Morgunblaðið - 27.02.1988, Page 32

Morgunblaðið - 27.02.1988, Page 32
32 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 27. FEBRÚAR 1988 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 27. FEBRÚAR 1988 33 |U$ri0i Útgefandi tnMafetfe Árvakur, Reykjavík Framkvæmdastjóri Haraldur Sveinsson. Ritstjórar Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Aöstoöarritstjóri Björn Bjarnason. Fulltrúar ritstjóra Þorbjörn Guömundsson, Björn Jóhannsson, Árni Jörgensen. Fróttastjórar Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, Ágúst ingi Jónsson. Auglýsingastjóri Baldvin Jónsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aöalstræti 6, sími 691100. Auglýsingar: Aöalstræti 6, sími 22480. Afgreiösla: Kringlan 1, sími 83033. Áskriftargjald 600 kr. á mánuöi innanlands. f lausasölu 55 kr. eintakiö. Nýir kjarasamningar að er of snemmt að segja til um hver verða efna- hagsleg áhrif þeirra kjara- samninga, sem gerðir voru sl. nótt, milli vinnuveitenda, Verkamannasambandsins og samvinnuhreyfingarinnar. Hitt er alveg ljóst, að þessir samningar hafa mikla al- menna pólitíska þýðingu. Það skiptir höfuðmáli, að með þeim hefur verið stigið stórt skref til þess að tryggja vinnu- frið í landinu fram á næsta ár. Að vísu á enn eftir að gera kjarasamninga við fjöl- mörg verkalýðsfélög, en með þessum samningum nú og Vestfjarðasamningunum á dögunum hafa línur verið lagðar um framhaldið. Við höfum vonda reynslu af erfíðum verkföllum. Arum saman sýndist ómögulegt að ná kjarasamningum án þess að til harðra átaka kæmi á vinnumarkaðnum. Þeir samn- ingar, sem gerðir voru í kjöl- far slíkra átaka áttu mikinn þátt í þeirri óðaverðbólgu, sem hér ríkti á annan áratug. Vegna þessarar reynslu hafa menn alltaf áhyggjur af því, þegar samningstími rennur út, að nú muni koma til átaka á vinnumarkaði. Nú í nokkur ár hefur þó tekizt að gera kjarasamninga við almennu verkalýðsfélögin án þess, að til vérkfalla hafi komið. Sennilega eru þjóðlífsbreyt- ingar orðnar svo miklar, að launþegar eru tregari til þátt- töku í verkfallsaðgerðum en áður. Þeir hafa reynslu af því, að verkfall skilar ekki endilega raunverulegum árangri í lífsbaráttunni. Auk þess er fólk nú bundið af margs konar skuldbindingum, sem það á erfítt með að standa við, ef verkföll verða og launa- greiðslur falla niður. Þetta ásamt mörgu öðru hefur stuðlað að því, að friðsam- legra hefur verið á þessum vettvangi í nokkur ár en áður tíðkaðist. Kjarasamningamir, sem nú hafa verið gerðir eiga mikinn þátt í að veita ríkisstjóminni vinnufrið. Hún á nú að hafa tækifæri til að halda áfram þeirri aðhaldsstefnu í efna- hagsmálum, sem hún hefur fylgt af miklu kappi frá því að hún tók við völdum. Þetta tækifæri þarf stjórnin að kurina að notfæra sér. Jafnframt er nauðsynlegt að átta sig á, að það verður ekki auðvelt fyrir undirstöðu- atvinnuvegi þjóðarinnar að standa undir þessum kjara- samningum. Sumir þættir fískvinnslunnar eru reknir með miklu tapi. Þeir geta ekki greitt umsamdar launahækk- anir, nema einhver breyting verði á þeirra stöðu. Þeir gera áreiðanlega stífar kröfur til ríkisstjómarinnar í þeim efn- um. Ymsar þjónustugreinar eiga, eins og alltaf, auðveld- ara með að velta launahækk- unum út í verðlagið. En að- hald almenningsálits í verð- lagsmálum er meira en nokkm sinni fyrr. Þess vegna er nauðsynlegt fyrir iauna- greiðendur á þjónustusviði að átta sig á því, að vel verður fylgzt með verðlagningu þeirra. Það þykir ekki sjálf- sagt mál, að fyrirtækin velti þessum kostnaðarhækkunum út í