Morgunblaðið - 20.02.1988, Blaðsíða 64

Morgunblaðið - 20.02.1988, Blaðsíða 64
EIGNA MIÐUMN 277U _ ÞINGHOLTSSTRÆTI 3 Svemr Kristinsson, sölustjóri - Þorieifur Guðmundsson, sölum. Þórótfur Halldórsson, lögfr.- Unnsteinn Beck hrf.f simi 12320 FERSKLEIKI ÞEGAR MESTÁ REYNIR LAUGARDAGUR 20. FEBRÚAR 1988 VERÐ í LAUSASÖLU 55 KR. Sparisjóðir lækka útlánsvexti um 5,5-6%* Jákvæð áhnf a kjaraviðræður - segja oddvitar samningsaðila SPARISJÓÐIRNIR hafa ákveðið að lækka útlánsvexti um 5,5-6% frá og með 21. febrúar og allir bankar, nema Samvinnubankinn, lækka einnigf vexti á sama tíma um 2-5%. Þorsteinn Pálsson for- sætisráðherra segir þetta vera fyrsta skrefið i átt að betra jafn- vægi í efnahagslífinu. Ljóst sé af verðbólgutðlum að efnahags- stefna ríkisstjómarinnar sé að skila árangri og lækkun vaxta í kjðlfarið sýni að fjármagnsmark- aðurinn bregðist við breyttum aðstæðum. Jón Sigurðsson við- skiptaráðherra segir að teikn séu á lofti um að raunvaxtalækkun verði á fijálsasta hluta fjár- magnsmarkaðarins. Oddvitar verkalýðssamtaka og vinnuveit- enda eru sammála um að þessi vaxtalækkun hafi jákvæð áhrif á kjaraviðræður sem nú standa yfir. Forsvarsmenn banka og spari- sjóða eru sammála um það, í sam- tölum við Morgunblaðið, að þessi vaxtalækkun sem nú verður, sé aðeins fyrsta skrefið, svo framar- lega sem verðbólgan haldi áfram að minnka. Hins vegar geti ýmsir óvissuþættir, haft áhrif á þessa þróun, svo sem kjarasamningar og hugsanlegar efnahagsaðgerðir ríkisstjómarinnar. Þorsteinn Páls- son tók undir þetta og sagði að það væri ekki síst fyrir þá sök að það skipti miklu að aílar ákvarðanir sem teknar verða í efnahags- og kjara- málum miði að lækkun verðbólgu, svo þessi þróun geti haldið áfram. Þorsteinn sagði ennfremur að þær verðbólgutölur, sem birst hefðu að undanförau og hefðu haft þessa vaxtalækkun í för með sér, hlytu að auka samningamönnum bjart- sýni um að ríkissijómin geti náð þeim árangri sem hún ætlaði sér. Þórarinn V. Þórarinsson, fram- kvæmdastjóri Vinnuveitendasam- bands íslands, sagði við Morgun- blaðið að engin spuming væri um að þessi fyrsti áfangi vaxtalækkun- arinnar hefði heilladijúg áhrif á samningaviðræðumar. „Hins vegar er það alveg ljóst að samningsaðilar hafa það mjög í hendi sér hvort framhald verður á þessari þróun. Við emm nú að horfa á iækkun nafnvaxta, sem hlýtur að fylgja í kjölfar Iækkandi verðbólgu, og samningsaðilamir hafa býsna mikil áhrif á hvort sú þróun heldur áfram eða ekki," sagði Þórarinn ennfrem- ur. Guðmundur J. Guðmundsson, formaður Verkamannsambands ís- lands, sagðist telja eðlilegt að vaxtalækkunin hljóti að hafa góð áhrif á samningaviðræðumar. „Ég hef hinsvegar ekki séð vaxtalækkun hjá Samvinnubankanunm. Það hlýt- ur að vera von á henni, en ég hefði haldið að þeir myndu ríða á vaðið," sagði Guðmundur J. Guðmundsson. Sjá einnig bls. 35. Olíuflekkurinn stefnir nú á vatns- ból Keflvíkinga KefUvik. OLÍUFLEKKURINN, sem mynd- aðist þegar um 75 þúsund lítrar af díseloliu láku úr oUuleiðsIu á KeflavíkurflugveLh í haust, stefnir nú i átt að einu af tveim vatnsbólum Kefivíkinga sem er við Þverholt. Magnús Guðjónsson framkvæmdastjóri heilbrigð- iseftirlits Suðurnesja sagði í sam- taU við Morgunblaðið í gærkvöldi að þessar niðurstöður hefðu komið mönnum mjög á óvart. Boruð hefur verið hola 150 metra frá þeim stað þar sem olíu- þeim tekin daglega. Einnig væri fyrirhugað að bora fleiri holur og eftir helgi yrði bomn hafin til að fylgjast nánar með útbreiðslu olíu- flekksins í átt til Keflavíkur. Magn- ús sagði að svo virtist sem olíuflekk- urinn færðist að jafnaði um 20 sentimetra á dag en hreyfingin á honum gæti verið talsvert breytileg. - BB MorgunblaÖið/RAX Vegfarendur á hálum ís NÚ ERU viða miklir sveUbunkar á gangstéttum á höfuðborgarsvæð- inu og gangandi vegfarendur leita þá gjaraan út á akbrautir, þar sem auðveldara er að fóta sig. Gylfi Jónsson, lögreglufuUtrúi í Reykjavfk, sagði að þetta yUi oft míkilli bsettu og væri ástæða til að benda fólki, jafnt gangandi sem