Morgunblaðið - 25.02.1988, Síða 20
20
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 25. FEBRÚAR 1988
Utanríkisráðherra:
Blomberq
Vestur-þýskt gæðamerki
í heimilistækjum.
KS145
143 Iftra með eða án
frystihólfs.
Mál: H 85xB 50xD 54.
Verð
kr. 18.600,-
kr. 17.670 stgr.
KS190
169lrtrakælir, 16 Irtra
frystir.
Fæst einnig án frystihólfs.
Mál: H 109xB 50xD 54.
Verð
kr. 22.800,-
kr.21.660stgr.
KS 220
220 lítra kælir.
Fæst einnig með frysti-
hólfi.
Mál: H 123,5xB 55xD 54.
Verð
kr. 24.990,-
kr. 23.740 stgr.
KF 280
225 lítra kælir, 55 lítra
frystir.
Sjálfvirk afhríming.
Lítil straumnotkun.
Mál: H 156,7xB 55xD 54.
Verð
kr. 28.900,-
kr. 27.450 stgr.
FS120
113 lítra djúpfrystir.
Frystir 14 kg á sólarhring.
Lítil straumnotkun.
Mál: H 85xB 55xD 54.
Verð
kr. 26.500,-
kr. 25.200 stgr.
Misstu ekki af þessu hagstæða verði.
Útborgun aðeins kr. 6.000,-
VISA - EURO, 6 mánaða kjör.
Einar Farestveit&Co.hf.
BORO-ARTÚN 28, SÍMAR: (91) 16995 OC 622900 - NÆO BÍLASTÆÐI
Þurfum að aðlagast hin-
um innra markaði Evrópu
f SKÝRSLU sinni til Alþingis,
sem lögð var fram í vikunni,
ræðir Steingrímur Hermanns-
son, utanríkisráðherra, m.a. mál-
efni Evrópubandalagsins og
EFTA. Hann segist telja að ekki
verði um að ræða samninga við
EB fyrr en eftir 1992 en þá er
áætlað að bóið verði að koma á
innri markaði bandalagsríkj-
anna. Utanríkisráðherra segir
nauðsynlegt að stefna að aðlögun
að þessum markaði og því nauð-
synlegt að fylgjast vel með því
sem sé að gerast hjá EB og
EFTA. Full aðild íslendinga að
EB komi þó ekki til greina að
hans mati.
Eftir fund sinn 8. desember sl.
með Willy de Clercq, sem fer með
utanríkismál í framkvæmdastjórn
EB, og Antonio Cardoso e Cunha,
sem fer með sjávarútvegsmál í
framkvæmdastjóminni, gerði ut-
anríkisráðherra ríkisstjóminni og
utanríkismálanefnd grein fyrir eft-
irfarandi atriðum:
Einn sameiginlegnr
markaður 1992
„Fullyrt er að takast megi að
koma á einum sameiginlegum
markaði Evrópubandalagslandanna
á næstu ij'órum árum. Hafín er
samræming á lögum, reglum, stöðl-
um, sköttum, gjöldum og fleim sem
varðar framleiðslu og markaðsmál.
Öðrum þjóðum í Vestur-Evrópu er
boðið að taka þátt í þessu samræm-
ingarstarfi ef þær óska. í þessu
skyni hafa verið settar á fót flöl-
margar nefndir og samstarfshópar.
Tal heims-
meistari
í hraðskák
MÍKHAÍL Tal varð á laugardag-
inn heimsmeistari í hraðskák i
St. John i Kanada, en hann vann
landa sinn, Sovétmanninn Rafael
Vaganjan í úrslitaeinviginu með
3,5 vinningum gegn 0,5. Tal varð
þar með 50 þósund kanadadölum
ríkari eða tæpri einni og hálfri
milljón króna.
Sigur Tals kom ekki á óvart því
hann hefur gegnum árin verið talinn
einn besti hraðskákmaður heims.
Þó var frekar búist við að Gary
Kasparov myndi hreppa sigurlaunin
en hann varð að lúta í lægra haldi
strax í 3. umferð, fyrir Búlgaranum
Kiril Georgiev, þeim sama og sló
Helga Ólafsson út úr mótinu.
Jafnir í 3.-4. sæti voru Georgiev
og sovéski stórmeistarinn Tsjemin.
Terra hf.
gjaldþrota
STJÓRN ferðaskrifstofunnar
Terru hf. hefur óskað eftir því
við skiptaráðanda í Reykjavík að
fyrirtækið verði tekið til gjald-
þrotaskipta.
Síðastliðið haust var skrifstofan
seld, en kaupin gengu til baka
stuttu síðar. Eigendur hafa síðan
kannað hvort grundvöllur væri fyrir
áframhaldandi rekstri, en á hlut-
hafafundi fyrir skömmu var ákveð-
ið að óska eftir gjaldþrotaskiptum.
í frétt frá ferðaskrifstofunni segir,
að ljóst hafi verið að fyrirtækið
gæti ekki staðið við ijárhagslegar
skuldbindingar sínar og tilraunir til
nauðasamninga hafí ekki borið
þann árangur að viðunandi rekstr-
argrundvöllur næðist með þeim
hætti.
Má þar t.d. nefna CEN og CEN-
ELEC (þar sem m.a. er unnið að
því að staðla rafbúnað), sem við
Islendingar höfum ákveðið að taka
þátt í. Til lengri tíma litið er stefnt
að því að innan ríkja Evrópubanda-
lagsins verði fullt frelsi í vöruvið-
skiptum, frelsi í þjónustuviðskipt-
um, frelsi í fjármagnsflutningum
og frelsi í fólksflutningum (vinnu-
afl).
