Morgunblaðið - 20.02.1988, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 20.02.1988, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 20. FEBRÚAR 1988 Við íslendingar erum jafningjar annarra í samfélagi þjóðanna eftir Halldór Blöndal Hver ærlegur stjómmálamaður leggur þar við heiður sinn að gæta virðingar þjóðar sinnar hver sem í hlut á. Skiptir þá ekki máli, þótt þjóðin sé lítil og smá og kunni ekki vopnaviðskipti, en við sé að eiga annað tveggja mestu kjam- orkuvelda veraldar. Einmitt þá ríður á að fulltrúi smáþjóðarinnar standi á rétti sínum og ætlist til að honum sé fullur sómi sýndur, en glati ekki sjálfsvirðingunni vegna stundarhagsmuna, sem kunna að reynast sýnd veiði en ekki gefín. Það em gömul og ný sannindi að alltaf er á þann geng- ið, sem hvorki sýnir reisn né stað- festu. Eitthvert undarlegasta mál, sem hér hefur komið upp, er hið óvænta og bráðláta boð Sovét- manna um, að forseti íslands sé velkominn austur þangað í opin- bera heimsókn hlaupársdaginn 29. febrúar, hvorki fyrr né síðar. í kjölfarið lét Steingrímur Her- mannsson svo ummælt, að við- skiptahagsmunir okkar kynnu að vera í húfí, ef við þægjum ekki boðið nákvæmlega þá. Vitnaði hann til þess, að Finnar hefðu haft góða reynslu og flárhagsleg- an ábata af slíkum skyndikvaðn- ingum og taldi að við ættum að fylgja þeirra fordæmi. Þó vitum við öU, að nábýlið við Sovétríkin veldur því, að Finnar hafa hvorki treyst sér til að fylgja sjálfstæðri stefnu í utanríkis- og öryggismál- um né í utanríkisviðskiptum. En svo hittist á, að Steingrímur er allt í senn ráðherra utanríkis- og öryggismála svo og utanríkisvið- skipta. Mér er hinsvegar mjög ógeðfellt að hugsa þá hugsun til enda, hvemig fyrir okkur yrði komið, íslendingum, ef staða okk- ar gagnvart Sovétríkjunum yrði sambærileg við Finna. Þá yrði margt breytt í Norðurálfu og skuggi yfír löndunum. Það er umhugsunarefni hvers vegna Sovétmenn kusu að láta hina opinberu heimsókn rekast á þá daga, þegar Steingrímur Her- mannsson á að gegna skyldustörf- um á ráðherrafundi Atlantshafs- bandalagsins, þar sem hann á fyrir hönd þjóðar sinnar að gæta öryggishagsmuna hennar. En jafnframt er það embættisskylda utanríkisráðherra að fylgja for- seta þjóðarinnar í opinberum ÉQaMlsö \ssÆ Umsjónarmaður Gísli Jónsson Gleðifregn með dapurleg- um endi. Eg var svo heppinn að kveikja á útvarpinu síðdegis hinn 11. þ.m., því að þá heyrði ég fréttaþul Ieiðrétta málvillu mjög skilmerkilega. Hann gat þess að áburðarverð hækkaði, svo sem hann kvað á um, og bætti svo við: „En áburðarverð. hækkar ekki í verði, eins og áður var sagt.“ Gladdist ég nú harla mjög, því að þama hafði margnefndur staglstfll fengið á baukinn, og auk þess var þetta gleðilegur vottur um vönduð vinnubrögð útvarpsins. Staglstfllinn hefur verið svo uppsækinn, að hér í þáttunum hefur hann fengið nafnið Fróðárselur. Hefur það margsinnis verið skýrt, sjá 53. kafla Eyrbyggju. En Fróðárselur hinn nýi þarf, ekki síður en hinn gamli, mörg höggin. Höfuð hans hefur ekki gengið betur ofan en svo, að rétt sem ég var með uppkast að gleðifréttinni í huga mér, dynur á mér úr Sjónvarpinu dagskrárkynning: „Fréttatíminn er [eða verður] ekki sendur út á hefðbundnum tíma.