Morgunblaðið - 20.02.1988, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 20. FEBRÚAR 1988
11
Fjölmenni á þorra-
blóti í Hólmavík
Hólmavfk.
SÍÐUSTU helgina í janúar var
haldið árvisst þorrablót á
Hólmavík. Mjög vel var mætt
og má segja að félagsheimili
staðarins hafi bólgnað út vegna
milcila fjðlmennis.
Þorrablótið hófst að vanda á að
konumar buðu karlmennina form-
lega velkomna. Þá var sungið og
tóku allir undir þegar kom að
þorraþrælnum, svo að undir tók í
salnum. Þá var tekið til við matinn
og virtist fréttaritara veislugestir
taka vel til matar síns. Konumar
höfðu pantað allt hráeftii frá ýms-
um áttum en soðið, skorið og snyrt
allt sjálfar. Hákarlinn var feyki
vinsæll og harðfískurinn og hangi-
kjötið komu þar ekki langt á eftir,
hvað vinsældir varðaði. Sfldin virt-
ist einnig njóta töluverðra vin-
sælda.
Skemmtiatriðin voru þá næst á
dagskrá og að venju var sagt frá
því spaugilega úr lífí Hólmvíkinga.
Veislugestir kunnu vel að meta
það sem skemmtinefndin bauð
uppá Mikið var sprellað og hlegið,
enda þekktu margir það sem um
var fjallað. Að lokum sungu kon-
urnar gamanvísur við undirleik
skólastjóra Hólmavíkurskóla, Þor-
kels Jóhannssonar. Siðast tóku
Hólmvíkingar til við dansinn.
Hljómsveitin Árbandið lék fyrir
dansi en hana skipa ijórir ungir
sveinar frá Blönduósi og komu
þeir upp miklu §öri á dansgólfínu.
Dansleikurinn stóð til kl. 3.30. og
þótti flestum mjög vel hafa til tek-
ist.
Eins og áður sagði var mjög
vel mætt á þorrablótið, en af því
sköpuðust viss vandkvæði. Félags-
heimili Hólmavflmr, sem komið er
nokkuð til ára sinna, er orðið allt-
of lítið og erfítt er að halda þar
MorgunblaAið/Baldur Rafn Sigurðsson
skemmtanir ef vel er mætt. Á
Hólmavík er hafínn bygging nýs
félagsheimilis og heimavistar fyrir
Hólmavflcurekóla, en hægt gengur
með þá byggingu því fjármagn
skortir frá hinu opinbera. Hólm-
vfldngar vona samt að úr rætist
fljótlega svo fólk þurfí ekki að
veigra sér við að fara á skemmtun
vegna þrengsla.
- BRS
Félagsheimili Hólmavíkur þar
sem þorrablótið fór fram. Mjög
vel var mætt og má segja að fé-
iagsheimili staðarins hafi bólgn-
að út vegna mikils fjölmennis.
Félagsheimilið sem komið er
nokkuð til ára sinna, er orðið
alltof lítið og því erfitt að halda
þar skemmtanir ef vel er mætt.
Hudson’s Bay
uppboðshúsið:
Jónas Bald-
ursson fram-
leiddi bestu
skinnin
JÓNAS Baldursson refabóndi á
Grýtubakka í Suður-Þingeyjar-
sýslu varð gæðakóngur þeirra
islensku loðdýraræktenda sem
sendu refaskinn sin á uppboð
Hudson’s Bay & Annings í Lon-
don á síðasta sölutímabili. Um-
boðsaðili Hudson’s Bay, Kjör-
bær hf. í Kópavogi, veitir gæða-
kóngnum verðlaun, sem er
Lundúnaferð á meðan á febrú-
aruppboði árið eftir stendur.
Jónas átti ekki heimangengt en
Karl bróðir hans, sem varð ann-
ar á gæðalistanum, er nú stadd-
ur í London til að fylgjast með
refaskinnauppboðinu.
Skinnin sem fara á Lundúna-
uppboðin eru flokkuð og gefín stig,
samkvæmt upplýsingum Skúla
Skúlasonar framkvæmdastjóra
Kjörbæjar. Mikilvægust er stærð-
arflokkun skinnanna, síðan gæða-
flokkun, þá lithreiníeiki og loks
hártegund. Samanlögð stig úr
þessari fíokkun raða bændum á
gæðalistann. Jónas Baldursson á
Grýtubakka fékk 1.135,2 stig og
Karl Baldureson á Grýtubakka
1.124,7 stig. Reyndar varð einn
loðdýrabóndi hærri að stigum,
Heimir Ingólfsson á Lómatjöm,
en hann varð einnig efstur í fyrra
og samkvæmt reglum keppninnar
má verðlaunahafínn ekki fá verð-
laun fyrr en eftir þijú ár.
Heimir á Lómatjöm varð efstur
í stærðarflokkun, með 1.009,2
stig, Vilhjálmur Jónasson á Síla-
læk í Aðaldal í gæðaflokkun með
261,6 stig, Þoreteinn Sigureteins-
son á Búrfelli í Reykholtsdal í lit-
hreinleika með 65 stig og Jón A.
Magnússon á Lambhaga í Ölfusi
í hártegund með 58,2 stig.
ÍÍeSÍP1
Nyr metsölubíll með
fimm ára ábyigð.
Hyundai (borið fram hondæ) er í dag einn
mest vaxandi bílaframleiðandi heims og sel-
ur nú bíla í 65 þjóðlöndum. Hyundai Excel
hefiir verið mest seldi innflutti bíllinn, bæði
í Bandaríkjunum og Kanada, síðustu 18 mán-
uði.*
Þennan árangur má þakka þeirri einföldu
staðreynd að Hyundai er rétt byggður og
rétt verðlagður.
Hyundai Excel er fyrsti bíllinn á íslenskum
markaði með 5 ára ábyrgð**. Hann er gerð-
ur til að endast, viðhaldið er í lágmarki og
þú getur verið áhyggjulaus í 5 ár.
Excel er sterkbyggður og hannaður til að
þola rysjótt veðurfar og misgóða vegi. Einnig
hefiir verið séð til þess að bílarnir séu
aðlagaðir viðkomandi markaði, t.d. eru allir
bílamir sem seldir eru hér á landi búnir
styrktu rafkerfí og með sérstakri ryðvörn.
Excel er með framhjóladrifi og sjálfstæðri
íjöðrun á hverju hjóli, 1,5 lítra kraftmikilli
vél og hægt er að velja um 4 eða 5 gíra bein-
skiptingu eða 3 stiga sjálfskiptingu. Öryggi
farþeganna gleymist heldur ekki. Hyundai
Excel er með styrktarbitum í hurðum og
öryggisstuðurum.
Hyundai Excel kostar frá 428 þúsund
krónum og er betur búinn en gengur og ger-
ist með bíla í sama flokki. Excel er bíll fyrir
skynsamt fólk sem vill eiga vel hannaðan,
öruggan og endingargóðan bíl, án þess að
þurfa að kosta allt of miklu til.
•Wards Automative Reports
’ Kvnnið vkkur áb\Tgðarskilmála Iscan M.
HYunoni
í Framtíð við Skeifima. Sími 685100.
BÍLBELTIERU SKYNSAMLEG.
TÖLVUPRENTARAR
l