Morgunblaðið - 20.02.1988, Blaðsíða 49

Morgunblaðið - 20.02.1988, Blaðsíða 49
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 20. FEBRÚAR 1988 49 Guðmundur Jónas- son, Ási — Minning Á rúmlega átta mánaða tímabili hafa þrír kunnir bændur í Vatnsdal lokið jarðlífsgöngu sinni. Þegar gróðurangan og litskrúð jarðar var að komast í hámark á sl. vori kvaddi Lárus í Grímstungu. Réttum fjórum mánuðum síðar, þegar gróðrarmáttur góðs og gjöf- uls sumars var að þverra, kvaddi Ágúst á Hofí og nú kom röðin að Guðmundi í Asi, einmitt þegar lffsmagn jarðar er fjötrað í bönd vetrarins og Vatnsdalsáin líður hljóðlát undir íshellu í farvegi sínum, meðfram löndum þessara kunnu „hölda“ sveitarinnar. Allir áttu þessir bændur það sam- eiginlegt að um þá var ekki hljótt meðan þeir voru í blóma lífsins og höfðu svigrúm til athafna á góð- býlum sínum, einmitt á þeim tíma sem framfarir hafa orðið mestar í búskaparsögu landsins. Saga þess- ara samtíðarmanna er á ýmsan hátt ólík, en skapaði sterk litbrigði í samfélaginu meðan þeir voru á mestu athafnaskeiði. Guðmundur í Ási fæddist 3. júní árið 1905 að Litla-Búrfelli í Svfna- vatnshreppi. Voru foreldrar hans Jónas Jóhannsson bóndi þar og síðar í Kárdalstungu í Vatnsdal og kona hans Jóhanna Jóhannsdóttir. Vegna heilsuleysis móður sinnar var Guðmundi, komungum, komið í fóstur til hjónanna Hallgríms Hallgrímssonar og konu hans Sig- urlaugar Guðlaugsdóttur í Hvammi í Vatnsdal. Fékk Guðmundur þar ágætt uppeldi á miklu ráðdeildar- heimili en það kom í hlut einnar dóttur þeirra Hvammshjóna að ann- ast hinn unga svein. Sýndi Guð- mundur henni þakklæti sitt, síðar, með þvf að láta dóttur sfna bera nafn hennar. Var þetta Ingunn er síðar varð eiginkona Ágústs á Hofí. Auk venjulegs bamaskólanáms stundaði Guðmundur Jónasson bú- fræðinám á Hólum í Hjaltadal und- ir handleiðslu Páls Zophoníassonar og síðar fór hann í Samvinnuskól- ann í skólastjóratíð Jónasar Jóns- sonar. Enginn vafí er á því að báð- ir þessir skólamenn höfðu mikil og varanleg áhrif á Guðmund, einkum þó Páll. Ég hefí orð Guðmundar sjálfs fyrir því að hann taldi sig taka áhættu og færast mikið í fang er hann, árið 1940, festi kaup á höfuð- bólinu Ási af Sigurlaugu ekkju Guðmundar Ólafssonar alþingis- manns. Engir sáu þó fyrir hvað í vændum var f efnahagsmálum þjóð- . arinnar, en jarðakaupin urðu Guð- mundi létt og beinn vegur til um- svifa og efnalegrar velmegunar. Hann hafði nokkur ár áður búið á hluta Komsár í Vatnsdal, sem eng- an veginn gaf honum nægilegt 8vigrúm fyrir vaxandi §ölda gang- andi fjár. Hafði hann þó haft ítök á fleiri stöðum. Urðu honum allir þessir möguleikar fyrir hendi á ein- um og sama stað í Ási og strax fullnýttir. Gerðist Guðmundur fljótt einn af sveitarstólpum í Vatnsdal sökum mikils reksturs og góðs efna- hags. Hann krafðist mikils af hjúum sfnum en var þó hjúasæll og átti hægt um vik að fara frá heimilinu til umsýslunar félagsmála. Var heimilishald fast mótað f höndum konu hans og við hlið hennar stóð systir Guðmundar, Sigurlaug af mikilli sæmd meðan kraftar hennar entust. Guðmundur í Ási gegndi mörgum trúnaðarstörfum um dagana. Virt- ist það honum ekki óljúft og ein- kenndust félagsmálastörf hans mjög, sem búskapurinn, af miklum umsvifum svo að sumum þótti nóg um á sturidum. Skulu þessi upptalin í meginatriðum en ártala lítið getið: