Morgunblaðið - 25.02.1988, Síða 63

Morgunblaðið - 25.02.1988, Síða 63
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 25. FEBRÚAR 1988 63- KNATTSPYRNA Teítur vill fá Halldór! TEITUR Þórðarson hefur nú hug á því að fá Halldór Áskelsson, leikmann Þórs á Akureyri, til norska félagsins Brann, sem hann þjálfar, eftir að Pétur Pétursson, KR, ákv- að að fara ekki til Brann. Teitur hringdi í Halldór í gær og bauð honum að koma utan og líta á aðstæður hjá Brann. Halldór vildi í gær ekkert um málið segja á þessu stigi. Sagðist ætla að hugsa sig vel um. Forráðamenn norsku meistaranna í Moss, sem Gunnar Gislason leik- ur með, sýndu í haust áhuga á >a^pp p. Halldór Áskslsson er hann var kosinn knattspyrnumaður ársins á Akur- eyri siðastliðið haust. því að fá Halldór í sínar raðir og síðar heyrði hann svo frá útsend- ara Víkings frá Stavangri. Halldór neitaði báðum þessum féiögum. Halldór er 22 ára. Hann hefur verið lykiimaður í liði Þórs, á að baki 88 leiki í 1. deild og hefur skorað 24 mörk í þeim - fleiri en nokkur annar Þórsari. Þess má geta að hann var næst marka- hæsti leikmaður 1. deildarinnar síðastliðið sumar, skoraði 9 mörk og hlaut silfurskó Adidas. Halldór hefur spilað 15 A-lands- leiki, 6 U-21 árs landsleiki, 5 U-18 ára landsleiki og 4 U-16 ára landsleiki. ENGLAND Arsenal í úrslit annað áriðíröð ARSENAL leikur til úrslita í deildarbikarnum annaö áriö í röö. Liðið sigraði Everton 3:1 í seinni leik liöanna í undan- úrslitum í gœrkvöldi. Arsenal vann fyrri leikinn 1:0. Arsenal leikur til úrslita við annað hvort Oxford eða Luton á Wembley-leikvanginum 24. apríl. Arsenal vann fyrri leikinn 1:0 og kemst því áfram á Frá samanlagðri marka- BobHennessy tölu, 4:1. Arsenal iEnglandi sigraði Liverpool 2:1 í úrslitaleik deildar- bikarsins í fyrra. Arsenal hafði mikla yfirburði í gærkvöldi og misnotaði m.a. víta- spymu. Mörk Arsenal gerðu Mike Thomas, David Rocastle og Alan Smith. Martin Hayes misnotaði vítaspymu í fyrri hálfleik. Adrian Heath skoraði fyrir Everton, sem léku einum færri síðustu tíu mínú- tumar. Trevor Steven varð fyrir meiðslum og varð að fara útaf á 80. mínútu, en Everton hafði áður skipt báðum varamönnum sínum inná. HANDKNATTLEIKUR / V-ÞYSKALAND Páll Ólafsson lék mjög vel í gær- kvöldi og skoraði fimm mörk. Diisseldorf tókstigíKiel PÁLL Ólafsson lék mjög vel í gœrkvöldi er Dusseldorf geröi jafntefli, 18:18, f Kiel í vestur- þýsku úrvalsdeildinni f hand- knattleik. Þetta er f fyrsta skipti í sögunni sem lið DUsseldorf nær í stig í Kiel. Liðin tvö em því enn jöfn í efsta sæti deildarinnar, hafa bæði tapað níu stigum í keppninni. Kiel er geysisterkt á heimavelli og hafði ekki tapað stigi þar í vetur fyrr en í gærkvöldi. Leikur- inn var gífurlega spennandi, jafnt var á öllum tölum en Páll og félagar Frá Jóhanni Inga Gunnarssyni iÞýskalandi BADMINTON / HM ísland tapaði