yfír gröf prestshjónanna, vel- gjörðarmanna sinna. „Það er minn- ingin," sagði Stefán. Hann trúði því að líf væri að loknu þessu. Og báð- ir vomm við sammála um að líkams- leifar væm aðeins slitin föt. Er Stef- án kemur þar að sem slitnu fötin hans sameinast mold æskustöðv- anna þá skortir ekki útsýnið. Hann ákvað legstaðinn í Víkurkirkju- garði. Og nú er ferðinni lokið. Stefán hefur kosið sér legstað í Víkur- kirkjugarði. Þar blasa við fyöllin, sem lykja um Víkina. Grónir hamr- ar með drangana, sem útverði. Og hafíð síbreytilegt og voldugt. Öldur sem rísa og hníga, eins og mannlíf- ið sjálft. Eg þakka vináttuna á liðnum ámm. „Far þú í friði friður Guðs þig b!essi.“ (V.B.) Vilhjálmur Eyjólfsson Ingibjörg Einars- dóttir — Minning Fædd 21. júlí 1913 Dáin 14. febrúar 1987 í dag verður til moldar borin, amma okkar, Ingibjörg Einarsdóttir, en hún hlaut hina langþráðu hvfld siðastliðinn sunnudag eftir langvar- andi veikindi. Amma fæddist 21. júlí 1913 á Sæbóli í Aðalvík, dóttir hjónanna Einars Benjamínssonar og Her- manníu Brynjólfsdóttur. Ung að ámm missti hún föður sinn og móðir hennar giftist aftur Albert Kristjáns- syni, trésmið. 21 árs að aldri giftist amma Halld- óri Jónmundssyni, fyrrverandi yfir- lögregluþjóni á ísafirði sem lést 16. september 1987. Þau .eignuðust 4 böm, Guðmund, Sesselju, Hermanníu Ástu og bamabömin em orðin 9. heimili þeirra var ætíð gestkvæmt og var amma hin myndarlegasta hús- móðir sem gott var heim að sækja. Enn fremur var hún orðlögð hann- yrðakona. Hún tók virkan þátt í fé- lagslífinu á ísafírði og var meðal annars varabæjarfulltrúi árin 1946 til 1950. Framtíðin blasti við ömmu og afa og allt gekk þeim í haginn en þá dundi ógæfan yfír. Árið 1949 veiktist amma af löm- unarveikinni og var veik upp frá því. Síðustu 25 ár ævinnar var hún meira eða minna rúmföst. En amma stóð ekki ein I veikindum sínum þvi afí stóð við hlið hennar og studdi hana allt fram til síðasta dags. Við, bamabömin, muni'm ekki eft- ir henni öðruvísi en rúmliggjandi, en við höfum heyrt margar sögur af rausnarskap hennar á fyrri árum. Oft veltir maður fyrir sér hvaða til- gangi það þjóni að svipta konu í blóma lifeins heilsunni, en ef það er líf eftir þetta líf, þá erum við þess fullvissar að hún hefur nú þegar tek- ið út sinn skammt af þjáningum og þeir sem þjást í þessu lifi fá það margfalt launað í því næsta. Það að svo skammt var á milli dauðsfalla afa og ömmu, aðeins 5 mánuðir, hlýt- ur að benda til þess að til sé annað líf, þar sem þau lifa nú hamingjusömu lífí. Guð blessi elsku ömmu. Halldóra og Kristín Tómasdætur | smáauglýsingar — smáauglýsingar — smáauglýsingar — smáauglýsingar | □EDDA 59882202 - 2. Aukaf. □ Gimli 59882227 = 1 Krossinn Auöbrekku 2.200 Kópavogur Almenn unglingasamkoma i kvöld kl. 20.30. Allir velkomnir. FERÐAFÉLAG ÍSLANDS ÖLDUGÖTU 3 SÍMAR11796 oa 19533. Dagsferðir sunnudag- inn 21. febrúar 1) Kl.13.00 Vetrarferö á Þing- völl - Öxarárfoss I klakaböndum. Gengið um Almannagjá að Öxar- árfossi og síöan verður gengið eins og tíminn leyfir. Verð kr. 800,- 2) Kl. 13.00 Skíðaganga á Mos- fellsheiði. Verð kr. 800,- Brottför frá Umferðamiðstöð- inni, austanmegin. Farmiðar við bll. Fritt fyrir börn í fylgd fullorð- inna. Sunnudaglnn 28. febrúar verð- ur dagsferð að Gullfossi. Brott- för kl. 10.30. Miðvlkudaginn 24. febrúar verður næsta kvöldvaka Ferða- félagsins. Árni Hjartarson mun segja frá Þjörsárhrauni í máli og myndum. Myndagetraun og verðlaun fyrir réttar lausnir. Kvöldvakrn verður í Risinu, Hverfisgötu 105 og hefst stundvislega kl. 20.30. Helgina 27.-28. febrúar - Botnssúlur, skfða- og göngu- ferð. Gist verður I Bratta, skála Alpa- klúbbsins. Brottför er kl. 8.00 að morgni laugardags. Farmiöa- sala og upplýsingar á skrifstof- unni. Helgina 4.-6. mars verður Góu- ferð til Þórsmerkur. Ferðafélag fslands. Aðaifundur Farfugladeildar Reykjavikur verður haldinn þriðjudaginn 23. febrúar nk. kl. 20.00 á Sund- laugavegi 34 (nýja Farfuglaheim- ilið). Dagskrá: Venjuleg aðalfundarstörf. Stjórnin. ÚtÍVÍSt, Grótlnni Sunnudagur 21. febr. kl. 13.00 Strandganga (landnámi Ingólfs 6. ferft Nú verður haldið áfram frá Lang- eyri, með strönd Hafnarfjaröar út á Hvaleyri. Sjóminjasafnið skoðað í leiðinni, en þar er m.a. sérsýning um árabátaöldina. Fróöur maður um sögu og stað- hætti mætir i gönguna. A Hval- eyri er forn rúnasteinn. Tilvalið aö byrja í „Strandgöngunni" núna en meö henni er ætlunin að ganga með ströndinni frá Reykjavík aö ölfusárósum í 22 ferðum. Viðurkenning veitt fyrir góða þátttöku. Verð 450,- kr. frítt f. börn m. fullorðnum. Brottför frá BSÍ, bensínsölu (á Kópavogshálsi, viö Engidal). Sjáumst! Útivist, feröafélag. Húsmæðrafélag Reykjavíkur Sýnikennsla í félagsheimilinu Baldursgötu 9, miövikudag 24. febrúar kl. 20.00. Kennsluna annast Halldór Snorrason, mat- reiöslumeistari. Stjórnin.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.