Morgunblaðið - 27.02.1988, Side 14
14
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 27. FEBRÚAR 1988
Eining Vesturlanda
eykur friðarlíkur
eftir Matthías A.
Mathiesen
Menn hljóta ávallt að veita at-
hygli skýrslu nýs utanríkisráðherra,
þar sem fram kemur hvaða mál hann
hyggst setja á oddinn og hvaða
áherslu hann muni leggja á hin ýmsu
atriði er snerta samskipti okkar ís-
lendinga við aðrar þjóðir. Vitaskuld
hiýtur skýrslán að mótast af yfír-
lýstri stefnu ríkisstjómar Þorsteins
Pálssonar og það er skemmst frá því
að segja, að fyrsta skýrsla
Steingríms Hermannssonar, utanrík-
isráðherra, er í hefðbundnum stíl,
þar sem annars vegar er lögð áhersla
á efnahagslegt samstarf vestrænna
ríkja og hins vegar á samstöðu þeirra
í öryggis- og vamarmálum.
Öryggis- og varnarmál
í skýrslunni er boðað að haldið
verði áfram þeirri vinnu sem hafin
var í tíð síðustu ríkisstjómar og mið-
aðist við eflingu þessara meginstoða
íslenskrar utanríkisstefnu. Raunar
má segja að þetta starf hafí að
nokkru byijað í ráðherratíð Ólafs
Jóhannessonar í utanríkisráðuneyt-
inu, þegar endumýjun hófst á mikil-
vægum búnaði vamarliðsins, en Geir
Hallgrímsson markaði síðan sem ut-
anríkisráðherra þá stefhu um aukið
frumkvæði okkar sjáifra í vömum
landsins, sem fylgt hefur verið æ
síðan. í hans tfð var það starf ut-
anríkisþjónustunnar, 'er lýtur að
vömum landsins, vamarviðbúnaði og
mati á vamarþörf, stóreflt, og í kjöl-
farið hafa fylgt áætlanir og síðan
framkvæmdir t.d. við ratsjárstöðvar
á Vestfjörðum og Norð-Austurlandi,
endumýjun flugskýla og annarra
mannvirkja og tækja og svo einnig
aukið samstarf við ýmis Evrópuríki
í vamarmálum, svo ekki sé minnst
á samstarfið við hemaðaryfírvöld
Atlantshafsbandalagsins. Ráðnir
vom innlendir sérfræðingar á þessu
sviði til ráðgjafar við framkvæmd
vamarstefnunnar, en fram til þess
tíma má segja að við íslendingar
höfum kosið okkur hlutskipti áhorf-
andans.
Frá þessari stefnu verður ekki
hvikað eins og fram kemur í skýrslu
utanríkisráðherra, enda hefur hún
treyst öryggi okkar gagnvart sívax-
andi flotastyrk Sovétmanna á haf-
svæðunum norður og austur af
landinu.
Samskiptin við EB
Þá kemur það skýrt fram í skýrsl-
unni að áfram verður efldur sá þátt-
ur utanríkistefnunnar og utanríkis7..
þjónustunnar er lýtur að májefnum
Evrópubandalagsins (EB). í fyrri
skýrslu minni um utanríkismál 1986
gat ég þess að alþjóðaefnahagsmál
hefðu mtt sér til rúms sem mikilvæg-
ur þáttur alþjóðamála og að sú þróun
hefði áhrif á alþjóðleg öryggismál
með margvíslegum hætti.
Utanríkisviðskipti væm snar þátt-
ur þessarar framvindu og mikilvægur
hluti starfs okkar íslendinga á næstu
ámm hlyti að mótast nokkuð af þess-
um nýju viðhorfum. Við sjáum td.
þá breytingu sem efnahagslegar
staðre}mdir hafa haft á samskipti
austurs og vesturs á allra síðustu
ámm.
