Morgunblaðið - 20.02.1988, Blaðsíða 23
ir
23
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 20. FEBRÚAR 1988
Einsetínn skóli —
samfelldur skólatími
eftir Áslaugu M.
Friðriksdóttur
Alþingi íslendinga samþykkti
fyrstu fræðslulög landsins árið
1907. Þau komu til framkvæmda
1908 og sama ár var Kennaraskóli
íslands stofnaður.
Samkvæmt þessum lögum varð
skólaskylda bama frá 10—14 ára
aldurs. Heimilin áttu að sjá um
lestrar- og skriftarkennslu fram að
10 ára aldri og bömin að koma læs
í skólann. Víða var þó pottur brot-
inn, og allt of oft komu bömin ólæs
í skólann og mikill mismunur var á
þekkingarforða þeirra. Þessi fyrstu
fræðslulög héldu velli fram til árs-
ins 1926, en þá fór fram endurskoð-
un á þeim, sem hafði í för með sér
m.a. að heimild var samþykkt fyrir
einstök skólahéruð að færa skóla-
skylduna niður. Reykjavík nýtti sér
þessa heimild árið 1930 og færði
skólaskylduna niður í 8 ára aldur.
Við endurskoðun árið 1936 var
skólaskyldan færð niður í 7 ára
aldur og starfstími skólans lengdur
þannig að 7—9 ára böm hófu nám
1. september og vom i skólanum
til 15. júní, en 10—14 ára böm
sóttu skólann frá 1. október til 30.
apríl.
Þriðja endurskoðun fræðslulaga
var samþykkt árið 1946 og var tal-
in marka tímamót í skólasögu
landsmanna. Skólaskylda var lengd
um eitt ár og skólakerfíð gert sam-
fellt þannig að próf frá einu skóla-
stigi gilti til inntöku i annað. Lands-
próf kom til sögunnar og ákvæði
um verklegt nám.
Einn þeirra nefndarmanna sem
undirbjuggu frumvarpið hafði þetta
að segja siðar um frumvarpið:
„Nefndin sá eðlilega ekki fyrir
hinar öm breytingar, sem orðið
hafa frá stríðslokum, og er ekki að
undra þótt lögin þurfí að endur-
skoða. En margt af því, sem
fræðslumálum okkar er fundið til
foráttu er ekki fræðslulögunum að
kenna, heldur hinu að þau hafa
ekki verið framkvæmd."
Ennfremur segir hann:
„Að mínu viti hafa fræðslulögin
ekki staðið í vegi fyrir að teknir
væm upp breyttir kennsluhættir og
ýmis nýskipan i skólamálum. Ég
held að frekar sé um að kenna of
litlu Qármagni og tregðu til breyt-
inga.“
Hér er að mínu mati hógværlega
tekið til orða.
Tillögiir SÍB um
einsetinn skóla
Hinn 4. júlí 1969 skipaði þáver-
andi menntamálaráðherra, Gylfí Þ.
Gíslason, nefnd til þess að endur-
skoða lög um fræðsíu bama og lög
um gagnfræðaskólanám. Fleiri
nefndir vom skipaðar þennan sama
dag, ein til þess að endurskoða lög-
gjöfína um Kennaraskóla Islands
og gera tillögur um kennaranám
og önnur til þess að endurskoða
gildandi lög um skólakerfi. Þegar
nefndir höfðu skilað áliti, lagði
ríkisstjómin frumvörp fyrir Alþingi
25. janúar 1971.
Fmmvarp til laga um gmnnskóla
var mjög vel kynnt um land allt.
Skiptar skoðanir vom á fmmvarp-
inu. Því var m.a. ætlað að jafna
aðstöðu til menntunar, bæta
kennslu og lengja skólaskylduna
um enn eitt ár.
