Morgunblaðið - 27.02.1988, Page 31

Morgunblaðið - 27.02.1988, Page 31
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 27. FEBRÚAR 1988 31 Getur norsk- ur hljóðtálmi stöðvað hávaða? HLJÓÐTALMINN okkar, sem er 1—3 sentimetrar í þvermál, get- ur byrgt úti hávaða í loftrúmi, sem er 20x20 sentimetrar, segir norski verkfræðingurinn Knut Banke hjá fyrirtækinu Sondec í Ósló i viðtali við Aftenposten. Bonke hefur nú fengið einkaleyfi á þessari uppfinningu í Noregi. Hann vill ekki kynna hana opin- berlega fyrr en i sumar vegna vandkvæða á að fá einkaleyfi í öðrum heimshlutum. Hljóðtálmann má t.d. nota til að koma í veg fyrir, að umferðar- hávaði berist í gegnum glugga á íbúðarhúsum. Samkvæmt því, sem Bonke segir, nægir að setja þessi fyrirferðarlitlu tæki á samskeytin, þar sem gluggapóstamir skerast, til þess að byrgja hávaðann úti. „Einnig er mögulegt að stilla tíðnina á tálmanum, svo að hann hleypi þægilegum hljóðum eins og fulgasöng í gegnum „hljóðmúr- inn“. Þá getur maður opnað glugga og hleypt inn fersku lofti án þess að hávaðinn fyrir utan sleppi inn,“ segir Bonke í viðtalinu við blaðið. Milljarða króna virði? Markaðsráðgjafarfyrirtækið Stanford Research Institute í Bandaríkjunum metur markaðs- möguleika hljóðtálmans á tugi milljarða norskra króna. Bonke gerir sér engar vonir um slíkar upphæðir, en reiknar þó með að fá umbun fyrir 29 ára vinnu. Fulltrúar Sondec ræddu við 50 íbúa í kringum Fornebu-flugvöll 'við Ósló vegna bráðabirgða-mark- aðsrannsóknar fyrirtækisins í Nor- egi. í ljós kom, að þeir voru fúsir til að borga allt að 10.000 norskar krónur fyrir að fá hljóðtálma setta upp hjá sér til þess að losna við hávaðann frá flugumferðinni. Hugmyndina að hljóðtálmanum fékk Bonke, þegar hann vann að lokaverkefni sínu við Norges Tekn- iske Hagskole árið 1959. Hann hefur síðan unnið á skyldu tækni- sviði og verið verkefnisstjóri við Kværner Brugs-sjávarfallaorkuve- rið. Vegna starfs síns þar fékk Bonke SINTEF-verðlaunin árið 1984 fyrir framlag sitt til vísindar- annsókna. Dr. Arne Reitan, prófessor við Den Almenvitenskapelige Hog- skole í Þrándheimi, hefur unnið með Bonke við sjávarfallaorkuver- ið og er einn þeirra, sem stutt hafa uppfínningamanninn. í fyrra- sumar var hann viðstaddur kynn- ingu á hljóðtálmanum og stað- festir að tækið hafí verkað eins og til var ætlast. „Það var stór stund, þegar mér hlotnaðist að verða vitni að því, að stærðfræðilegir útreikningar mínir í sambandi við þetta verk- efni komu heim og saman við raun- veruleikann," segir Reitan í viðtali við Aftenposten. Reuter Fjölkunnugur kvennamaður Síðastliðinn fimmtudag gekkst hinn 84 ára gamli töfralæknir Awang Said að eiga áttu- gustu (80.) eiginkonu sína, en hún heitir Mar- iam Bahaman. Með á myndinni er eitt fjöl- margra barnabarna Awangs, átta ára hnokki að nafni Mazlan, en Awang mun fyrir löngu vera búinn að missa sjónar af fjölmörgum af- _ komendum sínum. Flest hjónabönd hans hafa endað mneð skilnaði, en sumar þeirra munu þó hafa látist. Awang var spurður hveiju hann þakkaði kvenhylli sína og kynsæld og sagði hann ást og hjónabönd vera alfarið í höndum guðs og bætti þvi við að hann væri „einnar konu maður".. Reagan heldur tíl Moskvu í lok maí Moskvu, Reuter. RONALD Reagan Bandarikjaforseti mun halda til fundar við Míkhail S. Gorbatsjov Sovétleiðtoga í siðustu viku maímánuðar, að því er ónafn- greindur sovéskur embættismaður skýrði frá í gær. Gagnstætt því sem gerðist er Gorbatsjov kom til Bandaríkjanna i desember á síðasta ári hyggst Reagan skoða sig um utan Moskvuborgar. Heimildarmaðurinn, sem sagður er háttsettur sovéskur embættismað- ur, sagði á blaðamannafundi á fimmtudag að Sovétmenn væru „sannfærðir" um að leiðtogamir myndu undirrita sáttmála um fækk- un langdrægra kjamorkuvopna og bætti hann við að algjör umskipti hefðu orðið á samskiptum risaveld- anna. Embættismaðurinn sagði að Reag- an forseti myndi dvelja í viku í Sov- étríkjunum og væri gert ráð fyrir að forsetinn fengi tækifæri til að kynna sér líf almennings utan Moskvu líkt og Richard Nixon gerði er hann sótti Kremlveija heim árið 1972 og 1974.. Gæti forsetinn sjálfur tilgreint hvaða staði hann vildi skoða. Er Gorbatsjov kom til þriggja daga fundar við Reagan í Washington gafst honum ekki tími til að skoða sig um í borginni og vom ferðalög hans einskorðuð við Hvíta húsið og sovéska sendiráðið sem er þar skammt frá. Fyrir fundinn hafði Reagan sagt að hann vildi gjaman að Gorbatsjov gæfist tækifæri til að kynnast Bandaríkjunum. Forsetan- um varð ekki að ósk sinni en hins vegar gat Gorbatsjov þess í kveðjuá- varpi sínu í Hvíta húsinu að hann vonaðist til að geta komið aftur til Bandaríkjanna til að kynnast landi og þjóð. Ólíklegt er þó talið að það gerist í forsetatíð Reagans sem lætur af embætti um næstu áramót. BÍLVANGUR sf HÖFÐABAKKA 9 SÍMI 687300 Vegna lækkunar á dollar að undanförnu hefur verðið á Chevrolet Monza SL/E og Monza Classic lækkað verulega. Komið og kynnist ríkulega búnum Monza bílunum með því að fara í reynsluakstur og kynnast frábærum aksturseiginleikum og mýkt. Verð frá kr. 529.000.-.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.