Morgunblaðið - 25.02.1988, Side 26
26
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 25. FEBRÚAR 1988
Vestfirðir:
„Óviðunandi orku-
kostnaður frystihúsa“
ísafirði.
FORS V ARSMENN fiskvinnslu-
stöðva á Vestfjörðum héldu fund
með þingmönnum kjördæmisins
á ísafirði á laugardaginn.
Samkvæmt útreikningum Þjóð-
hagsstofnunar hefur verið langvar-
andi hallarekstur á frystihúsum í
landinu og er því skuldabyrði fyrir-
tækjanna gífurleg og vaxtakostnað-
ur orðinn óbærilegur að sögn for-
svarsmanna frystihúsanna. Þá
segja þeir að orkukostnaður fyrir-
tækja á Vestfjörðum sé óviðunandi.
Þeir lögðu til að vandanum yrði
mætt með leiðréttingu á gengis-
skráningu eða með fijálsri sölu á
gjaldeyri. Þá vilja þeir draga úr
innstreymi erlends fjármagns og
að dregið verði verulega úr fram-
kvæmdum þar sem fjárfesting hef-
ur verið mikil. Þá benda þeir á að
ef stjómvöld treysti sér ekki til að
skrá gjaldmiðilinn í landinu þannig
að framleiðslan í landinu hafí
rekstrargrundvöll, þá hljóti að koma
aftur til uppbótakerfis.
Þingmennimir lýstu því allir yfir
á fundinum að þeim væri ljóst að
málið væri svo alvarlegt að það
þyldi enga bið.
— Úlfar
Morgunblaðið/Úlfar Ágústsson
Það var þungt yfir fundi Félags fiskvinnslustöðva á Vestfjörðum eftir fund þeirra með þingmönnum
kjördæmisins á laugardag. Þeir telja ástandið vera orðið algjörlega óviðunandi og bíða nú aðgerða
stjórnvalda. Þeir sögðu að þingmönnunum væri það ljóst að lausn á vandanum þyldi enga bið.
Fiskverkendur á Vesturlandi:
Skora á þingmenn
að giípa til aðgerða
Fiskverkendur á Snæfellsnesi
og Akranesi héldu fund með
öllum þingmönnum Vestur-
landskjördæmis i Reykjavík á
mánudaginn, þar sem þeir gerðu
grein fyrir stöðu fiskvinnslunn-
ar og báðu þingmenn að athuga
til hvaða aðgerða hægt er að
gripa. Að sögn Soffaníasar Cec-
ilssonar, eins hinna sjö fiskverk-
enda sem staddur var á fundin-
um, er staða fiskiðnaðarins á
Vesturlandi mjög slæm og hafa
nokkur fyrirtæki ekki opnað
aftur eftir áramót.
Fiskverkendur sendu frá sér
yfirlýsingu í tilefni fundarins og
fer hún hér á eftir, orðrétt:
„Fiskverkendur í Vesturlands-
kjördæmi lýsa yfir algjöru wan-
trausti á þá þingmenn sem áfram
ætla að sitja aðgerðalausir gagn-
vart undirstöðuatvinnuvegi þjóðar-
innar.
Allar greinar fískvinnslunnar
eru nú reknar með svo miklu tapi
að hún mun stöðvast fljótlega ef
ekki verður gripið til víðtækra
efnahagsráðstafana nú þegar.
Vertíð er nú í hönd farandi, þá
mun iosna um ijármagn vinnslunni
til tjóns því í lok vertíðar kemur í
ljós að afurðimar duga engan veg-
inn fyrir tilkostnaði.
Bjóða sumarbústaðalóðir
með beitarhögum fyrir hross
Selfossi.
FYRIRTÆKIÐ SG-einingahús á Selfossi býður til sölu lóðir sem það
hefur látið skipuleggja undir sumarbústaði og beitarhólf fyrir hross,
sem fylgja lóðunum ef vill, á hluta jarðarinnar Þjóðólfshaga í Holta-
hreppi.
Alls er um 40 lóðir að ræða og
20 beitarhólf í þessum fyrsta hluta
sem fyrirtækið skipuleggur og býð-
ur til kaups úr landinu.
SG-einingahús keypti Þjóðólfs-
haga í fyrra, en jörðin er 350 hekt-
arar að stærð með nýjum útihúsum
og nýlegu íbúðarhúsi. Húsin er fyr-
irhugað að leigja eða selja ásamt
70 hektara landi undir einhvers
konar búskap en jörðin hefur þó
engan framleiðslukvóta.