Margir aðilar sendu umsagnir og
breytingartillögur um frumvarpið,
þar á meðal Samband íslenskra
bamakennara. Sumar vom teknar
til greina en aðrar ekki. í umsögn
sinni segist SÍB fagna framkomnu
frumvarpi. Þar segir m.a.:
„Engri stofnun þjóðfélagsins
ríður eins mikið á að hlýðnast kalli
tímans og skólunum, enda veldur
kyrrstaða þar óðar en varir kyrk-
ingi á öðmm sviðum þjóðlífsins“.
SÍB gerði m.a. eftirfarandi breyt-
ingartillögu: „í hvetju skólakerfí
m
Áslaug M. Fríðríksdóttír
„Samfelldur og lengdur
skóladagur kostar tals-
vert fé, en það er á
valdi stjómmálamanna
— ogþar með okkar —
að koma honum á.
Spumingin er: Hvort á
manneskjan eða dauðir
hlutir að fá meira rúm
ítilverunni?“
skal vera húsnseði, sem fullnægir
þörfum gmnnskóla. Skal við það
miðað að skólinn verði einsetinn
fyrir nemendur 4.-9. bekkjar. Hafí
sveitarfélag ekki Qárhagslega getu
til þess að standa undir hluta kostn-
aðar af framkvæmd áætlunar um
skólabyggingu, skal ríkissjóður út-
vega lánsfé og tryggja þannig fram-
kvæmd áætlunarinnar."
í greinargerð með þessari breyt-
ingartillögu segir: „Hér er lagt til
að skólar verði einsetnir. Það er
skoðun SÍB að húsnæði fullnægi
ekki kröfum gmnnskólans nema
það sé einsetið.
Með einsetnum skóla er átt við
að starfstími nemenda sé samfelld-
ur og f hverri kennslustofu verði
einungis ein bekkjardeild, ef miðað
er við það kennslufyrirkomulag sem
algengast er nú. Nauðsyn einsetins
skóla er mjög brýn. Tvf- og þríset-
inn skóli, eins og vfðast tfðkast hér
á landi, stendur í vegi fyrir nauðsyn-
legri endumýjun á ‘innra starfí’
skólanna. Það er skoðun SÍB að
útilokað 8é að koma þeim breyting-
um á f starfí skólanna, sem frum-
varpið gerir ráð fyrir að þurfí að
verða, ef ekki er jafnframt gert ráð
fyrir einsetnum skóla.“
Á 22. fulltrúaþingi SÍB var sam-
þykkt eindregin áskomn um „að
taka nú þegar upp öfluga baráttu
fyrir einsetnum skóla og hefja stór-
sókn í þessu máli á sem víðtæk-
ustum grundvelli og fá í lið með
sér samtök foreldra, nemenda og
annarra hagsmunahópa, sem hér
eiga hlut að máli. Telur þingið að
allir framhaldsskólar landsins skuli
vera einsetnir, og unnið skuli að
því í tveim áfongum að bamaskólar
verði það einnig. Verði fyrst stefnt
að einsetningu f 10, 11 og 12 ára
bekkjum og síðar í neðri bekkjum
bamaskólanna. Jafnframt verði
nemendum og kennumm sköpuð
vinnuaðstaða f skólunum, þannig
að öll vinna þeirra geti farið þar
fram.“
Af þessu sést, að fyrir 16 ámm
hafði baráttan þegar hafíst Gmnn-
skólalögin vom samþykkt á Alþingi
21. maf 1974. Tví- og þrfsetningin
hélt áfram. Stutt er sfðan 9 ára
skólaskylda var samþykkt. Ennþá
er ekki hægt að framkvæma gmnn-
skólalögin, þótt góð séu. Að vfsu
em margir skólar f landinu einsetn-
ir, en samt er það staðreýnd, að
meirihluti gmnnskólanemenda og
kennara býr við það að starfa f
tvf- og jaftivei þrfsetnum skólum.
Þetta á einkum við um Qölmenna
skóla f þéttbýli og I nýbyggðum
hverfum.
