Morgunblaðið - 20.02.1988, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 20.02.1988, Blaðsíða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 20. FEBRÚAR 1988 Gildi verðbréfasióða eftír dr. Pétur H. Blöndal Undanfarið hefur mikið verið rætt um verðbréfamarkaðinn og vextina, sem þar ríkja. Hefur þing- mönnum og ráðherrum verið tíðrætt um þennan hluta lánamarkaðarins og virðast sumir hafa uppgötvað í þeim efnum uppsprettu alls vanda þjóðarinnar, a.m.k. efnahagslegs vanda. Talað er um ófreskju og fleira í þeim dúr. Margt af þessu tali er byggt á misskilningi og ann- að á vanþekkingu. Gildi verðbréfasjóða fyrir sparifjáreigendur í áratugi hafa spari^áreigendur þessa lands verið hafðir að féþúfu. Verkamenn, bændur, sjómenn og aðrir launamenn, sem með ráðdeild- arsemi, eijusemi og spamaði neit- uðu sér um lífsins gæði og lögðu fé til hliðar tii þess að grípa til í ellinni eða ef veikindi steðjuðu að, voru rændir á svívirðilegan hátt en gjörsamlega löglega. Það var gert með neikvæðum vöxtum, þ.e. vöxt- um, sem voru lægri en hækkun verðlags. Þessi tími er enn ekki iið- inn, enn í dag tapa sparifláreigend- ur stórfé af þessum sökum í banka- kerfinu á venjulegum bankabókum. Um það snúast umræður á Alþingi ekki. í sambandi við það tap sjá menn engar ófreskjur. Verðtrygging sparifjár hefur sem betur fer snúið þessu við og æ fleiri treysta sérreikningum banka, ríkis- sjóði og verðbréfafyrirtækjum fyrir sdlafé sínu. Fyrir þetta fólk eru verðbréfasjóðimir ómetanlegir, þar sem þeir hafa ávöxtun fjár að ein- asta markmiði en ekki eitthvað dek- ur við lántakendur, sem ætíð hefur verið hossað á þessu landi af bönk- um og stjómmálamönnum. í þessu landi virðist enda búa þjóð skuld- ara, ef marka má fjölmiðla og stjómmálamenn. SpariQáreigendur geta treyst því að verðbréfasjóðim- ir muni gæta hagsmuna þeirra í hvívetna þar sem tilvera sjóðanna x byggist á því að sýna góða og trygga ávöxtun yfir lengri tíma. Verðbréfasjóðimir hafa gert hin- um almenna borgara kleift að taka þátt í þeirri háu ávöxtun, sem ríkt hefur hér á landi undanfarin ár. Þátttakendur í sjóðunum em úr öllum stéttum og á öllum aldri. Unglingar með blaðberapeningana sína og fermingargjafimar. Ungt fólk sparar fyrir íbúð. Miðaldra fólk sparar með öryggi í huga og eldri kynslóðin kemur með afrakstur ævistarfsins f ávöxtun til elliáranna. Þó aðeins þeim, sem tókst að forða fé sínu undan verðbólgu síðustu áratuga í spariskírteinum eða fast- eignum. Verðbréfasjóðimir hafa og verið spari^áreigendum gagnlegir að því leyrti, að þeir hafa vakið steinsof- andi bankakerfi af Þymirósarsvefni með samkeppni sinni, öllum til góðs. Bankamir minnast nú allt í einu þessara mikilvægu viðskiptamanna sinna, sparifjáreigenda, og bjóða miklu betri kjör en áður, þó að bankabókin góða sé enn hættulegur þjófur. Gildi verðbréfasjóða fyrir lántakendur Verðbréfasjóðimir og verðbréfa- markaðurinn hafa komið lántak- endum, aðallega stómm og smáum fyrirtækjum, til góða. Nú geta þau aflað fjár með sölu skuldabréfa á hraðvirkari hátt en áður, þegar þeim hentar. Byggingar em ekki lengur áratug að rísa. Þessir pen- ingar em reyndar dýrir og gera kröfu um mjög