Morgunblaðið - 20.02.1988, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 20.02.1988, Blaðsíða 34
34 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 20. FEBRÚAR 1988 Viðræður Kennarasambands íslands: Rætt um tilfærslur og röðun í launaflokka „Við ræddum röðun í launaflokka og tilfærslur milli flokka vegna mats á framhaldsnámi og endurmenntun á grundvelli tíl- lagna, sem Kennarasambandið hefur lagt fram. Það var ákveðið að skoða þetta nánar í hvorum hóp nú í vikunni og hittast aftur á mánudaginn kemur,“ sagði Svanhildur Kaaber, formaður Kenn- arasambands íslands, aðspurð um gang samningaviðræðna félags- ms við rikisvaldið. Hún sagði að auk þessa hefði verið rætt um kennsluafslátt vegna sérstakra þátta í kennara- starfínu, svo sem vegna umsjónar með bekkjardeildum og vegna nýliða í kennslu, og þessi atriði FINNBOGI Pétursson opnar sýningu í Nýlistasafninu, Vatnsstíg 3b, laugardaginn 20. febrúar kl. 16. Finnbogi fæddist 1959, lauk námi frá nýlistadeild Myndlista- og handíðaskóla íslands 1983 og INNLENT væru einnig til athugunar. Samn- ingar Kennarasambandsins hafa verið lausir frá síðustu mánaðar- mótum, en viðræður hafa staðið yfír í tæpa tvo mánuði. Launaliðir kröfugerðar KÍ hafa verið ræddir stundaði framhaldsnám við Jan Van Eyck Akademie í Hollandi 1983-85. Finnbogi hefur tekið þátt í sam- sýningum hér heima og erlendis. Þetta er fjórða einkasýning hans en sú fyrsta hérlendis. Á sýning- unni er hljóðverk (audio-installati- on) í mið- og neðri sal safnsins. Sýningin er opin virka daga frá kl. 16—20 og um helgar frá 14—20. Henni lýkur sunnudaginn 6. mars. (Fréttatilkynning’) en lagðir til hliðar í bili á meðan unnið er að þeim sem áður eru nefnd. Viðræður standa einnig yfír milli Hins íslenska kennarafélags og Qármálaráðuneytisins, en samningar félagsins hafa verið lausir frá 1. janúar síðastliðnum. Undirnefnd vinnur að gerð nýs launakerfís og hefur HÍK lagt fram hugmyndir sínar í þeim efn- um. Næsti fundur hefur verið ákveðinn á mánudag og er þá búist við að samninganefnd ríkis- ins leggi fram sínar hugmyndir að uppstokkun launakerfísins. Þegar samkomulag hefur tekist um breytingar á launakerfinu verður farið að ræða um kauptölur í því sambandi. Wincie Jóhannsdóttir, formaður HÍK, sagði að nokkurrar óþolin- mæði væri farið að gæta með gang viðræðnanna. Það sem náðst hefði fram í síðustu samningum hyrfí óðum og hjá sumum félags- mönnum væri kaupmátturinn kominn niður fyrir það sem hann var í janúar 1987. „Við gerum okkur vonir um að það komi eitt- hvað bitastætt út úr breytingunum á launakerfínu núna og að því lo- knu er hægt að fara að ræða um launatölur," sagði Wincie Jó- hannsdóttir. Finnbogi Pétursson sýnir í Nýlistasafninu Morgunblaðið/Sverrir Rakel Sigurðardóttir Rosenblad gaf Amnesty International málverk eftir Vilhjálm til að selja á uppboðinu á Hótel Borg á morgun. Á myndinni sést Rakel afhenda Ingibjörgu Björnsdóttur, rekstrarstjóra íslandsdeildar Amnesty^temational, málverkið. Verk seld til styrktar Amnesty Intemational TUTTUGU og fimm af þeim 85 verkum sem verða á uppboði Galleris Borgar á Hótel Borg ’a morgun, sunnudag, verða seld til styrktar Amnesty Intemational. Uppboðið hefst klukkan 15.30 en verkin verða til sýnis í Galleríi Borg frá klukkan 10 til 18 í dag, laugardag. A uppboðinu verða m.a. verk eft- ir Kjarval,^ Mugg, Ásgrím Jónsson, Barböru Ámason, Þorvald Skúla- son, Einar Jónsson, Svein Þórarins- son