Morgunblaðið - 20.02.1988, Blaðsíða 41
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 20. FEBRÚAR 1988
41
Úr viðjum vísitalna
- eftir Magna
Guðmundsson
Áður en ég kem að meginmáli
þessarar greinar, vil ég víkja ör-
fáum orðum að skattahliðinni.
Vaxtatekjur eru skattfijálsar, og
átel ég ekki það fyrirkomulag. Hins
vegar eru vaxtagjöld verðtryggðra
lána aðeins frádráttarbær að hluta,
þ.e. þeim hluta, sem greiðist á gjald-
daga láns. Stærsti hluti vaxtagjald-
anna, „verðbótaþátturinn", sem
leggst við höfuðstðl lánsins, er ekki
frádráttarbær hverju sinni. Er það
til nokkurs óhagræðis fyrir skuld-
ara. En löggjafínn gengur lengra í
mismunun. Ef fyrirtæki á, við árs-
uppgjör, fé í sjóði, vörubirgðir eða
inneign hjá viðskiptavinum, öðlast
hann gjaldfærslu samkvæmt „verð-
breytingarstuðli", og hún kemur til
frádráttar tekjum á framtali. Ein-
falt dæmi frá ársuppgjöri 1987 fyr-
ir tekjuárið 1986 ætti að geta skýrt
þetta:
Sjóður kr. 1 millj.
Biigðir kr. 1 millj.
Viðskiptamenn______________kr. 1 millj.
Samtals kr. 3 millj.
Gjaldfærsla 28,43% kr. 853 þús.
Þessar kr. 853 þús. (kr. 852.900
nákvæmlega) mega sem sagt drag-
ast frá tekjum fyrirtækisins á skatt-
framtali 1987. Slíkar gjaldfærslur
hafa nægt mörgum fyrirtækjum til
að losna við tekjuskattinn með öllu.
Ef fyrirtækið skuldar hins vegar,
minnkar gjaldfærslan að sama
skapi. Hún hverfur, ef skuldin er
kr. 3 millj. í dæminu hér að ofan.
í framkvæmd táknar þetta, að
gömlum og grónum fyrirtækjum
með góða lausaíjárstöðu er ívilnað,
en nýjum fyrirtækjum, sem verða
að treysta á lánsfé, gert erfíðara
fyrir. Áfleiðingin er stöðnun. Sumir
telja, að íjármálaráðherrann hefði
mátt skoða skattfríðindi af þessu
tagi, áður en hann lét til skarar
skriða með matarskattinn.
Ofanritað leiðir hugann að verð-
breytingarstuðlunum sjálfum. Þeir
þurfa að vera jæði margir og mis-
munandi eftir tegund eigna, stað-
setningu þeirra og tíma, ef þeir eiga
að fylgja sveiflum lánskjaravísi-
tölunnar. Hætt er við miklum frá-
vikum yfír lengri tíð. í einni fyming-
arskýrslu frá skattstofu þarf að
fylla út 12 dálka. Verðbreytingar-
stuðullinn var 28,43% fyrir tekjuár-
ið 1986, þegar verðbólga reyndist
vera 12,7%, en aðeins 17,95% fyrir
tekjuárið 1987, þegar verðbólga
reyndist vera 24,6% enda reiknast
stuðullinn frá júlí/86 til júlí/87,
ekki yfír árið. Einhver snjall maður
hefír fundið upp orðið „froðubók-
hald“ um þessar færslur, og á það
orð vafalaust eftir að festast í
íslenzku máli. Það bætir að sjálf-
sögðu ekki úr skák fyrir okkur, þó
að aðrar þjóðir hafí leiðst út í svip-
aðar ógöngur.
Þá er það spumingin: Er mögu-
legt að losna úr viðjum lánskjara-
vísitölu án þess að valda usla í hag-
kerfinu?
Ýmsir hagfræðingar hafa velt
fyrir sér svipaðri spumingu varð-
andi kaupgjaldsvísitölu. Þannig
rakst ég á grein í Alþýðublaðinu
frá árinu 1978 eftir Gylfa Þ. Gísla-
son, prófessor. Þar segir m.a.: „Ef
olíuverð hækkar erlendis, hækkar
framleiðslukostnaður og vísitala
framfærelukostnaðar. Getur kaup-
hækkun í reynd tryggt það, að
kaupmáttur haldist óbreyttur? Því
verður auðvitað ekki svarað ját-
andi.“ Dr. Gylfí leggur til, að laun
tengist breytingum á vísitölu þjóð-
artekna, sem hann kallar þjóð-
hagsvisitölu, ef menn vilja á annað
borð láta laun breytast sjálfkrafa
eftir einhveijum föstum reglum,
eins og hann kemst að orði. „A bak
við slíka kauphækkun,“ segir hann,
„stæði aukin kaupgeta þjóðarinn-
ar.u
í raun réttri má nota svipað orða-
lag um lánskjaravisitölu. Ef timbur
hækkar erlendis, hækkar verðlag
hér innanlands, þar með bygginga-
vísitala og lánskjaravísitala. Kaup-
máttur þjóðartekna skerðist. Slíkt
getur ekki skapað gmndvöll fyrir
sjálfkrafa hækkun spariinnlána í
bönkum eða heldur tilsvarandi
hækkun á skuldum lántakenda.
