Morgunblaðið - 20.02.1988, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 20.02.1988, Blaðsíða 33
33 __________________MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 20. FEBRÚAR 1988 áfengt öl Jóhannes Bergsveinsson léttvínsveitinga og 2849 veitinga- stöðum leyfi til þess að veita áfengt öL Reyndar fjölgaði þar sölustöðum áfengs öls árið 1969 úr 132 í 17.529! Við þessar aðgerðir jókst áfeng- isneysla Finna um 38% á einu ári. Fyrir þessar aðgerðir var Finnland næstlægst Norðurlanda í neyslu áfengis, næst íslandi, en hefur síðan unnið sig upp í að verða næsthæst, næst Danmörku. Þá eru það næstu nágrannar okkar Færejnngar. Þar hafa lengi verið allmiklar hömlur á áfengis- sölu. Þar hefur áfengi t.d. lengi verið skammtað og leyfi manna til þess að kaupa áfengi bundin því, að þeir hafí áður staðið skil á skött- um sfnum. Sala á sterku öli var leyfð 1. júlí 1980, þó með þeim takmörkunum, að hámarksstyrk- leiki þess var aðeins leyfður 4,6% miðað við þyngd og það öl, sem var yfir 3,7 þyngdarprósentum, var skammtað eins og sterkt áfengi og vín. Ári áður en þetta gerðist, þ.e.a.s. árið 1979, var meðalneysla 15 ára og eldri Færeyinga 5,2 lítrar af nreinum vínanda á mann. Árið eftir að breytingin var gerð óx meðal- neyslan í 5,5 lítra af hreinum vínanda og hefur síðan haldið áfram að vaxa. Nokkrar sveiflur hafa þó verið milii ára, sem e.t.v. helgast af afkomu manna og möguleikum tii þess að standa skii á opinberum gjöidum. Þannig var neyslan komin í 6,1 lítra af hreinum vínanda árið 1986, en hafði árið áður komist hærra eða f 6,6 lítra af hreinum vínanda að meðaltali á hvem Fær- eying 15 ára og eldri. Áfengi bjórinn hefur, til skamms tfma, aðeins verið seldur á tveim stöðum í Færeyjum og sterkari teg- undir hans skammtaður eins og áður er getið. Áður gátu Færeying- ar aðeins pantað sinn bjór, þegar þeir höfðu lokið greiðslu opinberra gjalda. Vínandi er vímuefnið í öilu áfengi Áfengt öl hefur allstaðar aukið heildameyslu vínanda og skiptir þá litlu, hvemig selt er. Til þess liggja margar ástæður, og er kannske rétt að dreþa á nokkrar þeirra. Áfengt öl er gjaraan meðhöndlað sem fæða eða svaladiykkur. Jafnvel á þeim heimilum, þar sem vín og sterkt áfengi er geymt í læstum hirslum, þar sem böm og unglingar ná ekki tii þess, er öl geymt í kæii- skáp heimilisins innan um matvöm og svaladrykki, aðgengilegt öllum heimilismönnum. Aðgát sú, sem sjálfsögð þykir gagnvart sterkara áfengi, nær síður til ölsins. Þetta hlýtur óhjákvæmilega að hafa í för með sér aukna hættu á áfengis- neyslu unglinga og jafnvel bama. Reynsian hefur sýnt það í löndum, sem leyfa bmggun og sölu á áfengu öli. Má þar til dæmis vitna til reynslu Dana. Hætt er við að auðveldur aðgang- ur að áfengu öli leiði til aukinnar drykkju á vinnustöðum og þá um leið til aukinnar hættu á vinnuslys- um, til lélegra vinnubragða og til aukinna flarvista. Öldiykkja getur orðið kveikja að neyslu sterkara áfengis. Vínandi í áfengu öli, þótt í litlum mæli sé, getur orðið til þess að skerða dóm- greind neytandans, losa um hömlur hjá honum og veikja þannig fyrir- íram teknar ákvarðanir hans um að 'itilla neyslunni í hóf og láta neyslu sterkara áfengis vera. i/iljum við aukin áhrif ifengis í umferðinní? Ölvunarakstur er nú þegar miög vemlegt vandamál hér á landi. Ár- iega hlýst af honum mikið tjón á lífi manna, limum og eignum. Um- talsverður hópur manna er árlega tekinn ölvaður við stjóm ökutækja. Island er land, þar sem veður er óstöðugt, færð oft slæm og sam- göngur erfiðar. Því hljóta margir, sem þannig missa ökuleyfíð, að verða fyrir vemlegu tjóni og hafa af því ýmiskonar óþægindi og erfið- leika. Sumir vilja fremur telja það, hve margir em teknir ölvaðir við akstur hér á landi, vitnisburð um góða lög- gæslu á þessu sviði en vitnisburð um það, að íslendingar hafi öðmm fremur tilhneigingu til þess að seij- ast ölvaðir undir stýri bifreiða