Morgunblaðið - 20.02.1988, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 20.02.1988, Blaðsíða 32
32 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 20. FEBRÚAR 1988 Geðlæknarog Htargi Útgefandi Árvakur, Reykjavík Framkvæmdastjóri HaraldurSveinsson. Ritstjórar Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Aðstoöarritstjóri Björn Bjarnason. Fulltrúar ritstjóra Þorbjörn Guömundsson, Björn Jóhannsson, Árni Jörgensen. Fréttastjórar Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, Ágúst Ingi Jónsson. Auglýsingastjóri Baldvin Jónsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aðalstræti 6, sími 691100. Auglýsingar: Aðalstræti 6, sími 22480. Afgreiðsla: Kringlan 1, sími 83033. Askriftargjald 600 kr. á mánuði innanlands. í lausasölu 55 kr. eintakið. Markmið kjarasamninga Reynsla þessa áratugar ætti að hafa kennt okkur, að því aðeins er unnt að vænta raunhæfra kjarabóta að verð- bólgu sé stillt í hóf. Verðbólgu- skriða hefur verið að ganga yfír undanfama mánuði og hennar sjást víða merki. Laun- þegar fínna harkalega fyrir henni, ekki síst þeir, sem þurfa að standa skil á lánum með lánskjaravísitölu. A fundi sem lcjördæmisráð sjálfstæðisfélag- anna í Suðurlandskjördæmi hélt á miðvikudaginn, komst Ólafía Margrét Guðmundsdótt- ir, ljósmóðir á Selfossi, þannig að orði, að lánskjaravísitaian væri ófreskja sem gleypti ómælt fjármagn. Með þessum orðum er vísað til þess, að strax og verðbólguhraðinn jókst fóru útistandandi skuldir að hlaða utan á sig með auknum þunga þeim krónum, sem lánskjara- vísitalan skammtar til að skuld- imar haldi raungildi. Hafa ver- ið og eru enn töluverð átök um þessar reglur. Kjami þeirra er að markaðurinn ráði hér ferð- inni. Nú þegar heldur slaknar á verðspennunni kemur það strax fram í lánskjaravísi- tölunni. Merki um þennan slaka kemur einnig fram í vísitölu byggingarkostnaðar, sem lækkar nú í febrúar. Og þá hafa bankar greint frá því, að vextir lækki. Þegar um þessi mál er rætt, er nauðsynlegt að hafa í huga, að á undanfömum ámm hefur sú mikilvæga breyting orðið, að dregið hefur verið úr hlut stjómmálamanna við vaxta- ákvarðanir. Það eru efnahags- lögmál og þróun markaðarins og staða hveiju sinni, sem ráða hæð vaxta, en ekki ákvarðanir, sem teknar em á Alþingi eða í stjómarráðinu. Sama þróun hefur orðið hér og annars stað- ar að þessu leyti. Yrði horfíð af þessari braut væri verið að stíga skref til baka án þess að sársaukinn minnkaði. Að gera slíkt að markmiði kjarasamn- inga getur ekki verið skynsam- legt. Hitt er ekki heldur neitt markmið í sjálfu sér að auka fjölda verðbólginna króna í launaumslaginu eða standa þannig að málum, að kaup- hækkanir séu komnar út í verð- lagið, áður en búið er að aflýsa verkfalli, svo að vitnað sé til Grétars Péturssonar, verka- manns í Þorlákshöfn, á fyfr- greindum fundi á Selfossi. Krafan um að geta lifað af dagvinnu hefur hljómað svo lengi án þess að það markmið náist, að menn em famir að daufheyrast við henni. Er hún þó jafn sjálfsögð og hitt sem samið var um á Vestfjörðum á dögunum að breyta bónuskerf- inu í manneskjulegra horf, ef þannig má að orði komast. I kjarasamningunum nú hljóta menn að