Morgunblaðið - 27.02.1988, Page 34

Morgunblaðið - 27.02.1988, Page 34
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 27. FEBRÚAR 1988 34 •« VIÐBRÖGÐ VIÐ NÝGERÐUM KJARASAMNINGUM Albert Guðmundsson, formaður Borgara- flokksins: Veit ekki til hvers þessi skollaleikur er „ÉG HEF ekki séð samninginn og get aðeins dæmt hann út frá því sem ég hef séð í fjölmiðlum,“ sagði Albert Guðmundsson form- aður Borgaraflokksins. „Ef það er rétt að heildarhækkunin sé rúm 13% á einu ári þá verð ég að segja að ég veit ekki til hvers þessi skollaleikur er, menn eru búnir að leggja á sig 30 tíma fund fyrir þessa niðurstöðu.“ „Þetta eru furðuleg vinnubrögð og einkennileg niðurstaða. Það er ljóst að í kjölfar samningsins mun ríkisstjómin leggja á ýmis ný gjöld og skatta og gengið verður fellt um að minnsta kosti 6-8%. Með þeim hækkunum sem fylgja verður tekið meira af fólki en samningamir færa því og í kjölfarið fylgir aukin verð- bólga og eftir stendur að launþegar fá minna en ekkert í sinn hlut,“ sagði Albert Guðmundsson. Kristín Halldórsdótt- ir, þingkona Kvenna- lista: Sé ekki ástæðu til fagnaðarláta „HVAR eru leiðréttingarnar fyr- ir þá lægstlaunuðu?“ sagði Kristín Halldórsdóttir, þingmað- ur Kvennalistans, er leitað var álits hennar á samningunum. „Er ekki útkoman enn og aftur sú að menn eru niðurnjörvaðir i ein- hvern ramma, sem þeir hafa hvorki kjark né getu til að bijót- ast út úr.“ „Ég sé ekki ástæðu til neinna fagnaðarláta, ef niðurstaðan er sú, sem höfð er eftir framkvæmda- stjóra Vinnuveitendasambandsins í DV í dag, þar sem hann segir: „Kaupmáttur láglaunafólks mun minnka minna en annarra stétta.“ Var það markmiðið sem keppt var að?“ sagði Kristín. „Mér þykja verkalýðsforingjamir lítilþægir fyr- ir hönd þessa hóps. Það er meira en lítill fúi í innviðum samfélags okkar, að hér skuli viðgangast sex- tánfaldur launamunur, sem er auð- vitað ekki í neinu samræmi við verð- gildi vinnunnar, sem verið er að lau.na,“ sagði Kristín Halldórsdóttir. „Það er löngu kominn tími til að setja lög um lágmarkslaun, sem miðast við það að atvinnurekendum sé óheimilt að kaupa fulla vinnu fyrir lægri upphæð en dugir til framfærslu," sagði Kristín Hall- dórsdóttir þingmaður Kvennalist- ans. Ólafur ísleifsson, efnahagsráðunautur ríkisstjórnarinnar: Samningarnir skynsam- legir miðað við aðstæður „ÞAÐ ER Ijóst að það hefur ver- 'ið erfitt fyrir báða aðila að ná Austfirðingar, Vestmanneyingar og Akurnesingar: Sátu hjá við afgreiðslu samninga þessum samningum en að því er séð verður virðast þeir vera það skynsamlegasta sem menn gátu gert við þessar aðstæður,“ sagði Olafur ísleifsson, efnahagsráðu- nautur ríkisstjórnarinnar, þegar Morgunblaðið leitaði álits hans á nýju samningunum. „Þessir kjarasamningar eru gerð- ir í ljósi þess að hagur útflutnings- greinanna hefur versnað mjög á undanfömum vikum og mánuðum og afli er að dragast saman. Þeir eru gerðir á þeim tíma sem hinum mikla uppgangi í þjóðarbúskapnum er að ljúka. Framhaldið veltur á ýmsu, þar á meðal á ráðstöfunum ríkisstjómar- innar, sem hún hyggst ganga frá á allra næstu dögum, en þeim ráð- stöfunum er ætlað að bregðast ann- ars vegar við rekstrarvanda útflutn- ingsgreinanna og hins vegar að sporna gegn verðbólgo og við- skiptahalla, og stuðla jafnframt að því