Morgunblaðið - 20.02.1988, Blaðsíða 42
42
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 20. FEBRÚAR 1988
Er kerfið að styrkjast?
eftirPétur
Guðjónsson
Fyrir tíu árum héldu margir, þ.á -
m. ég, að mótsagnimar innan „kerf-
isins“ væru það sterkar að það
myndi fljótt hrynja. (Þegar talað
er um „kerfíð" í þessari grein er
ekki bara átt við valda- og efna-
hagskerfið heldur og ríkjandi menn-
ingu, gildismat og hugsunarhátt.)
Á þessum tíma var orkukreppa,
kreppa á flármagnsmörkuðunum
og mikil ólga í þriðja heiminum, en
þar var framleitt mikið af nauðsyn-
legum hráefnum og einnig var þar
ódýrt vinnuafl. En í stað þess að
hrynja hefur þetta heimskerfi
styrkst. Það þarf t.d. ekki lengur á
þriðja heiminum að halda, því að
þau hráefni sem hann framleiðir
verður fljótlega hægt að búa til á
Vesturlöndum og tæknin gerir
ódýrt vinnuafl ónauðsynlegra. Kerf-
ið er orðið það sterkt að það gæti
afekrifað öll þau lán sem þriðji
heimurinn getur ekki borgað, því
allar hans skuldir em ekki meiri
en fjármagnið sem „tapaðist" á ein-
um degi í kauphallarhmninu sl.
október sl. og sá þá varla högg á
vatni.
Tæknin styrkir kerfið
Það sem aðallega hefur styrkt
kerfið er hin gífurlega tæknibylting
sem átt hefur sér stað og sjáanleg
verður enn meiri í framtíðinni.
Tæknin er f sjálfu sér hlutlaus en
hún styrkir það kerfi sem er við
völd. A dögum Hitlers t.d. urðu
miklar tækniframfarir. En þær vom
ekki þakkaðar vfsindamönnunum
og ekki tæknimönnunum, heldur
fengu stjómendur kerfisins þakkir
þ.e.a.s. nasistamir og Hitler. í dag
er Hitachi- eða Toshiba-verksmiðj-
unum ekki þakkað fyrir örbylgju-
ofnana sem eiga að vera á hveiju
heimili f Bandaríkjunum heldur
stjómendum hagkerfisins og þá á
ég ekki við hagfræðingana heldur
Reagan forseta. Kerfið hefur búið
svo um hnútana að það getur sfjóm-
að lífi fólks frá morgni til kvölds.
Það stórfurðulega við þetta er að
eðlisávísun fólks hefur brenglast
þannig að fólk heldur að einfaldar
langanir séu í raun og vem nauð-
þurftir. Ég sá þetta best um daginn
f stórmarkaði f Madrid á Spáni. Þar
var hver hæðin upp af annarri full
af allskyns óþarfa neysluvömm en
merkilegast var að sjá fólkið sem
var að versla. Þegar það leitaði að
réttu tegundinni af ilmvatni á heilli
hæð fullri af ilmvötnum var það
eins og soltinn maður í leit að faeðu.
Þegar það þeyttist á milli útsölu-
buxnanna á buxnahæðinni og
reyndi að finna besta verðið var
eins og líf þeirra lægi við.
Hugmyndafræði kerfísins bæði
hér á landi og erlendis miðast við
„að græða". Það sem má græða á
er „gott“ en það sem er ekki hægt
að græða á er „vont“. Þess vegna
passar þriðji heimurinn ekki alveg
inn í kerfíð þvf það er ekki hægt
að græða á honum vegna lítils
kaupmáttar og því er hann „afskrif-
aður“. í Evrópu er ekki lengur reynt
að leysa atvinnuleysið heldur er
bara gert ráð fyrir því að um 20%
þjóðanna geti ekki almennilega tek-
ið þátt í darraðardansinum og það
fólk er því einfaldlega afskrifað.
Aðalatriðið hjá kerfinu em þessi
80% sem vinna mikið og fara þægt
inn í verslanahallimar, kerfið er
fyrir þá.