verðlagið. Þetta em dýrir samningar fyrir atvinnufyrirtæki, sem standa frammi fyrir sam- drætti og minnkandi hagnaði. í þessum samningum felst verðbólguhætta, ef ríkis- stjóminni tekst ekki að upp- fylla þær kröfur, sem til henn- ar em gerðar. En um leið og ætlazt er til, að hún haldi þannig á málum, að verð- bólgan minnki en aukizt ekki, má ríkisstjómin ekki grípa til þess að hverfa frá þeirri frjáls- ræðisstefnu í atvinnu- og við- skiptalífí, sem fylgt hefur ver- ið hér síðustu ár og hefur gjör- breytt þjóðfélagi okkar á skömmum tíma. Talsmenn samningsaðila segja, að ekki sé stefnt að því, að kauphækkanir sam- kvæmt þessum samningum gangi út yfir allt launakerfið í landinu. Það hefur verið sagt áður og því miður hafa slíkar yfírlýsingar reynzt lítils virði. Raunin hefur yfirleitt orðið sú, að þeir, sem hærri höfðu laun- in, fengu meira að iokum. Vonandi fer það á annan veg nú en það á eftir að koma í ljós. > VIÐBRÖGÐ VIÐ NÝGERÐUM KJARASAMNINGUM Gunnar J. Friðríks- son, formaður VSÍ: Þessir samn- ingar ekki hvati á verð- bólguna „Ég er afar ánægður yfir að það skuli vera komnir á samning- ar. Það hlýtur að gera ríkis- stjórninni auðveldara að taka til hendinni og koma einhverju skikki á efnahagsmálin. Ég vona að með þessari niðurstöðu höfum við lagt okkar af mörkum til þess. Það er nauðsynlegt að slá á það þensluástand sem ríkir,“ sagði Gunnar J. Friðriksson, formaður Vinnuveitendasam- bands íslands. „Að vísu verður áfram nokkur verðbólga, þrátt fyrir allt, en ég vona alla vega að þessir samningar verði ekki neinn verulegur verð- bólguhvati, og að þeir verði fyrri áfanginn til þess að ná verðbólg- unni aftur niður fyrir tveggja stafa tölu, sem hlýtur að vera markmiðið. Ég geri mér vonir um það að verð- bólgumarkmið þessa samnings standist, en þar hljóta að vega þungt þær ráðstafanir sem ríkis- stjómin gerir til að draga úr þenslu," sagði Gunnar. Hann sagði að samningsgerðin hefði óneitanlega verið erfið. Aðilar hefðu fyrst tekið til í desember og síðan mætti segja að samningalotan hefði staðið yfír stanslaust í heilan mánuð. Hins vegar hefði lokahrinan ekki verið eins löng og oft hefði verið áður og lokaspretturinn hefði gengið til þess að gera vel. „Ég held maður verði að reyna að vera raunsær. Miðað við kring- umstæðumar og það sem búið var að semja um bæði við opinbera starfsmenn og á Vestfjörðum, held ég að hefði verið óraunsætt að ætla sér að ná samningum, sem voru nokkru sem næmi fyrir neðan þann samning sem við höfum í höndunum. Ég held að báðir aðilar hafi lagt sig fram um að ná skyn- samlegum samningum, sem ekki væm verðbólguhvetjandi. Ég vil þakka öllum sem lögðu hönd á plóg- inn. Þetta er búin að vera mikil töm og mikil vinna, en allir hafa unnið þetta vel og með þeim ásetn- ingi að reyna að ná árangri.“ Aðspurður um það hvort það ylli erfiðleikum að allt Verkamanna- sambandið undirritaði ekki samn- ingana, sagði Gunnar: „Ég á ekki von á að það valdi erfiðleikum. Þetta hefur alltaf gerst og það em raunvemlega þeir sömu sem smokra sér út úr húsinu þegar kem- ur að undirskrift." Guðmundur J. Guð- mundsson formaður VMSÍ: Ekki meira náðst fram án harðvítugra verkfalla „Ég hef aldrei verið ánægður að loknum samningum. Ef maður væri nú geislandi af hamingju eftir undirskrift? Hins vegar þarf að hafa kjark til að taka ákvarðanir og maður þarf að hugsa um heildina. Ég held að það hafi örugglega ekki verið hægt að ná meiru án verkfalls og ég held að verkfall hefði orð- ið ákaflega harðvítugt og illvígt,“ sagði Guðmundur