Morgunblaðið - 27.02.1988, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 27.02.1988, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 27. FEBRÚAR 1988 17 Líf á lands- byggðinni eftir Jóhönnu A. Steingrímsdóttur Nú er þorri liðinn, hann hefur kveðið kalt við glugga að þessu sinni hér norð- anlands, hlaðið snjó að húsum og á vegi, lagt svell yfir vötn og þeytt snjó- drift fram af brúnum hnúka og fjalla svo að fyrir hefur komið að hver gnýpa greiði haddinn, gráan og kaldan í löng- um strokum í annars björtu veðri. En þegar snjórinn jafnar holt og móa, hlíðar og lautir og hjamið sindrar við sól, eða birtu mána á stjömubjörtum kvöldum og norðurljósin bregða á leik yfír himinhvolfíð, þá er fallegt hér norð- anlands. Þorri er aðal samkvæmistíminn á landsbyggðinni, þorrablót eru haldin í hverri sveit og vinir og ættingjar eru boðnir úr næstu sveitum og jafnvel öðrum landshlutum til að gleðjast með heimamönnum á þessum þjóðlegu sam- komum þar sem fólk safnast saman eftir því sem húsrúm leyfír á hvezjum stað. Flest em blótin með sama fyrirkomu- lagi og liggur mikil vinna að baki hverr- ar samkomu. Þorrablótsnefnd er skipuð í hverri sveit og engum er fært að sker- ast þar úr leik sem til er kvaddur. Nefndin sér um allan undirbúning blóts- ins, svo sem útvegun húsnæðis og hljómsveitar sem í flestum tilfellum er fremur auðveldur hlutur. Erfíðara og tímafrekara er að nefnd- in verður einnig að sjá um skemmti- atriði á meðan á borðhaldi stendur, og í lang flestum tilfellum gerir nefndin það sjálf. Menn yrkja bragi og vísur, setja sam- an smá leikþætti og leika, oft er þá klipið í nágrannana og haft í flimtingum ýmislegt sem fyrir hefur komið, enginn telur sér sæma að reiðast af slíku, enda ekki gengið nærri heiðri manna eða viðkvæmum tilfínningum neins. Nefndin raðar borðum og stólum í samkomusalinn, skrifar spjald á hvert borð þar sem heimili eru merkt með tölu þátttakenda og við hvert sæti ligg- ur söngskrá, ljósrituð með þeim ljóðum og vísum sem tilheyra almennum söng. Oft er söngskráin skreytt með teikn- ingum sem gefa til kynna að nú á að sletta ærlega úr klaufunum. Blótin hefjast kl. 21 og frá því kl. 20 drífur fólk að. Allir heimilisfeður ganga í samkomusalinn með stór trog í fanginu vafín hvítum dúkum. Konur bera stórar bögglatöskur, úr þeim eru Jóhanna Á. Steingrímsdóttir „Þorri er aðal samkvæm- istíminn á landsbyggðinni, þorrablót eru haldin í hverri sveit og vinir og ættingjar eru boðnir úr næstu sveitum og jafnvel öðrum landshlut- um til að gleðjast með heimamönnum á þessum þjóðlegu samkomum þar sem fólk safnast saman eftir því sem húsrúm leyfir á hverjum stað.“ teknir upp dúkar og hafðar hraðar hendur við að breiða á borð svo að bóndi geti lagt frá sér trogið. Þegar svift er af því dúknum getur að líta Úölbreyttar kræsingar af gömlum og góðum þorramat og flest af því er úr eldhúsi heimilisins. Upp úr töskunum eru dregin matará- höld og drykkjarföng, flöskur sem inni- halda þann vökva sem hver kýs sér til drykkjar, getur þar að líta mörg gæðavín, enda ekki annað að leita en í bögglatöskumar og kóksölu hússins til að svala þorsta sínum, enginn er barinn og enginn saknar þess. Þorrablótsnefnd stjómar borðhaldinu og í flestum tilfellum kitlar hún hlátur- taugar manna, enda þorrablótin ætluð sem gleðisamkomur og gott að láta hugann hverfa frá óhóflegu vinnuálagi dreifbýlisins. Á þorrablótum fylgja menn þessari formúlu svikalaust: — Etið, drekkið og verið glaðir — en til undantekninga heyrir ef dmkkið er svo að til leiðinda sé fyrir viðkomandi eða aðra samkomu- gesti. Eftir borðhald, sem vanalega er lokið um kl. 24, dunar dansinn í orðsins fyllstu merkingu til kl. 3 eða jafnvel lengur. Þá er haldið héim. Að morgni verða bændur svo að fara til gripahúsa sinna eins og vant er því ekki dugir að svelta búfénað eða sleppa að mjalta kýr. Bændur geta hvorki sof- ið út á sunnudögum né laugardögum og áður en þeir búa sig til mannfagnað- ar að kvöldi, hvort sem er leikhús, böll, konsertar eða þorrablót, verða þeir að hirða um gripi og mjalta kýr. Enginn heyrist kvarta yfír svo sjálfsögðum hlut. Höfundur býr í Ámesi íAðaldal og mun skrifa reglulega greinar í Morgunblaðið um lífið á landsbyggðinni. „Special Editíon" „Special Edition" af 5-línunni er hlað- in öllum þeim aukabúnaði til öryggis og þæginda sem völ er á. Við getum ekki stillt okkur um að telja upp eitthvað af Deim aukabúnaði sem þú færð með Dessum bíl - vitandi að slík upptalning cætir huga þinn. Metalic lakk, leðursportstýri, leður- skiptihnúður, BMW sportfelgur (læstar), miðstýrðar læsingar á hurðum, faranq- ursgeymslu og bensínloki. Samlitir stuð- arar og spegilhús, litað gler, sóllúga, raf- stýrðar rúðuvindur, höfuðpúðar aftan, þokuluktir, netavasar á framsætum og fleira. Verðið á 5-línunni er frá kr. 842.350.- stgr. Special Edition kr. 965.000.- stgr. Útborgun 25%. Eftir- stöðvar: Lán í allt að 2V* ár * Gengi 22.1415 Aðeinsflug erbetra .1r,-J •*— í r - ■ * . . 5. '• 1 ! r '■■ r ... -4 . 'V':. >j
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.