Kerfið er grimrnt
Þetta er grimmt kerfi, grimmt
að því leyti til að allir sem minna
mega sín em útskúfaðir. í dag eru
það að vísu „bara“ 20% af jarðabú-
um sem fara soltnir til svefns og
80% gera það sjálfeagt ekki. En»
20% af jarðarbúum er hvorki meira
né minna en 1 milljarðuri (Til em
tvær bækur sem lýsa þessu ástandi
nokkuð vel, önnur heitir 1984 eftir
George Orwell, hin er bók Aldous
Huxley, Brave New World.)
Þegar hér er talað um styrkingu
kerfísins er ekki endilega verið að
segja að á íslandi sé það svo gifur-
lega sterkt, en við emm innan stórs
heims og öpum allt eftir honum
ekki bara f hljómlist heldur lfka f
neysluvenjum okkar og hugsunar-
hætti okkar. Það er annars stór-
kostulegt hvað kerfíð — einnig hér
á íslandi — getur fengið fólk til
þess að gera. Það getur fengið fólk
til þess að vinna myrkranna á milli
árið 1987, ekki sem brauðstrit held-
ur er þetta neyzlustrit.
Veikleiki kerfisins
Kerfíð hefur nokkra veika punkta
og einn þeirra er þessi: Fólk er oft
ekki mjög ánægt. Þá missir það
áhugann á vinnu sinni, á því að
versla og þetta er mjög svo óhag-
kvæmt fyrir kerfið. Minnkandi
neysla er slæm; hún er svona álfka
og syndin var hér áður fyrr. Lausn-
in sem verið er að vinna að núna
er að finna upp pilluna. Á rannsókn-
arstofum lyfjafyrirtækja út um all-
an heim er verið að reyna að finna
upp ánægjupilluna. Pilla sem fólk
getur tekið og orðið sæmilega
ánægt af en þó ekki um of því sé
það of ánægt kaupir það ekki held-
ur.
„Veikburða" uppreisn
fólksins
Annar veikleiki kerfisins er að
fólk virðist vera háð þeirri áráttu
að vilja stjóma lífi sínu. Það er
ekki nema von því kerfíð er svo
sterkt að fólk finnur fyrir van-
mætti sfnum. En hvemig hafa ein-
staklingamir reynt að lesa þetta í
dag? Það sem við sjáum á þessari
plánetu allstaðar er alveg gífurleg
aukning á hverskyns kukli og dul-
speki. Það eru hópar út um allt að
stunda hugrækt, spá í spil, stjömu-
speki, á miðilsfundum að reyna að
ná sambandi við verur frá öðmm
plánetum, að sjá álfa hér og þar
og allt í þessum dúr. Fólk gerir
þetta til þess að reyna að ná ein-
hverri sfjóm á eigin lífi. Ef það
getur ekki stjómað því sjálft þá
Pétur Guðjónsson
„Hugmyndafræði kerf-
isins bæði hér á landi
og erlendis miðast við
„að græða“. Það sem
má græða á er „gott“
en það sem er ekki
hægt að græða á er
„vont“.“
kallar það á aðrar vemr til hjálpar,
það kallar á stjömukortin og jafn-
vel á blómálfa til þess.
Skýringin á þessu er að fólk er
með huganum að reyna að hafa
áhrif á heim Iilutanna sem er mjög
óhagkvæmt að sjálfeögðu, því í stað
þess að gera það sem gera þarf í
umhverfí sínu reynir það að hafa
áhrif bara á huglægan hátt. Þessar
ímyndir, hvort heldur geimvemr,
blómálfar eða stjömukort, em auð-
vitað það sem gerist í hugarheimi
hvers og eins þó svo menn haldi
að þær eigi sér stað f raunvemleik-
anum hið ytra. Kerfið er óhrætt við
þessa „uppreisn" fólksins og ýtir
jafhvel undir hana, því þeir sem
stunda dulspeki eða kukl starfa
saman f litlum hópum en mynda
ekki samstæða hreyfingu til að
ógna kerfínu.
