Morgunblaðið - 20.02.1988, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 20.02.1988, Blaðsíða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 20. FEBRÚAR 1988 Hugleiðingar um bjór og annað áfengi - í tilefni greinar Grétars Sigurbergssonar geðlæknis eftir Óttar Guðmundsson Eins konar formáli Áfengi er aldagamall vímugjafí sem kemur víða við sögu þegar mannkynssagan er skoðuð. Menn hafa dásamað áfengi, ort um það ljóð og sungið því lof en á öllum tímum hafa varkárari raddir hvatt til hófsemi og aðhalds í neyslu þessa undarlega vökva. Þannig segir í Orðskviðum Salomons: „Vínið er spottari, sterkur drykkur glaumsamur og hver sá er drukk- inn reikar óvitur" og í Hávamálum er varað sterklega við ofneyslu áfengis. Menn uppgötvuðu snemma hversu göróttur drykkur- inn er og allrar aðgæslu því þörf, þegar hann er hafður um hönd. Bætt tækni læknavísindanna og auknar rannsóknir á áhrifum áfengis á mannslíkamann hafa leitt í ljós að engin vanþörf var á að vara fólk við neyslu þess í ald- anna rás. Þegar áfengi er drukkið dreifíst það um allan líkamann og hefur áhrif á flest líffæri hans. Jafnvel lítið áfengismagn virðist hafa skaðleg áhrif á heilastarfsem- ina, afkastagetu hjartans, á slímhimnur meltingarfæranna, vöðva líkamans og kynkirtla. Þetta sést mjög vel þegar afköst og geta íþróttamanna er skoðuð eftir drykkju. Þegar svo meira er drukk- ið verða áhrifín alvarlegri og kem- ur alvarlega niður á heilsu einstakl- ingsins. Of mikil áfengisneysla er þannig talin vera veigamikil orsök ýmissa sjúkdóma eins og maga- bólga, skorpulifrar, magasárs og heilarýmunar. Að sögn landlækni- sembættisins má rekja 10—20% innlagna á almenn sjúkrahús til áfengisnotkunar og víða erlendis er þessi tala mun hærri. Tengja má mörg sjálfsmorð, slys og líkamsmeiðingar til áfengisneyslu. (Heilbrigðisskýrslur, fylgirit 1982, nr. 3) Þessi skaðsemi áfengis er vel þekkt í öllum þeim löndum, þar sem áfengi er haft um hönd en viðbrögð stjómvalda em um margt mjög mismunandi. Orsakir þess em margar en sennilega vega hvað þyngst ýmsir efnahagslegir hags- munir sem gera allar aðhaldsað- gerðir ákaflega erfíðar. Þannig em samtök vínbænda í Frakklandi, ít- alíu og Portúgal og ölgerðarmanna í Danmörku, Þýskalandi og Hol- landi mjög sterk og bregðast hart við allri umræðu um skaðsemi áfengis eða einhveijar aðhaldsað- gerðir sem nauðsynlegar væm. Neyslan kostar sitt Flestar þjóðir hafa einhveija heildarstefnu mótaða hvað varðar áfengi en mjög er mismunandi hvemig litið er á eða tekist á við vandann. Sumar virðast vera í af- neitun á að áfengi geti verið alvar- legt heilsufarslegt vandamál (Dan- ir) en aðrar taka á mun faátar og reyna að spyma við fótum á ein- hvem hátt. Óvíða í heiminum em rannsóknir á skaðsemi áfengis eins miklar og í Svíþjóð og fáar þjóðir hafa eytt eins miklum Qármunum og orku í alls kyns athuganir og útreikninga á þeim kostnaði sem þjóðarbúið ber vegna áfengis- neyslu þegnanna. Víðast reyna þó ríkisstjómir að koma til móts við þennan kostnað með skattlagningu á áfenga drykki en það nægir hvergi til. Samkvæmt útreikning- um