Morgunblaðið - 25.02.1988, Blaðsíða 63

Morgunblaðið - 25.02.1988, Blaðsíða 63
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 25. FEBRÚAR 1988 63- KNATTSPYRNA Teítur vill fá Halldór! TEITUR Þórðarson hefur nú hug á því að fá Halldór Áskelsson, leikmann Þórs á Akureyri, til norska félagsins Brann, sem hann þjálfar, eftir að Pétur Pétursson, KR, ákv- að að fara ekki til Brann. Teitur hringdi í Halldór í gær og bauð honum að koma utan og líta á aðstæður hjá Brann. Halldór vildi í gær ekkert um málið segja á þessu stigi. Sagðist ætla að hugsa sig vel um. Forráðamenn norsku meistaranna í Moss, sem Gunnar Gislason leik- ur með, sýndu í haust áhuga á >a^pp p. Halldór Áskslsson er hann var kosinn knattspyrnumaður ársins á Akur- eyri siðastliðið haust. því að fá Halldór í sínar raðir og síðar heyrði hann svo frá útsend- ara Víkings frá Stavangri. Halldór neitaði báðum þessum féiögum. Halldór er 22 ára. Hann hefur verið lykiimaður í liði Þórs, á að baki 88 leiki í 1. deild og hefur skorað 24 mörk í þeim - fleiri en nokkur annar Þórsari. Þess má geta að hann var næst marka- hæsti leikmaður 1. deildarinnar síðastliðið sumar, skoraði 9 mörk og hlaut silfurskó Adidas. Halldór hefur spilað 15 A-lands- leiki, 6 U-21 árs landsleiki, 5 U-18 ára landsleiki og 4 U-16 ára landsleiki. ENGLAND Arsenal í úrslit annað áriðíröð ARSENAL leikur til úrslita í deildarbikarnum annaö áriö í röö. Liðið sigraði Everton 3:1 í seinni leik liöanna í undan- úrslitum í gœrkvöldi. Arsenal vann fyrri leikinn 1:0. Arsenal leikur til úrslita við annað hvort Oxford eða Luton á Wembley-leikvanginum 24. apríl. Arsenal vann fyrri leikinn 1:0 og kemst því áfram á Frá samanlagðri marka- BobHennessy tölu, 4:1. Arsenal iEnglandi sigraði Liverpool 2:1 í úrslitaleik deildar- bikarsins í fyrra. Arsenal hafði mikla yfirburði í gærkvöldi og misnotaði m.a. víta- spymu. Mörk Arsenal gerðu Mike Thomas, David Rocastle og Alan Smith. Martin Hayes misnotaði vítaspymu í fyrri hálfleik. Adrian Heath skoraði fyrir Everton, sem léku einum færri síðustu tíu mínú- tumar. Trevor Steven varð fyrir meiðslum og varð að fara útaf á 80. mínútu, en Everton hafði áður skipt báðum varamönnum sínum inná. HANDKNATTLEIKUR / V-ÞYSKALAND Páll Ólafsson lék mjög vel í gær- kvöldi og skoraði fimm mörk. Diisseldorf tókstigíKiel PÁLL Ólafsson lék mjög vel í gœrkvöldi er Dusseldorf geröi jafntefli, 18:18, f Kiel í vestur- þýsku úrvalsdeildinni f hand- knattleik. Þetta er f fyrsta skipti í sögunni sem lið DUsseldorf nær í stig í Kiel. Liðin tvö em því enn jöfn í efsta sæti deildarinnar, hafa bæði tapað níu stigum í keppninni. Kiel er geysisterkt á heimavelli og hafði ekki tapað stigi þar í vetur fyrr en í gærkvöldi. Leikur- inn var gífurlega spennandi, jafnt var á öllum tölum en Páll og félagar Frá Jóhanni Inga Gunnarssyni iÞýskalandi BADMINTON / HM ísland