J. Guð- mundsson, formaður Verka- mannasambands íslands. Hann sagði að út á landsbyggð- inni, þar sem marga hefði ekki vant- að kjarkinn eða dugnaðinn, hefði verið gengið um af ýmsum frysti- húsaeigendum og sagt að þeir ætl- uðu að fara að loka húsunum. Þetta hefði skapað ótta. „Ég er ekki frá því að ýmsir frystihúsaeigendur hafí jafnvel viljað verkfall til þess að þeir þyrftu ekki sjálfir að loka,“ sagði Guðmundur. Hann sagði að þetta hefðu verið ákaflega þreytandi og erfiðir samn- ingar. „Við höfum lagt okkur alla fram og leggjum gífurlega áherslu á það að okkur takist að halda þessu og við treystum nú á það að ríkis- stjómin, þó hún líti til útgerðar- manna, að hún hafi í huga alþýðu- heimilin í landinu. En á hinu á ég alveg fullkomlega von, að hinir hærra launuðu komi nú eins og hungraðir úlfar og heimti það sem þetta fólk er búið að fá. Við erum hins vegar með nýtt ákvæði í samn- ingunum, sem við höfum neyðst til að taka upp, og kveður á um það að ef stór félög fá meiri hækkanir en við, eru samningar lausir. Það verður notað, ef því er að skipta, og það eitt gæti kannski afstýrt því að við sætum ekki eftir og allir færu upp,“ sagði Guðmundur. Hann sagði að ýmis réttindamál hefðu náðst fram í þessum samn- ingum og nefndi þar til dæmis að eftirvinna væri felld niður. Þetta hefði mjög lengi verið baráttumál og síðustu tíu ár hefði þessi krafa verið á oddinum. Hins vegar hefði verið sárt að ná ekki fram betri aldurshækkunum fyrir það almenna verkfólk sem hefði ekki haft þær. Það væri ranglátt. „Ég býst við því að það hafi ekki síst verið vegna starfsaldurshækk- ananna og þær vonir sem bundnar voru við þær, sem fjórir ágætir fé- lagar okkar treystu sér ekki til þess að undirrita samninginn," sagði Guðmundur J. Guðmundsson. Ólafur B. Ólafsson, varaformaður VSÍ: Von á ráðstöf- unum á næstu dögum „Ég er ánægður yfir að samn- ingarnir skuli vera i höfn. Þetta er búin að vera löng og ströng samningalota, óvanalega löng,“ sagði Olafur B. Ólafsson, vara- formaður Vinnuveitendasam- bands íslands. „Það liggur í hlutarins eðli að fískvinnslan getur ekki axlað kaup- hækkanir við núverandi ástand, en eins og ríkisstjómin hefur lýst yfír verður stefnt að lagfæringum þegar niðurstaða samninga liggur fyrir. Ég á von á ráðstöfunum ríkisstjórn- arinnar á næstu dögum," sagði Ól- afur ennfremur. Karvel Pálmason, ^ varaformaður VMSÍ: Engin gleði- tár „Það eru engin gleðitár sem maður fellir yfir þessum samn- ingum. Eigi að síður held ég miðað við kringumstæður hafi menn náð því iandi sem kannski var i augsýn í upphafi," sagði Karvel Pálmason, varaformaður VMSÍ. Hann sagðist ekkert fullyrða um hvort þetta er yrði samþykkt í verkalýðsfélögunum, en benti á að samningurinn hefði verið sam- þykktur án mótatkvæða í samn- inganefndinni. „Ég skil það afskap- lega vel að um þetta ríki ekkert sérstakt ásætti, en eigi að síður koma þær stundir í samningsgerð að menn verða að taka afstöðu og bera ábyrgð á gerðum sínum og standa við þær,“ sagði Karvel. Hann sagði að samningamir væru margþættir og sumir þeirra kynnu að marka tímamót, eins og samningurinn varðandi byggingar- verkamenn sem búið væri að bíða eftir lengi innan Verkamannasam- bandsins. „Ég vona að samningarn- ir þjóni þeim tilgangi sem reiknað var með og vonast eftir að það hafí tekist að halda í við kaup- máttinn á síðasta ári. Þetta gerir ekki betur, kannski tæplega það,“ sagði Karvel að lokum. Þórarinn V. Þórarins- son framkvæmda- stjóri VSÍ: Væntingar til launabreyt- inga allt aðrar en í upphaf