mikla arðsemi þeirra framkvæmda, sem fjármagna á og það neyðir lántakendur til þess að íhuga réttmæti framkvæmdanna. En tíminn er lfka dýrmætur og hálfkláraðar byggingar em dýrar og gefa engan arð. Einnig geta menn náð háu vöxtunum að nokkm leyti til baka með staðgreiðsluaf- sláttum og betri skipulagningu. Mikilvægast er þó að á verðbréfa- markaði þarf enginn að þakka nein- um neitt. Menn FÁ ekki lán. Menn selja skuldabréf eftir þeim lögmál- „Byggingar eru ekki lengur áratug að rísa. Þessir peningar eru reyndar dýrir og gera kröfu um mjög mikla arðsemi þeirra fram- kvæmda, sem fjár- magna á og það neyðir lántakendur til þess að íhuga réttmæti fram- kvæmdanna. En tíminn er líka dýrmætur og hálfkláraðar byggingar eru dýrar og gefa eng- an arð. Einnig geta menn náð háu vöxtun- um að nokkru leyti til baka með staðgreiðslu- afsláttum og betri skipulagningu. Mikil- vægast er þo að á verð- bréfamarkaði þarf eng- inn að þakka neinum neitt. Menn FÁ ekki lán. Menn selja skuldabréf eftir þeim lögmálum, sem markaðurinn setur hveiju sinni.“ um, sem markaðurinn setur hveiju sinni. Verðbréfasjóðimir og vaxtafrels- ið eiga án efa stóran þátt í mikilli aukningu spamaðar, sem átt hefur sér stað sfðustu þijú árin í bönkun- um og utan þeirra, lántakendum til góðs. Aukningin stafar af hækkun raunvaxta, meiri upplýsingum og fjölbreyttari spamaðarkostum svo eitthvað sé neftit. Þannig fara hags- munir lántakenda og sparifjáreig- enda saman. Aukið framboð á fé mun lækka vexti, og það kannski fyrr en margan gmnar. Ekki má gleyma þeim áhrifum, sem verðbréfasjóðimir hafa á bankakerfíð. Viðhorf bankanna til lántakenda er að breytast. Lántak- endur em að færast úr niðurlægj- andi stöðu á hnjánum fyrir framan bankastjórann f stöðu jafn rétthás eftirsótts viðskiptavinar bankans. Verðbréfasjóðimir flytja peninga frá sparifj áreigendum til lántak- enda á mikið ódýrari hátt en tíðkast hjá bönkunum. Þannig koma þeir bæði lántakendum og sparifjáreig- endum til góða og hvetja um leið bankakerfið til dáða, þannig að óeðlilega mikiil vaxtamunur inn- og útlána hverfi. Þegar menn úthúða verðbréfa- markaðinum og kenna honum um allt of háa vexti, ættu þeir að hug- leiða hvert þær þúsundir hefðu leit- að, sem aflað hafa §ár á þeim markaði með sölu skuldabréfa, ef verðbréfamarkaðurinn hefði ekki verið til. Ætli vextimir væm ekki enn hærri? Eða fjármagnið skammtað gæðingum eins og þekktist fyrir nokkmm ámm, þegar lánin vom meira og minna 'gefin? Gildi verðbréfasjóðanna fyrir rikissjóð Rfkissjóður hefur undanfarin 20 ár selt spariskírteini til þess að fjár- magna ýmsar framkvæmdir sínar. Menn geta svo deilt um réttmæti þess að fjármagna rfkissjóð á þenn- an hátt. Lengi vel urðu kaupendur spariskírteina að binda fé sitt í mörg ár og gátu ekki losað það með góðu móti nema einu sinni á ári. Menn vom því að vonum tregir til slíkra fjárfestinga. Eftir að verð- bréfamarkaðnum óx fískur um hiygg með dyggri aðstoð verðbréfa- sjóðanna, em spariskírteini orðin auðseljanleg. Á Verðbréfaþinginu geta menn selt spariskfrteini sín hvenær sem er innan tveggja daga. Verðbréfasjóðimir hafa þannig gert spariskírteini ríkissjóðs verðmætari og auðseljanlegri. En