Morgunblaðið - 25.02.1988, Side 27

Morgunblaðið - 25.02.1988, Side 27
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 25. FEBRÚAR 1988 27 Húsavík: Björgunarsveitin Garð- ár æfir sjóbjörgun Húsavík. Björgunarsveitin Garðar á Húsavík starfar vel og mætir kjarni hennar til æfinga hvert fimmtudagskvöld og hafa meiri háttar æfing- ar þess á milli. Nokkrir félagar í Kiwanisldúbbnum Kötlu ásamt Stefáni Skafta- syni, yfirlækni, Sigurði Stefánssyni, lækni og Kristjáni Ingvarssyni, verkfræðingi. Kiwanisklúbburinn Katla afhendir Borg- arspítalanum gjafir NÝLEGA afhenti Kiwanisklúbburinn Katla Háls-, nef- og eymadeiid Borgarspítalans veglegar gjafir. Var þar um að ræða tölvu og snún- ingsstól, sem notuð eru til jafnvægisrannsókna, tæki til að deyfa hljóðhimnu og tækni, sem mælir virkni andlitstaugar. Nýlega æfði sveitin sjóbjörgun með línubyssu og björgunarstól. Skotið var frá bryggjunni við Naustafjöru og yfir í skipið Sigþór, sem lá við Hafnarbryggjuna. Björg- unarlínan fór í fyrsta skoti yfir brú skipsins og var síðan unnið að „björgun" manna úr Sigþóri og í land. Voru mennimir dregnir hver eftir annan á milli og voru þeir í flotgöllum og vissu lítið af kulda þó frost væri mikið og þeir dregnir hluta leiðarinnar í sjó. Æfingin tókst vel og hafa björg- unarsveitarmenn hug á að hafa næstu æfingu úti á Tjömesi og við erfiðari aðstæður. Það er mikið starf, sem þessir áhugamenn leggja á sig í sjálf- boðavinnu við æfingar og svo við raunveruleg björgunarstörf, þá með þarf, og verður það aldrei nógsam- lega metið og þakkað. Háls-, nef- og eymadeild Borg- arspítalans er hin eina sinnar teg- undar hér á landi. Árlega em lagð- ir 1.100—1.200 sjúklingar inn á deiidina og á göngudeild háls-, nef- og eymadeildar koma árlega 14.000—15.000 manns. Yfirlæknir háls-, nef- og eymadeildar er dr.med. Stefán Skaftason. Gjafir sem þessar eru Borg- arspítalanum mikils virði og em t.d. flest lækningatæki á háls-, nef- og eymadeild gefin af ýmsum félög- um og einstaklingum. Við afhend- ingu gjafanna lýsti starfsfólk háls-, nef- og eymadeildar notkunargildi tækjanna. Jafnframt þakkaði yfir- læknir deildarinnar gefendum fyrir höfðinglegar gjafir. (Fréttatilkynning) MO TT ÁFERÐ mcð Kópal Dýrótóni ÞvctiUetdui co sivildciUt l hámarkt. Veldu Kópal . með gljáa við hæfi. — Fréttaritari Sigurður P. Bjömsson Frá æfingu björgunarsveitarinnar í Húsavíkurhöfn þegar æfð var sjóbjörgun með línubyssu og björgunarstól. Æ HinEinuSönnu FkÖNSKUSMÁBRAUÐ Hin einu sönnu Frönsku smábrauð eru frá Myllunni. Þú finnur þau í frystiborðum verslananna í bláum, hvítmn og rauðum pokum. Frönsku smábrauðin frá Myllunni eru einstaklega ljúffeng og setja skemmti- legan svip á hvaða máltíð sem er. Þú ættir endilega að bragða á þeim við fyrsta tækifæri því betri brauð eru vandfundin. Frönsk smábrauð fást bæði gróf og fín og eru auðvitað sykurlaus.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.