Svía kostar áfengisneyslan sænska skattborgara 50 milljarða sænskra króna á ári en það jafn- gildir um 300 milljörðum íslenskra króna. (Gunnar Ágren: Svenska lákarsállskapets handlingar, Band 95, Háfte 4, 1986). Þá er reiknað með sjúkrakostnaði og ýmiss konar öðmm útgjöldum vegna heilsu- gæslu, framleiðslutapi og fram- leiðsluminnkun vegna fjarvem frá vinnustöðum svo og ýmis annar kostnaður talinn til. Það er erfítt að reikna út tölu sem þessa enda hljóta útreikningamir alltaf að liggja undir ákveðnu ámæli en tal- an hvort sem hún er heldur lág eða há segir til um umfang van- dans. Á móti koma svo tekjur vegna áfengissölu í Svíþjóð en þær nema um 7—8 milljörðum sænskra króna svo mikið vantar á að endar nái saman. Útreikninga sem þessa um kostnaðinn af áfengisdrykkju fyrir þjóðarbúið hef ég ekki séð frá öðrum löndum en Sviþóð en senni- lega em svipaðar tölur annars staðar frá en skaðsemin er talin standa í réttu hlutfalli við heildar- neyslu áfengis í landinu. Þannig er skaðsemi áfengis í Frakklandi mjög mikil og talið að allt að 50% morða, þriðjung allra dauðaslysa í umferðinni og 35% allra innlagna á sjúkrahús megi relqa til áfengis- neyslu. Alkóhól er þriðja algeng- asta dánarorsökin á eftir hjarta- og æðasjúkdómum og krabba- meini. Sennilega er því heildar- kostnaður Frakka vegna áfengis- neyslu enn meiri hlutfallslega en Svía en hagsmunir vínframleið- enda og ákveðin þjóðarafstaða gagnvart áfengi hefur hingað til komið í veg fyrir að hægt væri að takast á við þennan vanda. Til íslands Áfengisneysla hérlendis miðað við dmkkið magn á hvem einstakl- ing er lág í samanburði við neyslu nágrannaþjóðanna og ætla má að kostnaður vegna drykkjunnar fyrir þjóðarbúið sé því eitthvað minni hérlendis en sænsku tölumar segja hlutfallslega til um en samkvæmt þeim ætti áfengisneyslan að kosta íslensku þjóðina u.þ.b. 10 milljarða ísl. króna á hveiju ári. Skaðsemin er mikil og árlega látast um 100 einstaklingar af afleiðingum áfengisdryklqu að sögn Áfengi- svamaráðs og margir lifa við líkamlega, félagslega og andlega sjúkdóma sem rekja má beint og óbeint til áfengisneyslu. Áfengis- vandinn kemur hvað þyngst niður á ^ölskyldum þeirra sem drekka mikið. í Ijölskyldu þar sem áfengið leikur stórt hlutverk gilda ákveðin lögmál sem eru einstaklingum mjög óholl til frambúðar, þar er mikil tortryggni, mikil óvissa og. oft ákveðið ofbeldi sem böm og aðrir ijölskyldumeðlimir verða að sæta. Þegar þessar staðreyndir eru skoðaðar, öll sú þjáning sem hlýst af áfengisneyslu og allur sá kostn- aður sem rekja má til hennar og ýmiss konar vanheilsa, getur það ekki sætt furðu, að þjóðfélagið reyni að hafa einhver áhrif á áfeng- isneyslu þegnanna. Reynt hefur því verið að takmarka neysluna og minnka hana með ákveðnum aðferðum. Hér á íslandi hefur ver- ið farin sú leið að halda verði á áfengi háu, hafa útsölustaði sem fæsta og banna sölu og dreifíngu áfengs bjórs og reyna þannig að stuðla að minni heildameyslu. Heildarneysla áfengis Ef þróun í áfengismálum er skoðuð verður að telja það rétta stefnu að reyna eftir mætti að stuðla að