að þessir kjarasamningar verði ekki sprengdir upp með launa- skriði." FULLTRÚAR Austfirðinga, Vestmanneyinga og Akurnes- inga sátu hjá við atkvæða- greiðslu samninganefndar Verkamannasambandsins um kjarasamninginn við Vinnuveit- endasambandið aðfaranótt föstudags, og skrifuðu ekki undir samninginn. Jón Kjartansson formaður Verkalýðsfélags Vestmannaeyja sagði við Morgunblaðið að ástæða þess að hann sat hjá væri aðallega sú að Verkakvennafélagið Snót í Vestmannaeyjum hefði ákveðið að efna til verkfalls og það væri erfítt fyrir sig að koma heim með samning á borð við þennan undir þeim kringumstæðum og hvetja til þess að hann yrði samþykktur. Einnig væri ljóst að þessi samn- ingur væri viðurkenning á kjara- skerðingu þegar efnahagsaðgerð- ir ríkisstjómarinnar væru komnar fram. Bjöm Grétar Sveinsson form- aður verkalýðsfélagsins Jökuls á Höfn sagði að Austfirðingar hefðu gert grein fyrir þeirra sjónarmið- um við atkvæðagreiðsluna. Þeir teldu sig ekki hafa umboð til að undirrita samninginn með þeim starfsaldurshækkunum sem þar em. Bjöm Grétar sagði að samn- ingurinn yrði þó að sjálfsögðu borinn upp fyrir austan en það væri félaganna að taka ákvörðun um framhaldið. Þórarinn V. Þórarinsson fram- kvæmdastjóri VSÍ sagði að Aust- firðingum væri alveg ljóst að fisk- vinnsla á Austurlandi væri síst betur í stakk búin til að koma til móts við tugi prósenta launa- hækkun en fiskvinnsla annars staðar á landinu. Þar kynnu ein- hvetjir að standa frammi fyrir því að knýja á um kaupmátt í störfum sem ekki yrðu til, því auðvitað væri hægt að drepa fýrirtæki og byggðarlög með verkföllum ef að það væri áhugamál manna. Hins- vegar sagðist hann telja að Aust- firðingar eins og aðrir væm raun- sæir og fáir þekktu það betur heimamenn hvemig ástandið væri í raun og vem. Þórarinn sagði síðan að Jón Kjartansson hefði staðið að samn- ingagerðinni og því kæmi það sér spánskt fyrir sjónir að hann hefði ekki samþykkt þá. Amar Sigur- mundsson formaður Vinnuveit- endafélags Vestmannaeyja sagði á fimmtudagsnótt að sér væri ekki kunnugt um að Snót hefði boðað til verkfalls og það kæmi sér raunar mjög á óvart þar sem aðeins hefði verið haldinn einn samningafundur, á fimmtudag. Morgunblaðið/Snorri Snorrason Loðnuskipið Erling KE kemur drekkhlaðið að landi. Loðnuveiðin jöfn og góð Heilfrysting að byrja LOÐNAN heldur sig nú í ná- grenni við Ingólfshöfða og hefur aflinn verið nokkuð jafn og góð- ur. Á þriðjudag veiddust samtals 8.680 tonn, 15.690 á miðvikudag og 11.590 á fimmtudag. Heil- frysting á loðnu er að hefjast, en nú eru eftir um 170.000 tonn óveidd samkvæmt kvóta. Þau skip sem tilkynntu um afla á þriðjudag' em, auk þeirra sem áður hefur verið getið: Hilmir II SU 580 og Magnús NK 520 til Raufarhafnar, Huginn VE 580 og Gígja VE 430 til Vestmannaeyja og Gullberg VE 620, löndunarstað- ur óákveðinn. Eftirtalin skip tilkynntu um afla á miðvikudag, samtals 15.690 tonn: Húnaröst AR 610, til Færeyja, Þórshamar GK 380, til Grindavík- ur, Guðmundur VE 900, til Seyðis- Qarðar, Svanur RE 660 og Helga II RE 530, til NeskaupSstaðar, Kap II 700 og Sigurður RE 1.400, til Vestmannaeyja, Harpa RE 600, Helga III RE 430 og Bjarni Ólafs- son AK 1.000, löndunarstaður óá- kveðinn, Galti ÞH 560 og Fífill GK 650 til Hornafjarðar, Eldborg HF 1.200 