Það var á gmndvelli þessara við-
horfa sem ég hafði forgöngu um að
starf utanríkisþjónustunnar hvað
varðar samskiptin við EB yrði stór-
eflt og stofnuð var, að mínu frum-
kvæði, sérstök skrifstofa í Bmssel
til að annast þau samskipti, fylgjast
með og koma upplýsingum á fram-
færi við stjómvöld og svo einnig að
koma sjónarmiðum okkar og við-
horfum á framfæri Jjar, hvenær sem
þess gerðist þörf. Eg hygg að þetta
spor hafí verið skynsamlegt og muni
skila miklu þegar viðræður u’m
framtíðarstöðu okkar gagnvart EB
heljast á næstu ámm. Þessi skrif-
stofa tók til starfa hinn 10. desemb-
er 1986. Það er ástæða til að ætla
að starfí þessu verði haldið áfram,
enda er í inngangi skýrslunnar tekið
undir þau orð mín, frá fyrri skýrslu,
að stærstu verkefni utanríkisþjón-
ustunnar í náinni framtíð hljóti að
v,era utanríkisviðskipti og útflutn-
ingsmál.
Aðild að EB er ekki
á dagskrá
í þeirri umræðu sem nú fer fram
um samslúptin við Evrópubandalagið
finnst mér skorta nokkuð á nauðsyn-
lega yfírvegun manna og ýmsir hafa
verið með heldur glannalegar yfirlýs-
ingar um það efni að undanfömu.
Þá hafa sumir dregið upp heldur
dökkar myndir og af máli þeirra er
það helst að skilja að okkar bíði dap-
urleg örlög nýlenduþjóðar ef ekki
verði gengið til samninga um toll-
frelsi þegar í stað og jafnvel hafa
verið viðraðar hugmyndir um ein-
hvers konar viðskipti með vamarað-
stöðu.
Við slíkar raddir vil ég segja eftir-
farandi: Hyggilegast á þessari
stundu er að halda áfram að vinna
sjónarmiðum íslendinga brautar-
gengi með rökum en láta slagorðin
eiga sig. Við höfum hagstæðan
samning við EB og markmiðið hlýtur
að vera að útvíkka þennan samning
á næstu misserum, eða þegar EB er
reiðubúið að ganga til slíkrar samn-
ingagerðar. Eg tek undir þau orð
utanríkisráðherra, í skýrslunni, að
heldur ólíklegt sé að til slíkra samn-
inga komi fyrir 1992. Það þarf tvo
til að semja og forsvarsmenn EB
hafa marglýst því yfir að fram-
kvæmd stefnunnar um „innri mark-
að“ hafí forgang nú um stundir í
málum EB.
Við eigum á hinn bóginn að nota
tímann þangað til viðræður geta
hafist og marka okkur sameiginlega
stefnu gagnvart þessu samstarfí EB,
sem tryggir okkar hagsmuni í við-
skiptum og okkar stöðu almennt í
samfélagi vestrænna ríkja. Mikil-
vægt er í því sambandi -að slá engu
„Við eigum á hinn bóginn
að nota tímann þangað til
viðræður geta haf ist og
marka okkur sameigin-
lega stefnu gagnvart
þessu samstarfi EB, sem
tryggir okkar hagsmuni í
viðskiptum og okkar
stöðu almennt í samfélagi
vestrænna ríkja. Mikil-
vægt er í því sambandi
að slá engu frá sér sem
óhugsanlegu, heldur
nálgast viðfangsefnið af
raunsæi og fumleysi og
gæta vel að því að full-
veldi okkar, t.d. hvað
varðar auðlindir, verði
treyst i Evrópusamstarf i
framtíðarinnar. Aðild að
EB er ekki á dagskrá nú,
en f ramvinda þeirra mála
ræðst af sérstöðu okkar
sem fiskveiðiþjóðar.“
Matthías Á. Mathiesen
frá sér sem óhugsanlegu, heldur
nálgast viðfangsefnið af raunsæi og
fumleysi og gæta vel að því að full-
veldi okkar, t.d. h hvað varðar auð-
lindir, verði treyst í Evrópusamstarfi
framtíðarinnar. Aðild að EB er ekki
á dagskrá nú, en framvinda þeirra
mála ræðst af sérstöðu okkar sem
fiskveiðiþjóðar.