Erfítt að græða á manngildi
Þriðja atriðið sem við getum kall-
að veikleika kerfísins er að margt
fólk segist vilja hafa tilgang í tilver-
unni. En kerfið býður ekki upp á
neinn tilgang. Það býður aðeins upp
á stundaránægju og efnislega vel-
sæld. Þegar fólk heyrir ekkert ann-
að allan daginn en hugmyndafræði
kerfísins, þ.e. „kauptu þetta eða
fáðu þér þetta", „kauptu nú og
borgaðu seinna“, þá skapast andleg
vanlíðan sem fer ekki f burtu með
einhverri pillu en heldur áfram.
Hugmyndafræði kerfisins er mjög
mannvond. Við sjáum það jafnvel í
okkar litla landi, að peningamir
fara ekki í manneskjulega hluti,
s.s. til málefna aldraðra, bama,
sjúkra eða ungs fólks. Þetta em
ekki forgangsmálefni. Það er í for-
gangi að sinna stómm byggingum
því á þeim er hægt að græða. Það
græðir enginn almennilega á bama-
heimilum, eða málefnum sjúkra og
aldraðra. Þetta er grimmt kerfí og
hver veit nema að hann eða hans
nánustu verði hluti þeirra 20% sem
kerfið afskrifar í framtfðinni ef þró-
un þess fær að halda áfram óáreitt.
Kerfínu er hægt að breyta
Ég vil ekki búa f þannig heimi.
En hvað getum við, sem viljum
manneskjulegt þjóðfélag, gert? Við
þurfum sterka og virka hreyfíngu
til þess að breyta þessu. Eg og
mínir félagar vinnum að því út um
allan heim að spyma gegn þessari
þróun en ég veit að það er á bratt-
an að sækja. Það er ekkert sjálfgef-
ið að við munum geta breytt þessu.
Þú sem lest þessar línur getur valið
um að búa f framtíð þeirri sem hér
er lýst eða að búa í manneskjuleg-
um heimi. Kerfíð er ekkert náttúm-
lögmál. Það hefur ekki alltaf verið
til og það er búið til af fólki. Og
fólk getur alveg eins búið til annað
og betra kerfí. En björt framtíð
verður ekki til af sjálfu sér, við
verðum að vinna saman að þvf að
reisa stoðir hennar. Strax.
Höfundur er fonnaður Flokks
mannsina.
Ef Alþýðublaðið
væri kjúklingnr
Eða: Hvers vegna er helgarblað í Reykjavík 46
sinnum dýrara en helgarblað í New York?
e/tír ÓlafH.
Torfason
íslensku blöðin slá
kjúklingana út
í ritstjómaigrein Morgunblaðs-
ins fimmtudaginn 11. febrúar 1988
er spurt orðrétt vegna alifuglarækt-
ar á íslandi: „Er eitthvert vit í því,
að íslenskir neytendur haldi uppi
atvinnustarfsemi, sem kostarþásvo
mikið umfram það sem fólk þarf
að borga í nálægum löndum?" Höf-
undinum yfirsést, að íslenskir kjúkl-
ingar og egg era langtum ódýrari
vara en íslensk blöð, vilji menn
miða við verð í útlöndum.
Hér verður ekki fallist á þá kenn-
ingu blaðsins að kostnaður við inn-
lendar búvörar sé óeðlilega hár.
Meira um það sfðar. Nú rannsökum
við aðeins blaðaverðið.
Maður gæti haldið samkvæmt
andanum í leiðara Morgunblaðsins
að hér skrifuðu menn sem fram-
leiddu ódýra vöra. En því er nú
ekki að heilsa. Fyrir sunnudags-
máltíð af Morgunblaðinu slepp ég
ekki með að borga — eins og ef
það væri íslenskur kjúklingur —
5—6 sinnum meira en fyrir sams
konar fæðu í New York. Nei, Morg-
unblaðið um helgar er nefnilega 12
sinnum dýrara en sunnudagsmogg-
inn minn f Bandarfkjunum. Helgar-
blað Alþýðublaðsins er 46 sinnum
dýrara en helgarblað New York
Times.
Það er von að neytendum svelg-
ist á. Þessu þarf samt ekki að vera
erfitt að kyngja.