Hreppsnefndarmaður í Áshreppi, tvö kjörtímabil og sýslunefndar- maður lengi. Formaður stjómar Veiðifélags Vatnsdalsár meira en aldarfjórðung. Fulltrúi og trúnaðar- maður Sauðfjárveikivama í meira en þijá áratugi. í byggingamefnd Héraðshælisins á Blönduósi. For- maður stjómar Kaupfélags Hún- vetninga í fímmtán ár. Búnaðar- þingsfulltrúi um árabil. Um eitt skeið formaður ungmennafélagsins Vatnsdælings og stjómarformaður Ungmennasambands sýslunnar . í átta ár. í stjóm byggðasafnsins á Reykjum í Hrútafirði við stofnun þess. Stjómarformaður í Framsókn- arfélaginu f Austur-Húnavatns- sýslu um skeið og þá í miðstjóm Framsóknarflokksins. Þá var hann varaþingmaður Framsóknarflokks- ins í Norðurlandskjördæmi vestra og sat á alþingi árið 1967. Hann var og formaður nefndar er stóð að útgáfu ritsins Húnaþing og fleira mætti telja. Framanskráð lýsir, í rauninni mjög manninum Guðmundi í Ási. Að hann átti trúnað sinna samtíð- armanna, sem fólu honum svo margháttuð störf. Frá ungmenna- sambandsárum hans er í margra minni setning er hann kallaði inn- yfir fullan salinn í gamla samkomu- húsinu á Blönduósi, en fleiri vildu inn komast og Húnavakan stóð jrfir „Þjappið ykkur betur saman um miðjuna" og varð nokkrum fleiri inn komið. Var hent gaman af þessu, en atburðurinn lýsti vel kappgimi Guðmundar. Ágúst á Hofí sagði stundum um Guðmund „að hann reiddi upp stóm svipuna" er honum væri mikið í huga og var þetta líkingamál Ágústs, sem hann var svo kunnur fyrir. Allir, sem þekktu Guðmund í Ási svo sem við sveitungar hans, vissu að hann átti hlýtt hjartalag og að hann fann mjög til með þeim sem stóðu höllum fæti í lífinu. Má vera að í vitund hans hafí ætíð vakað minningin um umkomuleysið í fmmbemsku er hann var að fara frá móður sinni sjúkri. Varð þessi þáttur í skapgerð Guðmundar hon- um mjög til vinsælda. Segja má að Guðmundur f Ási hefði mikið veraldargengi í lífínu. Sjúkleiki ásótti hann þó oft og ekki síður konu hans, svo að það skyggði á. Guðmundur Jónasson kvæntist þann 15. ágúst árið 1936 Sigur- laugu Efemíu Guðlaugsdóttur bónda á Sæunnarstöðum í Hallárdal og konu hans Ambjörgu Þorsteins- dóttur. Lifír Sigurlaug mann sinn farin mjög að Ifkamlegum kröftum og þreki. Hún er hljóðlát kona og fínleg. Kaus hún mjög að vera í heimaranni er heilsa hennar Ieyfði. Böm þeirra hjóna er upp komust em Eggert bókhaldari og endur- skoðandi á Blönduósi og Ingunn húsfreyja í Ási f Vatnsdal gift Jóni B. Bjamasyni núverandi oddvita Áshrepps. Vaxa nú upp í Ási fjögur Minning: JónÞórðarson vitavörðúr Fæddur 10. desember 1910 Dáinn 29. desember 1987 Það leitar á huga minn að minnast Jóns frænda mfns með nokkmm orð- um, en hann andaðist þann 29. des- ember sl. á Sjúkrahúsi Siglufjarðar eftir stutta legu 77 ára að aldri. Jón Guðmundur eins og hann hét fullu nafni var fæddur á Siglunesi við SigluQörð 10. desember 1910. Foreldrar hans vom Margrét Jóns- dóttir Þorlákssonar, bónda á Siglu- nesi, og Þórður Þórðarson vitavörður þar. Jón var elstur af sex bömum þeirra hjóna, en faðir hans lést þegar hann var aðeins 12 ára. Jón ólst upp á Siglunesi og varð aðalstoð móður sinnar sem bjó þar áfram eftir lát manns sfns og ól upp bömin. Anna móðir hennar sem var ekkja var þar hjá henni, og bjó fjölskyldan í svoköll- uðu Þormóðshúsi sem ber nafn af landnámi Þormóðs hins ramma. Til þess að geta stundað nám í