hagur ríkissjóðs af verðbréfa- Dr. Pétur H. Blöndal sjóðnum á eftir að verða enn meiri. Þeir munu í framtíðinni geta fjár- magnað stórverksmiðjur og virkjan- ir með innlendu Qármagni, ef svo fer sem horfir og ef ekki verða gerð mistök í lagasetningu, sem kyrkt gætu þennan unga sprota og drepið nývaknaða bankaþymirós í 100 ára dróma. Gildi verðbréfasjóða fyrir ríkissjóð Neikvæðir vextir undangenginna áratuga og mistök opinberra aðila við að kynna verðtrygginguna og gildi raunvaxta fyrir almenningi og ráðamönnum hafa stuðlað að gegndarlausu bmðli og sóun hér á landi, bæði hjá einstaklingum, fyrir- tækjum, og ekki hvað síst hjá því opinbera. Þannig blása erlendar skuldir þjóðarinnar út, jafnvel í því einmuna árferði, sem við höfum upplifað á undangengnum ámm. Hafa margir af því allmiklar áhyggjur að efnahagslegu sjálf- staeði þjóðarinnar sé stefnt í voða með þessari skuldasöfnun. Verð- bréfasjóðimir vinna óneitanlega á móti þessari þróun. Þeir stuðla að auknum innlendum sparaaði og draga þannig úr innfiutningi og vinna á móti hækkun erlendra skulda. En betur má ef duga skal. Gera þarf stórátak í því að auka upplýs- ingar til almennings um gildi spam- Ný frímerki 25. febrúar Frímerki Jón Aðalsteinn Jónsson I desemberbyijun sendi Póst- og símamálastofnunin loks út stutta tilkynningu um þau frímerki, sem hún hygðist gefa út á árinu 1988. Þá fór ég nokkr- um orðum um það seinlæti, sem ríkir venjulegast á þeim bæ um að tilkynna útkomu nýrra frímerkja. Er þarflaust að raeða það nánar hér. Rakti ég svo í frímerkjaþætti 12. desember sl. þær útgáfur, sem tilkynntar vom. Nú hefur ekki alls fyrir löngu verið send út tilkynning um fyrstu frímerki ársins, en þau koma út 25. þ.m. Em það tvö frímerki í flokki þeim, sem kall- ast Merkir íslendingar. Hafa á liðnum ámm allmörg frímerki komið út í þeim flokki, eins og kunnugt er. Frímerkin, sem nú koma út, eru að verðgildi 16 og 21 króna. Á lægra verðgildinu, 16 kr., sem er burðargjald undir almennt bréf innanlands og til Norður- landa, er mynd af Steini Steinari skáldi, Það var hans skáldanafn, en hann hét réttu nafni Aðal- steinn Kristmundsson. Var hann fæddur árið 1908, en lézt tæp- lega fimmtugur árið 1958. Var / Steinn Vestfírðingur að uppruna, en fluttist um tvítugt til •w 'w 'V w vrfTfTryrrrrTryi 4 tULJLéJí * * m m m Æ.ÆÆ.J Reykjavíkur og átti þar heima æ sfðan. Steinn Steinarr er kunnastur fyrir ljóðagerð, og kom fyrsta ljóðabók hans út árið 1934. Eins og segir í tilkynningu Póst- og símamálastjómarinnar, vakti hún mikla athygli, enda var hann brautryðjandi nýrrar ljóðagerð- ar. Hann hafði einnig mikil áhrif á skáldskap yngri kjmslóðarinn- ar. Hann var ádeiluskáld, en jaftiframt heimspekilegur í ljóða- gerð og honum lá mikið á hjarta. Loks segir, að Steinn hafi látið sér fátt um þau veraldargæði, sem venjulegt fólk telur eftir- sóknarverð. Á hærra verðgildinu, 21 kr., sem er almennt burðargjald til annarra Evrópulanda, er mynd af Davíð Stefánssyni skáldi frá Fagraskógi. Hann var fæddur 1895 og lézt árið 1964. Davíð var Eyfírðingur að uppmna og kenndi sig jafiian við fæðingar- stað sinn, Fagraskóg við Eyja- fjörð. Fyrsta ljóðabók Davíðs, Svartar