Islensku landsliðin töpuðu bæði í gær, á fyrsta degi heimsmeistara- mótsins í badminton í Hollandi. Karlaliðið tapaði fyrir Svíum, 0:5, og konumar töpuðu með sama mun gegn Englendingum. vom nær sigri, því Kiel jafnaði úr vítakasti á síðustu sekúndunum. Páll skoraði fimm mörk en marka- hæstur í liði Dusseldorf var Schu- bert með 6 mörk. Dahmke gerði flest mörk Kiel, 6 talsins, þar af 3 úr vítum, og það var einmitt hann sem jafnaði í lokin. Páll og félagar náðu þama í gífur- lega mikilvægt stig í toppbarátt- unni. Liðin em jöfn í efsta sæti, hafa bæði tapað 9 stigum, en Kiel er með talsvert betra markahlut- fall. Lið Gummersbach, sem Kristj- án Arason leikur með, hefur bestu markatöluna, en hefur tapað einu stigi meira en toppliðin tvö. KNATTSPYRNA Tuttugu dómarar í1.og2. deild í SUMAR verður það20 - manna hópur dómara sem dæmir alla leiki f 1. og 2. deild í knattspyrnu. Áöur voru það 15 dómarar sem „flautuðu" alla leiki 1. deildar og aðrir fimmtán sáu um 2. deildar leikina. Að sögn Inga Jónssonar, sem sæti á í dómaranefnd KSÍ, höfðu margir dómarar kvartað undan því að fá ekki næg verk- efni, og þama væri k'omið á móts við þær kvártanir. „Þeim sem dæma í deildunum tveimur em nú 20 í stað 30 áður, þannig að menn fá meira að gera en verið hefur," sagði Ingi í samtali við Morgunblaðið í gærkvöldi. í hópnum í sumar verða allir þeir 15 sem dæmdu í 1. deildinni síðastliðið sumar, að Kjartani Ól- afssyni frátöldum, en hann hefur lagt flautuna á hilluna, eins og áður hefur verið greint frá hér í blaðinu, og að auki Haukur Torfa- son, Guðmundur Stefán Marías- son, Ólafur Sveinsson, Róbert Jónsson, Guðmundur Sigurðsson, Friðjón Eðvaldsson og Magnús Theódórsson. Þeir sem dæmdu í 1. deild í fyrra og verða áfram f hópnum eru Guðmundur Haralds- son, Óli Ólsen, Eysteinn Guð- mundsson, Ólafiir Lárusson, Þor- varður Bjömsson, Magnús Jónat- ansson, Friðgeir Hallgrímsson, Eyjólfiu- Ólafsson, Bragi Berg- mann, Baldur Scheving, Gísli Guðmundsson, Sveinn Sveinsson og Þóroddur Hjaltalín. BLAK Þróttur vann HK Þróttur, Reykjavík, sigraði HK í úrslitakeppni karla í blaki í gær- kvöldi, 3:2 (14:16, 15:6, 15:11, 14:16, 15:12). Þróttur var yfir 14:6 í 3. hrinu, tapaði henni 14:16 en stóð uppi sem sigurvegari í lokin. HANDKNATTLEIKUR / 1. DEILD KARLA Luton sigaöi QPR Luton sigraði QPR með einu marki gegn engu í 5. umferð ensku bikar- keppninnar og leikur gegn Portsmouth í undanúrslitum. Eina mark leiksins var sjálfsmark frá Warren Neill. Celtic vann Hibemian, 1:0, í 5. umferð skosku bikarkeppninar í gærkvöldi. Sigurmarkið gerði Billy Stark á 78. mínútu. HANDBOLTI FH vann Val FH sigraði Val í 1. deild kvenna í handknattleik í gærkvöldi í Hafnarfirði, 14:13. Þá sigmðu Haukar KR 24:14. Nánar verður sagt frá þessum leikjum á morgun. íkvöld EINN leikur er á dagskrá úrvalsdeildarinnar í körfu- knattleik í kvöld, Grindvíking- ar fá Valsmenn í heimsókn kl. 20.00. í 1. deild kvenna í handknattleik verða tveir leik- ir í Laugardalshöll; Fram mætir Stjömunni kl. 20.00 og kl. 21.15 hefst viðureign Víkings og Þróttar á sama stað. „Yfir mig ánægður" - sagðiFriðjónJónsson.