Morgunblaðið - 25.02.1988, Page 17

Morgunblaðið - 25.02.1988, Page 17
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 25. FEBRÚAR 1988 17 Tónlístartvíeykið Andreas Schmidt barítónsöngvari (t.v.) og píanó- leikarinn Thomas Palm slær á léttu strengina______ aðeins til sögunnar á tónleikum. Tíminn á sviðinu vinnur því með þeim. Fyrir söngvaranum horfír þetta þannig við „að, þegar er farið á svið bæði með verk og píanóleik- ara, sem söngvarinn þekkir lítt, þá er nauðsynlegt að halda sig við fyrirfram lagðan ramma, sem báðir eru öruggir með. Þegar söngvarinn þekkir orðið píanóleik- arann og verkið, þá hefur hann miklu meira svigrúm til að breyta hér og bæta þar eftir því sem andinn blæs honum í bijóst, án þess að þurfa að óttast að allt hrynji og þeir missi hvor af öðr- um, því hann veit að píanóleikar- inn getur fylgt honum eftir. Ramminn er orðinn þeim svo tam- ur. Þegar svo er komið, tekur líka skemmri tíma að ná nýju verki og komast á það stig að geta far- ið að skoða sig um í því, komast út úr skorðunum. En þá eru það helst ný verk, sem fela í sér eitt- hvað æsilegt til að æfa. Verk, sem maður gjörþekkir, er helst ekki gaman að flytja nema á tónleik- um, því aðeins þar er nægileg spenna til að opna augun fyrir nýjum og áður óþekktum hliðum verksins." Palm bætir við að nú sé líka svo komið að honum sýnist þeir hafí eytt meiri tíma saman á tón- leik, um heldur en til æfínga ... Söngæfin dugir sjaldnast til að bæta upp slaka tónlistarundirstöðu En það eru alls ekki allir píanó- leikarar, sem - kæra sig um að starfa með söngvurum. Vissulega spuming um smekk og áhuga á viðfangsefnum, en kannski líka um fleira. Andstætt við aðra tón- listarmenn byija söngvarar oft seint á sínu námi og hafa oft ekki neina tónlistarmenntun til að standa á. Skaði, sem þeim dugir oft ekki æfín til að bæta úr. Schmidt er ekki í vafa um að þetta er oft ástæða fyrir tregðu píanóleikara til að vinna með söngvurum. „Tæpast að undra, þótt píanóleikari fyllist örvænt- ingu, þegar söngvari uppsker allt hólið fyrir flutninginn, sem píanó- leikarinn veit að hann á dijúgt í, því hann veit svo miklu meira um tónlist en söngvarinn. Þessi þekkingarskortur dylst oft í óperuvinnu, því þar eiga söngvarar kost á að vinna með „repetitörum“, fólki, sem bókstaf- lega kennir og leiðir söngvara í gegnum hlutverk sín í einkatím- um. Það em fjölmargir söngvarar, sem aldrei fara á svið án þess að hafa fyrst unnið með þessu fólki. En það er ekki hægt að ganga að neinum slíkum vísum til að kenna sér einstök ljóð eða ljóða- flokka. Skýrir kannski að hluta, af hveiju tiltölulega fáir söngvar- ar leggja fyrir sig ljóðasöng." „Þetta orð „undirleikari" er líka fremur hvimleitt. Helst fallið til að draga úr að píanóleikarinn hefur kannski kennt söngvaranum það, sem fleytir honum áfram í ljóðasöngnum," segir Palm. Ligg- ur í augum uppi að í ljóðasöng eins og annars staðar er samvinna sjaldan ánægjuleg, nema milli jafnoka. Hvimleitt þegar allar hugmyndimar streyma aðeins úr einni átt. Ljóðaflokkar Schuberts og rúgbrauð Þeir söngvarar, sem fást við ijóðasöng á annáð borð, staðnæm- ast flestir fyrr eða seinna við Ijóð Schuberts. „Það verður enginn ljóðasöngvari á því að taka fyrir nokkur Strauss-ljóð,“ segir Schmidt. „Pyrir karlraddir, þá eru ljóðaflokkar Schuberts prófsteinn á getuna á þessu sviði. En þessir Ijóðaflokkar eru söngvurum líka eins og rúgbrauð, sem er hægt að borða á hveijum degi án þess að fá leið á því.