Morgunblaðið - 20.02.1988, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 20.02.1988, Blaðsíða 21
rökleysur og rangfærir staðreynd- ir. Hann segir „stór hluti lands- manna hfur verið meðhöndlaður við drykkjusýki." Samkvæmt mínum tölum hafa u.þ.b. 8000 ein- staklingar verið meðhöndlaðir hingað til vegna áfengssýki á með- ferðarstofnunum en það eru rúm- lega 3% landsmanna. Ekki veit ég hvemig málvitund Grétars Sigur- bergssonar er en í mínum eyrum eru 3% ekki „stór hluti lands- manna". Hann heldur svo áfram: „ . . . með sama áframhaldi verður mestöll þjóðin búin að fá slíka meðferð innan nokkurra ára- tuga“. Rökleysan ríður ekki við einteyming. Grétar segir síðan að hvergi séu eins mörg rúm fyrir áfengissjúka og hérlendis og telur þessa áfengisstefnu ýta undir of- neyslu. Er Grétar með þessum ruglingslega málflutningi að halda því fram að meðferðarúrræðin sem hér eru fyrir hendi séu frekar drykkjuhvetjandi en letjandi? Ef svo er leggur Grétar heldur þungan dóm á eigin starf, svo og starf þeirra kollega sinna sem vinna við áfengismeðferð. En röksemda- færslan er auðvitað engin. Áfeng- isvandinn er fyrir hendi og íslend- ingar hafa snúist snöfurmannlegar við honum en flestar aðrar þjóðir og árangurinn er sýnilegur á mörg- um sviðum. Blómlegt starf AA- hreyfíngarinnar og kannanir á ár- angri eftirmeðferðar sýna svo ekki verður um villst að mikill fjölda íslendinga hefur náð því að verða edrú og lifír þar ágætu iífí. Heildar- neysla áfengis á Islandi hefur auk- ist minna en við mætti búast ef litið er til gífurlegrar aukningar á útsölustöðum áfengis og síðast en ekki síst hefur tíðni t.d. skorpulifr- ar ekki aukist hérlendis á síðustu árum og sennilega má að verulegu leyti þakka það meðferð. Með- ferðarstefna fslendinga hefur leitt í ljós, að áfengisvandinn er meiri en áður hafði verið talið og hér- lendis koma menn fyrr til með- ferðar en annars staðar. Það leiðir svo til minni skaðsemi áfengis- neyslunnar fyrir einstaklinginn. Með sömu röksemdafærslu og Grétar beitir mætti benda á það að óvíða á byggðu bóli eru jafn- margir starfandi geðlæknar á hveija 1.000 íbúa og í Reykjavík og hefur þeim fjölgað mikið á síðustu árum. Þrátt fyrir það eru langir biðlistar hjá þeim flestum. Skapa þessir geðlæknar þá geð- vandamál sem ekki voru fyrir hendi eða kemur einfaldlega í ljós að þörfín fyrir geðlæknisþjónustu er meiri en ætlað hafði verið? Ég trúi því að seinni skýringin sé nærri sanni. Á sama hátt mætti nefna að hérlendis fara hlutfallslega fleiri sjúklingar árlega í hjartaæðaað- gerðir (coronary by-pass) en ann- ars staðar. Grétar skilur þetta sennilega þannig, að aðgerðimar eða aðgengileiki þeirra sé skaðleg- ur fyrir kransæðakerfí lands- manna. í kaflanum um verðstýr- ingu erum við að mestu leyti sam- mála þó að ég efíst stórlega um það að tilkoma bjórs mundi draga úr sölu sterks áfengis. Ég tel eins og Grétar að skattleggja eigi áfengi í samræmi við áfengismagn en þó halda verðinu sem hæstu á hveijum tíma. Drykkjan í Færeyjum Reynsla Færeyinga hekir næsti kaflinn í grein Grétars. Ályktanir hans um áhrif bjórs á áfengis- neyslu þar í landi vekja mér mikla furðu. Hann vitnar í Yearbook of Nordic Statistics frá 1984. Ég kíkti í sömu heimildir, Yearbook of MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 20. FEBRÚAR 1988 21 Nordic Statistics frá 1986 og upp- götvaði þá að málflutningur Grét- ars er mjög svo málum blandinn. Samkvæmt mínum heimildum nam heilameysla Færeyinga 1979, eða árið áður en bjór er leyfður í landinu, 5,8 1 af hreinum vínanda á hvert mannsbam, sem skiptist þannig að drukknir vom 33 1 af bjór, 4,2 1 af léttvínum og 6,4 1 af brenndum vínum á hvem ein- stakling yfír 15 ára aldri. 