Ég legg áherslu á að menn varist
innantómar yfirlýsingar og hræðslu-
óp í þessu sambandi, hvort sem það
kemur úr röðum stjómmálamanna
eða frá fulltrúum hagsmunahópa.
Við verðum að fá aðrar þjóðir, þá
á ég einkum 'við EFTA-ríkin, til að
virða sjónarmið okkar og afstöðu og
fá þær til stuðnings við íslenskan
málstað. Mikilvægt í því sambandi
er, eins og fram kemur í skýrslu
utanríkisráðherra, að fá fullt við-
skiptafrelsi fyrir físk og fískafurðir
innan EFTA og yfírvinna andstöðu
Svía við það mál.
Árangurí
afvopnunarmálum
Ég gat þess hér að framan að hin
nýju viðhorf í alþjóðamálum ættu sér
efnahagslega undirtóna. Það er t.d.
deginum ljósara að erfíð efnahagsleg
kjör eru hreyfiafl þeirrar áherslu
Sovétmanna að dregið skuli úr
vígbúnaði. Þáttaskilin í vígbúnaðar-
kapphlaupinu eru staðreynd og hæst
ber þar samninginn um útrýmingu
meðaldrægu og skammdrægU
kjamaflauganna úr Evrópu. Eins og
réttilega kemur fram í skýrslu ut-
anríkisráðherra hefur sá árangur
náðst fyrir eindrægni í vömum Evr-
ópu. Sovétmenn standa frammi fyrir
því að ríki Atlantshafsbandalagsins
hafa þrek til að vega upp yfírburði
þeirra á mikilvægum sviðum og Sov-
étmenn hafa fundið sig knúna
frammi fyrir þeirri staðreynd til að
draga úr vígbúnaðarkapphlaupinu.
Atlantshafsbandalagið hefur nýtt
styrk sinn til að auka friðarlíkur og
draga úr vígbúnaði. Stefna þess er
að skila árangri.
Það er mikilvægt að vestræn ríki
haldi áfram að treysta samstöðu sína
og við íslendingar eigum að taka
þátt í því að haldið verði áfram að
semja um fækkun kjamaflauga.
Vonandi ná leiðtogar risaveldanna
samkomulagi á fundi sínum í Moskvu
í maí eða júní í vor um fækkun lang-
drægra (strategískra) kjamaflauga.
Fyrir Atlantshafsbandalaginu
liggur á hinn bóginn það verkefni
að undirbúa viðræður um fækkun
hefðbundins vígbúnaðar og efna-
vopna eins og samþykkt var á fundi
utanríkisráðherra Atlantshafs-
bandalagsins hér í Reykjavík hinn
12. júní í sumar.
Nausynlegt er fyrir vamir Evrópu
að samið verði um niðurskurð þess-
ara vopnategunda áður en t.d. verður
rætt um hin svokölluðu vígvallar-
vopn. Markmiðið er, eins og margoft
hefur komið fram í málflutningi Atl-
antshafsbandalagsins, að tryggja
friðinn og árangur næst ekki nema
með festu og sveigjanleika í samn-
ingum eins og vestrænu ríkin hafa
borið gæfu til að gera allt frá
stríðslokum.
Breytt afstaða —
rökstuðning skorti
Ég vil vfkja nokkuð að þeirri
áherslubreytingu sem orðið hefur í
atkvæðagreiðslum á vettvangi Sam-
einuðu þjóðanna. í skýrslunni kemur
fram að breytt hafí verið um at-
kvæði til 10 tillagna frá því sem at-
kvæði féllu áður.
Engin tilraun er gerð til að
rökstyðja þessa stefnubreytingu í
skýrslunni nema með afar ónákvæm-
um og óljósum tilvísunum í þingsá-
lyktunina frá 23. maí 1985 um stefnu
Islendinga í afvopnunarmálum. Það
hefði mátt koma fram nánari skýring
af. hálfu' utanríkisráðherra á því
hvemig á því stendur að tveir forver-
ar hans gátu fylgt þeirri sömu álykt-
un en greitt þó atkvæði með öðrum
hætti en hann gerir, en ekki er gerð
tilraun til slíks rökstuðnings í skýrsl-
unni.
