Morgunblaðið - 20.02.1988, Side 64

Morgunblaðið - 20.02.1988, Side 64
EIGNA MIÐUMN 277U _ ÞINGHOLTSSTRÆTI 3 Svemr Kristinsson, sölustjóri - Þorieifur Guðmundsson, sölum. Þórótfur Halldórsson, lögfr.- Unnsteinn Beck hrf.f simi 12320 FERSKLEIKI ÞEGAR MESTÁ REYNIR LAUGARDAGUR 20. FEBRÚAR 1988 VERÐ í LAUSASÖLU 55 KR. Sparisjóðir lækka útlánsvexti um 5,5-6%* Jákvæð áhnf a kjaraviðræður - segja oddvitar samningsaðila SPARISJÓÐIRNIR hafa ákveðið að lækka útlánsvexti um 5,5-6% frá og með 21. febrúar og allir bankar, nema Samvinnubankinn, lækka einnigf vexti á sama tíma um 2-5%. Þorsteinn Pálsson for- sætisráðherra segir þetta vera fyrsta skrefið i átt að betra jafn- vægi í efnahagslífinu. Ljóst sé af verðbólgutðlum að efnahags- stefna ríkisstjómarinnar sé að skila árangri og lækkun vaxta í kjðlfarið sýni að fjármagnsmark- aðurinn bregðist við breyttum aðstæðum. Jón Sigurðsson við- skiptaráðherra segir að teikn séu á lofti um að raunvaxtalækkun verði á fijálsasta hluta fjár- magnsmarkaðarins. Oddvitar verkalýðssamtaka og vinnuveit- enda eru sammála um að þessi vaxtalækkun hafi jákvæð áhrif á kjaraviðræður sem nú standa yfir. Forsvarsmenn banka og spari- sjóða eru sammála um það, í sam- tölum við Morgunblaðið, að þessi vaxtalækkun sem nú verður, sé aðeins fyrsta skrefið, svo framar- lega sem verðbólgan haldi áfram að minnka. Hins vegar geti ýmsir óvissuþættir, haft áhrif á þessa þróun, svo sem kjarasamningar og hugsanlegar efnahagsaðgerðir ríkisstjómarinnar. Þorsteinn Páls- son tók undir þetta og sagði að það væri ekki síst fyrir þá sök að það skipti miklu að aílar ákvarðanir sem teknar verða í efnahags- og kjara- málum miði að lækkun verðbólgu, svo þessi þróun geti haldið áfram. Þorsteinn sagði ennfremur að þær verðbólgutölur, sem birst hefðu að undanförau og hefðu haft þessa vaxtalækkun í för með sér, hlytu að auka samningamönnum bjart- sýni um að ríkissijómin geti náð þeim árangri sem hún ætlaði sér. Þórarinn V. Þórarinsson, fram- kvæmdastjóri Vinnuveitendasam- bands íslands, sagði við Morgun- blaðið að engin spuming væri um að þessi fyrsti áfangi vaxtalækkun- arinnar hefði heilladijúg áhrif á samningaviðræðumar. „Hins vegar er það alveg ljóst að samningsaðilar hafa það mjög í hendi sér hvort framhald verður á þessari þróun. Við emm nú að horfa á iækkun nafnvaxta, sem hlýtur að fylgja í kjölfar Iækkandi verðbólgu, og samningsaðilamir hafa býsna mikil áhrif á hvort sú þróun heldur áfram eða ekki," sagði Þórarinn ennfrem- ur. Guðmundur J. Guðmundsson, formaður Verkamannsambands ís- lands, sagðist telja eðlilegt að vaxtalækkunin hljóti að hafa góð áhrif á samningaviðræðumar. „Ég hef hinsvegar ekki séð vaxtalækkun hjá Samvinnubankanunm. Það hlýt- ur að vera von á henni, en ég hefði haldið að þeir myndu ríða á vaðið," sagði Guðmundur J. Guðmundsson. Sjá einnig bls. 35. Olíuflekkurinn stefnir nú á vatns- ból Keflvíkinga KefUvik. OLÍUFLEKKURINN, sem mynd- aðist þegar um 75 þúsund lítrar af díseloliu láku úr oUuleiðsIu á KeflavíkurflugveLh í haust, stefnir nú i átt að einu af tveim vatnsbólum Kefivíkinga sem er við Þverholt. Magnús Guðjónsson framkvæmdastjóri heilbrigð- iseftirlits Suðurnesja sagði í sam- taU við Morgunblaðið í gærkvöldi að þessar niðurstöður hefðu komið mönnum mjög á óvart. Boruð hefur verið hola 150 metra frá þeim stað þar sem olíu- þeim tekin daglega. Einnig væri fyrirhugað að bora fleiri holur og eftir helgi yrði bomn hafin til að fylgjast nánar með útbreiðslu olíu- flekksins í átt til Keflavíkur. Magn- ús sagði að svo virtist sem olíuflekk- urinn færðist að jafnaði um 20 sentimetra á dag en hreyfingin á honum gæti verið talsvert breytileg. - BB MorgunblaÖið/RAX Vegfarendur á hálum ís NÚ ERU viða miklir sveUbunkar á gangstéttum á höfuðborgarsvæð- inu og gangandi vegfarendur leita þá gjaraan út á akbrautir, þar sem auðveldara er að fóta sig. Gylfi Jónsson, lögreglufuUtrúi í Reykjavfk, sagði að þetta yUi oft míkilli bsettu og væri ástæða til að benda fólki, jafnt gangandi sem