og Gunnar Öm. Verkin sem seld verða til styrktar Amnesty Int- emational em eftir Vilhjálm Bergs- son, Jóhönnu Bogadóttur, Daða Guðbjömsson, Helga Þorgils Frið- jónsson, Jónfnu Guðnadóttur, Borg- hildi Óskarsdóttur, Guðrúnu Kristj- ánsdóttur, Rúrí, Ragnheiði Jóns- dóttur, Öm Þorsteinsson, Thor Vil- hjálmsson, Sigurð Öm Brynjólfs- son, Jón Reykdalj Valgarð Gunn- arsson, Barböm Amason, Kjartan Guðjónsson, Karl Kvaran, Kristján Davíðsson, Helga Gíslason og Jón Axei, segir í fréttatilkynningu. Sjávar- réttadagur Eldborgar KIWANISKLÚBBURINN Eld- borg i Hafnarfirði heldur sinn 9.„Sjávarréttadag“ i veitingahús- inu Glæsibæ i Reykjavík laugar- daginn 27. febrúar næstkomandi. „Sjávarréttadagurinn" er haldinn i fjáröflunarakyni og qjóta MS- félagið, Félag Krabbameinssjúkl- inga, Iþróttafélag fatlaðra og Endurhæfingastöð Sjúkrahússins Sólvangs ágóðans. „Sjávarréttadagurinn" er aðalQár- öflunarleið Kiwanisklúbbsins Eld- borgar og í þetta sinn verður fulltrú- um þeirra aðila, sem njóta fjárins, afhentur styrkurinn á staðnum. Sjávarréttahlaðborð Eldborgar: Víkingaskip hlaðið krásum. Á skild- ina eru letruð nöfn þeirra fyrirtækja, sem styrkja þessa starfsemi með fjárframlögum. Athugasemd vegna fréttaflutnings Opið bréf til ritstjóra Morgnnblaðsins SUNNUDAGINN 14. febrúar sl. birtist í Morgunblaðinu frétt um sameiningu vinstri mannn og Félags umbótasinnaðra stúdenta við Háskóla íslands. í stuttu máli sagt er margt við þessa frétt. að athuga. Umfjöllun fréttarinnar er vægast sagt einkennileg. Þótt vitnað sé í formann Félags umbótasinna í und- irfyrirsögn fréttar er ljóst að fréttin er ekki um stofnun hins nýja félags í Háskóla íslands, heldur er hún að stærstum hluta viðtal við for- mann Vöku. Þetta eru furðuleg vinnubrögð. í stað þess að fjalla fagmannlega um stofnun Röskvu, notar blaðamaður tækifæríð til að skrifa frétt um Vöku. Aðrar athugasemdir við fréttina eru eftirfarandi: 1. Einungis var rætt við formenn Vöku og Félags umbótasinnaðra stúdenta, en hvorki haft samband við formann framkvæmdaráðs Fé- lags vinstri manna né formann Röskvu, hins nýja félags. 2. Ekkert er sagt frá stefnumál- um félagsins eða öðrum atriðum sem fram komu á stofnfundi þess, né heldur sér blaðamaður ástæðu til þess að láta nafns félagsins getið. 3. Ummæli höfð eftir formanni Félags umbótasinnaðra stúdenta eru slitin úr samhengi og verulega rangfærð af blaðamanni Morgun- biaðsins. 4. í þessu tilviki var blaðamaður Morgunblaðsins, Sveinn Andri Sveinsson, oddviti Vöku í Stúdenta- ráði HÍ. Það er ljóst af lestri fréttar- innar að hann er varla fær um hlut- laus skrif í þessu máli. Að okkar áliti skýrir síðasttalda staðreyndin að mestu leyti ein- kennilegar áherslur og rangfærslur í umræddri frétt. Það er undarlegt að ritstjórar Morgunblaðsins skuli leyfa slíka um^öllun og ljóst að allt tal um hlutlausan fréttaflutning verður ekkert nema orðin tóm þeg- ar þannig er staðið að verki. Margrét Einarsdóttir, for- maður framkvæmdaráðs FVM Ágúst Ómar Ágústsson, formaður Félags umbóta- sinnaðra stúdenta Þórunn Sveinbjaraardóttir, formaður Röskvu, samtaka félagshyggjufólks í HÍ Aths.ritstj.: Það skal tekið fram, að ummæli þau, sem höfð voru eftir formanni Félags umbótasinnaðra stúdenta í frétt þeirri, sem hér um ræðir, voru lesin fyrir hann áður en fréttin var birt. Hann gerði engar athugasemd- ir við þau. Ásökunum í garð Morg- unblaðsins um rangfærslur er því vísað á