Með einsetnum skóla verður auð-
velt að koma við sveigjanlegum
kennsluháttum og ýmiss konar
skemmtilegu hópstarfí. Auk þess
eykst svigrúm kennarans til að
sinna alhliða uppeldishlutverki, sem
f vaxandi mæli er flutt inn í skói-
ana Síðast en ekki síst gefst í ein-
setnum skóla tækifæri til að lengja
daglega viðvem nemenda og kenn-
ara f skólanum. En til þess að þetta
geti orðið þurfa að koma til breytt
viðhorf og ný skilgreining á starfi
kennarans.
Forskólar
Borgarstjóm Reykjavfkur sam-
þykkti 2. desember 1969 að stofna
forskóia fyrir 6 ára böm við bama-
skóla Reykjavíkur og tók hann til
starfa eftir að menntamálaráðu-
neytið hafði veitt heimildina. Þá
höfðu tveggja vikna vomámskeið
verið starfrækt í flestum skólum
borgarinnar í nokkur ár og þóttu
gefa góða raun. Þau vom undan-
fari forskólanna Ekkert var ákveð-
ið um daglega viðvem nemenda
forskólanna, en hún var f raun á
bilinu 2—3 dagstundir (40 mín.).
Þetta þótti kennumm að vonum
stuttur tími. Oft vom bömin 22—24
f bekkjardeildum, en óskatalan er
16—18 böm í deild. En markmiðið
var sett hátt: Námsaðstaða er jöfti-
uð, félagsþroski ræktaður, mál-
þroskinn örvaður og alhliða um-
gengnisvenjur kenndar. Sfðari hluta
vetrar hefst svo undirbúningur að
eiginlegri lestrarkennslu.
Starfstími forskóla í dag er mið-
aður við að sérhveijum nemanda
fylgi ein vikustund. Ef nemendur
em 20, þá em kennslustundimar 4
á dag. Talsverðar áherelubreytingar
hafa orðið á markmiðslýsingu for-
skólans frá þvf sem áður var. Hún
er nú á þessa leið:
„Markmið forskólans er f sam-
vinnu við heimilin að stuðla að al-
hliða þroska nemenda, efla andlegt
og líkamlegt heilbrigði þeirra og
leggja sem traustastan gmndvöll
að skyldunáminu f gmnnskólanum
með störfum sínum í sem fyllsta
samræmi við eðli, þarfir og þroska
einstaklingsins."
Menntamálaráðuneytið sendir nú
kynningarrit til foreldra allra for-
skólabama og er það þarft verk og
vel þegið. Foreldrar hafa ekki verið
sterkur þrýstihópur á skólana. Það
er ekki fyrr en konur fóm almennt
að hasla sér völl á vinnumarkaðn-
um, sem kröfur heyrðust um sam-
felldan skóladag og lengri daglega
viðvem nemenda í skóla.
Breytt samfélag —
samfelldur skólatími
Samfélag ókkar gjörbreyttist um
og eftir seinni heimsstyijöld, en á
sfðustu ámm má beinlfnis tala um
byltingu f allri þjóðfélagsgerð. Um
80% kvenna em nú útivinnandi.
Hjónaskilnuðum flölgar (vom 543
árið 1985), sömuleiðis fjölgar ein-
stæðum mæðmm (vom 7.110 árið
1986). Allt þetta rót kemur niður
á bömunum okkar, bömunum sem
við teljum á hátíðastundum vera
dýrmætustu þjóðareignina. Stund-
um fínnst mér sem þeim sé ýtt til
hliðar, en dauðir hlutir settir í önd-
vegið, ef svo má taka til orða. Eitt
er víst að bamauppeldi situr oft á
hakanum. Lítil böm þurfa sjálf að
sjá um að komast f skóla og sum
ganga sjálfala úti þann tfma sem
þau em ekki í skólanum eða þau
sitja hreyfingarlaus fyrir framan
sjónvarpsskerminn.