akandi, á að fara varlega. Bandaríkja- og Bretlandsmarkaðir: Borgarfjörður eystri: Hreindýr falla úr hor eystra Borgarfirði eystri. UNDANFARIN haust hafa hreindýr lagt leið sína óvenju mikið niður f byggð hér i Borgar- firði og það jafnvel þótt nokkur beit væri enn upp tíl fjalla, en þó aldrei eins mikið og sfðastUð- ið haust og má tíl dæmis geta þess að tvisvar voru talin um 120 dýr f einni þjörð hérna innan við þorpið. í vetur hefur verið mikill snjór til heiða og Qalla og sfðan um ára- mót má segja að óvfða hafi séð á dökkan dfl á láglendi. Aðeins hjam Og svellalög. Hefur þetta bitnað miskunnarlaust á hreindýrunum og virðast þau nú farin að falla úr sulti og hverskonar næringarskorti þar sem þau hafa ekkert ætilegt fundið nema ef einstaka þíðir topp- ar kynnu að standa upp úr hjam- inu, dauðir og næringarlausir. Fundist hafa um 20 dýr sem þegar em dauð hér í firðinum og má reikna með að þau sáu enn fleiri bæði í Víkum og Loðmundar- firði. Einnig hefur talsvert borið á ijúpnadauða, eflaust af sömu ástæðum. — Sverrir Visa og Eurocard: Riftun samn- inga frestað TEKIST hefur samkomulag um að fresta riftun samninga milli Visa og Eurocard og ferðaskrif- stofanna þriggja, er taka átti gildi í gær. 1 sameiginlegri yfirlýsingu fyrir- tækjanna kemur fram að: „Þar sem nú standa yfir samningaviðræður milli kreditkortafyrirtækjanna Visa ög Eurocard og Ferðaskrifstofunn- ar Polaris, Samvinnuferða-Land- sýnar og Úrvals, hefur orðið að samkomulagi að fresta riftun sam- starfssamninga þar til niðurstaða samningaumleitana liggur fyrir." Að sögn Harðar Gunnarssonar fjármálastjóra Samvinnuferða- Landsýnar má búast við niðurstöðu úr samningunum í dag eða á morg- un. lekinn varð i átt að vatnstöku- holu KeflvOdnga við Þverholt og þar hefur fundist olíubrák. Frá þeim stað eru um 400 metrar að holunni. Magnús Guðjónsson sagði að þessar niðurstöður hefðu komið á óvart, því sérfræðingar hefðu álitið að olían leitaði í straumstefnu stystu leið til sjávar og vatnsból Njarðvíkinga hefði því verið talið í mestri mengunarhættu. Magnús sagði að nú hefðu verið boraðar 7 holur f nágrenni þess staðar þar sem olfulekinn varð og sýndu mælingar mismikla olíumengun, sumstaðar litla sem enga og mest væri hún 8 tommur ofaná gmnnvatninu. Að sögn Magnúsar er fylgst ítar- lega með vatnsbólunum og sýni úr Þorskblokk lækkar um 10 sent Jafngildir um 50 milljóna minni tekjum á einu ári hjá SH VERÐ á þorskblokk frá Sölumiðstöð hraðfrystihúsanna lækkaði úr 200 sentum i 190 sent, eða um 5%, i Bandaríkjunum og Bretlandi nú í vikunni. Að sögn Friðriks Pálssonar, forstjóra SH, hefur þessi verðlækkun legið f loftinu í nokkurn tíma — það hefði veríð tals- vert framboð af ágætrí þorskblokk bæði i Bandaríkjunum óg Bret- landi á undanföraum vikum á þessu verði og ekki værí hægt annað en að fylgja almennum verðbreytingum á þessarí vöru. Gylfi Þór Magnússon, framkvæmdastjórí hjá SH, sagði að lækkun sem þessi jafngilti um 50 miHjónum íslenskra króna á einu ári. Verð á þorskblokk hækkaði f nóvember síðastliðnum úr 195 sent- um í 200 sent, en í fyrra var mikil eftirspum og tiltölulega lítið fram- boð af þorskblokk, að sögn Friðriks Pálssonar. Hann sagði að verð á þorskblokk væri mjög viðkvæmt gagnvart framboði og eftirspum og vegna' umtals um væntanlegar verðbreytingar hefðu kaupendur haldið að sér höndum og það setti þiýsting á vöru af þessu tagi. Frið- rik sagðist engu vilja spá um hvem- ig verðið þróaðist í nánustu framtíð. Hann sagði að íslendingar héldu enn verulega hærra verði á flökum en aðrir og nú reyndi á hvort hægt væri að halda þeim mun, en það skipti gífuriega miklu máli. Gylfi Þór Magnússon, fram- kvæmdastjóri hjá SH, sagði að þorskblokk, t.d. frá Noregi og Dan- mörku, væri f boði á verði allt niður í 180 sent og auðvitað yrði að taka tillit til þess í verðlagningu á íslenskri þorskblokk. Ekki náðist f talsmenn sjávaraf- urðadeildar SÍS eða Iceland Sea- food vegna þessa máls í gær.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.