“ Jæja, þá ætla þeir að fara að senda út fréttatímann, en hvað ætla þeir að gera við fréttimar? Kannski verður einhver „hefðbundin" at- höfíi framin á þeim? ★ Enn em menn fúsir að Ieggja sitt af mörkum til þess að út- rýma róbótakvikindinu úr máli okkar. Jón Dan í Reykjavík skrifar mér á þessa leið: „Kunnmgi minn. Nokkrar umræður hafa orðið um vélmenni eða róbóta sem nú em að ryðja sér til rúms hér á landi eins og víðar. Stungið hef- ur verið upp á nokkmm nýyrðum um þennan þarfa þjón. Eitt skaut upp kollinum í huga mér það er véli. (Beygist eins og peli). Það á að sjálfsögðu að minna á vél en fá á sig karlkyns- endingu. í orðabók Menningar- sjóðs er karlkynsorðið haft um hrút sem er ónýtur til undaneld- is. Það er líka vel við hæfí því róbótar geta ekki af sér af- kvæmi, svo vitað sé, í þeirri merkingu sem venjulega er lögð í orðið. Þá er ágætt að orðið sé karlkyns því oftast fæst vélinn við erfíð störf. Komi til þess að hann verði notaður til fínlegri iðju má hæglega breyta um kyn og kalla hann vélu. (Kvk. ein- tölu véla). Vel getur verið að þetta ný- yrði hafí komið fram án þess ég muni eftir því. Sé svo nýtur það stuðnings míns... Vertu blessaður og sæll.“ Ég þakka Jóni Dan fyrir þetta góða bréf. Ég vísa til síðasta þáttar og bið menn að reyna nú að sameinast um góðan orðkost i stað „róbótans", en ég ligg ekki á þeirri skoðun minni, að mér þykir robbi Páls Bergþórs- sonar besti kosturinn I bili. Kjartan Ragnars í Reykjavík leggur fyrir mig allmikið vanda- mál í eftirfarandi bréfí: „Heill og sæll. Fréttamenn sjónvarps tala um Kosta Ríku; ég kann ekki við þessa beygingu á heiti landsins Costa Rica. Eg tel að heiti landa sé að öllum jafnaði hvorugkyns í ísl. máli, nema því aðeins form- ið krefjist annars. Nú kann þetta að vera eitthvað á reiki, enda tölum við t.d. um Ítalíu, Albaníu o.s.frv. En ef fyrst nefndur háttur er á hafður ættu fréttamenn að taka árinni dýpra f og tala þá um Kostu Ríku, og þá væntan- lega um grannlandið Ník- arögvu(I), en það dettur víst engum í hug, — og þó enn síður um Kanödu eða jafnvel Kínu — sem væri þó í samræmi við Kostu Ríku. Heiti þessara landa tel ég öll hvorugkyns, enda taki þau ekki kvenkynsbeygingu. En eyjar eru yfírleitt kvenkyns og því er sök sér þótt talað sé um eyna Jövu. Borgir eru líka yfírleitt kven- kyns; sovésk borg er nefnd Vyasma; hún ætti e.t.v. skv. áður nefndri beygingu frétta- manna sjónvarps, að nefnast Víösmu í aukaföllum; þá er og önnur borg austur í Asíu og nefnist Alma Ata; yrði hún 425. þáttur kannski Ölmu Ötu(!) í aukaföll- um? Ég nefni þessar Qarstæður vegna þess að mér virðast téðar beygingar, sem sagt, nokkuð á reiki hjá okkur. Treystir þú þér til að segja fyrir um eitthvað bitastætt í þíessu efni? Bestu kveðjur. E.s. Þegar ég er að pára þess- ar línur heyri ég að sjónvarps- þula segir fréttir frá Kostu Ríku, hefur því tekið upp nýju stefn- una.“ ★ Umsjónarmaður er naumast fær um að veita miklar forsagn- ir um þetta efni, en hann mun reyna í næsta þætti að fjalla svolítið um það. I bili ætlar hann að skjóta skildi fyrir sjónvarps- fólki (hann gerir það ekki svo oft) með því að vitna til ágætrar bókar sem kynnt var hér f 417. þætti. Sú heitir Orðalykill, út- gefandi Menningarsjóður, höf- undur Ámi Böðvarsson cand. mag. í þessari bók segir svo: „Kostaríka, ef. Kostaríku Mið-Ameríku, sp. Costa rica („Ströndin auðga“), opinb. heiti ríkisins República de Costa Rica, fb. Kostaríkumaður, lo. kost- aríkskur, höfuðb. San José, ríkismál spænska." Fleira úr þessari bók og eigin athugasemdir umsjónarmanns bíða þá næsta þáttar. ★ í 420. þætti var minnst á hina sjaldgæfu sögn að fölva um það, er snjóföl kemur á jörð. Steindór Steindórsson frá Hlöð- um segir mér að oft hafí í hans ungdæmi verið talað um að það fölgvaði og þá í sömu merk- ingu. Þessa sögn hefur líka orða- bók Menningarsjóðs, að vísu með v-inu í sviga (fölg(v)a). ★ Að síðustu brot úr fréttabréfí frá Vilfríði vestan: Hann Daníel sálugi digurflón var dálítið yngri en Siguijón sem enn er þó lifandi og endalaust skrifandi um Vatnsfjarðarætt fyrir Vigurhjón. Halldór Blöndal „Það er umhugsunar- efni hvers vegna Sovét- menn kusu að láta hina opinberu heimsókn rek- ast á þá daga, þegar Steingrímur Her- mannsson á að gegna skyldustörfum á ráð- herrafundi Atlants- hafsbandalagsins, þar sem hann á fyrir hönd þjóðar sinnar að gæta öryggishagsmuna hennar. En jafnframt er það embættisskylda utanríkisráðherra að fylgja forseta þjóðar- innar í opinberum heimsóknum erlendis.