leita allra leiða til að ná sáttum er byggjast á fullu tilliti til óska af þessu tagi. Nú sem fyrr skiptir mestu, að séð verði til þess að öllum séu tiyggð mannsæmandi laun. Athyglisvert er, að á marg- nefndum fundi á Selfossi kom fram vantrú á að það væri unnt að gera í kjarasamning- um, þótt það sé yfirlýst mark- mið allra, sem að þeim standa. í ræðu Þorsteins Pálssonar, forsætisráðherra, kom fram, að hann teldi það raunsætt mat hjá Aðalheiði Bjamfreðsdóttur, alþingismanni og fyrrum for- manni starfsmannafélagsins Sóknar, þegar hún sagði í þing- ræðu, að hún hefði ekki trú á því að kjör láglaunafólks yrðu löguð í kj arasamningum. Sagði forsætisráðherra, að stað- reyndin væri sú, að menn töíuðu í ræðu og riti um hags- muni láglaunafólks en kjara- bætur til þess væru síðan not- aðar af meirihlutanum til þess að klifra upp bakið á því. Það ætti að vera markmið þeirra sem standa að kjarasamning- um að losna undan því ámæli sem í þessu mati þeirra Aðal- heiðar Bjamfreðsdóttur og Þorsteins Pálssonar felst. Raunar era launatölur af: stæðar eins og flest annað. í könnun á högum og viðhorfum grannskólakennara, sem Þór- ólfur Þórlindsson, prófessor, gerði á vegum menntamála- ráðuneytisins og sagt var frá í fyrradag kemur til dæmis fram, að 72,5% þessa hóps kennara telja hæfíleg laun fyrir störf sín á bilinu 57.000 til 89.000 krónur. Meginhluti þeirra sem stunda fulla vinnu fá laun á þessu bili eða fyrir ofan það. Þá fyrst ná kjarasamningar markmiði sínu, að sem flestir geti fellt sig við niðurstöðuna og unað glaðir við sitt. eftir Jóhannes Bergsveinsson Á almennum fundi í Geðlæknafé- lagi íslands hinn 21. janúar sl. var til umræðu bjórfrumvarp það, sem nú liggur fyrir Alþingi. Þar flutti undirritaður tillðgu um ályktun þess efnis að frumvarpinu skyldi vísað frá og var tillagan studd eftirfar- andi greinargerð: Áfengisneysla íslendinga hefur farið hægt, en jafnt og þétt, vax- andi á undanfömum árum. Árið 1966 var hún 2,32 lítrar af hreinum vínanda á íbúa, en árið 1986 hafði hún vaxið í 3,34 lítra af hreinum vínanda á íbúa, en þá er miðað við alla íbúa, jafnt hina yngstu sem hina elstu. Árið 1979 var áfengisneyslan 4,5 lítrár af hreinum vínanda að meðal- tali á hvem íslending 15 ára og eldri, og árið 1986 var hún ná- kvæmlega það sama eða 4,5 lítrar. Þannig má segja, að áfengisneysla íslendinga hafí staðið nokkuð í stað allra síðustu árin, en þó eru nokkr- ar sveiflur á milli ára. Áfengisneysl- an komst þannig árið 1982 niður í 4,28 lítra af hreinum vínanda á hvem íslending 15 ára og eldri. Hlutdeild veitingahúsa í sðlu áfengis hefur farið vaxandi. Árið 1984 var hún 15,8% af heildarsölu áfengis, en 1986 hafði hún vaxið í 20,6% af heildarsölunni. Drykkjusýki er aðeins einn þáttur áf engisvanda Áfengisvandamál íslendinga er Qölþætt. Aðeins einn hluti vandans er drykkjusýki, en til þess að með- höndla hana og henni tengd vímu- efnavandamál eru í notkun rúmlega 170 rúm til virkrar meðferðar. Þar við bætast svo 105 rúm til langtíma- vistunar krónískra áfengissjúkl- inga. Samtals verða það 270—280 rúm, sem stöðugt em í notkun vegna meðferðar áfengissjúklinga. Þessi rúmaQöldi er ekki svo lítill