1985 aftur á móti (Grétar velur að sleppa því ári) er heildameyslan hins veg- ar 6,6 1 af áfengi á hvert manns- bam sem skiptist þannig, 50,6 1 af bjór, 4,1 1 af víni og 8,8 1 af brenndum drykkjum. Þegar þessar tölur em skoðaðar sést að bjór- drykkjan eykst mjög vemlega svo og drykkja brenndra vína og heild- ameyslan eykst. Lokaniðurstaða Grétars hér er sú að reynsla Fær- eyinga sýni okkur að aukin bjór- neysla dragi úr neyslu annarra tegunda. 1 ljósi ofanskráðs er óhætt að fullyrða að hann fer með staðlausa stafí og rangt mál. Mér er það hulin ráðgáta af hveiju Grétar tekur ekki með árið 1985. (Sjá mynd.) Drykkjan í Svíþjóð Reynsla Svía hefur orðið mikið deilumál. Við Grétar dvöldumst báðir langdvölum í Svíþjóð og þekkjum vel alkóhólpólitík þeirra. Svíar hafa lengi reynt að hafa áhrif á heildameysluna í landi sínu með ýmiss konar aðhaldsaðgerð- um. 1966 settu þeir á markaðinn hið svokallaða milliöl til að koma í veg fyrir neyslu sterkari drykkja. Áhrifin urðu þveröfug, heildar- neyslan jókst og mellanölið hafði engin teljandi áhrif á sölu annarra tegunda. Svíar tóku svo milliölið af markaðnum 1976 og heildar- neyslan minnkaði þá allvemlega. Á sama tíma jókst svo sala hins svokallaða starköls og er í dag u.þ.b. 14% af heildar áfengisneysl- unni. Frá 1976 hefur sala brenndra vína farið minnkandi og þá mest á ámnum frá 1979. Sú ályktun sem Grétar dregur af þessu, að bjórinn hafí dregið úr neyslu sterkra drykkja, er einkennileg og í engu samræmi við skýringar Svía sjálfra. Þeir telja fyrst og fremst að breytt áfengispólitík og meiri áróður gegn drykkjuskap svo og aukin neysla léttra vína hafí átt hér stærstan hlut að máli. Hann gengur jafnvel svo langt að segja, að þessum breytingum á bjómeyslu Svía megi svo þakka að eiturljfyaneysla hefur minnkað í skólum. Sama þróun hefur orðið í Noregi, þar hefur dregið úr eitur- lyflaneyslu unglinga þó engar breytingar hafí verið gerðar á bjór- sölu og sama upplifa löggæslu- menn að sé að gerast í skólum hér á landi; eiturlyfjaneyslan fer minnkandi (heimild Amar Jensson og landlæknisembættið) þrátt fyrir bjórleysið. Þessi málflutningur Grétars er óheiðarlegur og stenst alls ekki vísindalega gagnrýni. Reynsla Finna sýnir svo ekki verður um villst að bjórinn bættist við eins og hann hafði áður gert í Svíþjóð ogj Færeyjum. Vopnaðir unglingar í næsta kafla greinar sinnar um „stökkpalla" fer Grétar enn á kost- um og málflutningurinn verður hinn furðulegasti og mikið um stór- yrði og alhæfíngar. Hann segir dmkkna unglinga leggja miðbæ Reykjavíkur í rúst reglubundið og gangi þar með hnífa. Hér virðist málskilningur Grétars á orðinu „rústir" vera næsta einkennilegur og í stíl við annað í grein hans. Hann fellur í þessum þætti í þá gildm að tala um miseitrað form áfengis. Áfengi er áfengi sama hvemig það er blandað og bjór er einungis ákveðið form áfengis sem blandað er veikar en aðrar tegund- ir. Ég sé í sjálfu sér engan mun á því hvort unglingar drekka bjór eða annað áfengi á sama hátt og ég sé engan mun á því hvort ungl- ingar fara að reykja Camel með eða án fílters. Það að halda að bjór muni minnka drykkjuvanda unglinga er furðuleg skammsýni og virðist Grétar algjörlega búinn að gleyma unglingabjórfyllerí- unum í Svíþjóð eins og t.d. á Mid- sommarafton, þar sem unglingar dmkku sig útúr dmkkna og lágu eins og hráviði um alla tjaldstaði fyrir hunda og manna fótum með ölburkinn sinn í hendinni og annan undir