akandi, á að fara varlega. Bandaríkja- og Bretlandsmarkaðir: Borgarfjörður eystri: Hreindýr falla úr hor eystra Borgarfirði eystri. UNDANFARIN haust hafa hreindýr lagt leið sína óvenju mikið niður f byggð hér i Borgar- firði og það jafnvel þótt nokkur beit væri enn upp tíl fjalla, en þó aldrei eins mikið og sfðastUð- ið haust og má tíl dæmis geta þess að tvisvar voru talin um 120 dýr f einni þjörð hérna innan við þorpið. í vetur hefur verið mikill snjór til heiða og Qalla og sfðan um ára- mót má segja að óvfða hafi séð á dökkan dfl á láglendi. Aðeins hjam Og svellalög. Hefur þetta bitnað miskunnarlaust á hreindýrunum og virðast þau nú farin að falla úr sulti og hverskonar næringarskorti þar sem þau hafa ekkert ætilegt fundið nema ef einstaka þíðir topp- ar kynnu að standa upp úr hjam- inu, dauðir og næringarlausir. Fundist hafa um 20 dýr sem þegar em dauð hér í firðinum og má reikna með að þau sáu enn fleiri bæði í Víkum og Loðmundar- firði. Einnig hefur talsvert borið á ijúpnadauða, eflaust af sömu ástæðum. — Sverrir Visa og Eurocard: Riftun samn- inga frestað TEKIST hefur samkomulag um að fresta riftun samninga milli Visa og Eurocard og ferðaskrif- stofanna þriggja, er taka átti gildi í gær. 1 sameiginlegri yfirlýsingu fyrir- tækjanna kemur fram að: „Þar sem nú standa yfir samningaviðræður milli kreditkortafyrirtækjanna Visa ög Eurocard og Ferðaskrifstofunn- ar Polaris, Samvinnuferða-Land- sýnar og Úrvals, hefur orðið að samkomulagi að fresta riftun sam- starfssamninga þar til niðurstaða samningaumleitana liggur fyrir." Að sögn Harðar Gunnarssonar fjármálastjóra Samvinnuferða- Landsýnar má búast við niðurstöðu úr samningunum í dag eða á morg- un. lekinn varð i átt að vatnstöku- holu KeflvOdnga við Þverholt og þar hefur fundist olíubrák. Frá þeim stað eru um 400 metrar að holunni. Magnús Guðjónsson sagði að þessar niðurstöður hefðu komið á óvart, því sérfræðingar hefðu álitið að olían leitaði í straumstefnu stystu leið til sjávar og vatnsból Njarðvíkinga hefði því verið talið í mestri mengunarhættu. Magnús sagði að nú hefðu verið boraðar 7 holur f nágrenni þess staðar þar sem olfulekinn varð og sýndu mælingar mismikla olíumengun, sumstaðar litla sem enga og mest væri hún 8 tommur ofaná gmnnvatninu. Að sögn Magnúsar er fylgst ítar- lega með vatnsbólunum og sýni úr Þorskblokk lækkar um 10 sent Jafngildir um 50 milljóna minni tekjum á einu ári hjá SH VERÐ á þorskblokk frá Sölumiðstöð hraðfrystihúsanna lækkaði úr 200 sentum i 190 sent, eða um 5%, i Bandaríkjunum og Bretlandi nú í vikunni. Að sögn Friðriks Pálssonar, forstjóra SH, hefur þessi verðlækkun legið f loftinu í nokkurn tíma — það hefði veríð tals- vert framboð af ágætrí þorskblokk bæði i Bandaríkjunum óg Bret- landi á undanföraum vikum á þessu verði og ekki værí hægt annað en að fylgja almennum verðbreytingum á þessarí vöru. Gylfi Þór Magnússon, framkvæmdastjórí hjá SH, sagði að lækkun sem þessi jafngilti um 50 miHjónum íslenskra króna á einu ári. Verð á þorskblokk hækkaði f nóvember síðastliðnum úr 195 sent- um í 200 sent, en í fyrra var mikil eftirspum og tiltölulega lítið fram- boð af þorskblokk, að sögn Friðriks Pálssonar. Hann sagði að verð á þorskblokk væri mjög viðkvæmt gagnvart framboði og eftirspum og vegna' umtals um væntanlegar verðbreytingar hefðu kaupendur haldið að sér höndum og það setti þiýsting á vöru af þessu tagi. Frið- rik sagðist engu vilja spá um hvem- ig verðið þróaðist í nánustu framtíð. Hann sagði að íslendingar héldu enn verulega hærra verði á flökum en aðrir og nú reyndi á hvort hægt væri að halda þeim mun, en það skipti gífuriega miklu máli. Gylfi Þór Magnússon, fram- kvæmdastjóri hjá SH, sagði að þorskblokk, t.d. frá Noregi og Dan- mörku, væri f boði á verði allt niður í 180 sent og auðvitað yrði að taka tillit til þess í verðlagningu á íslenskri þorskblokk. Ekki náðist f talsmenn sjávaraf- urðadeildar SÍS eða Iceland Sea- food vegna þessa máls í gær.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.