hluti af því rými, sem fyrir hendi er til meðferðar sjúklinga með geð- ræna sjúkdóma hér á landi. Með er leitt hafa af neyslu áfengis. Fjöldi þeirra rúma, sem til þess em notuð á ári hveiju, hefur ekki ennþá verið kannaður og er því óþekkt stærð. Mikið af afbrotum tengist áfeng- isneyslu og ölvun. Sama er að segja um margs konar annan félagslegan vanda, svo sem upplausn heimila, vinnutap og vinnusvik. Margt af þessu tjóni á rætur að rekja til of- neyslu áfengis, en sumt tengist ein- faldlega neyslu áfengis, sem að öðm leyti er erfítt að skilgreina sem ofneyslu. Öll vandamál, sem tengjast neyslu áfengis, vaxa margfallt með aukinni heildameyslu, en heildar- neysla áfengis og annarra vímu- og ávanaefna eykst eftir því sem framboðið er fíölbreyttara og auð- veldara er að ná til þeirra. Því sak- leysislegra sem formið er, þeim mun hættara er við, að fólk gleymi, að áfengi, í hvaða mynd sem er, hvort heldur það er í mynd bjórs, víns eða sterks áfengis, getur verið vana- bindandi og slævir dómgreind þess og dregur úr viðbragðsflýti. Bætir áfengt öl úr vímu- efnavanda? Hvar hefur aukið framboð áfeng- is, þar á meðal öls, orðið til þess að bæta ástand í vímuefnamálum? Hefur aukin öldrykkja einhvers- staðar dregið úr tjóni af völdum vímuefna? Eg hef ekki getað fundið nein dæmi þess, en mörg um hið gagnstæða. Þeirri skoðun heyrist stundum haldið á loft, að aðgangur að áfengu öli.sé leið til þess að draga úr þeirri hættu að unglingar fari að neyta annarra vímuefna og hættulegri. Rétt er því að benda á, að í löndum eins og Hollandi, Vestur-Þýska- landi, Irlandi og Danmörku hefur gætt vaxandi vanda vegna áfengis- neyslu sífellt yngri unglinga, en jafnframt vaxandi neyslu annarra vímuefna meðal unglinga. Þama er áreiðanlega ekki um að kenna of tregum aðgangi að áfengu öli. Kunn er reynsla nágrannaþjóða „Sjálfsagt er lengí hægt að deíla um það, hvað heppilegast sé að gera til þess að marka far- sæla stefnu í áfengis- málnm. Flest rök hniga þó að þvi, að stefna, sem tekur mið af vax- andi framleiðslu vínanda, í hvaða mynd sem hann er, fjölgandi tækifærum til áfengis- kaupa, lækkandi verð- lagi á áfengi og þverr- andi aðhaldi, muni ekki leiða til farsælla ferða- loka, heldur stórra áfalla af völdum hafsjóa áfengra drykkja, er þá muni kaffæra þjóðina.“ höfðu fengið sérstakt leyfí til þess að selja það. Árið áður, þ.e.a.s. 1964 var heild- ameysla Svía af hreinum vínanda 5,44 lítrar að meðaltali á hvert mannsbam 15 ára og eldra. Neysl- an jókst strax eftir að milliölið kom á markaðinn. Hún óx síðan jafnt og þétt. Árið 1976 var hún komin í 7,7 lítra af hreinum vínanda á hvem Svía 15 ára og eldri. Hinn 1. júlf 1977 var gripið til þess ráðs að banna að selja og fram- leiða milliöl. Það ár fór neyslan nið- ur í 7,32 lftra af hreinum vínanda á hver mannsbam og fór sfðan jafnt og þétt lækkandi til ársins 1985, en þá var hún komin niður í 6,06 lítra af hreinum vínanda á hvem Svía 15 ára og eldri. Árið 1986 óx hins vegar neysla á öllu áfengi, bæði sterku áfengi, vínum og öli þannig, að hún komst í 6,34 lítra af hreinum vínanda. þessu er þó ekki nema að nokkru ieyti talin sú notkun sjúkrarúma hér á landi, sem