Bamaskóla Sigluflarðar, þurfti Jón að dvelja langtfmum saman utan sfns heimilis og átti þvf athvarf hjá Sigrfði móðursystur sinni sem áður hafði oft verið til aðstoðar á heimili foreldra hans. Jón var næmur og fróðleiksfús og hafði ávallt mikið yndi af lestri góðra bóka auk þess sem hann var minnugur og fróður um marga hluti. Og á seinni árum hafði hann mikinn áhuga á þjóðlegum fróðleik og ætt- fræði. Þá vissi hann um fjölda gr. nefna hér f Siglufírði og nágrenni, enda ól hann allan sinn aldur hér innan þess flallahrings og í jaðri hans. Jón kvæntist eftirlifandi konu sinni, Soffíu Jónsdóttur frá Nýpukoti f Vfðidal, árið 1945 og eignuðust þau sjö böm. Þau eru Þórður, rekstrar- stjóri SR kvæntur Guðbjörgu Bjöms- dóttur; Margrét, húsmóðir, Garði Þistilfirði gift Björgvin Þóroddssyni; Bjöm Búi, menntaskólakennari f Reykjavfk kvæntur Hildi Sverrisdótt- ur; Snorri, verksfjóri á Seyðisfirði kvæntur Jónbjörtu Aðalsteinsdóttur; Ásmundur, vélvirki á Akureyri í sam- búð með Bjöigu Brynjólfsdóttur, Ingibjörg, húsmóðir, Húsavík gift Þráni Gunnarssyni og yngst er Sigríður, hjúkrunarfræðingur í Reykjavík gift Páli E. Pálssyni, prent- ara. Bamabömin eru orðin 15 talsins og voru þau afa sfnum mjög kær. Jón og Soffía höfðu ávallt nokkum búskap á Siglunesi, en Soffía var mjög hneigð til búskapar. Hins vegar átti sjórinn mikinn sess f huga Jóns enda stutt til fanga frá Nesinu. Jón varð vitavörður á Siglunesi árið 1945 og gegndi því starfí með aðstoð konu sinnar til ársins-1959. Þá flutti fjöl- skyldan til Siglufjarðar til þess að bömin gætu notið eðlilegrar skóla- göngu án þess að vera að heiman á vetmm. Hér vann Jón alla algenga vinnu af trúmennsku og dugnaði, en það hefir áreiðanlega ekki verið létt verk að sjá fyrir svo stórri fjölskyldu. Þá höfðu þau hjón nokkrar kindur til búdrýginda eins og fleiri hér í bæ. Fjárhúsin vom þó ekki í næsta ná- grenni heimilisins heldur innan við kaupstaðinn. Það var þeim hjónum samt engin hindmn, enda er Soffía orðlögð dugnaðarkona. Jón og Soffía hafa aldrei orðið auðug á veraldlegum mælikvarða, en bömin sjö em sannar- lega þeirra mikli auður. Við Jón eða Nonni, eins og ég ávallt nefndi hann, vomm systraböm. Ég á erfítt með að átta mig á því að hann sé allt í einu horfinn af sjón- arsviðinu, þvf að ég átti eftir að tala svo mikið við hann og spyija hann svo margs. Þegar ég hitti hann á sjúkrahúsinu á jóladag, gmnaði mig samt ekki að það ytði f sfðasta skipti. Ég á alveg sérstaklega góðar minningar frá samskiptum mínum við Nonna frænda. Þegar ég var smástelpa senái hann mér falleg glanskort á jólum og afmælum, og skrifaði á þau ungfrú, en þetta var svo stórt í mínum huga þá. í upp- vexti mínum kom Nonni oft á æsku heimili mitt, Hlfðarhús, og hafði þá stundum meðferðis hákarlsbeitu handan litlu frænku sinni. En það undarlega var að hákarl þótti mér strax f bemsku betri en nokkurt sælgæti. Sfðustu beituna færði hann mér svo til Reykjavíkur eftir að ég giftist og fór að búa þar. í annálum er þess getið að Sigluneshákarl hafí þótt sérstakt lostæti og verið mjög eftirsóttur. Nonni tók sérstöku ástfóstri við Sigríði móður mína strax í æsku og var mjög kært með þeim á meðan þau bæði lifðu. Hann lét yngstu dótt- ur sina heita f höfuðið á henni og gladdi það hana mjög. Áður voru þau Jón og Soffía búin að láta heita Snorra f höfuðið á föður