bug. Þjóðfélagsfræðinemar í-HÍ: Námsstefna um frelsið Þjóðfélagsfræðinemar í Háskóla íslands standa fyrir námsstefnu um frelsið laugardaginn 20. febrúar. Frummælendur verða Amór Hannibalsson, Helgi Gunnlaugsson, Birgir Bjöm Siguijónsson og Hannes Hólmsteinn Gissurarson. Námsstefnan er haldin í Odda, hugvfsindahúsi Háskólans, í stofu 101 kl. 14. Allir eru velkomnir meðan hús- rúm leyfir. Verðlagning og álagning gasolíu UNDIRRITAÐIR vilja koma á framfæri nokkram athugasemd- um við ummæli Kristjáns Ragn- arssonar, framkvæmdastjóra LÍU, í baksíðuviðtali Morgun- blaðsins 19. febrúar 1988. í fyrsta lagi skal tekið fram að ákvörðun um útsöluverð er alfarið í höndum Verðlagsráðs en ekki olíu- félaganna. Gasolía á skv. reglugerð að taka verðbreytingum um mán- aðamót og ræður vilji olíufélaganna engu þar um. A fundi Verðlagsráðs 5. febrúar sl. var tekin ákvörðun um verðlækk- un bensíns og svartolíu, en sökum þess að fundurinn var haldinn eftir mánaðamót var útilokað, sbr. fyrr- nefnda reglugerð, að breyta gas- olíuverði á sama degi og bensín og svartolía lækkuðu hinn 6. febrúar sl. Tillag til innkaupajöfnunar er nú 0,21 kr/ltr eins og fram kemur í viðtalinu. Hvorki sú upphæð né hluti henn- ar kemur í hlut olíufélaganna held- ur safnast fyrir á svokölluðum inn- kaupajöfnunarreikningi og er notuð til að jafna út sveiflur í innkaups- verðum. Óvissa um þróun gengis- mála varð jafnframt þess valdandi að óráðlegt var talið, fyrst um sinn, að leggja til að gasolía lækkaði í veidi sem tillaginu nemur. í þriðja lagi staðhæfir Kristján að álagning olíufélaganna hafi hækkað um 45 aura eða 26,3% á þriggja mánaða tímabili. Þetta er alrangt, álagningin hækkaði um 10 aura en ekki 45 aura og um 4,85% en ekki 26,3%. Þetta getur Kristján fengið stað- fest hjá Verðlagsráði ef hann óskar þess. I fjórða lagi segir Kristján að álagning olíufélaganna með flutn- ingsjöfnunargjaldi sé 54,5% af inn- kaupsverði. Hið rétta er að álagning olíufélaganna er magnálagning, ákveðin krónutala per lítra, en ekki prósentuálagnin. Þetta kemur m.a. fram í því að þegar innkaupsverð hækkar, þá lækkar álagningin í % af innkaupsverði, og öfugt þegar innkaupsverð lækkar. Nú er hluti olíufélaganna til þess að mæta dreifíngarkóstnaði 40% af innkaupsverði, en t.d. má nefna að þegar verðið á gasolíu fór hæst í árelok 1985 var þetta hlutfall 17%. Flutningsjöfnunargjald fer síðan til þess að greiða flutnin'gs- kostnað frá birgðastöðvum eftir til- teknum reglum þannig að gasolíu- verð geti verið hið sama um land allt eins og segir í lögum. Ástæða væri til þess að gera fleiri athugasemdir við fullyrðingar framkvæmdastjórans en hér skal þó staðar numið að sinni. Bjarai Bjaraason, Olíufélagið hf. Kristján B. Ólafsson, Skeljungur hf. Hörður Helagson, Olíuverslun íslands hf. Gestaguðs- þjónusta hjá Nýju Postula- kirkjunni Gestaguðsþjónusta verður haldin í Nýju Postulakirkjunni að Háaleitisbraut 58-60, annarri hæð, á sunnudag 21. febrúar kl. 11. Nýlega kom út kynningarbækl- ingur frá Nýju Postulakirkjunni á íslandi sem útskýrir starf kirkjunn- ar og markmið. Bæklingnum er dreift endurgjaldslaust. Nýja Postulakirkjan heldur guðs- þjónustur að Háaleitisbraut 58-60 á fimmtudögum kl. 20 og sunnu- dögum kl. 11. Safnaðarprestur er Hákon Jóhannesson. Allir eru vel- komnir á gestaguðsþjónustuna á sunnudaginn og kaffiveitingar eru að lokinni guðsþjónustu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.