“ heimsóknum erlendis. Þetta var Sovétmönnum auðvitað ljóst og þar með að dagsetningin hentaði ekki okkur íslendingum. Þeim gat því ekki komið á óvart, þótt boðið yrði þakksamlega þegið en jafn- framt leitað eftir annarri tíma- setningu eins og alsiða er milli þjóða, sem líta á sig sem jafn- ingja og vilja sýna hvor annarri virðingu. Viðbrögð utanríkisráð- herra varpa hins vegar annarlegu ljósi á hið sovéska boð sem vel má verða þeim undrunarefni í Kreml. Hitt getur hins vegar ekki komið þeim á óvart, að við íslend- ingar teljum öryggi okkar nauð- synlegt, að vel sé fylgst með ferð- um skipa umhverfís landið og flugvéla yfír því, minnugir þess að sá þarf ekki að fela sig sem vill með friði fara. Forseti íslands er tákn sjálf- stæðis okkar og fullveldis. Frú Vigdís Finnbogadóttir hefur gegnt þeirri, ég vil segja brot- hættu embættisskyldu af fuliri reisn, svo að þjóð hennar er sómi að. Það er þess vegna þyngra en tárum taki að embætti hennar skuli nú með ósmekklegum hætti dregið inn í erfítt samningaþref um það, hvort íslenskar fram- leiðsluvörur seljist til Sovétrflq- anna eða ekki. En sú staðreynd, að þetta skuli nú hafa komið fyr- ir, dregur athyglina að því, sem við áður vissum, hversu valt er að treysta viðskiptasamböndum við einræðisríki, þar sem pólitískir duttlingar en ekki viðskiptalegir hagsmunir ráða því hvort af kaup- unum verður eða ekki. Þessi áminning hlýtur að verða okkur hvatning til að leggja meiri áherslu á það en ella að leita ann- arra markaða, sem lúta lögmálum hins fíjálsa hagkerfís frjálsra ein- staklinga. Ég hef auðvitað ekki hugmynd um hvort sú hrakspá á við rök að styðjast að ekkert verði úr Sovétviðskiptunum þar sem hin opinbera skyndiheimsókn á hlaup- ársdag var ekki þegin. Fari svo hlýtur það að vekja grunsemdir um, að Sovétríkjunum hafí gengið annað til en opinberlega hefur verið látið í veðri vaka og getur hver og einn ráðið í þá gátu. En fari svo er eitt víst, að það hlýtur að verða Steingrími Hermanns- syni ærið umhugsunarefni, því að utanstefnur viljum við engar hafa, íslendingar. Höfundur er alþingismaður Sjálf- stæðisflokks fyrir Norðurlands- kjördæmi eystra. Morgunblaðið/Ólafur Bcmódusson Þátttakendur á námskeiðinu í kennslustofunni. Skipstjórar útskrif- aðir á Skagaströnd Skagastrðnd. 13 MANNS stunda nú 30 tonna skipstjórnarréttindanám i kvöld- skóla sem starfrsektur er við Höfðaskóla á Skagaströnd. Námið fer fram á námskeiði sem stendur á hveiju kvöldi og alla laugardaga og sunnudaga í þijár vikur. Umsjónarmaður og aðalkennari á nám- skeiðinu er Gylfí Guðjónsson, stýrimaður. I hópnum sem stundar námið eru ein kona og 12 karlar. Kemur þetta fólk úr ýmsum atvinnugreinum s.s. vélstjórar, gröfumenn, sjómenn, verkamenn, bóndi og kennari. Námsefnið er fíölbreytt og þó mest- um tíma sé varið í siglingafræði, stöðugleika skipa og siglingareglur er einnig farið í eldvamir, skyndi- hjálp og kennd meðferð nýjustu siglingatækja. Námskeið þetta er tilkomið að undirlagi atvinnumálanefndar Skagastrandar í samvinnu við grunnskólann. í tengslum við nám- skeiðið komu nokkrir eigendur og sjómenn á minni bátum einn sunnu- dag og horfðu á nokkur myndbönd um meðferð gúmmíbjörgunarbáta og fleira sem sjómenn þurfa að kunna. Þátttakendur á námskeiðinu kváðust vera ánægðir með það og sögðu að „pungaprófíð" væri miklu meira nám heldur en þeir hefðu haldið. _ ÖB.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.