Margt hefur þó breyst til batnað-
ar. Ragnhildur Helgadóttir, fyrrver-
andi menntamálaráðherra, skipaði
vinnuhóp, sem var falið að athuga
hvemig samræma mætti betur
vinnutfma foreldra og skólabama,
auka samfelldni f skólanum og
tengsl foreldra og skóla. Árangur
þessa starfs er smám saman að
koma f ljós. Sömuleiðis virðist
árangur þeirrar nefndar sem Sverr-
ir Hermannsson setti á laggimar
vera að skila sér. Sú nefnd átti að
gera framkvæmdaáætlun um
hvemig komið yrði á samfelldum
skóladegi f Reykjavík. Upplýsingar
sem ég fékk nýlega frá skólaskrif-
stofu Reykjavíkur gefa til kynna
að 70% nemenda hafí samfellda
viðvem, að undanskildu sundi og
fþróttum, sem í sumum tilvikum
verður að sækja f aðra skóla.
Samfelldnin hefur aukist en ein-
setínn skóli er það sem þarf og
lengdan skóladag fyrir yngri nem-
endur frá 6—9 ára. Margir foreldr-
ar hafa óskað eftir samræmdum
skóladegi, sem þýðir í raun að nem-
andinn sé f skólanum á þeim tfma
dags sem foreldrar stunda vinnu
sfna. Þessar óskir koma aðallega
frá einstæðum mæðmm og foreldr-
um, þegar báðir vinna utan heimilis.
ÁlitOECD
í skýrslu Eftiahags-
farastofnunarinnar
og fram-
um mennta-
stefnu á íslandi, 10. gr. segir:
„Söguleg eru önnur atriði sem hafa
áhrif á fslenska menntakerfið og
það ekki alltaf til góðs. Sem dæmi
ná nefna stutt skólaár, sem á rætur
að rekja til tfma bændasamfélags-
ins og féll að þörfum þess. Það
tfðkast enn að böm vinni, og venju-
lega byrja unglingar að vinna laun-
uð störf á sumrin þegar þeir eru
13 til 14 ára, og er það útbreidd
skoðum að þetta sé bæði þeim sjálf-
um og atvinnulífinu til góðs. Þar
sem eftirepum eftir vinnuafli í land-
búnaði og sjávarútvegi hefur stór-
lega dregist saman, fer að verða
erfitt að réttlæta þetta langa sum-
arfrí og stutta skólaár. Það sem
gerir þetta mál enn verra er mjög
stuttur skóladagur, séretaklega hjá
yngri bömum, sumpart vegna þess
hve erfítt er að komast f skólann
og einnig af þvf að margir skólar
em tvísetnir. Það virðist vera
ríkjandi hefð að hafa skólatfmann
stuttan og slíkt hlýtur að hafa í för
með sér að nemendum fari hægar
fram í námi en ella."
Ég vil leggja áherelu á samfelld-
an og lengdan skóladag fyrir
yngstu nemenduma, t.d. frá 9.00—
14.00, þar sem alls konar hreyfíleik-
ir, tónmennt, leikræn tjáning, heim-
iiisfræði og handmennt skipa stóran
sess auk annarra skyldunáms-
greina. Þá tel ég, áð nemendur eigi
að fá mat í skólanum.
Með þessu móti hygg ég, að kom-
ið væri til móts við foreldra og skól-
inn fengi tíma og tækifæri til þess
að kenna nemendum skipulögð
vinnubrögð og leggja góðan gmnn
að móðurmálinu, lestri og góðrí
framsögn. Við megum ekki gleyma
þvf, að f nágrannalöndum okkar f
Evrópu og f Bandarfkjunum þykir
þessi daglegi skólatfmi eðlilegur og
sjálfsagður.
Samfelldur og lengdur skóladag-
ur kostar talsvert fé, en það er á
valdi stjómmálamanna - og þar með
okkar — að koma honum á. Spum-
ingin er. Hvort á manneskjan eða
dauðir hlutir að fá meira rúm f tilve-
mnni?
Höfundur er akólasfjóri i Öldusela-
skóla.