beint eða óbeint leiðir af neyslu áfengis’ Þar bætast við sjúkrarúm, sem á hveijum tíma eru í notkun vegna meðferðar og rannsóknar fylgikvilla, er stafa af ofneyslu áfengis, slysa og áverka. okkar, t.d. Svía, Einna og Færey- inga, af því að leyfa framleiðslu og sölu áfengis öls. 1. október árið 1965 var leyfð framleiðsla og sala á milliöli í Svíþjóð. Ölið var selt í áfengisversl- unum, veitingastöðum, sem höfðu vínveitingaleyfí, og verslunum, sem Lítum nú á reynslu Finna. Árið 1969 gerðu Finnar vfðtækar breyt- ingar hjá sér, sem miðuðu að því að gera aðgang að áfengi greiðari í landinu. Þeir opnuðu 30 nýjar áfengisútsölur. Þeir veittu 301 veit- ingastað leyfí til þess að selja sterkt áfengi, 273 veitingastöðum leyfí til V estmannaeyjar: Tilraunir með nýtt örygg- istæki í báta lofar góðu BJÖRGVIN Siguijónsson stýri- maður á mb. Skúla fógeta VE hefur hannað nýtt björgunartæki til nota f skipum og bátum. Menn hafa gefið tækinu nafnið „Bjðrg- vinsbeltið“. Björgunartækið er belti, ekki ósvipað beltum þeim sem notuð eru við hífingar á þyrl- um. Belti þetta er með kastlínu, það flýtur og hægt er að bjarga tveimur mönnum með því f einu ef svo ber undir. Þá er hægt að kasta þvf lengra og af meiri ná- kvæmni en bjarghring. Beltið er ennþá á hönnunarstigi er fram- leiðsla gætí hafist f vor. „Björgvinsbeltið" hefur verið reynt af nemendum Stýrimannaskól- ans í Eyjum og á námskeiði sem hér var haldið af Björgunarskóla sjó- manna. Reynslan af þeim æfíngum lofar góðu en þörf er á viðtækari prófunum. Skólasfjóri Stýrimanna- skólans telur telur þetta vera merka viðbót við þau tæki sem fyrir eru. Af þessu tilefni var hönnuðurinn, Björgvin Siguijónsson, spurður að því hver aðdragandinn að gerð belt- isins hefði verið. „Ég er búinn að ganga með þessa hugmynd í kollinum í nokkur ár. Það hefur komið fyrir að menn hafa fa- rist þótt þeir hafí náð í björgunar- hring, til dæmis þegar reynt hefur verið að draga þá upp í borðháa báta. Það var svo í haust þegar ég var í Stýrimannaskólanum að ég fór af krafti að valta fyrir mér hvemig beltið ætti að vera og það var hin mikla umræða um öryggismál í skó- 'anum sem rak mig af stað.“ Bj örgvinsbeltið Hvemig virkar beltið og hvaða kosti hefur það? „Segja má að bjöigunartækið samanstandi af þrennu, það er poki, kastlína og belti sem flýtur. Það virkar þannig að falli maður fyrir borð er pokinn tekinn og farið með hann á þann stað sem næstur er manninum. Beltið er tekið úr pokan- um og því kastað í átt til mannsins. Kastlínan sem er um 30 metra löng rekur sig upp úr pokanum þegar kastað er. Maðurinn í sjónum bregð- ur beltinu utan um sig og herðir að sér með einu handtaki og er sfðan dreginn að skipinu og hífður upp og til dæmis er auðvelt að krækja „gils- inum“ í beltið og hífa manninn upp. Ef maðurinn í sjónum getur ekki bjargað sér er beltið sett á einhvem skipveija og ól sem fest er við bel- tið smeygt yfir höfuð hans og fest í beltið að framan. Hann getur þá stungið sér til sunds öruggur með að beltið getur ekki dottið af honum, synt til félaga síns og fest hann i sitt belti eða haft með sér aukabelti
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.