i ársins „FRÁ því þessar samningavið- ræður hófust hefur það orðið öllum ljóst hvert ástandið væri að verða i okkar atvinnu- og efnahagslífi. Auðvitað hafa þess- ar aðstæður sett mark sitt á samningana og þeir hafa þróast í takt við þær væntingar sem verið hafa í þjóðfélaginu. Og það er ljóst að væntingar til launa- breytinga eru allt aðrar en þær voru í upphafi árs og þessir samningar hefðu ekki náðst þá,“ sagði Þórarinn V. Þórarinsson framkvæmdastjóri Vinnuveiten- dasambands íslands um kjara- samningana við Verkamanna- samband Islands - Þórarinn sagði það ljóst að báðir aðilar hefði lagt sig fram til að ná þessari niðurstöðu og samningurinn væri sjálfsagt hvorttveggja í senn skynsamlegur og óskynsamlegur. „Hann er óskynsamlegur vegna þess að meira en lagt undir gagn- vart útflutningsatvinnugreinunum en til er fyrir. Þetta er annars veg- ar gert á grundvelli þess að menn stóðu frammi fyrir þjóðfélagslegu óréttlæti vegna þess að starfsfólk í þessum greinum hafði ekki fylgt þeirri launaþróun sem varð í landinu á síðasta ári. Hinsvegar blasti það við að fyrirtækin sem þurfa að mæta þessum aðstæðum eiga við feikilega erfíðleika að stríða og hafa ekki á vísan að róa hvernig til tekst. Ríkisstjórnin hefur fyrir sitt leyti lýst því yfír að hún væri reiðubúin að grípa til ráðstafana í þágu út- flutnings og samkeppnisgreina þeg- ar launaþróunin væri ákvörðuð með marktækum kjarasamningum. Sá tímapunktur er að mínu mati kom- inn nú. Útflutningsgreinamar hafa rukkað endurgreiðslu uppsafnaðs söluskatts og ríkisstjómin hefur lýst því yfír að hún sé reiðubúin að falla frá þeim ákvörðunum, sem þýðir um 650 milljónir króna. En launaskattur, sem lagður var á út- flutningsgreinamar um áramótin, eftir að hafa verið felldur niður í tengslum við kjarasamninga fyrir 2 ámm, er enn stefnumark ríkis- stjómarinnar og það liggja ekki enn fyrir nein skýr fyrirheit um að fall- ið verði frá þeirri skattlagningu," sagði Þórarinn. Um gengismál sagði Þórarinn að vinnuveitendur hefðu sagt það um áramótin í efnahagsspá að gengi íslensku krónunnar væri ekki rétt skráð. „Það hefur ekkert breyst síðan og þessir samningar gera það ekki að verkum að gengið sé rétt- ara en áður. En það er jafn ljóst að samningamir setja býsna þröng- ar verðlagsskorður. Þeir byggja á að verðbólgan verði 16% næstu 12 mánuði og menn geta af því dregið nokkra ályktun hversu fíknir at- vinnurekendur em í stórtækar gengisbreytingar. Þeir vilja taka á en þeir ætlast einnig til þess að aðrir taki á með þeim og það liggja núna miklar kröftir á ríkisstjóminni að hún bregðist rétt við. Þenslan verður að hjaðna. Ríkis- sjóður verður að láta fé af hendi sem hann hefur ranglega tekið og annaðhvort verður ríkið að afia fjár eða skera niður. I ljósi þess að þing- menn, kannski í misskilningi um að góðærið myndi halda áfram, samþykktu býsna ríflega útgjalda- hækkun við fj'árlagagerðina og enn frekar við gerð lánsfjárlaga, þá sýnist manni að ef menn telja það ofurmannlegt fyrir eina ríkisstjórn að skera niður útgjaldaáform um 1 til IV2 milljarð af pakka upp á 63 milljarða, þá sé það ólíkt ofurmann- legra að reka frystihús miðað við þær aðstæður sem ríkja núna,“ sagði Þórarinn V. Þórarinsson. Þorsteinn Ólafsson formaður VMSS: Ríkisvaldið verður að skapa for- sendur fyrir samningnum Þorsteinn Ólafsson formaður Vinnumálasambands samvinnu- félaganna sagði kjarasamning- ana hafa verið erfiða því fisk- vinnslan, sem mest mæddi á í samningunum, stæði verst. „Að því leyti til má segja að raun- verulega hafi