Safnaðaráð Reykja-
víkurprófastsdæmis
FUNDUR f Safnaðaráði
Reykjavíkurprófastsdæmis verð-
ur haldinn sunnudaginn 21. febr-
úar nk. í safnaAarhrimili Lang-
holtskirkju kl. 16.
Dagskró fundarins er tvíþætt.
Annars vegar er talað um efnið:
„Lifandi söfnuður" og fjalla Kristfn
Friðbjömsdóttir og séra Þorbergur
Kristjánsson um kirkjusókn, en
Kristfn Halldórsdóttir og séra Sig-
finnur Þorleifsson um þjónustuna.
Hins vegar er Qallað um ýmiss
konar skipulagsmál og ber þar
hæst tillögu um stofnun séretaks
safnaðar í hinu nýja hverfí í Grafar-
vogi. En auk þess verða ýmsar
kosningar og skýrslur nefnda.
Safnaðaráðsfundi sækja prestar,
sóknamefndir og starfsmenn safn-
aða. Em þeir mjög Qölmennir og
yfirleitt sækja þá á annað hundrað
manns. Formaður safnaðaráðsins
er lögum samkvæmt dómprófastur-
inn í Reykjavík.
(Frá dómprófastí)
Reglugerð um meistaranám:
„Mikið baráttumál í höfn“
- segir Haraldur Sumarliðason forseti Landssambands iðnaðarmaiuia
MENNTAMÁLARÁÐHERRA
hefur gefið út reglugerð um
meistaranám og útgáfu meist-
arabréfa þar sem kveðið er á um
að þeir sem (júka sveinsprófi
eftir 1. janúar 1989 skuli stunda
nám við meistaraskóla með full-
nægjandi árangrí tíl að fá útgef-
ið meistarapróf. „Með þessarí
reglugerð er komið f httfn mikið
baráttumál okkar f gegnum
tiðina og við tefjum þetta vera
með stærrrí áfttngum f menntun-
armálum iðnaðarmanna f langan
tíma,“ sagði Haraldur Sumar-
liðason forsetí Landssambands
iðnaðarmanna.
Námskeið samkvæmt reglugerð-
inni heQast næsta haust og munu
fyrst um sinn standa í eina önn og
verða metin til 20 eininga. Námið
geta stundað allir þeir sem lokið
hafa sveinsprófi og starfað undir
stjóm meistara í 1 ár. Til þessa
hafa iðnsveinar fengið meistarabréf
að loknu 2 ára starfí hjá meistara
en að sögn Haralds hefur einkum
þótt brýnt að veita ftæðslu í rekstr-
arfræðum og verður markmið
námsins það að þeir sem því ljúka
geti staðið fyrir sjálfstæðum rekstri
í iðngrein sinni, stjómað verkum
og kennt nýliðum vinnubrögð, ör-
yggisregiur og iðnfræði. Námið
mun fara fram í þeim iðnfræðslu-
skólum sem ráðherra veitir leyfi
til. í regiugerð segir að meistaran-
ám skuli skipulagt sem eðlilegt
framhald iðnnámsins.
Að sögn Haralds Sumarliðasonar
er gert ráð fyrir að meðal kennslu-
greina verði rekstrarfræði, lög-
ftæði, verkstjóm, vinnusálfræði,
bókfærela, enska, íslenska, stærð-
fræði og tölvufræði auk valgreina
einstakra iðngreina eða skóla.
Hvert fag er metið til 1-3 eininga
f framhaldsskólakerfí.
Gert er ráð fyrir að aðrar kröfur
verði gerðar til meistaranáms í
byggingagreinum, þ.e. húsasmíði,
pípulögnum, og múraraiðn. Meist-
aranám þar verði metið til 54 ein-
inga og verði fyrst um sinn með
sama hætti og nú er. Til þessa
hafa byggingamenn fengið meist-
arabréf með sama hætti og aðrir
iðnaðarmenn en meistaramir hafa
síðan þurft að stunda nám og ljúka
séretöku prófí til að fá veitt bygg-
ingaleyfi.