sinna. Vel má vera, að nú sé því þannig varið. Með tilkomu áfengs öls er hætt við, að á því verði breytingar og ölvunarakstur verði þá mun tíðari en nú. Þeim sem horfa á stór bifreiða- svæði við ölstofur í Bretlandi sneisafull af bifreiðum tæmast á stuttri stundu eftir að drykkju dags- ins lýkur dylst ekki, að þaðan hljóta margir að fara út í umferðina með meira magn vínanda í blóði sínu en umferðarlögin leyfa. Niðurstöður flutninga- og vegarannsóknastofn- unarinnar bresku frá árinu 1974 sýndu, að 1 af hveijum 3 ökumönn- um, sem létu lífíð í slysum úti á vegum, hafði magn vínanda í blóði yfír þeim 0,8%, sem lög í Bretlandi miða ölvunarakstur við. Hér á landi em mörkin lægri eða við 0,5%. Milli kl. 10 að kveldi og 4 að morgni virka daga vikunnar óx þetta hlut- fa.ll í 1 af hveijum 2 og á laugar- dagskvöldum og aðfaranóttum sunnudaga náiði það að verða 71 af hundraði. Vafalaust má relqa mikið af þessum ölvunarakstri og dauðsfollum, er honum tengjast, til hinna fjölmörgu ölstofa í Bretlandi, og mikillar neyslu áfengs öls. Hjá grannþjóðum okkar virðist vera náið samband milli tíðni skorpulifrar og heildameyslu hreins vínanda. Dánartíðni af völdum skorpulifrar hefur verið lág hér á landi, og kemur það vel heim við, að dagleg neysla áfengis mun enn- þá vera heldur sjaldgæf hérlendis. Sala áfengs öls myndi vafalaust ieiða til daglegrar neyslu áfengis hjá mörgum og valda þannig auknu álagi vegna viðvarandi vínanda- bmna í lifur, þótt vínandamagn í blóði þeirra yrði e.t.v. ekki svo mik- ið, að það ylli hjá þeim einkennum vemlegrar ölvunar. Samræmist sala áfengs öls á íslandi markmiðum slenskrar heilbrigðisáætl- unar? Það lögmál gildir yfirleitt um vímuefnaneyslu, að veikari efni kalla á þau, sem sterkari em. Greiður aðgangur að sterku öli leiðir til þess, að fleiri umgangast vínanda og umgengni við hann verður tíðari. Hjá ýmsum mun sú umgengni leiða til aukinnar neyslu vínanda, hvort heldur hann kemur í mynd áfengs öls, léttra vina eða brenndra diykkja. Hætt er við, að þetta bitni þannig á þeim, sem þeg- ar em orðnir ofneytendur, að þeir auki drykkju sína og hljóti af henni meiri skaða. Rétt er að benda á, að fjöldi vínveitingastaða hefur farið mjög vaxandi síðustu 3—4 árin. Tilkoma áfengs öls myndi líklega stuðla að enn frekari aukningu. Sömuleiðis má benda á það, að tilkoma áfengs öls myndi að öllum líkindum verða hvati til fjölgunar á áfengisútsölum; þar sem þeim, sem hingað til hafa þurft að panta sitt áfengi í gegnum pósthúsin, myndi sennilega þykja dýrt að þurfa að panta vemlegt magn af bjór með póstkröfu og greiða undir hann póstburðargjald. Þeir myndu því án efa gera kröfur um fleiri útsölustaði og hinir nýju útsölustaðir þá væntanlega selja sterkara áfengi jafnframt hinu veikara. Þegar byijuð er neysla áfengis í áfengu öli er hætt við, að hún haldi áfram í sterku áfengi, samanber það, sem sagt er hér að framan. Þetta á ekki síst við í þeim tilfell- um, þar sem neysla ölsins hefur leitt til myndunar þols fyrir áhrifum vínanda, þannig að aukið magn af vínanda þarf til þess að ná þeim áhrifum, sem eftir er sóst. Viljum við aukinn áróður á íslandi fyrir neyslu áfengra drykkja? Fram hefur komið í umræðum um sölu áfengs öls hér á landi, að áhugi er á innlendum iðnaði á sviði ölgerðar. Framleiðendur eygja hér allverulegan markað eða markað fyrir 12—15 milljónir lítra af áfengu öli á ári, samanber grein í Dag- blaðinu-Vísi 7. apríl 1984. Þetta jafngildir 480—600 þúsund lítmm af hreinum vinanda á ári eða um það bil 2,0—2,6 lítrum af hreinum vínanda á hvert mannsbam 1 landinu. Reikna má með, að megin- hluti þessa vínanda yrði bein aukn- ing þeirrar neyslu, sem fyrir er. Hætt er við, að ekki yrði eingöngu um beina aukningu að ræða, heldur jafnframt óbeina. Til þess að ná 12—15 milljón lftra markaði hér- lendis þyrftu framleiðendur bæði að einbeita sér að því að láta fjölga útsölustöðum áfengis og halda