Morgunblaðið - 25.02.1988, Qupperneq 26

Morgunblaðið - 25.02.1988, Qupperneq 26
26 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 25. FEBRÚAR 1988 Vestfirðir: „Óviðunandi orku- kostnaður frystihúsa“ ísafirði. FORS V ARSMENN fiskvinnslu- stöðva á Vestfjörðum héldu fund með þingmönnum kjördæmisins á ísafirði á laugardaginn. Samkvæmt útreikningum Þjóð- hagsstofnunar hefur verið langvar- andi hallarekstur á frystihúsum í landinu og er því skuldabyrði fyrir- tækjanna gífurleg og vaxtakostnað- ur orðinn óbærilegur að sögn for- svarsmanna frystihúsanna. Þá segja þeir að orkukostnaður fyrir- tækja á Vestfjörðum sé óviðunandi. Þeir lögðu til að vandanum yrði mætt með leiðréttingu á gengis- skráningu eða með fijálsri sölu á gjaldeyri. Þá vilja þeir draga úr innstreymi erlends fjármagns og að dregið verði verulega úr fram- kvæmdum þar sem fjárfesting hef- ur verið mikil. Þá benda þeir á að ef stjómvöld treysti sér ekki til að skrá gjaldmiðilinn í landinu þannig að framleiðslan í landinu hafí rekstrargrundvöll, þá hljóti að koma aftur til uppbótakerfis. Þingmennimir lýstu því allir yfir á fundinum að þeim væri ljóst að málið væri svo alvarlegt að það þyldi enga bið. — Úlfar Morgunblaðið/Úlfar Ágústsson Það var þungt yfir fundi Félags fiskvinnslustöðva á Vestfjörðum eftir fund þeirra með þingmönnum kjördæmisins á laugardag. Þeir telja ástandið vera orðið algjörlega óviðunandi og bíða nú aðgerða stjórnvalda. Þeir sögðu að þingmönnunum væri það ljóst að lausn á vandanum þyldi enga bið. Fiskverkendur á Vesturlandi: Skora á þingmenn að giípa til aðgerða Fiskverkendur á Snæfellsnesi og Akranesi héldu fund með öllum þingmönnum Vestur- landskjördæmis i Reykjavík á mánudaginn, þar sem þeir gerðu grein fyrir stöðu fiskvinnslunn- ar og báðu þingmenn að athuga til hvaða aðgerða hægt er að gripa. Að sögn Soffaníasar Cec- ilssonar, eins hinna sjö fiskverk- enda sem staddur var á fundin- um, er staða fiskiðnaðarins á Vesturlandi mjög slæm og hafa nokkur fyrirtæki ekki opnað aftur eftir áramót. Fiskverkendur sendu frá sér yfirlýsingu í tilefni fundarins og fer hún hér á eftir, orðrétt: „Fiskverkendur í Vesturlands- kjördæmi lýsa yfir algjöru wan- trausti á þá þingmenn sem áfram ætla að sitja aðgerðalausir gagn- vart undirstöðuatvinnuvegi þjóðar- innar. Allar greinar fískvinnslunnar eru nú reknar með svo miklu tapi að hún mun stöðvast fljótlega ef ekki verður gripið til víðtækra efnahagsráðstafana nú þegar. Vertíð er nú í hönd farandi, þá mun iosna um ijármagn vinnslunni til tjóns því í lok vertíðar kemur í ljós að afurðimar duga engan veg- inn fyrir tilkostnaði. Bjóða sumarbústaðalóðir með beitarhögum fyrir hross Selfossi. FYRIRTÆKIÐ SG-einingahús á Selfossi býður til sölu lóðir sem það hefur látið skipuleggja undir sumarbústaði og beitarhólf fyrir hross, sem fylgja lóðunum ef vill, á hluta jarðarinnar Þjóðólfshaga í Holta- hreppi. Alls er um 40 lóðir að ræða og 20 beitarhólf í þessum fyrsta hluta sem fyrirtækið skipuleggur og býð- ur til kaups úr landinu. SG-einingahús keypti Þjóðólfs- haga í fyrra, en jörðin er 350 hekt- arar að stærð með nýjum útihúsum og nýlegu íbúðarhúsi. Húsin er fyr- irhugað að leigja eða selja ásamt 70 hektara landi undir einhvers konar búskap en jörðin hefur þó engan framleiðslukvóta. Fyrirtækið