Morgunblaðið - 20.02.1988, Blaðsíða 47

Morgunblaðið - 20.02.1988, Blaðsíða 47
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 20. FEBRÚAR 1988 47 Konudagur Þátt þennan um konudaginn sér bóndi minn, Sigurður Þorkelsson, að sjálfsögðu um, og gef ég honum orðið. Kristín Gestsdóttir. Þegar flett er almanak- inu sést gjörla, hvem- ig við íslendingar höf- um komið okkur upp tilbreytingu í amstri hversdagsins. Konu- dagurinn í almanak- inu gefur okkur tæki- færi til þess að bregða fæti fyrir vanann og húsbóndinn gengur inn í hlutverk húsmóðurinnar. Verslanir eru nú opnar fram yfir há- degi á laugardögum, og að semja tossa- miðann og fara í helgarinnkaup saman er hjá okkur og æði mörgum, sýnist partur af lífsmunstrinu, samlífínu. Oft dregst í tímann og komið fram yfír há- degi, þegar innkaupum er lokið. Þá er kjörið að bjóða upp á forskot á sælu konudagsins og borða pizzu á veitinga- húsi með spænskri stemmningu. Pizza Margareta fer vel í alla, tómatar, ostur og létt krydd. Meðan pizzan bakast dreypum við á því sem eyðir út nöldur- tóni raddarinnar og stemmningin á staðnum rifjar upp, þegar við sátum í sólarlagi á sólarströnd og' borðuðum uppáhalds ábætisréttinn okkar, melónur fylltar líkjör. Pizza er fullkomin máltíð, svo ekki þarf að sinna eldamennsku meira þann daginn, heldur fara að leggja plön fyrir morgundaginn, konudaginn. Enginn sem kominn er yfir miðjan ald- ur, ætti að borða nema eina heita máltíð á dag. Það eru hæg heimatökin að semja matseðilinn, matreiðslubækur þær, sem húsfreyjan hefur, samið, nýtast mér ágætlega. Humarsalat í vatnsmelónuskel er úr bók hennar „220 gómsætir sjávarréttir.“ Steikt læri með mintu er úr bókinni „220 ljúffengir lambakjötsréttir" Sveskjur með marengs er úr „220 gómsætir ávaxta- og beijaréttir" en upp- skriftin af brúnuðum kartöflunum birtist í þessum þætti í Morgunblaðinu 13. des- ember sl. En maðurinn lifír ekki af einu saman brauði, og meðan við drekkum kaffíð Umsjón: KRISTÍN GESTSDÓTTIR Teikningar. SIGURÐUR ÞORKELSSON ræðilega kært og elskulegt, mér kærara en allt annað, er ég hafði þekkt og vissi af, hófst að nýju.“ Langt mál er hægt að skrifa um áhrif Swedenborgs á íslendinga og heims- byggðina og ekki eru þau alltaf jafn sýnileg og áþreifanleg og í Listasafninu á Skólavörðyholti. Miður dagur er, þegar gengið er úr safni, og spinni nú hver fyrir sig og fam- ist að óskum. eftir matinn, getum við stungið upp á því að gera eitthvað sameiginlegt, eitt- hvað sem mettar líka sálina. Við gætum farið saman í kirkju, á sýningar, í söfn eða á vit náttúrunnar. Ég æla að stinga upp á því, að fara í Listasafn Einars Jónssonar, en nýliðin er 300 ára ártíð Emanuels Swedenborgs, þess manns er skipti sköpun í lífí og list Einars Jónsson- ar. Einar greinir sjálfur svo frá í bók sinni, Skoðanir, sem Bókfellsútgáfan gaf út árið 1944 (bls. 79) „Kvöld eitt, er ég var genginn til reklqu, tók ég til lestrar bók nokkra, er ég hafði fyrir löngu feng- ið lánaða, en ekki nennt að lesa í fyrr. Það var einhver samtíningur eftir Swed- enborg. Nafn þetta stóð í sambandi við eitt eða annað, sem ég hafði heyrt í æsku. Ef til vill hefur það verið að ein- hveiju leyti þess vegna, sem ég aflaði mér bókarinnar og fór nú að lesa. Ekki . man ég, hvað var liðið á nóttu, er ég hætti. En í mörg ár hafði ég ekki lagt mig til slíkrar hvfldar sem þessa nótt, með nýrri ódáinsvon: Ef til vill væri ein- hveija lífsmeiningu að fínna. Ef til vill var það þessi litla næturvaka, er varð til þess, meðal ýmissa annarra orsaka, að straumhvörf urðu í lífi mínu. Undir vissum kringumstæðum er lítill neisti oft nægilegur til að tendra bálið. Hjá mér vaknaði vonameisti um það, að ég væri kominn á slóð þess, sem ég hafði glatað og svo lengi leitað og innilega þráð að fínna: Samband við eitthvað mér óum- F4ÐÍNG PSYCHE ,1915-1$. 