“ Hér talar greini- lega sá, sem er alinn upp í mið- evrópskri brauðmenningu ... „Það er ekki aðeins að tónlistin sé heillandi. í textanum er líka alltaf hægt að fínna það sem hæfir hverri stund og hveiju geði. Aðrir rómantískir ljóðaflokkar spanna tæplega sömu víddir." Palm hefur orð á að líklega hafí þessir ljóðaflokkar aldrei ver- ið fluttir með svo stuttu millibili í seinni tíð, þó það megi vel ímynda sér að á tíma Schuberts hafi það gerst. Eins og fari nú annars vel á þessu, því með þessu móti verða flokkamir að einum, sem spanni lífshlaup Schuberts. Og Schmidt er á því að með þessu móti verði ljóðaflokkamir jafnvel enn áhugaverðari fyrir flytjenduma, en vonandi líka fýrir áheyrendur. „Það er spennandi og heillandi að rýna í þessa birt- ingarmynd af lífí tónskáldsins. Rekja hvemig malarasveinninn áhyggjulausi verður að þeim sem ráfar um án þess að eiga nokkurs staðar höfði sínu að halla, þar til hann að lokum .lítur um öxl og getur ekki annað. Blærinn í ljóðunum segir líka mikið um hugsvið Schuberts á þessum árum. Svanasöngur hans, síðasti flokkurinn sem hann samdi er líka enn eitt dæmið um hvemig tónskáld í skugga dauðans semja oft tónlist, sem eins og bara sprettur fram, án erfíðis. Svo greinilegt í ljóði eins og Vorþrá. Sama má segja um Falstaff Ver- dis og Þjóðvísur Bráhms. í þessu felst líka hughreysting, lífsbarát- tunni lokið og eftir er hvorki geta né vilji til að beijast. Þá líður þessi tónlist áreynslulaust fram ...“ TEXTI: Sigrún Davíðsdóttir MYND: Börkur MOBLER REYKJAVIK Dallas hernin og Dallas sófasettin eru með háu baki og mjúkri bólstrun sem gerir þau svo þægileg að sitja í og liggja út af í OG EKKIFÆLIR VERÐIÐ FRÁ LEÐUR: 6 sæta horn (sjá mynd) 97.860,- útb. 25.000,- og ca. 6-7.000 á mán. 5 sæta horn 92.880,- útb. 23.000,- og ca. 6-7.000 á mán. 3+1 +1 sófasett (sjá mynd) 92.880,- útb. 23.000,- og ca.6-7.000 á mán. 3+2+1 sófasett 99.860,- útb. 25.000,- og ca. 6-7.000 á mán. ÁKLÆÐI' 6sætahorn^amynd)"76.280,-útb.20.000,-ca.5-6.000ámán. 5 sæta horn 72.960,- útb. 20.000,- ca. 5-6.000 á mán. 3+1 +1 sófasett (sjá mynd) 72.960,- útb. 20.000. ca. 5-6.000 á mán. 3+2+1 sófasett 79.590,- útb. 20.000. ca * 5-6.000 á mán. Og auðvitað borgarðu útborgunina eða , þá allt saman með Visa og Euro. húsgagna>höllin homogsófesett eru bólstruð í mjúkan övamp sem þakinn er Dacronló og klætt með krómsútuðu, anilíngegnumlituðu nautaleðri (eins og yfir leðrið á skónum þínum) á slitflötum með gerfileðri á grind utan- verðri þar sem ekkert reynir á í sliti. SEM SAGT ÚRVALSVARA Á GÓÐU VERÐI rlOtt sett Flott verð T

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.