flaðrir, kom út árið 1919. Vakti hún geysjmikla at- hygli, enda var henni frábærlega vel tekið. Þóttu ljóð hans mikil nýjung á sínum tíma. Davíð var afkastamikill rithöf- undur. Liggja eftir hann margar ljóðabækur og eins nokkur leik- rit. Gullna hliðið er þeirra þekkt- ast. Þá samdi hann skáldsöguna Sólon Islandus. Orðrétt segir svo í tilkynningu póststjómarinnar: „En hann var ekki aðeins snill- ingur ljóðsins, heldur einnig hins mælta máls. Það sýna leikrit hans, ræður, ritgerðir og sögur.“ Davíð átti lengstum heima á Akureyri og var lengi bókavörð- ur við Aintsbókasafnið. Þá var hann heiðursborgari Akureyrar. Þessi frímerki hefur Tryggvi T. Tryggvason teiknað, en þau em prentuð hjá Courvoisier S.A. í Sviss með svonefndri sólprent- un og rastadjúpþrykki. A þeim fáu dögum, sem liðnir em síðan tilkynning póststjómarinnar barst í hendur söftiumm, hef ég heyrt menn tala um það, að hér hafí sólprentun ekki átt heima. Einkum lízt mönnum ekki vel á merkið með Steini Steinari. Auð- vitað em litmyndir þær, sem prentaðar em í tilkynningunni, ekki að öllu leyti réttur mæli- kvarði, því að hinir raunvemlegu litir skila sér aldrei nákvæmlega í þessum tilkynningum. En það, sem menn gagnrýna fyrst og fremst hér, er prentunaraðferð- in, ekki sjálf hönnun eða teiknun merkjanna. Ég hef oft talað um það og eins skrifað, að stálstunga eða gröftur eigi m.a. bezt við allar mannamyndir á frímerkjum. Þykir mér því vænt um það, að æ fleiri safnarar em að komast á þá skoðun með mér. Vissulega hefur stálstunga oft verið notuð á þess konar merki, en þá hefur því miður á stundum farið svo, að litir merkjanna hafa ekki þótt vera nógu vel valdir. En þar er við annað að sakast en sjálfa prentunaraðferðina. Sólprentun getur svo aftur á móti átt vel við í öðmm tegundum frímerlga, t.d. með blómum og jafnvel dýra- myndum alls konar. Ég er sannfærður um, að margir ráðamenn póststjómar- innar skilja þetta sjónarmið. En það, sem mun trúlega vega mjög þungt um þessar mundir, er, hversu ríkisvaldið sjálft gengur nærri telgustofiium Póst- og símamálastofnunarinnar, og það svo, að hún verður jafnvel að spara við sig við prentun frímerkja. Og það er vitanlega staðreynd, að prentun í stálst- ungu er dýrari en t.d. sólprent- un. En fyrir bragðið fáum við ekki eins skemmtileg og vönduð frímerki fyrir þær krónur, sem við gefum fyrir þau. Er leitt til þess að vita, ef svo fer á næstu ámm. Tí] 11 19 Sérstakt pósthús á LÍFÍL 88 í tilkynningu Póst- og síma- málastofnunarinnar er þess getið, að sérstakt pósthús verði á frímerkjasýningunni „LÍFÍL 88“ sem haldin verður í Listasafni ASI á Grensásvegi 16 f Reykjavfk dag- ana 18,—20. marz, og þar verði notaður sérstimpill. Er birt mynd af stimplinum, en ég ætla, að honum verði eitthvað breytt frá því, sem þar er sýnt. Kílóvara póststjórnarinn- ar í annarri tilkynningu Póst- og sfmamálastofnunarinnar, sem raunar er skráð sem hin fyrsta á árinu, segir frá því, að tekið verði á móti tilboðum í kflóvöru (not- uð íslenzk frímerki, aðallega frá 1982) til 29. febrúar 1988. Kíló- varan verður sem fyrr í 250 gramma pökkum, og getur hver
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.