höfðinu. Mercedes Benz Næsti kafli heitir um vinnusvik og gerir þar Grétar lítið úr þeim vandamálum sem skapast geta ef mikill bjór er dmkkinn á vinnustöð- um eins og gerist víða erlendis. Bjómeysla verkamanna er álitin vemlegt vandamál í Danmörku, Þýskalandi og víðar og talin ein helsta ástæða vinnuslysa. Gæði Mercedes Benz bílsins hafa ekkert með þetta að gera. Verkamaður sem drekkur áfengi í vinnutíma sínum er verr til þess fallinn að stunda störf sín en ella vegna þeirra áhrifa sem áfengi hefur á samhæfingu hreyfinga og skýr- leika hugsunarinnar, hvort sem Grétari líkar það betur eða verr. Spumingin er, telur Grétar Sigur- bergsson að hann verði betri geð- læknir ef hann drykki reglubundið nokkra bjóra á hveijum degi í vinn- utímanum. Okkur sem þekkjum Grétar er það mjög til efs. Skætingur Skætingi Grétars í næsta kafla varðandi málflutning þeirra Ingi- mars Sigurðssonar og Hrafns Páls- sonar verða þeir sjálfír að svara en hann afgreiðir helstu röksemdir þeirra næsta fljótfæmislega. Heildarframleiðsla áfengis hefur þannig aukist í heiminum á nefndu árabili og bjómeysla og bjórfram- leiðsla er orðin að stórvandamáli í mörgum löndum þriðja heimsins. Grétar ætti að skyggnast til Græn- lands og horfa á þróunina þar hvað varðar ofdrykkju bæði á bjór og öðm áfengi áður en hann svarar eins og hann gerir. Heildameysla áfengis þar hefur aukist á tímabil- inu 1980—1985 úr 8,49 1 af hrein- um vínanda á hvert mannsbam í 13,95 1. Þessi neysla skiptist þann- ig, að 1980 dmkku Grænlendingar 200 1 af bjór á hvem einstakling 15 ára og eldri og 2,93 1 af brenndu víni. Árið 1985 dmkku þeir svo 296 1 af bjór og 2,95 1 af brenndum vínum. Þannig haldast í hendur veruleg aukning á heildameyslu og aukin bjómeysla. Vafasamar niðurstöður Lokaniðurstaða Grétars er svo sú að bjórmálið sé prófsteinninn á lýðræðið í landinu og engin rök hafi komið fram i málinu sem styðji áframhaldandi bjórbann. í lokin bregður hann svo yfír sig gamla fijálshyggjuhamnum og tal- ar fyrirlitlega um „bannmenn" og „forsjárhyggju" (nýyrði??) þeirra. Hann kallar „bannmennina" rök- þrota steintröll sem dagað hafí uppi“. Heildarstefna stjómvalda í áfengismálum hefur ákaflega lítið með frelsi eða ákvörðunarrétt þegnanna að gera. Þar em teknar ákvarðanir sem álitnar em þegn- unum fyrir bestu og vemdi þjóð- félagið gagnvart skaðsemi áfengra drykkja. Þannig hafa þegnamir ekki verið spurðir um það hvemig verðstýring eða dreifíngu skuli háttað heldur hefur ríkisvaldið ákveðið það einhliða. Þó svo að meirihluti þjoðarinnar krefðist þess í skoðanakönnunum að áfengis- verð yrði hérlendis hið sama og á Spáni efast ég um að nokkur mundi hlusta á slíka kröfu. Á sama hátt hefur ríkisvaldið sett ákveðnar kröfur á t.d. mótórhjólaeigendur og krafíst þess að þeir beri hjálma og bílstjórar séu flestir í bílbelti meðan þeir aka um götur og stræti. Þessar ákvarðanir em teknir með almannaheill i huga til að vemda þessa einstaklinga fyrir sjálfum sér svo og aðra vegfarendur. Ef lög- gjafínn telur með réttu að neysla áfengs bjórs í landinu komi til með að auka heildameysluna og þar með auka skaðsemi áfengis tii mikilla muna fyrir þegnana hefur hann fullt vald og rétt til þess að viðhafa bjórsölubann hvað svo sem öllum skoðanakönnunum líður á sama hátt og lögin um bílbelti vom sett, þó svo að vilji þjóðarinn- ar væri sá að þau væri ónauðsyn- leg og skerðing á frelsi. Heildarstefna í áfengismálum hefur verið sú að halda neyslunni niðri en innflutningur, framleiðsla og dreifing á sterkum bjór hérlend- is mundi bijóta í bága við þá stefnu. Alþingi