tapaði Islensku landsliðin töpuðu bæði í gær, á fyrsta degi heimsmeistara- mótsins í badminton í Hollandi. Karlaliðið tapaði fyrir Svíum, 0:5, og konumar töpuðu með sama mun gegn Englendingum. vom nær sigri, því Kiel jafnaði úr vítakasti á síðustu sekúndunum. Páll skoraði fimm mörk en marka- hæstur í liði Dusseldorf var Schu- bert með 6 mörk. Dahmke gerði flest mörk Kiel, 6 talsins, þar af 3 úr vítum, og það var einmitt hann sem jafnaði í lokin. Páll og félagar náðu þama í gífur- lega mikilvægt stig í toppbarátt- unni. Liðin em jöfn í efsta sæti, hafa bæði tapað 9 stigum, en Kiel er með talsvert betra markahlut- fall. Lið Gummersbach, sem Kristj- án Arason leikur með, hefur bestu markatöluna, en hefur tapað einu stigi meira en toppliðin tvö. KNATTSPYRNA Tuttugu dómarar í1.og2. deild í SUMAR verður það20 - manna hópur dómara sem dæmir alla leiki f 1. og 2. deild í knattspyrnu. Áöur voru það 15 dómarar sem „flautuðu" alla leiki 1. deildar og aðrir fimmtán sáu um 2. deildar leikina. Að sögn Inga Jónssonar, sem sæti á í dómaranefnd KSÍ, höfðu margir dómarar kvartað undan því að fá ekki næg verk- efni, og þama væri k'omið á móts við þær kvártanir. „Þeim sem dæma í deildunum tveimur em nú 20 í stað 30 áður, þannig að menn fá meira að gera en verið hefur," sagði Ingi í samtali við Morgunblaðið í gærkvöldi. í hópnum í sumar verða allir þeir 15 sem dæmdu í 1. deildinni síðastliðið sumar, að Kjartani Ól- afssyni frátöldum, en hann hefur lagt flautuna á hilluna, eins og áður hefur verið greint frá hér í blaðinu, og að auki Haukur Torfa- son, Guðmundur Stefán Marías- son, Ólafur Sveinsson, Róbert Jónsson, Guðmundur Sigurðsson, Friðjón Eðvaldsson og Magnús Theódórsson. Þeir sem dæmdu í 1. deild í fyrra og verða áfram f hópnum eru Guðmundur Haralds- son, Óli Ólsen, Eysteinn Guð- mundsson, Ólafiir Lárusson, Þor- varður Bjömsson, Magnús Jónat- ansson, Friðgeir Hallgrímsson, Eyjólfiu- Ólafsson, Bragi Berg- mann, Baldur Scheving, Gísli Guðmundsson, Sveinn Sveinsson og Þóroddur Hjaltalín. BLAK Þróttur vann HK Þróttur, Reykjavík, sigraði HK í úrslitakeppni karla í blaki í gær- kvöldi, 3:2 (14:16, 15:6, 15:11, 14:16, 15:12). Þróttur var yfir 14:6 í 3. hrinu, tapaði henni 14:16 en stóð uppi sem sigurvegari í lokin. HANDKNATTLEIKUR / 1. DEILD KARLA Luton sigaöi QPR Luton sigraði QPR með einu marki gegn engu í 5. umferð ensku bikar- keppninnar og leikur gegn Portsmouth í undanúrslitum. Eina mark leiksins var sjálfsmark frá Warren Neill. Celtic vann Hibemian, 1:0, í 5. umferð skosku bikarkeppninar í gærkvöldi. Sigurmarkið gerði Billy Stark á 78. mínútu. HANDBOLTI FH vann Val FH sigraði Val í 1. deild kvenna í handknattleik í gærkvöldi í Hafnarfirði, 14:13. Þá sigmðu Haukar KR 24:14. Nánar verður sagt frá þessum leikjum á morgun. íkvöld EINN leikur er á dagskrá úrvalsdeildarinnar í körfu- knattleik í kvöld, Grindvíking- ar fá Valsmenn í heimsókn kl. 20.00. í 1. deild kvenna í handknattleik verða tveir leik- ir í Laugardalshöll; Fram mætir Stjömunni kl. 20.00 og kl. 21.15 hefst viðureign Víkings og Þróttar á sama stað. „Yfir mig ánægður" - sagðiFriðjónJónsson.