Morgunblaðið - 25.02.1988, Side 22
22
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 25. FEBRUAR 1988
HVAÐ
Fræðsla um al-
næmí er enn öfl-
SÝNIR
ugasta vörnin
dts gegnir nefnilega tvöföldu hlutverki, hann þjónar
sem venjulegur búðarkassi (greiðslureiknir) og birgða-
vörður. Tvær flugur í einu höggi.
Svo er lauflétt að fylgjast með sölunni og lagernum,
því dts segir nákvæmlega hver staðan er.
Pessi splunkunýi dts tölvukassi (og fleiri af hans
bræðrum) eru til sýnis í verslun okkar að Laugavegi
178 og við ráðleggjum forsjálum stjórnendum að
hringja í okkur til skrafs og ráðagerða. Samtímis panta
sýnikennslu hjá sérfræðingum okkar til þess að sjá
með eigin augum þjónustugleði dts.
Viltu vita hver staðan er ? . . . Pá borgar sig að slá á
þráðinn í síma 31312.
Ath. dts tengist flestum íslenskum birgðaforritum.
HANS ÁRNASON
UMBOÐ & ÞJÓNUSTA
Laugavegi 178 • Sími 31312
P.S. Við „klæðskerasaumum" greiðsluskilmálana.
þessi mynd!
splunkunýja tölvutengjanlega búðarkassann frá dts.
Pessum nýja dts tölvukassa er komið fyrir ofan á
umbúðum sem innihalda vörur. Og af hverju skyldi
ljósmyndarinn hafa stillt þessu svona upp . . . Jú, til að
sýna hæfni dts. - Eigandi varanna getur strax skráð
vöruna inná dts tölvukassann.
JBI IX
UÓSRITUNARVÉLAR
ÞAÐ VAR samdóma álit framsögumanna á fræðslufundi um
alnæmi, sem borgarlæknirinn í Reykjavík boðaði til fyrir
nokkru, að alnæmi er vaxandi vandamál, sem bregðast þarf
við af fullri alvöru ef það á ekki að verða alvarlegt þjóð-
félagsmein. Enn er engin lækning til við þessum sjúkdómi,
þess vegna er fræðsla og forvarnarstarf enn öflugasta vörn-
in gegn þessum vágesti. A fundinum voru forstöðumenn
ýmissa stofnana, sem líklegar eru til að eiga í framtíðinni
samskipti við fólk, smitað af alnæmi. Allir framsögumenn
lögðu á það áherslu, að alnæmi er félagslegt og fjárhagslegt
vandamál, ekki síður en heilsuf ræðilegt. Þess vegna er mikil-
vægt að víðtækt samstarf allra aðila, sem málið varðar, ta-
kist um viðbrögð.
Skúli G. Johnsen borgarlæknir
setti fundinn og stýrði honum. Það
kóm fram í inngangsorðum hans,
að í lok þessa mánaðar verður tek-
in í notkun ný rannsóknarstöð í
veirufræðum, þar sem m.a. verða
allar rannsóknir á alnæmi.
Sex framsöguerindi voru flutt á
fundinum og að þeim loknum voru
umræður og fyrirspumir til frum-
mælenda.
Afleiðingarnar
snerta alla
Ólafur Ólafsson landlæknir flutti
erindi um aðgerðir heilbrigðisyfir-
valda. Hann rakti sögu sjúkdóms-
ins, en hún er ekki þekkt nema um
15 ár aftur í tímann, og sagði frá
fyrstu kynnum íslendinga af hon-
um. Alnæmi hefði komið okkur á
óvart, en fljótt var brugðið við og
íslendingar voru meðal fyrstu þjóða
til að hefja skipulagt fræðslu- og
forvamarstarf gegn alnæmi. Ólafur
sagði það vera ljóst, að við munum
verða fyrir áföllum vegna þessa
sjúkdóms og ekki einungis í læknis-
fræðilegu tilliti. Félagsleg og §ár-
hagsleg vandamál verða ekki minni.
Einn mesti vandinn í glímunni við
alnæmi, sagði Ólafur að væri hinn
langi meðgöngutími sjúkdómsins,
frá því að sjúklingur smitast, þar
til hann verður sjúkur, eða allt að
átta ámm. Þess vegna væri fræðslu
um alnæmi beint af miklum þunga
til unglinga, sem lifa hættulegasta
kynlífínu, eru að leita fyrir sér að
maka. Þeir sem nú smitast úr þeirra
hópi, koma e.t.v. ekki fram sem
sjúklingar fyrr en 1997. Þá greindi
landlæknir frá því, að hann hefði
lagt til við heilbrigðisráðherra, að
sett verði á stofn landsnefnd um
varnir gegn alnæmi. í nefndinni
verði fulltrúar fleiri hópa en heil-
brigðisstéttanna, þar sem afleiðing-
ar sjúkdómsins eru mjög víðtækar
og snerta þjóðfélagið í heild.