minnkandi heildameyslu. Eftir því sem hún eykst hefur skað- semi áfengisins aukist í þjóðfélög- unum eins og t.d. má sjá á tíðni- tölum fyrir skorpulifur í ýmsum þjóðfélögum. Aukin heildameysla þýðir, að þeir sem drekka hvað mest drekka þá enn meira og drykkja verður almennari í þjóð- félaginu. Heildameyslan stýrist af áfengisvenjunum og hvemig al- menningur lítur á áfengi. Þetta skilja menn vel sem dvalist hafa langdvölum t.d. í Danmörku þar sem bjórdrykkja er almenn og litið er á bjór sem einhvers konar svala- drykk sem viðhafa á við sem allra flest tækifæri. Þar er bjór drukkinn á vinnustöðum og á öllum krám þegar fólk kemur saman til að rabba um landsins gagn og nauð- synjar. Hinum megin við sundið í Svíþjóð er allt önnur afstaða gagn- vart slíkri sídrykkju og hún raunar alls ekki viðurkennd. Þar er það litið homauga að einhver sé að drekka áfengan bjór í vinnutíman- um og bjórdrykkja eða áfengis- neysla hvergi nærri eins algeng og í Danmörku. Heildameysla áfengis í Svíþjóð er líka mun minni en heilameysla Dana. Afstaða fólks til vímugjafans og umgengis- venjur ráða því miklu um hver heildameyslan verður og þá um- fang skaðseminnar sem af neysl- unni hlýst. Við sem emm á móti bjór teljum að afstaða íslendinga Óttar Guðmundsson „Hérlendis hefur ákveðinni heildar- stefnu verið fylgt til að mifinka heildarneysl- una. Á seinni árum hef- ur þó í mörgu verið vik- ið af markaðri stefnu, útsölustöðum áfengis hefur fjölgað til muna og aragrúi veitinga- staða hefur fengið vínveitingaleyfi. Stærsta breytingin sem nú er stungið uppá er að fara að leyfa sölu og dreifingu áfengs bjórs í landinu. Sú ákvörðun mimdi að mínu mati ganga þvert á áður mótaða stefnu í áfengismálum.“ til áfengis komi til að breytast með tilkomu bjórs. Það verði algengara að fólk fái sér áfengi (bjór) en nú er gert. Bjórdrykkja verði þáttur í umgengisvenjum íslendinga eins og víða gerist erlendis. Þegar rætt er um hvort leyfa eigi bjór eða ekki skipta þessi atriði mikiu máli; mun bjórinn verða til þess að heil- ameyslan aukist? Mun bjórdiykkj- an auka þann alkóhólvanda sem í landinu er? Reynsla nágrannaþjóð- anna er sú að svarið við báðum þessum spumingum er játandi. Heildarneysla og stefnan álslandi ísland hefur um margt sérstöðu í áfengismálum meðal þjóða. Hér er ekki leyfður áfengur bjór og mun ísland vera eina landið í vest- urálfu sem svo er ástatt um. Heild- ameysla áfengis er lág í saman- burði við aðrar þjóðir en þrátt fyr- ir það er meðferðarframboð hér- NEYSLA ÁFENGIS 1 FÆREYJUM A MANN, 15 ÁRA OG ELDRI í HEILD OG EFTIR TEGUNDUM ARIN 1978-1985. (Ath. lítrefjölda bjórs á að margfalda meö 10. Hann var 32,9 áriö 1979 én50,56 áriö 1985) lendis meira en nokkurs staðar annars staðar. Þrátt fyrir þetta er skaðsemi af völdum áfengisneyslu mikil. Hérlendis hefur ákveðinni heild- arstefnu verið fylgt til að minnka heildameysluna. Á seinni ámm hefur þó í mörgu verið vikið af markaðri stefnu, útsölustöðum áfengis hefur Qölgað til muna og aragrúi veitingastaða hefur fengið vínveitingaleyfí. Stærsta breyting- in sem nú er stungið uppá er að