Morgunblaðið - 25.02.1988, Page 23

Morgunblaðið - 25.02.1988, Page 23
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 25. FEBRÚAR 1988 23 Á áhætturannsóknadeild Rannsóknastofnunar Háskólans. hægt sé að umgangast alnæmis- sjúklinga án áhættu. Enga blygðunarsemi eðatepruskap Þorvaldur Kristinsson formaður Samtakanna 78 tók næstur til máls og rakti baráttu samtakanna fyrir fræðslu um alnæmi og aðgerðum gegn sjúkdómnum. Hann sagði frá erfíðri félagslegri aðstöðu samkyn- hneigðra, sú tilhneiging að útskúfa þeim og ofsækja væri ljón í vegi viðleitni til að fá þetta fólk til að gæta sín í kynlífi og gefa sig fram við heilbrigðisyfirvöld. Hann sagði ekki vera vandamál að ná til þeirra karla, sem viðurkenna kynhneigð sína og kalla sig homma, hinir væru í meiri hættu, sem ekki gætu horfst í augu við það. Þeir væru ekki heldur reiðubúnir til að horfast í augu við kynhegðun sína. Þorvald- ur sagði þá oft illa upplýsta og fjöl- ljmda í kynlífi sínu. „Þeir eru hættu- Iegastir. Þeir menn, sem kalla sig homma, hafa fyrir löngu skilið hver alvaran er,“ sagði hann. Þá gagn- rýndi Þorvaldur landlækni og önnur yfirvöld fyrir að vera ekki nógu hreinskilin í kynningarherferðum sínum. Hann sagði skilaboðin verða að höfða beint til þeirra hópa sem eiga að taka við þeim og þá dygði engin blygðunarsemi eða tepru- skapur. Einangrun sjúklinga Auður Matthíasdóttir félagsráð- gjafi ræddi um félagslegar afleið- ingar alnæmis. Hún sagði mikla hættu á að smitað fólk einangrist bg það þori ekki að segja frá. „Sum- ir sukka til að létta af sér vanlíðan, t, aðrir draga sig enn frekar inn í f skel sína,“ sagði hún. Menn spyija k sig; „Hvað ef ég sýkist, hvað þá? Á * ég að segja frá?“ Hún sagði, að hafa bæri í huga hvaða afleiðingar það gæti haft fyrir einstakling, að sýkjast. Atvinnumissir er t.d. sama ' og tekjutap. „Sjúklingur verður að fá skilning og aðstoð yfirvalda," sagði hún. Þá ræddi Auður um áhrif sjúkdómsins á fjölskyldu hins sýkta og þá erfíðleika, sem því fylg- | ir að frétta af slíku, það væri erfitt r fyrir alla aðila. „í versta tilfelli var t-------------------------------- hinum smitaða varpað á dyr,“ sagði Auður Matthíasdóttir og lauk máli sínu með því, að hrósa góðu sam- bandi um þessi mál á milli borgar- læknisembættisins og Félagsmála- stofnunar Reykjavíkurborgar. Áaðtaka sýkta úr umferð? Að loknum framsöguerindum komu fundarmenn með fyrirspum- ir. Þar var m.a. spurt um víðtæka skimun, þ.e. skipulega leit að smit- uðu fólki, um smitleiðir t.d. frá opnum sárum og um hvað ætti að gera við alnæmissjúklinga. í svörum kom fram, að skiptar skoðanir eru um ágæti mjög víðtækrar skimunar, auk þess sem kostnaður yrði óheyrilegur. Sigurð- ur Guðmundsson gat þess, að ef fullkomið eftirlit ætti að vera, þyrfti að prófa alla á þriggja til fjögurra mánaða fresti. Hann sagði einnig, að ekkert benti til þess, að alnæmi smitaðist úr sárum, hann tók þó fram að hrein svör væru ekki til um hugsanlegar smitleiðir og sagði nauðsynlegt, að t.d. sjúkraflutn- ingamenn notuðu hanska við með- höndlun blæðandi sjúklinga. Hann nefndi dæmi um bandarískan skurðlækni, sem dó úr alnæmi. Um 300 sjúklingar, sem hann hafði skorið upp, voru rannsakaðir og fannst ekki smit 5 neinum þeirra. Nokkrar umræður urðu um al- næmissjúklinga. Ólafur Ólafsson landlæknir sagði frá umræðum um það, þ.á m. að sú skoðun hefði kom- ið fram, að „brennimerkja" ætti smitaða. Hann vék að spuming- unni: „Hvað vill þjóðfélagið gera við fólk sem er með smit og hagar sér óvarlega?" „Ef við förum að brennimeriq’a smitaða, sé ég nú ekki fyrir mér, að margir muni koma til mótefnamælingar. Á móti hveijum einum sem mæiist með smit, eru tíu úti í þjóðfélaginu. Menn verða að hugsa þetta til enda. Hvar eru þær fangabúðir, sem rúma tfu milljónir manna sem eru smitað- ir í heiminum í dag? Ég vil gjaman fá umræður um þetta, mun meira en verið hefur," sagði landlæknir að lokum. - ÞÓ Háir vextir Grunnvextir á Kjörbók eru nú 32% á ári og leggjast þeir við höfuðstól tvisvar á ári. Ef innstæða, eða hluti hennar, hefur legið óhreyfð í 16 mánuði . hækka vextir í33,4% og í 34% eftir 24 mánuði. Þrepahækkun þessi er afturvirk, hámarks ársávöxtun er því allt að 36,9% án verðtryggingar. Verðtrygging Á 3ja mánaða fresti er ávöxtun Kjörbókarinnar borin saman við ávöxtun 6 mánaða bundinna verðtryggðra reikninga. Reynist ávöxtun verðtryggðu reikninganna hærri ergreidd uppbót á Kjörbókina sem því nemur. Örugg og óbundin Þrátt fyrirháa vexti og verðtryggingu er innstæða Kjörbókar alltaf laus. Vaxtaleiðrétting við úttekt er 0,85%, en reiknast þó ekki afvöxtum tveggja síðustu vaxtatímabila. Kjörbókin er bæði einfalt og öruggt sparnaðarform. Landsbanki íslands Banki allra landsmanna iA ruL

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.