Erlendu blöðin eru
margfalt ódýrari
Ef við beram saman verð á blöð-
um hér og f nágrannalöndunum er
best að vigta þau, því að leturflötur
dagblaða er misstór. Með hjálp
Bókaverslunar Sigfúsar Eymunds-
sonar og Bókabúðar Braga kemur
eftirfarandi í ljós: (Alls staðar mið-
að við verð blaðanna f heima-
landinu.)
Er Alþýðublaðið
ígildi blómafræfía?
Kílóið af Morgunblaðinu er ná-
lægt tómataverðinu (240 kr.).
Moggi er 25—100% dýrari en önnur
Ólafur H. Torfason
„Ef við berum saman
verð á blöðum hér og í
nágrannalöndunum er
best að vigta þau, því
að leturflötur dagblaða
er misstór.“
Norðurlandablöð, en kostar mig
1200% meira en Bandaríkjamenn
greiða fyrir helgarblað New York
Times. Kflóið af DV (400 kr.) er
k I 923 h.
New York
Times
Sunoay
MorgunblaM DV Alþýftublaöiö
sunnudagsblab helgarblaö heigamiiib
Verð á íslenskum og erlendum blöðum Verð í ísl. íslensk blöð: Grömm kr. pr. kg
Morgunblaðið, sunnudagsblað 230 240
DV, helgarblað 190 400
Helgarpósturinn 140 710
Alþýðublaðið, helgarblað Erlend blöð: 65 923
New York Times, sunnudagsblað 2.450 20
The Sunday Times, London 820 40
Dagens Nyheter 200 110
Sunday Mirror 150 170
Frankfurter Allgemeine Zeitung 200 170
Intemational Herald Tribune 150 170
Politiken 150 190
Ekstrabladet 160 190
Þetta kosta blöðin á útgáfustað, en það er ekki síður athyglisvert,
að niðri ( Austurstræti kostar kflóið af innfluttu New York Times með
öllum flutnings- og milliliðakostnaði rúmlega 100 krónur, en ódýrasta
íslenska dagblaðið, Morgunblaðið, er selt við hliðina á 240 krónur kfló-
ið, eða 140% hærra verði.
heldur ódýrara en kjúklingakflóið
þessa dagana (um 430 kr.), Helgar-
pósturinn er 50% dýrari en úrvals-
nautahakk, og Alþýðublaðið selst
greinilega á verði, sem að jafnaði
þýðir ekki að krefjast fyrir annað
en svonefndar heilsuvörur Jógúrt
úr sauðamjólk, drottningarhunang,
nashymingahomaduft og blóma-
fræfla.
í flestum dæmunum að ofan era
helgarútgáfur blaðanna. Þær geta
verið misþungar eftir vikum. Aug-
ljóst er þó, að erlendu blöðin era
alltaf hagkvæmara fóður en þau
íslensku. Við þetta bætist að erlend
dagblöð eru iðulega prentuð á
þynnri pappfr en íslensk og með
smærra meginmálsletri. Freistandi
væri að mæla raunverulega dálk-
sentimetra af efni miðað við auglýs-
ingar. Útkoman yrði sennilega enn
óhagstæðari íslensku atvinnustarf-
seminni.
Hvers vegna eru íslensku
blöðin svona dýr?
Þótt allfrjáls samkeppni ríki hér
í blaðaútgáfunni, sést ekki á kíló-
verði blaða að hún tiyggi íslenska
neytandanum neitt sérstaklega
hagkvæma saðningu. Ódýrasta
blaðið hér, Mogginn, er langtum
dýrara en erlend blöð. íslensku
blöðin hafa marga áskrifendur,
miðað við erlend, og þetta hlýtur
að styrkja reksturinn. Varla hafa
íslenskir blaða- og prentiðnaðar-
menn margfalt hærra kaup en út-
lendingamir. Ekki er við háa toll-
heimtu á blaðapappír að sakast.
Ætli markaðsstærðin ráði ekki
mestu, hér eins og víðar.
Við sættum okkur möglunarlaust
við blaðaútgáfuna, íslenska „at-
vinnustarfsemi, sem þrífst ekki
nema með margföldum kostnaði á
við það, sem tfðkast annars stað-