setti á laggimar nefnd fyrir nokkmm ámm sem gera átti tillögur einmitt um að- gerðir til að draga úr neyslu áfeng- is hérlendis. Ein tillaga þessarar nefndar var einmitt að leyfa ekki framleiðslu eða sölu áfengs öls hérlendis. Engin rök hafa komið fram sem styðja hið gagnstæða. Áfengt öl hefði í för með sér breyt- ingar á drykkjusiðum íslendinga sem leiða mundu til aukinnar dryklqu eins og verið hefur reynsla nágrannaþjóðanna. Áfengisvanda- málið hérlendis er stórt og mikið með núverandi áfengislöggjöf. Breyting sem þessi gerði það enn verra. Sídrykkja yrði algengari, diykkjumynstur og drykkjuhefðir breyttust og heildameyslan ykist. Það er ábyrgðarhluti þegar læknar eins og Grétar Sigurbergs- son ljá nafn sitt við skrif eins og þau sem birtust í Morgunblaðinu þ. 10. febrúar sl. og samrýmist að mínu mati engan veginn honum eða starfsheiðri hans að láta sér um munn fara aðrar eins rökleysur og staðleysur eins og hann hefur þar í frammi. Grétar á menntunar sinnar vegna að skilja betur en margir aðrir þá skaðsemi sem hlýst af neyslu áfengis jafnvel þó í litlu magni sé. Hann á að vita um langtímaáhrif á heila, hann á að vita um sambandið milli krabba- meins og áfengis, hann á að vita um lifrarskemmdir sem stafa af lítilli en reglulegri neyslu. Hann á auk þess að vera meðvitaður um allan harminn sem áfengi í öllum mjmdum veldur mörgum fjölskyld- um þessa lands. Grétar sýnir dæmafátt ábyrgðarleysi þegar hann sem geðlæknir gengur fram yfír skjöldu og talar um áfengi, skaðsemi þess og meðferð á svo léttúðarfullan hátt sem hann gerir. Höfundurerdr. med. sérfræðing- urjjyflækningum, yfirlæknir hjií Morgunblaðið/BAR Dr. Astráður Eysteinsson bók- menntafræðingur. Ástráður Eysteins- son bókmennta- fræðingur: Varði doktors- ritgerð í Banda- ríkjunum ÁSTRÁÐUR Eysteinsson, bók- menntafræðingur, varði doktors- ritgerð sina í samanburðarbók- menntum við University of Iowa í Iowa-borg í Bandaríkjunum 25. ágúst sl. Ritgerðin heitir The Other Modernity: The Concept of Modernism and the Aesthetics of Interruption. í henni er fjallað um sérkenni þeirra nútimabók- mennta sem hafa verið látnar falla undir hugtakið „módern- ismi“. Jafnframt er hugtakið sjálft rannsakað, svo og notkun þess og túlkunargildi í bók- menntakenningum, gagnrýni og bókmenntasögu. í ritgerðinni skoðar höfundur tengsl hugtaksins við hugmyndir um „nútímann" og birtingarmjmdir hans í bókmenntum. Einnig kannar hann samband „módemismans" við önnur helstu hugtök um megin- stefnur í nútímabókmenntum. Ástráður lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum við Hamrahlíð árið 1976 og BA-prófí í þýsku og ensku frá Háskóla íslands árið 1979. Því næst stundaði hann fram- haldsnám í Englandi og útskrifaðist með MA-próf í samanburðarbók- menntum frá University of War- wick árið 1981. Á árunum 1980 til ’82 hafði Ástráður styrk frá vest- ur-þýskum stjómvöldum til að stunda frekara framhaldsnám við Kölnarháskóla. Árið 1982 hlaut hann Fulbright-styrk til að stunda nám í Bandaríkjunum og tók loka- próf sín til doktorsgráðu í saman- burðarbókmenntum við University of Iowa árið 1984. Síðan dvaldi Ástráður vestan hafs við kennslu og fræðistörf þar til hann flutti aftur til íslands fyrir rúmu ári. Ástráður hefur síðastliðin ár ritað allmargar fræðigreinar í íslensk tímarit og unnið að bókmenntaþýð- ingum. Hann er nú stundakennari við Háskóla íslands og í vetur hefur hann sinnt bókmenntaverkum hjá Ríkisútvarpinu og DV. AUK/SlA K95-47 Fiyst WrJ grænmeti MJÖG HAGSTÆTT VERÐ!
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.