ekki verið forsend- ur fyrir samningunum nema því aðeins að ríkisvaldið skapaði þær með ákveðnum aðgerðum og við vonumst til að sjá þær innan tíðar. Einnig muni hún í fram- haldinu tryggja forsendur samn- inganna með aðhaldi í efnahags- stjórn sem haldi niður verðbólgu og komi í veg fyrir launaskrið á almennum vinnumarkaði sem eyðilegði þennan annars ágæta árangur,“ sagði Þorsteinn. „Þessir samningar eru í raun framhald af tímamótasamningun- um 1986. Þeir stuðla að minnkun verðbólgu, viðhaldi kaupmáttar og gefa jafnframt möguleika á stöðug- leika í okkar efnahagslífi sem við hljótum allir að vera sammála um að er ákaflega mikilvægt. Mér fínnst það jákvæðast við þessa samninga að þetta skuli hafa tek- ist, eftir það sem á undan var geng- ið, og samningsaðilar eiga allir hrós skilið. En nú bíðum við eftir viðbrögðum ríkisstjómarinnar og stjórn Vinnu- málasambandsins mun ekki endan- lega samþykkja samningana fyrr en fyrir liggur að það sé trúverðugt að samningarnir haldi út samn- íngstímann," sagði Þorsteinn Ólafs- son. Ásmundur Stefáns- son, forsetí ASÍ: Mat samn- ingsaðila að þeirkæmust ekki lengra ÞAÐ er augljóst mat þeirra sem þarna unnu að þeir kæmust ekki lengra með málið en raunin varð á; það hefði kostað mikil átök að bijótast öðruvísi út,“ sagði Ásmundur Stefánsson forseti Alþýðusambands íslands þegar hann var spurður álits á samn- ingum Verkamannasambandsins við vinnuveitendur. Ásmundur bætti við að auðvitað ættu aðrir hópar, svo sem verslun- armenn og iðnverkafólk, eftir að taka á sínum málum. Hann sagðist þó ekki vera rétti maðurinn til að meta hvemig þeir samningar myndu ganga og hópamir mundu svara fyrir sig. Karl Steinar Guðna- son formaður Verka- lýðs- og sjómannafé- lags Keflavíkur: Viðunandi samningur miðað við að- stæður „Ég tel þetta mjög viðunandi samning miðað við þær aðstæður sem hann er gerður við. I samn- ingnum er að finna ákvæði um nokkur réttindamál, sem við höf- um barist fyrir í áraraðir. Það hefur ekki verið tekið á samn- ingsatriðum öðrum en kaupliðum síðustu sex ár og ég vona að jpessi samningur eigi eftir að reynast farsæll fyrir verkafólk, að samningurinn haldi og hann færi verkafólki þær kjarabætur sem við væntum," sagði Karl Steinar Guðnason, formaður Verkalýðs- og sjómannafélags Keflavíkur. Hann sagðist ekki telja nein efni til annars en samningurinn yrði samþykktur í verkalýðsfélögunum. Samningurinn hefði verið sam- þykktur samhljóða í samninga- nefndinni. „Þó fjórir einstaklingar hafí gert grein fyrir atkvæði sínu þá má segja að einhugur hafi ríkt um þessa niðurstöðu. Við gengum eins langt og við gátum og kom- umst að þessari niðurstöðu,“ sagði Karl Steinar ennfremur. Hann sagðist ekki vita hvert framhaldið yrði hjá þeim félögum sem ekki stóðu að undirritun samn- ingsins, en samningsrétturinn væri í höndum hvers einstaks verkalýðs- félags um sig, eins og kunnugt væri. Arnar Sigurmunds- son, formaður Sam- bands fiskvinnslu- stöðvanna: Vona að fisk- vinnslufólk- ið fái meira en aðrir „Samningarnir eru ásættanlegir fyrir fiskvinnsluna,“ sagði Arnar Sigurmundsson formaður Sam- bands fískvinnslustöðvanna, eftir undirritun kjarasamninganna. „Þegar við gengum til þeirra lá fyrir að fiskvinnslufólk hafði dreg- ist aftur úr öðrum hópum á síðasta ári og ég vona að niðurstaða þess- ara samninga sé að fiskvinnslufólk fái eitthvað meira út úr þeim en aðrir hópar. En staða fiskvinnslunn- ar, og sérstaklega frystingarinnar, er slík að við gengum til þessara samninga með það á hreinu gagn- vart ríkisvaldinu