uppi kynningarherferðum fyrir öli. Þar yrði lögð áhersla á ánægju þá, sem fólgin er í öldrykkju og ágæti öls- ins. Þar sem sterkt öl er jafnframt áfengi yrði þetta óhjákvæmilega áróður fyrir neyslu áfengis al- mennt. Liggja myndu í þagnargiidi hinar skaðlegu afleiðingar mikillar og tíðrar áfengisneyslu. Aukningar neyslu áfenga ölsins myndi trúlega fljótlega gæta einnig í aukningu neyslu annarra tegunda áfengis, þó líklega fyrst og fremst í neyslu brenndra drykkja. Reynsla nágrannaþjóða okkar, s.s. Svía og Finna, varð á þann veg, að vínandi úr áfengu öli, sem bætt var í hóp þeirra áfengisteg- unda sem fyrir vom, bættist við heildameyslu þjóðanna á vínanda, en dró ekki úr henni. Þetta kemur líka vel heim við þá reynslu, að í þeim löndum Evrópu, þar sem neysla áfengs öls hefur lengi verið hefðbundin hefur heildameysla vínanda farið vaxandi á undanföm- um ámm. Samræmist framleiðsla áfengs öls á íslandi heil- brigðismarkmiðum Al- þjóðaheilbrigðismáiastofn- unarinnar? ísland hefur notið nokkurrar sér- stöðu vegna þess, að hér á landi er mjög lítill áfengisiðnaður eða nánast enginn nema sá, sem rekinn er af hinu opinbera. Fá störf hér á landi em bundin þessum iðnaði og lítið einkaflármagn. Nokkur fieiri störf em bundin sölu og dreifingu áfengis. Ýmsir innflytjendur eiga þó hagsmuna að gæta vegna um- boðssölu erlendra áfengistegunda. Vemlegt aðhald er að umsvifum þeirra, bæði vegna þess hvemig háttað er sölu og dreifingu áfengis, og ekki síst vegna þess, að bannað er að auglýsa áfengi beint. Það ligg- ur í augum uppi, hve mikilvægt er að koma 'veg fyrir, að áfengismála- stefha þjóðarinnar verði háð slíkum hagsmunaöflum, eigi hún að miðast við hagsæld, heill og heilsu þjóðar- innar allrar. Sjálfsagt er lengi hægt að deila um það, hvað heppilegast sé að gera til þess að marka' farsæla stefnu í áfengismálum. Flest rök hniga þó að því, að stefna, sem tekur mið af vaxandi framleiðslu vínanda, í hvaða mynd sem hann er, fjölgandi tækifæmm til áfengis- kaupa, lækkandi verðlagi á áfengi og þverrandi aðhaldi, muni ekki leiða til farsælla ferðaloka, heidur stórra áfalla af völdum hafsjóa áfengra drykkja, er þá muni kaf- færa þjóðina. Höfundur er yfirlæknir á gtjngu- deild áfengiaqjúklinga fyá Geð- deild / JtiulapítjtÍjanH. Hér má sjá hvemig prufueintök af .Björgvinsbeltinu*1 virka. og síðan em þeir dregnir að skipi. Að gera beltið klárt til að kasta því út eða að koma því á skipveija tek- ur örstutta stund og passar beltið á alla og er þá sama hvort menn em klæddir sjógalla, flotbúningi eða venjulegum fötum. Einfalt, létt, sterkt Hvaða kostum varst þú að reyna að ná fram við hönnunina á beltinu? Hönnuðurínn, Björgin Siguijóns- son stýrimaður, með útbúnaðinn „Það helsta var að það væri ör- uggt og ofureinfalt í notkun, að það - væri létt og að það væri níðsterkt. Beltið kemst fyrir í litlum poka sem vegur rúmlega 1 kíló. Það er hægt að koma því allsstaðar fyrir á öllum stærðum báta. Kosturinn við að hafa það létt er sá að það er hægt að kasta því miklu lengra og af meirr nákvæmni en til dæmis bjarghring sem vegur rúmlega fjórum sinnum meira en beltið." Viðbót við önnur tæki Nú era fyrir í flestum bátum bjöigunartæki eins og björgunar- hringir og Markúsamet. Kemur þetta belti í staðinn fyrir þaú? „Nei, þetta er viðbótar öryggis- tæki en ég tel það hafa aðra kosti en hin.“ Verður farið að framleiða „Björg- vinsnetið" á næstunni? „Nei, ekki alveg strax. Ég á eftir að laga smáatriði og ætlaði mér reyndar lengri tíma, en eftir að bel- tið var prófað og menn sáu hvemig það virkaði hef ég verið rekinn áfram í að klára það. En það kostar pening að hanna svona hlut og prófa sig áfram. Vonandi getur þetta þó farið í gang í vetur eða vor. Mig langar að þakka þeim sem hafa hvatt mig og stutt," sagði Bjöigvin Siguijóns- son hönnuður „Björgvinsbeltisins" að lokum. _
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.