mínum, og víst er um það að sonur þeirra gleymdi ekki nafna sínum. Sigríður dóttir þeirra hafði einnig sérstakt samband við föður minn á meðan hann lifði, og var það honum mikið ljós f því myrkri sem hann bjó við í aldarfjórðung, en fyrir það er ég sér- staklega þakklát. öll tryggðin hans Nonna við móður mfna og eftir lát hennar umhyggja hans og ræktarsemi við foður minn var alveg einstök og ómetanleg. Þær voru ófáar göngumar hans suður í Hlíðarhús síðustu árin jafnvel í hálku og hriðarbyl til þess að hjálpa hinum háaldraða blinda manni og stytta honum stundimar. Þó var það oft erfiðleikum bundið fyrir Jón vegna sjóndepru sem ágerðist með aldrin- um. Nú hafa þessir góðu vinir báðir lokið göngu sinni hér f heimi á sama árinu þrátt fyrir 15 ára aldursmun og flust í æðri heim, þar sem ekkert myrkur er til heldur eilfft ljós. Deyr fé, deyja frændr, deyr sjálfr it sama; en orðstírr deyr aldregi, hveim er sér góðan getr. (Úr Hávamálum.) Guð blessi minningu Nonna frænda og gefí Sofffu og íjölskyld- unni allri styrk f þeirra söknuði. Ég og fjölskylda mín vottum þeim öllum dýpstu samúð. Anna Snorradóttir, Siglufirði. Birting afmælis- og minningargreina Morgunblaðið tekur afmælis- og minningargreinar til birting- ar endurgjaldslaust. Tekið er við greinum á ritstjóm blaðsins á 2. hæð f Aðalstræti 6, Reylgavík og á skrifstofu blaðsins f Hafn- arstræti 85, Akureyri. Athygli skal á því vakin, að greinar verða að berast með góðum fyrirvara. Þannig verður grein, sem birtast á í miðvikudagsblaði að berast síðdegis á mánudegi og hliðstætt er með greinar aðra daga. böm þeirra Ingunnar og Jóns, tveir piltar og tvær stúlkur, öll á náms- aldri. Guðmundur í Ási var kjörinn heiðursfélagi Kaupfélags Húnvetn- inga árið 1981 og sæmdur gull- merki samvinnufélaganna í tilefni áttatíu ára afmælis hans 3. júní 1985. Aukinn sjúkleiki sótti mjög á Guðmund sfðustu misserin, svo að hann tók vart á heilum sér. Naut hann mjög takmarkað þess heiðurs sem samfélagið veitti honum og þá ekki heldur hins milda aftanskins viðburðaríkrar æfí, sem æskilegt hefði verið, en samúð átti hann allra sem þekktu hann. Hin síðustu misseri nokkur dvöldu þau Áshjón í Hnitbjörgum á Blönduósi. Að lokum fór þó svo að þau þurftu bæði á hjúkrun að halda á Héraðshælinu. Þeim auðnaðist þó að vera alltaf heima í Ási yfir jóla- hátfðina. Rík er í huga mínum löng sam- leið með Guðmundi í Ási, sem og hinna tveggja Vatnsdælinganna, sem nefndir eru í upphafí þessara minningarorða. Er þeir eru horfnir af sviðinu fínnst mér „skarð fyrir skildi", en þeir urðu sem aðrir, að hlýða kallinu þegar það kom. Þann- ig verða allir jafningjar við leiðar- lok. Vinátta við Guðmund í Ási varð okkur báðum því opinskárri sem árunum fjölgaði og við uxum upp úr veraldarvafstri og umsvifum at- hafnalífsins. Tímabil þetta var okk- ur mikils virði og hefði mátt vera lengra. En nú er það á enda runn- ið. Eg gleðst yfir því að Guðmund- ur hefur verið leystur frá þeim þrautum sem hijáðu hann undir leiðarlokin. Hann andaðist aðfara- nótt hins 6. þ.m. og var jarðsettur að Undirfelli í Vatnsdal f gær, föstu- dag. Við hjónin vottum eiginkonu Guðmundar og afkomendum þeirra öllum samhug okkar og biðjum þeim blessunar um ókomin ár. Grimur Gislason HITAMÆLAR JJCo)irЮ®®D(jl <& Vesturgötu 16, sími 13280.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.