fara að leyfa sölu og dreifíngu áfengs bjórs í landinu. Sú ákvörðun mundi að mínu mati ganga þvert á áður mótaða stefnu í áfengismál- um. Klofin læknastétt Eins og allir vita stendur mikill styrr um þessa ákvörðun og hefur læknastéttin skipst í tvo hópa í afstöðu sinni til þessa máls. Rúm- lega 130 læknar undirrituðu þann- ig áskomn til Alþingis um að fall- ast á bjórsöluna og telja hana ekki koma til með að hafa nein teljandi áhrif á áfengisneysluna í landinu nema þá helst til góðs. Grétar Sig- urbergsson geðlæknir er einn þe^- ara 130 lækna og skrifar hann mikinn langhund í Morgunblaðið fyrir nokkmm dögum, þar sem hann rekur röksemdir þeirra sem vilja fallast á samþykkt ofan- greinds frumvarps. Grétar vann um tíma við meðferð áfengissjúkra á Vífílsstöðum og ýmislegt í grein hans er í samræmi við mínar skoð- anir á áfengisvandamálinu en á stundum verður grein hans mikil rökleysa og tel ég því skylt að svara henni. í fyrsta kafla greinar- innar (Heildarneysla) rékur hann hvemig heildarneyslan á íslandi er minni en víðast hvar annars staðar en telur þó að væri allt smygl og ólöglegur innflutningur talinn með yrði heildameyslan meiri hérlendis en á hinum Norð- urlöndunum. Ég efast um, að þessi ályktun hans sé rétt, miklu er smyglað af áfengi til hinna Norður- landanna og ekki hvað síst er heimabrugg eða Hembránning mun algengari þar en nokkum tímann hérlendis. En þessar stað- hæfíngar er auðvitað ekki hægt að sanna eða afsanna. Ráðleggingar WHO í kafíanum um ráðleggingar WHO fer Grétar á kostum og telur upp allar tillögur stofnunarinnar til að draga úr áfengisskaða. Hann fínnur hvergi neitt í þessum ráð- leggingum sem styðji bjórbann. En hvað um fyrstu greinina í ráð- leggingum WHO. „Takmarka má aðgang að áfengi með stjómun á innflutningi og framleiðslu." ís- lenska bjórbannið sem Grétar kall- ar „veraldarviðundur" er ekkert annað en stjómun á innflutningi og framleiðslu einnar áfengisteg- undar og því í fyllsta samræmi við ráðleggingar WHO. Hvað varðar bjórbannið em íslendingar þar ein- ir á báti meðal Evrópuþjóða og engin önnur þjóð, sem ekki hefur fullan aðgang að öllum áfengisteg- undum, þ.e. bjór, léttum vínum og brenndum. Þess vegna er mjög skiljanlegt að ekki skuli í ráðlegg- ingum WHO vera mælt með bjór- banni, vínbanni eða banni á neyslu sterka drykkja enda væri slíkt ákaflega erfítt mál í löndum þar sem allar tegundir áfengra drykkja em aðgengilegar. Enginn hefur svo ég viti til haldið því fram að áfengi í veikara formi sé hættu- legra en sterkara. Grétar veit jafn- vel og ég, að það sem skiptir máli fyrir skaðsemi áfengis er hversu mikið er dmkkið og þá gildir einu hvort dmkkin er hálf flaska af Vodka eða tvær flöskur af rauðvíni eða 8 bjórar sem samanlagt inni- halda 150 gr af hreinu áfengi. Furðuheimur geðlæknisins í næsta kafla greinar sinnar ræðir Grétar um áfengisskaða á íslandi. Hann rekur þar í fyrri málsgreininni hversu mikill skað- inn sé og fer þar réttilega með staðreyndir en í seinni hluta þess kafla fer hann síðan með hreinar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.