að við kæmumst ekki í gegnum þá nema til kæmu víðtækar efnahagsráðstafanir," sagði Arnar. Hann sagði fískvinnslumenn hafa átt í viðræðum við ríkisvaldið að undanförnu og þegar samningar komust á lokastig hefðu þeir átt óformlegar viðræður við ríkisvaldið með fulltrúum Sambandsfrystihús- anna þar sem þessi mál voru rædd, þar með talin endurgreiðsla upp- safnaðs söluskatts, niðurfelling launaskatts á fiskvinnsluna, vaxta- mál og gengismál. „Við fengum ekki lokasvör en í framhaldi af þess- um viðræðum undirrituðum við kjarasamningana með fyrirvara um samþykkt félaganna og þeir verða teknir til afgreiðslu í okkar félagi eftir um viku tíma þegar við sjáum ráðstafanir ríkisstjómarinnar,“ sagði Arnar. Spurður um mat á stöðu físk- vinnslunnar eftir kjarasamningana og væntanlegar efnahagsaðgerðir sagði Amar að ekki lægi fyrir hvort efnahagsaðgerðirnar og leiðrétting á rekstrarkjörum fiskvinnslunnar dygði til að koma frystingunni á núllið, en fiskvinnslumenn vonuðust þó til að svo yrði. Víglundur Þorsteins- son formaður FÍI Skiptir máli hvernig til tekst með að- haldsaðgerð- irnar „ÞETTA eru stífir sanuiingar og það verður að koma í ljós á næstu mánuðum hvemig þeir koma út,“ sagði Víglundur Þorsteinsson formaður Félags íslenskra iðn- rekenda eftir undirritun kjara- samninganna. „Það skiptir vem- legu máli hvernig tekst til með aðhald í peningamálum, að hér verði sæmilega stöðugt efna- hagsumhverfi og ekki þensla. Ef svo verður ættu þessir samning- ar að þýða að verðbólgan frá mars í ár til mars 1989 verði um 16%, og það er talsverð breyting frá 25% verðbólgu síðustu 12 mánuði,“ sagði Víglundur. Víglundur sagði iðnrekendur ekki hafa fengið skýr loforð um til hvaða aðgerða ríkisstjórnin ætlaði að grípa í peningamálum en hún hefði boðað slíkar aðgerðir. Hann sagði þá heldur engin loforð hafa séð um gengisbreytingu og sagðist ekki eiga von á að gengið félli á næstu dögum en það yrði að koma í ljósá næstu vikum hvert stefndi. „Ég er nú einn af þeim sem sögðu á síðasta hausti að gengið væri fallið en það er ljóst að gengið eitt út af fyrir sig er ekki lausnarorðið. Það er miklu frekar hitt að takist að draga úr þessari spennu í efna- hagslífínu og helsta von útflutn- ingsgreinanna í þessum samningum er, að með því að dragi úr þenslu og verðbólgan hjaðni þegar líður á sámningstímann, þá sjái menn fyrst nafnvaxtalækkun og síðan vonandi raunvaxtalækkun. Það gæti helst og best styrkt stöðu útflutnings- greinanna varanlega. Menn geta ekki vænst þess að vera hér með raunvexti langt fyrir ofan helstu samkeppnislönd okkar ár eftir ár,“ sagði Víglundur Þorsteinsson. Þorsteinh Pálsson, forsætisráðherra: Eftir atvikum skynsamleg niðurstaða „EFTIR atvikum tel ég að hér sé um skynsamlega niðurstöðu að ræða,“ sagði Þorsteinn Páls- son forsætisráðherra er ieitað var álits hans á niðurstöðum kjarasamninganna. „Mér er ljóst, eftir að hafa fylgst mjög náið með framgangi viðræðna frá báðum aðilum að undanförnu, að þeir hafa verið að kappkosta að ná samningum, sem gætu styrkt stöðu þeirra sem hafa lægri laun, samhliða því sem nið- urstaðan gæti leitt til lægri verð- bólgu þegar líður á þetta ár. Mér sýnist að þeim hafi tekist bæri- lega að fá niðurstöðu út frá þessu tvíþætta markmiði við mjög erf- iðar aðstæður.