í einu tilviki var um að ræða til-
lögu sem oft hefur verið rædd hér á
Alþingi, en það er sænsk/mexík-
anska „frystingartillagan". Afstaða
til þeirrar tillögu var raunar mótuð
í tíð Ólafs Jóhannessonar, en í
skýrslu Ólafs um utanríkismál frá
1983 segir um þessa tillögu, að ís-
lendingar hefðu tekið þátt í þeirri
ákvörðun Atlantshafsbandalagsins
að koma upp meðaldrægum kjama-
flaugum í Évrópu á árinu 1979 til
að vega upp yfirburði Sovétmanna á
því sviði. Að greiða atkvæði um
„frystingu" á sama tíma jafngilti því
að verið væri að koma í bakið á
bandamönnum okkar, sagði Ólafur
Jóhannesson.
Tillagan var með öðmm orðum
sett fram í upphafi þessa áratugs
og háfði þann tilgang að „frysta“
yfirburði Sovétmanna; það hefði að
minnsta kosti verið afleiðingin ef hún
hefði náð fram þegar hún var sett
fram. Það er á hinn bóginn staðfest
í skýrslu utanríkisráðherra, eins og
ég gat um hér að framan, að það
var einurð vestrænna ríkja, þ.e. upp-
setning meðaldrægu flauganna, sem
gerði þann árangur mögulegan, að
samið var um útrýmingu þessara
'flauga með INF-samningnum, sem
undirritaður var í Washington hinn
8. desember sl.
Mín afstaða til þessarar tillögu
mótaðist ekki aðeins af þessum sjón-
armiðum heldur komu fram í tillög-
unni fullyrðingar um jöfnuð f vígbún-
aði og var þannig horft framhjá yfír-
burðum Sovétmanna á sviði hefð-
bundins vígbúnaðar. Þá var það af-
staða mín að í tillögunni fælist að
semja ætti um frystingu á sama tíma
og samningar stæðu yfír um hreinan
niðurskurð kjamavopna. Ekkert hef-
ur komið fram sem gefur tilefni til
stefnubreytingar að þessu leyti af
hálfu okkar íslendinga enda var til-
lagan tímaskekkja þegar leiðtogar
risaveldanna sátu og sömdu um nið-
urskurð kjamavopna. Ég vil því nota
tækifærið og hvetja menn til þess
að gæta várfæmi varðandi afstöðu
til tillagna á þingum Sameinuðu þjóð-
anna, sem oftar en ekki, því miður,
em settar fram í áróðursskyni.
Það er til að mynda afar undar-
legt áð samþykkja tillögu, sem var
flutt af Úkraínu og Tékkóslóvakiu
og ýmis þróunarríki stóðu einnig að,
um „samræmda framkvæmd álykt-
ana allsherjarþingsins á sviði af-
vopnunar". íslendingar vom eina
vestræna þjóðin sem greiddi þessari
tillögu atkvæði. Þessi afstaða var
afar vafasöm þótt ekki væri nema
vegna þess að við höfum ýmist setið
hjá eða verið á móti samþykkt
margra áróðurstillagna um þennan
málaflokk, t.d. „frystingartillöguna"
margnefndu, sem þó hafa verið sam-
þykktar af allsherjarþinginu.
í þessari afstöðu felst mótsögn og
ég vil leggja áherslu á að í ályktun
Alþingis um afvopnunarmál, þar sem
segir „að fagna beri hverju því frum-
kvæði sem fram kemur og stuðlað
getur að því að rjúfa vítahring
vígbúnaðarkapphlaupsins", felast
ekki fyrirmæli um að samþykkja
hverja þá áróðurstillögu sem fram
kemur á vettvangi Sameinuðu þjóð-
anna um þennan málafiokk gagnrýn-
islaust. Mál þessi eru flóknari, og
mikilvægi samstöðu vestrænna rílq'a
er meira virði en svo, að þar megi
lítt grundaðar ákvarðanir ráða ferð-
inni.
Höfundur er aamgönguráðherra.