Allir þurfa fræðslu
Vilborg Ingólfsdóttir deildarstjóri
sagði í sínu erindi frá könnunum,
þar sem athuguð var þekking ís-
lendinga á sjúkdóminum. Fram
kom, að fólk þekkir vel smitleiðim-
ar, en einnig að nokkurs misskiln-
ings gætir varðandi leiðir, sem
smita ekki, t.d. kossa, almennings-
salemi o.þ.h. Vilborg sagði frá
fræðslu um alnæmi og að áhersla
yrði lögð á, að „hver og einn beri
ábyrgð á sjálfum sér“ um hegðun,
t.d. í kynlífi. Þá vék hún að félags-
lega þættinum: „Að því kemur, að
hver og einn þekkir einhvem, sem
er sýktur og þess vegna þurfa allir
að fá fræðslu. Við þurfum að læra
að lifa við sjúkdóminn," sagði Vil-
borg Ingólfsdóttir.
Alnæmi er metið
til örorku
Ingimar Sigurðsson lögfræðing-
ur ræddi um þau lög, sem stuðst
er við í baráttunni við alnæmi og
vandamál við beitingu þeirra. Hann
sagði enn að miklu leyti stuðst við
farsóttar- og sóttvamarlög ásamt
lögum um kynsjúkdóma frá fyrri
hluta aldarinnar. Núgildandi lög em
frá 1978 með breytingum frá 1986.
Hann sagði það samdóma álit
manna, að grípa þyrfti til ráðstaf-
ana og nauðsynlegt í því skyni að
endurskoða lagasetningu um smit-
sjúkdóma. Eitt mikilvægasta atriði
gildandi laga og jafnframt nýrra
laga sagði Ingimar vera ákvæði um
trúnað og leynd gagnvart sjúkling-
um, það væri forsenda þess, að lög-
in virkuðu, að til sjúklinganna
næðist. Nú er unnið að samningu
nýrra laga um þessi mál á vegum
heilbrigðisráðuneytisins. Þá tók
Ingimar það sérstaklega fram, að
ákvæði laga um farsóttaraðgerðir
beinast gagn sóttum, ekki gegn
einstaklingum. Ingimar greindi frá
félagslegum tryggingarákvæðum
laga, sem taka til alnæmis og sagði,
að í öllum tilvikum sé alnæmi met-
ið tii örorku, t.d. ef sjúklingur miss-
ir atvinnu vegna sjúkdómsins.
Fyrst og fremst
félagslegt vandamál
Sigurður Guðmundsson læknir
ræddi nýjungar á sviði alnæmis-
rannsókna og um félagsleg áhrif
sjúkdómsins. „Þótt læknisfræðileg
áhrif sjúkdómsins séu skelfileg fyr-
ir einstaklinginn, er alnæmi fyrst
og fremst félagsfræðilegt vanda-
mál,“ sagði hann. Hann rakti síðan
uppruna sjúkdómsins oggerði grein
fyrir. hegðan veirunnar, sem veldur
honum. Hún ræðst fyrst og fremst
á frumur ónæmiskerfis líkamans
og miðtaugakerfisins. Veiran
þrengir sér inn í frumumar og
ruglar starfsemi kjamasýra frum-
anna, sem að líkindum veldur hinum
langa meðgöngutíma alnæmis (um
sjö ár). Við það hrynur ónæmis-
kerfi líkamans. Sjúkdómurinn hefur
þijú stig, forstig með vægum ein-
kennum, dvala sem er einkennalaus
og loks lokastig.
„Það kann að fara svo, ef svo
heldur fram sem horfir, að B-álma
Borgarspítalans verði ekki fyrir
gamalt fólk eins og upphaflega var
áætlað, heldur fyrir ungt fólk,“
sagði Sigurður Guðmundsson lækn-
ir. Hann sagði fyrsta tilfelli hafa
fundist hér 1983, nær öll þekkt til-
felli væru frá 1986 og þau hafa
fundist vegna þess, að fólkið hefur
haft sjúkdómseinkenni. Þeir sem
koma í mótefnamælingu, eru aðal-
lega þeir, sem ekki hafa ástæðu til
ótta.
Sigurður sagði meðferð við al-
næmi vera í sjónmáli, en ekki vera
til enn. Til er lyf, sem lofar góðu
um meðferð, þó læknar það ekki,
drepur ekki veiruna. Félagslegu
vandamálin sagði Sigurður einkum
vera af þrennum toga. í fyrsta lagi *
atvinnumissir, sem þegar er fyrir
hendi hér á landi. í öðru lagi bregð-
ast stuðningshópar, fjölskyldur og
vinir, gagnstætt því sem gerist t.d.
með krabbameinssjúklinga. í þriðja
lagi er mikil hætta á að sjúklingar
einangrist algerlega. Sigurður lagði
áherslu á, að allt væri þetta óþarft,