Þýðingarlaust mun reynast að
leita eftir breytingum á samningum
við EB meðan á mótun hins innra
markaðar stendur. Hins vegar er
ekkert því til fyrirstöðu að taka upp
viðræður. Þá mun ekki hjá því kom-
ist að ræða einnig um fískveiðirétt-
indi þótt EB eigi að að vera ljóst
að slíkra réttinda er ekki að vænta.
Fallist var á að viðræður um físk-
veiðiréttindi yrðu óháðar viðræðum
um viðskiptamál. Talið er að ein-
hver þeirra ríkja, sem nú eru utan
bandalagsins, sæki um fulla aðild
eftir 1992. Jafnframt er gert ráð
fyrir og talið eðlilegt að einhver
lönd kjósi fremur að ganga til samn-
inga við bandalagið um náin sam-
skipti án fullrar aðildar. Mikilvægt
er, að þau lönd fylgist vel með þró-
un mála innan bandalagsins og
aðlagist þeim breytingum, sem þar
verða.“
Aðild að EB kemur
ekki til greina
Steingrímur Hermannsson segist
ekki hafa farið dult með þá skoðun
sína að full aðild að Evrópubanda-
laginu komi ekki til greina en að
stefni beri að aðlögun og samning-
um.
Dagana 14.-15. desember sat
utanríkisráðherra ráðherrafund
EFTA sem haldinn var í Genf. Seg-
ir hann að greinilega hafi komið
fram á fundinum að miklar breyt-
ingar séu framundan innan Frí-
verslunarbandalagsins.
Utanríkisráðherra segir að gert
sé ráð fyrir að EFTA-ríkin samræmi
reglur, staðla, tæknilegar kröfur
og prófanir, innkaup o.s.frv. Gert
sé ráð fyrir sameiginlegu tilkynn-
ingarkerfi f þessu skyni. Þótt
EFTA-löndin vinni sameiginlega að
því að aðlagast breytingum innan
EB vinna flest löndin einnig ötul-
lega að því á eigin vegum. Sömu-
leiðis eru skoðanir mjög skiptar um
þau Ijijgur svJð frelsis sem að fram-
an eru nefnd.
Fríverslun með f isk
Þrátt fyrir meðmæli þingmanna-
nefndar EFTA eru Svíar tregir til
Steingrímur Hermannsson, ut-
anríkisráðherra.
þess að samþykkja fulla fríverslun
með fisk og fískafurðir innan
EFTA. Önnur aðildarríki virðast
þessu hlynnt. Samkomulag varð þó
um að ræða málið á ný á næsta
ráðherrafundi sem verður 14.-15.
júní í Finnlandi.
Helstu niðurstöður sínar eftir
þessa fundi segir utanríkisráðherra
vera að ekki verði um að ræða
samninga við EB fyrir 1992. Stefna
beri að aðlögun að þeim innra mark-
aði sem í mótun sé í Vestur-Evr-
ópu. í því skyni sé nauðsynlegt að
fylgjast með því, sem gerist hjá EB
og EFTA og taka þátt í því starfí
eins og okkur er frekast kleift.
Leggja beri áherslu á að taka þátt
í þeirri sameiginlegu aðlögun sem
fram fer innan EFTA. Auka beri
samstarf ráðuneyta um þessi mál
og gæta þess að reglur og reglu-
gerðir séu eins og kostur er í sam-
ræmi við reglur hjá EB- og EFTA-
ríkjum. Vinna beri að því að fá
fullt viðskiptafrelsi fyrir físk og
fiskafurðir innan EFTA. í því skyni
sé mikilvægt að yfirvinna andstöðu
Svía. Innan Norðurlandaráðs sé
nauðsynlegt að leggja áherslu á
þetta f tengslum við „Norðurlöndin
sem heimamarkað".
Árið 1989 taka íslendingar við
formennsku í EFTA. Sendiherrar
okkar í Genf og Brussel munu þá
jafnframt verða formenn í embætt-
ismannanefndum EFTA sem á þeim
stöðum starfa. „Þetta verður mikið
starf, sem krefst mikils undirbún-
ings og vafalaust meira starfsliðs
en nú er,“ segir utanríkisráðherra.
Tvö ný frímerki
gefin út í dag
Póst- og símamálastofnun-
in gefur út tvö ný frímerki í
dag. Þau eru i flokknum
„Merkir lslendingar“ og bera
myndir af skáldunum Steini
Steinarr og Davíð Stefáns-
syni.
Verðgildi merkjanna er annars
vegar 16 krónur, hins vegar 21
króna. Tryggvi T. Tryggvason
teiknaði merkin, þau eru prentuð
í Sviss með sólprentunar/rasta-
djúpþrykks aðferð (héliograv-
ure). Fyrstadagsumslög verða
stimpluð á öllum pósthúsum í
dag.
I kynningarbæklingi sem
Póst- og símamálastofnunin gef-
ur út um þessi frímerki, er að
fínna æviágrip skáldanna og eru
þau á dönsku, ensku, þýsku og
frönsku, auk íslensku.
16P0
Eg gcng [ hring
f kringum allt, sgiti c
Og utan þossa hrings
er YfrðW mín.
. ($***+#'t
Úr bltói ra/nujíkriífl&ity
raln bc?.lu áitnrljtö
á vapngina |)lna svórtu. I
vctrornóttin h|j6ö,
1695*1904 S
Nýju frímerkin, sem gefin eru
ót í dag. Á 16 króna merkinu
er mynd af Steini Steinarr og
á 21 krónu merkinu er mynd
af Davíð Stefánssyni frá Fagra-
skógi.