Varaþingmaður
á villigötum
eftir Geir H. Haarde
Margir, sem hafa lengri reynslu
af pólitík en ég, hafa sagt að fljót-
lega hafi þeir gefíst upp við að leið-
rétta allt það sem rangfært hafí ver-
ið um skoðanir þeirra eða ummæli.
Ég verð að viðurkenna að ég skil
þá vel, enda hafa menn oftast sitt-
hvað betra við tímann að gera en
elta ólar við ómerkilega útúrsnún-
inga pólitískra andstæðinga.
Mér finnst mér þó skylt að leið-
rétta tiltekin ummæli, sem einn af
varaþingmönnum kvennalistans sá
ástæðu til að leggja mér í munn í
jómfrúræðu sinni á Alþingi nýlega.
Ég vakti að vísu athygli viðkomandi
á rangfærslu sinni eftir að hún hafði
lokið ræðu sinni og tekið við blómum
frá stallsystrum sínum fyrir vikið.
En fyrst ræðan er birt með þessari
misfærslu í Mbl. sl. laugardag, (Jóm-
ftúrræða Sigríðar Lillýjar Baldurs-
dóttur: „Lögmálið er ekkert lögmál",
Mbl. 20. febrúar sl.) vil ég koma
eftirfarandi athugasemdum á fram-
færi.
í ræðunni segir svo m.a: „Hvemig
hefur hæstvirt ríkisstjóm hugsað sér
að bregðast við tilmælum sem þess-
um og hver eru skilaboð háttvirtra
stjómarþingmanna til láglaunafólks-
ins í landinu? Einn þeirra, háttvirtur
17. þingmaður Reykvíkinga, Geir
Haarde, sá sérstaka ástæðu til þess
að nota tækifærið f sjónvarpsþætti á
dögunum. Hann benti viðstöddum
og sjónvarpsáhorfendum á að gera
sér grein fyrir því að ekki væri hægt
að hækka laun hinna lægst launuðu
nema til komi auknar tekjur þjóðar-
innar og við því væri ekki að búast
næstu misserin."
Umræddum sjónvarpsþætti var
sjónvarpað beint úr Múlakaffi 26.
janúar sl. I síðustu málsgrein tilvitn-
unarinnar eru mér ranglega lögð orð
í munn. Ummæli mín um þetta efni
í þættinum voru eftirfarandi skv.
útskrift: „Hins vegar er það auðvitað
þannig, að auðvitað vildum við gjam-
an sjálfsagt öll, að hér hefðu menn
hærra kaup almennt, en það byggist
á því auðvitað að hér séu sköpuð
meiri verðmæti og að þjóðin fram-
leiði meira. Þannig verða verðmætin
tii. Og það er það sem við verðum
að laga okkur að. Við getum ekki
eytt meira heldur en við búum til hér
f landinu öðmvísi þá en að taka lán
í útlöndum, sem þessi ríkisstjóm er
nú að reyna að binda enda á. Og
þessar stíaðreyndir verðum við að
Geir H. Haarde
horfast í augu við alveg eins og allar
aðrar þjóðir. Við getum ekki skipt
meiru heldur en við öflum sem þjóð,
ekkert frekar en hvert einstakt heim-
ili getur leyft sér að eyða um efíií
fram til langframa."
Allir hljóta að sjá að í jómfrúræðu
varaþingmannsins er mjög hallað
réttu máli um innihald orða minna.
Þess má geta að í þættinum var far-
ið vítt og breitt um svið efnahags-
og kjaramála. Tilvitnuð ummæli mín
(ég hef undirstrikað orðið almennt)
bera það með sér að þar er verið að
ijalla um þann alkunna sannleik, að
bætt lífskjör í landinu almennt byggj-
ast á því að þjóðartekjur aukist. Þar
er ekki vikið einu orði að skiptingu
þjóðartekna eða því hvort núverandi
skipting þeirra sé réttlát eða ekki.
Er vandséð hvað fyrir ræðuhöfundi
vakir með rangtúlkun sinni. Lesend-
ur eru jafnvel í stakk búnir og ég
til að geta sér til um það.
Höfundur er einn afalþingis-
mönnum Sjálfstteðisflokksins í
Reykjavík.