Fyrirtækið fékk heimild hrepps-
nefndar Holtahrepps og jarðanefnd-
ar Rangárvallasýslu til að skipta
jörðinni niður í sumarbústaðalóðir.
Núna er búið að skipuleggja hluta
jarðarinnar þannig að deiliskipulagt
er svæði undir sumarbústaði og er
hver lóð 0,8 hektarar að stærð og
lóðinni getur fylgt 5 hektara beitar-
hólf.
Fýrirtækið er þegar byrjað að
selja lóðir á þessu svæði og fjöl-
skyldufólk sem er með tiltölulega
fáa hesta hefur sýnt þessu mikinn
áhuga. Stutt er í reiðleiðir í ná-
grenni jarðarinnar og verslunar-
þjónusta er í nágrenninu og önnur
þjónusta er á Hellu sem er stutt frá.
SG-einingahús byggja og selja
sumarhús og selja gjaman slík hús
á lóðimar sem seldar eru. Það er
þó ekki skilyrði fyrir því að lóð fáist.
Sig. Jóns.
Við viljum alvarlega vara við
þeim hrunadans sem nú er stiginn
andvaralaust á höfuðborgarsvæð-
inu í kringum útsölu á gjaldeyris-
framleiðslu sjávarútvegsins. Fólk á
landsbyggðinni streymir í dansinn
svo að eftir eru færri og færri
hendur til að vinna störfin sem
allt þjóðarbúið byggist á.
Selfoss:
Morgunblaðið/Siguröur Jónsson
Guðmundur Sigurðsson framkvæmdastjóri SG-einingahúsa bendir á
hluta svæðisins sem skipulagt hefur verið fyrir sumarhús í landi
Þjóðólfshaga.
Hólmavík:
Olíukynding
á nýjan leik?
Hreppsnefnd Hólmavikur-
hrepps hefur sent frá sér mót-
mæli vegna of hás kyndingar-
kostnaðar og hefur jafnvel
komist til tals að kynda hús með
olíu á nýjan leik.
Á fundi sínum 3. febrúar gerði
hreppsnefndin samþykkt þar sem
hún mótmælir hækkunum á verði
raforku frá Orkubúi Vestfjarða til
húshitunar. Með hliðsjón af þeim
stórauknu útgjöldum sem þessar
hækkanir hafi í för með sér fyrir
heimili á Vestíjörðum, telji hrepps-
nefndin ástæðu til að kanna kostn-
að við að taka upp olíukyndingu
á húsum í stað rafhitunar.
I framhaldi af því samkykkir
hreppsnefndin að fela sveitarstjóra
að leita tilboða í viðeigandi breyt-
ingar á kyndikerfi íbúðarhúsa á
Hólmavík.
INNLENT
Siglingamálastofn-
un veitir AR-bát-
um viðurkenningu
Þorlákshöfn
í skyndiskoðunum sem Siglingamálastofnun gekkst fyrir á
síðasta ári kom í ljós að bátar merktir ÁR voru best búnu bátarn-
ir. Alls framkvæmdi Siglingamálastofnun 101 skyndiskoðun á sl.
ári og voru fjölmörg atriði skoðuð og reyndust 79,5% vera í lagi
en haJFfærisskírteini voru tekin af tveim bátum og þeir færðir til
hafnar.
Alls voru skoðuð 105 atriði í
ÁR-bátunum og reyndust 89
þeirra í lagi, eða 84,7%, sem var
það besta á landinu. í fyrra hlutu
bátar merktir VE þessa viðurkenn-
ingu.
I hófi sem haldið var í'Dugg-
unni í Þorlákshöfn, afhenti Magn-
ús Jóhannesson siglingamálastjóri
eftirtöldum sex aðilum viðurkenn-
ingu: Þórði Ólafssyni f.h. Verka-
lýðs- og sjómannafélagsins Boð-
ans í Þorlákshöfn, Grétari Zophan-
íassyni f.h. Verkalýðs- og sjó-
mannafélagsins Bjarma á Stokks-
eyri, Eiríki Runólfssyni, Verka-
lýðs- og sjómannafélaginu Bá-
runni á Eyrarbakka, Helga Lax-
dal, f.h. Vélstjórafélags Islands,
Ragnari G.D. Hermannssyni og
Jóni Trausta Ársælssyni, f.h. Skip-
stjóra- og stýrimannafélagsins
Öldunnar og Hafsteini Ásgeirs-
syni, f.h. Útgerðarfélags Þorláks-
hafnar.
- J.H.S.
Morgunblaðið/Jón H. Sigurmundsson
Frá afhendingu viðurkenninga Siglingamálastofnunar í Duggunni i Þorlákshöfn.