íyrirliðiKA.eftirsigurinná Víkingi „ÉG ER yfir mig ánægöur meö þessi úrslit eins og gefur sð skilja. Þaö sem skóp sigur okk- ar var mikil samheldni í liðinu. Viö höfum mátt þola nokkur töp aö undanförnu en þaö hef- ur þjappað okkur saman og það var gffurleg barátta og mikill hugur í okkur. Þá er heimavöllurinn stór plús og áhorfendur voru vægast sagt frábærir í kvöld,“ sagði Friðjón Jónsson, fyrírliöi KA, eftir aö lið hans haföi unið sannfærandi sigur á íslandsmeisturum Vfkings f gærkvöldi. KA-menn em nú með 10 stig eftir 14 leiki og komust upp í þriðja neðsta sætið. Fram er nú í næst neðsta sæti með 9 stig, en hefur að vísu aðeins FráReyni lokið 12 leilgum. Eirikssyni Mikið jafnræði var áAkureyri með liðunum í fyrri háifleik og skiptust þau að að skora. Það var aðeins í upphafi sem Víkingar náðu þriggja marka forystu en það stóð stutt. Undir lok hálfleiksins komust KA menn í fyrsta skipti yfir en í hálf- leik var jafnt. KA-menn komu tvíefldir til síðari hálfleiks og komust fljótt þremur mörkum yfir, en misstu það svo niður í eitt mark áður en þeir tóku mikinn sprett. Þá skomðu þeir fjög- ur mörk í röð án þess að Víkingum tækist að svara, og vom þá komnir með fimm marka forystu er tíu mín. vom til leiksloka. Eftir það var sigur þeirra aldrei í hættu. Axel Bjömsson stóð sig mjög vel hjá KA, sfógnandi í vinstra hominu og eftir að Friðjón fór í gang í seinni hálfleik réðu Víkingar ekkert við hann. Friðjón skoraði öll sjö mörk sín í síðari hálfleik. KA vöm- in var mjög góð og gaf Víkingunum hvergi færi og Brynjar var góður í markinu. Það mæddi mikið á Sigurði Gunn- arssyni f Vfkingsliðinu í gær, en hann mátti sín oft ekki mikils gegn sterkri vöm KA, og sama er að segja um Áma Friðleifsson. Enginn var afgerandi í liðinu. Axel Bjömsson lék mjög vel f gærkvöldi. KA-Víkingur 26 : 21 íþróttahöllin á Akureyri, 1. deildin í handknáttleik, miðvikudaginn 24. febrúar 1988. Gangur leiksins: 0:1,2:5,6:6,8:8,10:10,12:12,15:12,15:14,20:15,23:18,26:20,26:21. Mörk KA: Axel Bjömsson 7, Friðjón Jónsson 7, Eriingur Kristjánsson 6/2, Guðmundur Guðmundsson 4, Éggert Tryggvason 1, Pétur Bjamason 1. Varin skot: Brynjar Kvaran 12. Utan vallar: 6 mínútur. Mörk Víkings: Sigurður Gunnarsson 6/2, Guðmundur Guðmundsson 4, Ámi Friðleifs- son 4, Siggeir Magnússon 3, Hilmar Sigurgfslason 2, Bjarki Sigurðsson 1, Einar Jóhann- esson 1. Varin skot: Kristján Sigmundsson 6, Sigurður Jensson 1. • Utan vallar: 2 mínútur. Áhorfendur: 463. Dómaran Ámi Sverrisson og Egill Már Markússon og stóðu sig þokkalega.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.