til Noregs, Júpíter RE 1.350 til Reykjavíkur, Börkur NK 1.160 til Siglufjarðar, Bergur VE 530 og Dagfari ÞH 520 til Reyðarfjarðar, Om KE 750 og Þórður Jónasson EA 680 í Krossanes, Keflvíkingur KE 530 til Raufarhafnar og Víkur- berg GK 550 til Bolungarvíkur. A fimmtudag voru eftirtalin skip með afla, samtals 11.590 tonn: Al- bert GK 730 til Bolungarvíkur, Rauðsey AK 620 til Akraness, Sig- hvatur Bjarnason VE 700 til Hjalt- landseyja, Huginn VE 580 og Guð- mundur VE 900 til Vestmannaeyja, Súlan EA 800 í Krossanes, Grindvíkingur GK 940 og Beitir NK 1.250 til Siglufjarðar, Gígja VE 750 til Reyðarfjarðar, Helga II RE 530 og Helga II RE 440 til Neskaupstaðar, Pétur Jónsson RE 1.000 til Noregs, Höfrungur AK 920 óákveðinn, ísleifur VE 730 til Færeyja og Svanur RE 700 til Reyðarfjarðar og Eskiíjarðar. Síðdegis á föstudag höfðu eftir- talin skip tilkynnt um afla: Galti ÞH 550 til Hornafjarðar, Dagfari ÞH til Sandgerðis, Hilmir II SU 540, Hákon ÞH 980, Sjávarborg GK 800, Magnús NK 500 og Gull- berg VE óákveðnir og Fífill GK 640 til Hafnarfjarðar og Reykjavíkur. Fiskverð á uppboðsmörkuðum 26. febrúar. FISKMARKAÐUR hf. I Hafnarfirði Hæsta Lægsta Meðal- verð 47,00 41,00 66,00 62,00 verð 37,00 40,00 35,00 61,00 Þorskur Þorskur(ósL) Ýsa(ósL) Samtals Selt var úr FAXAMARKAÐUR hf í Reykjavík Þorskur(ósL) 43,00 43,00 43,00 verð 38,06 40,55 52,87 61,62 38,33 Magn (lestir) 93,2 14,5 6.6 5,2 134,0 2,0 Heildar- verð (kr.) 3.548.804 586.960 350.871 318.676 5.150.618 86.000 Selt var úr Sæljóni og Bæjarfelli. I dag verður fjarskiptauppboð klukkan 13. Nk. mánudag verður selt úr Álftafelli. FISKMARKAÐUR NORÐURLANDS á Akureyri Þorskur(ósL) 36,10 36,10 36,10 7,0 252.700 Selt var úr Frosta ÞH. FISKMARKAÐUR SUÐURNESJA Þorskur(ósL) 47,50 38,50 44,45 43,9 1.951.355 Ýsa(ósl.j 61,00 43,00 53,42 7,2 384.624 Ufsi(ósL) 25,00 15,00 23,95 33,1 792.745 Keila(ósL) 19,00 15,50 17,38 4,5 78.210 Samtals 35,65 94,9 3.383.576 Selt var úr ýmsum bátum. I dag verður selt úr dagróðrabátum og hefst uppboðið klukkan 14.30. FISKMARKAÐUR VESTMANNAEVJA hf. Þorskur(ósL) 40,50 38,50 39,30 2,5 98.300 Ufsi 26,50 26,50 26,50 4,0 10.000 Ufsi(ósL) 20,50 20,00 20,38 13,0 265.000 Samtals 71,33 21,0 521.900 Selt var úr Glófaxa, Suðurey og Drífu. í dag verður selt úr neta- bátum og hefst uppboðiö klukkan 14. GENGISSKRÁNIIMG Nr. 39. 26.febrúar 1988 Kr. Kr. Toll- Ein. Kl. 09.15 Kaup Sala gengl Dollari 37,04000 37,16000 36,89000 Sterlp. 65,62200 65,83500 65,71000 Kan. dollari 29,26800 29.36300 28,87600 Dönsk kr. 5,74310 5,76170 5,77620 Norsk kr. 5,80250 5.82130 5,80990 Sænsk kr. 6,18880 6,20890 6,15040 Fi. mark 9,06950 9,09890 9,09970 Fr. franki 6,48260 6,50360 6,56810 Belg. franki 1,04940 1,0528 1,05930 Sv. franki 26,66670 26,75310 27,20500 Holl. gyllini 19,54050 19,60380 19.71090 V-þ. mark 21,93860 22,00970 22,14150 ít. líra 0,02977 0,02987 0,03004 Austurr. sch. 3,12110 3,13120 3,14960 Port. escudo 0,26770 0,26860 0,27060 Sp. peseti 0,32530 0,32630 0,32650 Jap. yen 0,28847 0,28941 0,29020 írskt pund 58,40300 58,59200 58,83000 SDR (Sérst.) 50,41110 50,57440 50,60310 ECU, evr. m. 45,31290 45,45970 45,73440 Tollgengi fyrir janúar er sölugengi 28.jan. Sjálfvirkur 62 32 70. símsvari gengisskráningar er

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.