Morgunblaðið - 20.02.1988, Blaðsíða 52
52
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 20. FEBRÚÁR 1988
fclk f
fréttum
Ahöfnin af þyrlu varaarliðsins tekur við þakklætisvotti fyrir vel nnnin björgunarstörf. Frá vinstri,
Scot Farver þyrluflugmaður, Jose Medina, Jeffrey S. Jennings faUhlífar-björgunarinaður, Harald-
ur Einarsson skipstjóri & Þorláki, Pétur Einarsson flugumferðarstjórí og James D. Breen fall-
hlífar-björgunarmaður.
Þ^KKLÁTIR
SPANVERJAR
Björgnnar-
menn í boði
aðalræðis-
manns
Giftusamlegri björgun sex Spánveija,
sem þurftu að nauðlenda á sjónum vest-
ur af Reykjanesi í október, var nýverið fagn-
að. Ingimundur Sigfússon aðalræðismaður
Spánar á Islandi og kona hans Valgerður
Valsdóttir héldu þeim sem stóðu að björgun-
inni samsætii þakklætisskyni.
Viðstaddir voru menn úr þyrlu vamarliðs-
ins á Keflavíkurflugvelli, en tveir þeirra sigu
, í sjó niður til að hjálpa Spánveijunum um
borð f björgunarbát. Einnig voru í hófínu
menn úr Landhelgisgæslunni, flugmála-
stjóm, skipstjóri togarans Þorláks sem flutti
fimm manns í land, að ógleymdum þremur
úr hópnum sem lenti f hrakningunum síðasta
haust. Þau Jose Medina, Maria Jesus Sanc-
his og Salvador Sanchis létu sig ekki muna
um að skreppa hingað til lands til að þakka
bjargvættum sfnum enn og aftur.
Uorgunblaðið/BAR
Jose Medina, María Jesus Sanchis og Salvador Sanc-
his urðu að nauðlenda lftilli flugvél á sjó vestur af
Reykjanesi i október. En allt fór betur en á horfðist.
Haraldur Benediktsson skipstjórí á Þorláki afhendir þeim Jose Medina og Maria Jesus Sanchis
mynd af skipinu til minningar.
Þeir H.E Johansen, sem áður var bankastjórí Handelsbanken í Dan-
mörku, og Torben Roug reka nýtt fyrírtæki þar i landi, sem meðal
annars hefur milligöngu um kaup og sölu annarra fyrirtækja. Mál-
verkið á veggnum er eftir Braga Hannesson, bankastjóra Iðnaðar-
bankans, en hann segir þó skipulögð listaverkaskipti milli norrænna
bankamanna ekki i sjónmáli.
MALVERK
Islenskt landslag
í Danmörku
Meðfylgjandi mynd birtist í
fréttablaði dönsku kauphall-
arinnar á dögunum. A henni sjást
tveir heiðursmenn úr viðskiptalífínu
í Danaveldi í nýstofnuðu fyrirtæki
sínu, Interfínans. Islensk landslags-
mynd eftir Braga Hannesson, list-
málara og bankastjóra Iðnaðar-
bankans, trónir á bak við þá.
Fólk í fréttum hafði samband við
Braga og spurði hann hvemig mál-
verkið hefði ratað upp á vegg í
danskri fyrirtækjamiðlun. „Versl-
unarbankinn í Danmörku (Handels-
banken) fékk nokkur málverk frá
mér fyrir þremur árum, þegar ann-
ar mannanna á myndinni var
bankastjóri þar. Hann hefur sýni-
lega tekið þetta málverk með sér í
nýja fyrirtækið. Svo einfalt er það,“
svaraði Bragi Hannesson að bragði.
COSPER