“ „Það er hætt við því að fyrst í kjölfar samninganna verði einhveij- ar verðlagsbreytingar en ég tel að það séu miklar líkur á því að ef þetta gengur eftir að þá náum við því marki að ná verðbólgu talsvert niður á síðari hluta þessa árs. Það er meginatriðið,“ sagiði forsætisráð- herra. „Þessu verður síðan fylgt eftir með víðtækum ráðstöfunum, annars vegar til að treysta rekstur sjávarútvegsins — og þá fyrst og fremst fískvinnslunnar — og hins vegar til þess að draga úr hættu á ofþenslu og koma í veg fyrir að forsendur samninganna verði sprengdar upp með launaskriði. Þessar ráðstafanir hafa verið í und- irbúningi að undanförnu og það er ætlun okkar að ljúka endanlegum ákvörðunum í þeim efnum nú um helgina, í samræmi við upphafleg markmið, sem við höfum fyrir löngu lýst að því er þetta varðar,“ sagði Þorsteinn Pálsson forsætisráð- herra. Steingrímur Her- mannsson, utanríkis- ráðherra: Skynsamleg- asta leiðin til að ná tökum á. vandanum „VIÐBRÖGÐ mín við þessum samningi eru mjög jákvæð,“ sagði Steingrímur Hermannsson utanríkisráðherra, formaður Framsóknarflokksins. „Ég hef lengi talið að þetta væri langsam- lega skynsamlegasta leiðin til að ná tökum á efnahagsvandanum, sem hefur því miður farið vax- andi.“ „Ég hefði að vísu kosið að samn- ingar hefðu náðst töluvert fyrr,“ sagði Steingrímur, „því að vandinn hefur aukist, en ég vona — og vissu- lega munum við gera allt sem við getum til þess — að aðgerðir af hálfu ríkisstjórnarinnar verði mark- vissar, bæði til að draga úr þenslu þannig að samningarnir verði mark- tækir og til að skapa útflutningsat- vinnuvegunum viðunandi rekstrar- grundvöll." Aðspurður um hvort hann héldi að efnahagslegar forsendur samn- ingsins væru raunhæfar sagði ut- anríkisráðherra: „Ég held að við séum alveg á hnífsegg, það þarf að sýna mikla varúð á næstu mán- uðum til þess að ekki fari úrskeiðis." * Olafur Ragnar Grímsson, formaður Alþýðubadalagsins: Launamunur mun halda áfram að vaxa „ÞESSIR samningar fela engan veginn í sér þá hækkun lág- markslauna sem nauðsynlegt hefði verið að knýja fram. Launamunurinn í landinu mun þvi halda áfram að vaxa og var orðinn ærinn £yrir,“ sagði afur Ragnar Grimsson for- maður Alþýðubandalagsins. „í þeirri launastefnu sem mið- stjóm Alþýðubandalagsins sam- þykkti nýlega var lýst þeim lífskjarasáttmála sem við teljum að stefna ætti að,“ sagði Ólafur Ragn- ar. „í þessari stefnu Alþýðubanda- lagsins er það frumkrafa að lág- markslaunin verði 45-50 þúsund krónur fyrir dagvinnuna á mánuði og fullar verðtryggingar liggi til grundvallar umsörúdu kaupi. Þær upphæðir sem samið var um í Garðastrætinu eru hins vegar mun lægri. Alþýðubandalagið mun því áfram halda fram kröfu sinni um 45-50 þúsund króna lágmarkslaun og nauðsyn þess að stefna að nýjum lífskjarasáttmála, sem felur í sér slík lágmarkslaun, jafnframt því sem launamisréttið í landinu verði minnkað verulega og skapaður grundvöllur til þess að stytta hinn langa vinnutíma,“ sagði Ólafur Ragnar Grímsson. „Þessir kjarasamningar sem nú hafa verið gerðir og þeir samningar sem gerðir hafa verið á síðustu 1-2 árum sýna að það er nauðsynlegt að leita nýrra leiða til þess að tryggja réttlæti í launamálum þegar samningaleiðin skilar ekki meiri árangri en raun ber vitni. Það er því brýnt að umræða um lögbind- ingu lágmarkslauna og einnig ákvæði um leyfilegan launamun í landinu verði tekin á dagskrá til að tryggja það að fólk hafi það sem nauðsynlegt er til að lifa í þessu landi,“ sagði Ólafur Ragnar Grímsson formaður Alþýðubanda- , lagsins. SJÁ NÆSTU SÍÐU Skrifað undir samingana í húsi Vinnuveitendasambands íslands í föstudags eftir 36 stunda sleitúlausan samningafund. Morgunblaðið/Ámi Sæberg Garöastræti klukkan 4,30 aðfararnótt

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.