fékk heimild hrepps- nefndar Holtahrepps og jarðanefnd- ar Rangárvallasýslu til að skipta jörðinni niður í sumarbústaðalóðir. Núna er búið að skipuleggja hluta jarðarinnar þannig að deiliskipulagt er svæði undir sumarbústaði og er hver lóð 0,8 hektarar að stærð og lóðinni getur fylgt 5 hektara beitar- hólf. Fýrirtækið er þegar byrjað að selja lóðir á þessu svæði og fjöl- skyldufólk sem er með tiltölulega fáa hesta hefur sýnt þessu mikinn áhuga. Stutt er í reiðleiðir í ná- grenni jarðarinnar og verslunar- þjónusta er í nágrenninu og önnur þjónusta er á Hellu sem er stutt frá. SG-einingahús byggja og selja sumarhús og selja gjaman slík hús á lóðimar sem seldar eru. Það er þó ekki skilyrði fyrir því að lóð fáist. Sig. Jóns. Við viljum alvarlega vara við þeim hrunadans sem nú er stiginn andvaralaust á höfuðborgarsvæð- inu í kringum útsölu á gjaldeyris- framleiðslu sjávarútvegsins. Fólk á landsbyggðinni streymir í dansinn svo að eftir eru færri og færri hendur til að vinna störfin sem allt þjóðarbúið byggist á. Selfoss: Morgunblaðið/Siguröur Jónsson Guðmundur Sigurðsson framkvæmdastjóri SG-einingahúsa bendir á hluta svæðisins sem skipulagt hefur verið fyrir sumarhús í landi Þjóðólfshaga. Hólmavík: Olíukynding á nýjan leik? Hreppsnefnd Hólmavikur- hrepps hefur sent frá sér mót- mæli vegna of hás kyndingar- kostnaðar og hefur jafnvel komist til tals að kynda hús með olíu á nýjan leik. Á fundi sínum 3. febrúar gerði hreppsnefndin samþykkt þar sem hún mótmælir hækkunum á verði raforku frá Orkubúi Vestfjarða til húshitunar. Með hliðsjón af þeim stórauknu útgjöldum sem þessar hækkanir hafi í för með sér fyrir heimili á Vestíjörðum, telji hrepps- nefndin ástæðu til að kanna kostn- að við að taka upp olíukyndingu á húsum í stað rafhitunar. I framhaldi af því samkykkir hreppsnefndin að fela sveitarstjóra að leita tilboða í viðeigandi breyt- ingar á kyndikerfi íbúðarhúsa á Hólmavík. INNLENT Siglingamálastofn- un veitir AR-bát- um viðurkenningu Þorlákshöfn í skyndiskoðunum sem Siglingamálastofnun gekkst fyrir á síðasta ári kom í ljós að bátar merktir ÁR voru best búnu bátarn- ir. Alls framkvæmdi Siglingamálastofnun 101 skyndiskoðun á sl. ári og voru fjölmörg atriði skoðuð og reyndust 79,5% vera í lagi en haJFfærisskírteini voru tekin af tveim bátum og þeir færðir til hafnar. Alls voru skoðuð 105 atriði í ÁR-bátunum og reyndust 89 þeirra í lagi, eða 84,7%, sem var það besta á landinu. í fyrra hlutu bátar merktir VE þessa viðurkenn- ingu. I hófi sem haldið var í'Dugg- unni í Þorlákshöfn, afhenti Magn- ús Jóhannesson siglingamálastjóri eftirtöldum sex aðilum viðurkenn- ingu: Þórði Ólafssyni f.h. Verka- lýðs- og sjómannafélagsins Boð- ans í Þorlákshöfn, Grétari Zophan- íassyni f.h. Verkalýðs- og sjó- mannafélagsins Bjarma á Stokks- eyri, Eiríki Runólfssyni, Verka- lýðs- og sjómannafélaginu Bá- runni á Eyrarbakka, Helga Lax- dal, f.h. Vélstjórafélags Islands, Ragnari G.D. Hermannssyni og Jóni Trausta Ársælssyni, f.h. Skip- stjóra- og stýrimannafélagsins Öldunnar og Hafsteini Ásgeirs- syni, f.h. Útgerðarfélags Þorláks- hafnar. - J.H.S. Morgunblaðið/Jón H. Sigurmundsson Frá afhendingu viðurkenninga Siglingamálastofnunar í Duggunni i Þorlákshöfn.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.