6ÍFS. 2H0x2*0 COl. Humarsalat í vatnsmelónuskel (Handa 6) 200 g soðinn humar Vz meðalstór vatnsmelóna 1 bikar sýrður ijómi 2 msk olíusósa (mayonnaise) 5 dropar tabaskósósa 1 tsk sítrónusafi V4 tsk papríkuduft 1. Takið kjötið úr vatnmelónunni með lítilli teskeið. Gætið þess, að skelin haldist heil. Fjarlægið alla steina úr aldinkjötinu. 2. Skerið humarinn í smábita. 3. Blandið saman sýrða ijómanum, olí- usósunni, sítrónusafanum, tabaskósósunni og papríkuduftinu. 4. Blandið humrinum og melónukjötinu út í. 5. Berið fram í skelinni utan af melón- unni. Setjið hana ofan á hrúgu af salti eða sykri svo að hún standi rétt. Meðlæti: Smábrauð eða ristað brauð. Steikt læri með mintu (Handa 6) 1 lambslæri, u.þ.b. 2V2 kg. 1 tsk Sait V4 tsk nýmalaður pipar 2 msk þurrkuð minta 2 msk brætt smör V4 pk ijómaostur, 100 g 1. Nuddið salti og pipar inn í lærið. Hitið bakaraofninn í 160°C. Leggið lærið í steikingarpott eða á skúffuna úr bakara- ofninum og steikingarpappír yfir. 2. Bræðið smjörið, setjið mintuna út í. 3. Penslið lærið með mintusmjörinu, þegar það er orðið vel heitt. Best er að gera það í þrennu lagi með nokkurra mínútna millibili. 4. Ausið soðinu, sem myndast, öðru hveiju yfír lærið. 5. Steikið í 2 klst. Takið þá lærið úr ofninum, setjið á grind, hafið skúffuna undir. Kveikið á glóðrist eða aukið hitann á bakaraofninum í 220°C. Steikið kjötið í 15 mínútur. 6. Takið kjötið af grindinni, setjið á eldfast fat, slökkvið á ofninum og látið steikina standa í honum opnum í 10—15 mínútur. 7. Hellið soðinu í pott, fleytið ofan af því fítuna. Hitið og hrærið ijómaostinn út í. Hellið síðan sósunni f skál. 8. Skerið nokkrar sneiðar af lærinu langsum, og berið lærið fram. Meðlæti: Mintuhlaup, brúnaðar kartöfl- ur og hrásalat. Brúnaðar kartöflur 1 kg smáar, jafnstórar kartöflur 1 msk smjör 1 msk matarolía 2—3 msk sykur 1 dl ijómi 1. Sjóðið og*afhýðið kartöflumar. 2. Setjið smjör og olíu á pönnu og bræð- ið. Setjið sykur út í. Hrærið í þar til þetta byijar að brúnast. 3. Setjið ijómann út í og hrærið í þar til allt er jafnt. 4. Setjið kartöflumar á sigti, hellið yfír þær volgu vatni. 5. Setjið kartöflumar á pönnuna, minnkið hitann og veltið kartöflunum við þar til allar em fallega brúnaðar. Sveskjur með marengs 3 eggjahvítur 1 dl sykur 250 g steinlausar sveskjur 1 dl vatn 1 msk sykur 1 peli ijómi 1. Þeytið eggjahvítumar smástund, setj- ið sykurinn smám saman út í og þejftið þar til þetta er orðið þykkt. 2. Setjið í nokkuð stóra toppa á smurð- an bökunarpappír. 3. Hitið bakarofninn í 100°C, blásturofn í 80oC. Setjið í miðjan ofninn og bakið í 2 klst. Fylgist vel með og hækkið eða lækkið hitann eftir þörfum. Kælið. 4. Sjóðið sveskjumar með vatni og sykri í 10—15 mínútur. Kælið. 5. Þeytið ijómann. 6. Myljið marengskökumar örlítið og setjið í skál. Hellið sveslqunum ásamt saf- anum yfír, setjið ijómann saman við. Hræ- rið örlítið saman og berið fram. Athugið: Þið getið að sjálfsögðu keypti marengskökur hjá bakara í stað þess að baka þær sjálf.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.