Morgunblaðið - 27.02.1988, Qupperneq 29

Morgunblaðið - 27.02.1988, Qupperneq 29
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 27. FEBRÚAR 1988 29 Belgrad, Reuter. SAMKOMULAG náðist um reglulegar viðræður Balkanríkja um aukna samvinnu á fyrsta fundi utanríkisráðherra Balkanríkjanna sex, sem lauk í gær. í lokaniðurstöðu fundarins, sem kynnt var í gær, var hins vegar ekki minnst á annan annan fund utanrikisráðherra Balkanríkja. Talið er að fundurinn hafi verið persónulegur sigur fyrir utanríkis- ráðherra Albaníu, Reiz Malile, sem lét mikið að sér kveða á fundinum. Sendimenn segja að í opnunarræðu sinni á miðvikudag hafi Malile sýnt mikinn skilning á vandamálum Balk- anríkja. Þá þurftu júgóslavneskir öryggisverðir að kalla á liðsauka þegar lífverðir Maliles réðu ekki við fréttamannaskarann sem þyrptist um hann í þinghúsinu í Belgrad, og lögreglan var með sérstakan við- búnað þegar hann yfirgaf þinghúsið. Fréttamenn hafa skýrt frá því að albanski ráðherrann hafi ekki viljað að haldinn yrði annar slíkur fundur ráðherra Balkanrikjanna. Hann hafí frekar viljað að vandamálin yrðu fyrst leyst með viðræðum einstakra Balkanríkja. Sendimenn segja að nokkur ár- angur hafi náðst í viðræðum ein- stakra ríkja á fundinum og þátttaka Albaníu hafi verið mjög mikilvæg eftir áralanga einangrun landsins. Til að mynda samþykktu utanríkis- ráðherra Búlgaríu, Petar Mladenny, og utanríkisráðherra Tyrklands, Mesut Yilmaz, að hefja viðræður um „mannúðarmál" t maí. Sendimenn segja að þá verði fjallað um tyrk- neska minnihlutann í Búlgaríu, sem beittur er miklu misrétti að sögn stjómvalda í Tyrklandi. Þá sam- þykktu Vilmaz, utanríkisráðherra Tyrklands, og Karolos Papoulias, utanríkisráðherra Grikklands, að ræða afvopnunarmál áður en NATO-fundurinn hefst í byijun næsta mánaðar. Rúmenar lögðu á fundinum tillögu um að annar fundur ráðherra Balk- anríkja yrði haldinn í Búkarest í des- ember. Sendimenn segja að það sé mikið áfall fyrir forseta Rúmeníu, Nicolae Ceausescu, að ekki skuli hafa náðst samkomulag um þennan fund, því hann sé mikið gefinn fyrir tilstand og hátíðlegar athafnir. Reuter Námumenn berjast við lögreglumenn Námumenn í Lorraine í Frakklandi börðust við óeirðalögreglumenn fyrir framan aðalstöðvar námufyrirtælds í gærmorgun. Námumenn- imir voru að mótmæla ráðstöfunimum fyrirtækisins gegn verkfalls- mönnum. Arsþing Mannréttindanefndar SÞ í Genf: Valladares sýnir ör eftir pyntingar á blaðamannafundi Fundur utanríkisráðherra Balkanríkja: Samkomulag náðist ekki um annan ráðherrafund Genf, Reuter. ARMANDO Valladares, sendiherra Bandaríkjanna hjá Mannréttinda- nefnd Sameinuðu þjóðanna, hélt í gær blaðamannafund til þess að kynna tillögu stjómar sinnar um ályktun nefndarinnar um Kúbu. A fundinum sýndi hann blaðamönnum margvísleg ör sem hann fékk á meðan 22 ára fangavist hans á Kúbu stóð. Kúbustjórn hafði vísað á bug frásögnum hans um skipulegar pyntingar á pólitískum föngum þar og hélt Valladares fundinn til þess að sanna að hann færi með rétt mál. Sýndi hann fréttamönnum ör eftir rottubit á fingrum sínum og leyfði mönnum að finna djúp „Ég hef þekkingu á pyntingum og mannréttindabrotum," sagði Valladares á fundinum. „Ég er sér- fræðingur í að þola þau.“ Blaðamannafundinn boðaði hann til þess að hrekja fullyrðingar kommúnistastjómarinnar á Kúbu um að þar í landi hefði aldrei verið farið illa með neina fanga. Aðstoð- arutanríkisráðherra Kúbu, Raul Rao Kouri hélt klukkustundarlang- an blaðamannafund á miðvikudag þar sem hann réðist harkalega gegn Valladares. Sagði hann meðal ann- ars að menntaskólaferill Valladares væri í vafasamara lagi og hamraði ör á höfuðleðri sínu. á því að á Kúbu hefðu fangar aldr- ei fengið annað en bestu meðferð. Valladares fæddist á Kúbu og var handtekinn árið 1960, þá 23 ára gamall. Hann var ekki látinn laus fyrr en 22 árum síðar eftir að Kúbustjóm hafði verið beitt miklum þiýstingi til þess að láta hann lausann. Eftir að Valladares komst til Vesturlanda árið 1982 gagnrýndi hann Mannréttindanefndina harð- lega fyrir að hafa tekið á Kúbu- stjóm með silkihönskum og aldrei rannsakað alvarlegar ásakanir um mannréttindabrot í hennar garð, þrátt fyrir að þær væru studdar Reuter Armando Valladeres á blaða- mannafundinum í gær. áreiðanlegum sönnunum og vitnis- burði. í fyrra skipaði Ronald Reag- an, Bandaríkjaforseti, hann sendi- herra sinn hjá nefndinni. Valladares sagði að tillaga Bandaríkjanna væri ekki jafnharð- orð og verið hefði; í stað þess að fordæma Kúbu væri þess einungis farið á leit