íyrirliðiKA.eftirsigurinná Víkingi „ÉG ER yfir mig ánægöur meö þessi úrslit eins og gefur sð skilja. Þaö sem skóp sigur okk- ar var mikil samheldni í liðinu. Viö höfum mátt þola nokkur töp aö undanförnu en þaö hef- ur þjappað okkur saman og það var gffurleg barátta og mikill hugur í okkur. Þá er heimavöllurinn stór plús og áhorfendur voru vægast sagt frábærir í kvöld,“ sagði Friðjón Jónsson, fyrírliöi KA, eftir aö lið hans haföi unið sannfærandi sigur á íslandsmeisturum Vfkings f gærkvöldi. KA-menn em nú með 10 stig eftir 14 leiki og komust upp í þriðja neðsta sætið. Fram er nú í næst neðsta sæti með 9 stig, en hefur að vísu aðeins FráReyni lokið 12 leilgum. Eirikssyni Mikið jafnræði var áAkureyri með liðunum í fyrri háifleik og skiptust þau að að skora. Það var aðeins í upphafi sem Víkingar náðu þriggja marka forystu en það stóð stutt. Undir lok hálfleiksins komust KA menn í fyrsta skipti yfir en í hálf- leik var jafnt. KA-menn komu tvíefldir til síðari hálfleiks og komust fljótt þremur mörkum yfir, en misstu það svo niður í eitt mark áður en þeir tóku mikinn sprett. Þá skomðu þeir fjög- ur mörk í röð án þess að Víkingum tækist að svara, og vom þá komnir með fimm marka forystu er tíu mín. vom til leiksloka. Eftir það var sigur þeirra aldrei í hættu. Axel Bjömsson stóð sig mjög vel hjá KA, sfógnandi í vinstra hominu og eftir að Friðjón fór í gang í seinni hálfleik réðu Víkingar ekkert við hann. Friðjón skoraði öll sjö mörk sín í síðari hálfleik. KA vöm- in var mjög góð og gaf Víkingunum hvergi færi og Brynjar var góður í markinu. Það mæddi mikið á Sigurði Gunn- arssyni f Vfkingsliðinu í gær, en hann mátti sín oft ekki mikils gegn sterkri vöm KA, og sama er að segja um Áma Friðleifsson. Enginn var afgerandi í liðinu. Axel Bjömsson lék mjög vel f gærkvöldi. KA-Víkingur 26 : 21 íþróttahöllin á Akureyri, 1. deildin í handknáttleik, miðvikudaginn 24. febrúar 1988. Gangur leiksins: 0:1,2:5,6:6,8:8,10:10,12:12,15:12,15:14,20:15,23:18,26:20,26:21. Mörk KA: Axel Bjömsson 7, Friðjón Jónsson 7, Eriingur Kristjánsson 6/2, Guðmundur Guðmundsson 4, Éggert Tryggvason 1, Pétur Bjamason 1. Varin skot: Brynjar Kvaran 12. Utan vallar: 6 mínútur. Mörk Víkings: Sigurður Gunnarsson 6/2, Guðmundur Guðmundsson 4, Ámi Friðleifs- son 4, Siggeir Magnússon 3, Hilmar Sigurgfslason 2, Bjarki Sigurðsson 1, Einar Jóhann- esson 1. Varin skot: Kristján Sigmundsson 6, Sigurður Jensson 1. • Utan vallar: 2 mínútur. Áhorfendur: 463. Dómaran Ámi Sverrisson og Egill Már Markússon og stóðu sig þokkalega.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.