Hinir síðamefndu verða ekki betur
í stakk búnir að greiða hærri vexti,
nema síður sé — engu fremur en
atvinnurekendur að greiða hærra
kaupgjald. Aðeins auknar þjóðar-
tekjur geta staðið undir slíku.
Þröstur Ólafsson, hagfræðingur
og framkvæmdastjóri Dagsbrúnar,
kemst að áþekkri niðurstöðu þegar
hann ræðir lífskjarasamninga {
tjóðviljanum 8/11/1986. Hann vill,
að bönnuð verði öll tenging Qár-
skuldbindinga við vísitölu og raunar
öll vísitölutenging hveiju nafni sem
hún nefnist. I viðtali við DV sama
dag kveðst hann vilja láta taka upp
fasta vexti.
Háir nafnvextir em að minni
hyggju skárri kostur en lánskjara-
visitala, og liggja til þess tvær
meginástæður:
(i) Vextir, sem elta verðbólguna
samkvæmt vfsitölu, gera allar áætl-
anir fram í tímann erfiðar eða
ómögulegar, og fátt getur skaðað
atvinnulífíð meira. Slíkir vextir, sem
em taglhnýttir verðbólguvísitölu,
em að sjálfsögðu ekki „frjálsir".
(ii) Nafnvextir fá lántakandann
til að horfast í augu við fjárskuld-
bindingu sína og getuna til að
standa í skilum. Sá, sem tekur lán
kr. 1 millj. á 30% árevöxtum, gerir
sér grein fyrir greiðslubyrðinni, sem
er kr. 300 þús. yfír árið utan af-
borgunar. Hann er síður á verði,
þegar stæreti hluti vaxtanna bætist
sem „verðbótaþáttur" við höfuðstól
lánsins á ári hveiju og dreifist yfír
lengra tímabil. Þannig freistast
ungt fólk til að sækja um verð-
Dr. Magni Guðmundsson.
tryggð húsnæðislán í von um, að
úr rætist síðar. En það kemur að
skuldadögunum, og vandræði skap-
ast, sem að oft hafa endað í harm-
leik. Veijendur þessa ómannúðlega,
slóttuga kerfis, sem byggir á fölsun
vaxtahugtaksins, mættu huga að
þeirri alvarlegu hlið málsins. Æska
landsins, sem tekur fyret verð-
tryggð námslán og sfðan til við-
n^ihatsuvildarkjör
bótar verðtryggð húsnæðislán, á
ekki þrautalausa framtíð fýrir
höndum.
Læt ég hér staðar numið. Ég
hefi í greinum mínum sýnt fram á
í fyreta lagi, að verðtrygging fjár-
skuldbindinga er reist á röngum
forsendum, og í öðru lagi, að hún
er í eðli sínu gervilausn, sem getur
ekki gagnað sparifláreigendum
fremur en kaupgjaldsvísitalan laun-
þegum. Hún elur verðbólguna eins
og aðrar vísitölur, og það er sízt
af öllu hagur spariQáreigenda.
Hugsanlegt er að taka upp raun-
hæfari viðmiðun fyrir lánskjaravísi-
tölu. Betra er þí að afnema hana.
Völ er vænlegri leiða til að vemda
sparifé landsmanna. Við verðum,
eins og sagt var í fyrri grein, að
gera annað tveggja að lifa við verð-
bólguna og verðtryggja alla þætti
eða lifa án hennar og verðtryggja
ekkert. Sú millileið, sem valin hefír
verið, að verðtryggja sumt og annað
ekki, er óhæf og fær ekki staðizt.
Síðasta greinin í þessum flokki
mun fjalla um Seðlabankalögin
1986.
Höfundur er hagfrseðingur.
DAIHATSU CUORE
kemur ótrúlega á ó\/art
NYJA
CUORE-LÍNAN
HEILLAR OG
SLÆR I
GEGN HJÁ
FJÖLDANUM:
5 DYFtA, 5 GÍRA. VERÐ FFtÁ KR. 319.300.-
SJÁLFSKIPTUR, 5 DYFtA. VERÐ FRÁ KR. 349.400.-
3JA DYFtA, 5 GÍFtA, 4X4. VERÐ FRÁ KR. 360.100.-
Innifalið í veröi: VerksmiÖjuryÖvörn og skrdning.
ViÖ bjóÖum 25% útborgun og eflirstöövar á 24 mánuÖum eöa Eurokredit.
ÚTLITIÐ - VÉLIN - TÆKNIN OG INNRÉTTINGIN — ALLT ER BYGGT
Á SKYNSEMI, FEGURÐARSKYNI OG UMFRAM ALLT JAPANSKRI
ÚTSJÓNARSEMI OG HUGVITI.
★
ikr
★
-Ar
A-
A
Snerpa og einstakir aksturseiginleikar.
Farþegarýmið og þægindin slik, að menn trúa ekki að þeir sitji í smábít.
Skipt, fellanleg aftursæti skapa alhliða skutbíl til sendiferða.
Bensíneyðsluna tekur varla að nefna.
Fullkomin sjálfskipting, 4-ra eða 5 gíra beinskipting.
Framhjóladrif eða 4x4.
Sjálfstæð fjöðrun á öllum hjólum.
DAIHATSUGÆÐI OG ÞJÓNUSTA SEM ALLIR ÞEKKJA.
BÍLASÝnillVG I DJKG OG Á MGRGUIU KL. 43-17
BRIMBORG H/F
ÁRMÚUA. 23. SÍMA.R: 685870 - 681733