við Mannréttindanefiid- ina að hún rannsakaði ásakanir um gróf mannréttindabrot stjómar Kastrós og færi fram á útskýringar Kúbustjómar. „Ef Kúbustjóm brýtur ekki nein mannréttindi, eins og fulltrúar hennar halda fram, hvers vegna óttast hún þá rannsókn?" spurði Valladares. Tillagan verður tekin til at- kvæðagreiðslu í þamæstu viku, en þá lýkur hinu sex vikna langa árs- þingi neftidarinnar. Telja sumir að erfítt kunni að reynast að afla til- Iögunni fylgis, þar sem hinir átta fulltrúar rómönsku Ameríku hiki við að leggjast gegn stjóminni í Havana. Aðrir benda þó á að aðeins hafi munað einu atkvæði í fyrra að mun harðorðari tillaga í fyrra yrði samþykkt. Risaveldunuir lýstur saman Bandaríska vamarmálaráðuney- tið hefur nú sent frá sér myndir, sem teknar voru, þegar banda- ríska tundurspillinum Caron og sovéskri freigátu af gerðinni Mirka II laust saman á Svarta- hafi fyrr í þessum mánuði. Bandaríkjamenn halda fram, að freigátunni hafi verið siglt á tundurspillinn af ásetningi. Sov- étmenn neita því, en segja, að bandaríska skipið hafi farið inn fyrir 12 mflna mörkin, sem þeir miða lögsögu sfna við á Svarta- hafi. Bandaríkjamenn segja hins vegar, að tundurspillirinn hafi verið á alþjóðlegri siglingaleið. Hvorugur málsaðila hefur viljað láta þennan atburð verða til þess, að sambandið milli ríkjanna versnaði. Krefjast rannsóknar á ódæð- um dauðasveita í Honduras Amnesty International: DAUÐASVEITIR, sem tengjast leyniþjónustu og her í Honduras, virðast hafa verið endurvaktar og hefur það gert illt ástand í mannréttindamálum landsins enn verra, að því er talsmenn mann- réttindasamtakanna Amnesty International sögðu á miðvikudag. Talsmennimir sögðu, að sam- tökirí hefðu krafist þess, að stjóm- völd í Honduras létu rannsaka fregnir um, að dauðasveitimar hefðu myrt þijá menn í sfðasta mánuði. Eitt fómarlambanna, sem er stjómarmaður í mannrétt- indasamtökunum CODEH í Hond- uras, hafði borið vitni fyrir Mann- réttindadómstóli Ameríku í Costa Rica f máli gegn Honduras-stjóm, þar sem við sögu komu „manns- hvörf". Annað fómarlambanna hafði boðist til að bera vitni fyrir sama rétti. Talsmenn AI sögðu enn fremur, að eitt vitni til við- bótar, dr. Ramon Custodio Lopez, forseti CODEH, hefði fengið morðhótanir. Talmennimir sögðu, að fjöldi stjómmálaandstæðinga Hondur- as-stjómar hefði á undanfömum tveimur árum mátt sæta heiftar- legum ofsóknum af hálfu aðila, sem tengdust heimullegri herdeild leyniþjónustunnar, Sveit 3-16, sem talin hefur verið bera ábyrgð á morðum dauðasveitanna, svo og „mannshvörfum", snemma á þessum áratug. Ný skýrsla í nýrri skýrslu Amnesty Inter- national um Honduras koma fram ásakanir á hendur fyrmefndri deild. Þar segir m.a., að gróf mannréttindabrot, svo sem geð- þóttahandtökur, pyntingar og misþyrmingar, séu algeng í Hond- uras og þess sjáist engin merki, að lát verði þar á. Talsmennimir segja, að sam- tökunum berist stöðugt frásagnir af fólki, sem tekið hafi verið til fanga og haldið í einangrun fram yfir þann tíma, sem lög leyfi, og margir fanganna beri síðan, að þeir hafí verið pjmtaðir. í vitnisburði sínum segjast fyrr- verandi fangar hafa sætt barsmíð- um, raflostum og kynferðislegri misneytingu. Meðal fómarlambanna er fólk úr flestum stéttum þjóðfélagsins, þar á meðal verkalýðsforingjar, námsmenn, bændur og félagar í mannréttindahreyfingum. Mörg brotanna hafa átt sér stað í tengslum við verkföll, deilur um ræktarland eða aðgerðir hersins gegn skæraliðum. Flest era mannréttindabrotin rakin til lögreglunnar, en herinn liggur einnig undir sök, m.a. fyrir geðþóttahandtökur. í skýrslu Amnesty Intematio- nal era tilfærð einstök mannrétt- indabrot Sveitar 3-16, sem sögð er hafa stjómað dauðasveitunum í Honduras á áranum 1981-84 með þátttöku Kontranna í Nic- aragua, sem hafa bækistöðvar í Honduras. Honduras-stjóm hefur vísað þessu á bug. í skýrslunni er að fínna vitnis- burð fyrram félaga í Sveit 3-16. Hann segir, að hann og aðrir fé- lagar sveitarinnar hafi verið þjálf- aðir með leynd í Bandaríkjunum árið 1981. Bandarískir þjálfarar hafí latt þá til að beita líkamlegum pyntingum, vegna lítils árangurs þeirra, en þjálfað sveitina í sál- fræðilegum þvingunaraðgerðum. Skýrsla Amnesty Intemational var samin eftir tvær eftirlitsferðir fulltrúa samtakanna til Honduras á síðasta ári (í janúar og febrúar og í september). í báðum þessum ferðum ræddu fulltrúarnir við háttsetta embættismenn stjómar og hers, auk fjölda annarra heim- ildarmanna.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.