Morgunblaðið - 25.02.1988, Page 62

Morgunblaðið - 25.02.1988, Page 62
-~62 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 25. FEBRÚAR 1988 FOLK ■ MICHAEL Redl frá Rúmeníu missti í gær þjálfarastöðu sína hjá Schwabing í vestur-þýsku úrvals- deildinni í handknattleik. Liðið er í alvarlegri fallhættu og eins og oft, þegar illa gengur, er þjálfaranum kennt um. Wolfgang Sommer- feldt var ráðinn í hans stað. ■ INNANHÚSSMÓTI í fijáls- um íþróttum, sem fara átti fram í Lievin í Frakklandi, hefur verið ■ frestað. Mótið átti að vera á sama tíma og tólf þjóða keppni í Vittel, en skipuleggjendur höfðu kvartað undan því að mótin væru á sama tíma. Það varð því að fresta öðru mótinu. Keppnin í Vittel var á al- manaki fijálsíþróttamanna, en ekki mótið í Lievin og því var því fre- stað. Ben Johnson, heimsmethaf- inn í 100 metra hlaupi var á lista keppenda í Lievin og hann mun því slaka á um helgina, eftir að hafa verið á fullri ferð síðustu vikur. ■ AÐALFUNDUR fijáls- íþróttadeildar Breiðabliks verður haldinn sunnudaginn 28. febrúar klukkan 20. ■ FIRMA- OG FÉLAGS- HÓPAKEPPNI KR í knattspymu innanhúss hefst 5. mars. Sem fyrr er þátttaka takmörkuð, en skráning stendur yfir hjá knattspymudeild- inni í félagsheimilinu við Frosta- skjól. Gullit í bann! Ruud Qulllt, knattspymumaður Evrópu, var í gær dæmdur í eins leiks bann með AC Mflan, fyrir útafrekstur í leik liðsins gegn As- coli 14. febrúar. Gullit missir af leiknum gegn Sampdoria á sunnu- daginn. KNATTSPYRNA / U-KEPPNI ÓL ítalir taplausir Portúgal og Ítalía gerðu marka- laust jafntefli í B-riðli undan- keppni ólympíuleikanna í knatt- spymu í Lissabon í gær. En þessi lið em í sama riðli og íslendingar, ásamt Austur-Þjóðveijum og Hol- lendingum. ítalir eru í efsta sæti ásamt Aust- ur-Þjóðvetjum með 7 stig. íslend- ingar mæta Hollendingum og Aust- ur-Þjóðveijum í sömu keppni í apríl. Staðan í riðlinum er þessi: ítalia 5 2 3 0 4:1 7 A-Þýskaland 6 2 3 1 6:5 7 Portúgal 5 1 3 1 3:3 5 ísland 4 1 1 2 5:6 3 Holland 4 0 2 2 5:8 2 FOTBOLTI Jóhann Torfason GOLF Púttmót í Kringlunni Kylfíngar fá gott tækifæri til að munda kylfur sínar á sunnudaginn. Þá verður haldið púttmót í Kringlunni - „Kringlu- pútt.“ Leiknar verða 36 holur í karla og kvennaflokki, með og án forgjöf. Magnús Thorvaldsson, blikksmiður, hefur búið til átján gervigrasbraut- ir, sem keppt verður á. „Það er mjög líkt að pútta á brautunum og á venjulegu grasi. Brautimar átján, sem eru um par 70, eru frá íjórum upp í tólf metra langar, með sand- og vatnshindrunum. Tvær brautir eru par fímm,“ sagði Magnús. Golfklúbburinn Ness sér um fram- kvæmd mótsins, en öll verðlaun verða gefín af verslunum í Kringl- unni. Sex verðlaun verða veitt í hvorum flokki. Aukaverðlaun verða veitt þeim sem fer flestar holur í einu höggi og þeim sem fer flestar holur á pari eða betur. Þeir kylfíngar sem hafa hug á að taka þátt í púttmótinu, em hvattir til að mæta snyrtilega klæddir - með pútter og kúlu. Tekið verður við þátttökutilkynningum eftir kl. 20 á föstudagskvöldið í golfskála Nessklúbbsins, í síma 61 19 30. Mótið hefst kl. 10 á sunnudag. Jóhann þjálfar Jóhann Torfason hefur verið ráðinn þjálfari ísfirðinga sem leika í 3. deild íslandsmótsins í knattspymu. ísfírðingar féllu úr 2. deild í fyrra og leggja nú alla áherslu á að komast upp aftur. Liðið leikur í A-riðli 3. deildar. Þá hefur Ömólfur Oddsson verið ráðinn til að þjálfa 1. deildarlið kvenna hjá IBÍ og einnig 3. flokk. - fimafeitur og á leidinni yfir fjórar milljónir! Á síðustu tveimur vikum hefur engin röð komið fram með tólf réttum. Spáðu því vandlega í liðin og spilaðu með af þreföldum krafti, - núna getur þekkingin fært þér milljónir! ná ÍSLENSKAR GETRAUNIR - eini lukkupotturínn þar sem þekking margfaldarvinningslíkur. Hægt er að spá í leikina símleiðis og greiða fyrir með kreditkorti. Þessi þjónusta er veitt alla föstudaga frá kl. 9:00-17:00 og laugardagafrákl. 9:00-13:30. Síminner 688 322 Upplýsingar um úrslit í síma 84590.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.