Morgunblaðið - 27.02.1988, Side 54
54
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 27. FEBRÚAR 1988
Sagu Jónsdóttir í Dolly Parton-gerfi.
Eiginmaðurinn (Magnús Ólafs-
son) verslar við smokkasalann
(Jörund Guðmundsson).
fclk í
fréttum
ÞÓRSKABARETTINN SVART OG HVÍTT:
ROKKHELGIIHARD ROCK CAFE
föstudags- og laugardagskvöld.
Opið til kl. 3 og frítt inn.
Dansarar úr Dansskóla Audar Har-
alds sýna meiriháttar Rock & Roll
m.. <• ^
j;. $œ
I , £
Gunnar og Dana í stuði
Jafnvel starfsfólkið dansar upp á
borðum þegar gleðin er sem mest.
LENGI LIFI ROCK’IM ROLL
Sósan o g hljómsveitin
til mikillar fyrirmyndar
Iskemmtistaðnum Þórscafé er nú
verið að sýna Þórskabarettinn
Svart og hvítt- á tjá og tundri og
sá blaðamaður kabarettinn fyrir
skömmu. Þeir sem sjá um skemmt-
iatriðin í honum eru Jörundur Guð-
mundsson, Magnús Ólafsson, Saga
Jónsdóttir, Tommy Hunt, hljóm-
sveitin Burgeisar og fímm stúlkur
frá Dansstúdíói Dísu. Á undan ka-
barettinum var boðið upp á þrírétt-
aða máltíð: Sjávarréttasúpu, lamba-
krónu með madeirasósu og
ávaxtadúett. Súpan var frekar sölt
og lambakjötið bragðlítið. Með því
voru bomar fram soðnar kartöflur,
spergilkál og gulrætur en því miður
ekkert ferskt grænmeti. Madeiras-
ósan var hins vegar ljúffeng.
Ávaxtadúettinn var ágætur en
fullmikið áfengisbragð þó af hon-
um.
Kabarettsýningin hófst þegar
klukkan var fjórðung gengin í ell-
efu með því að hljómsveitin Bur-
geisar byijaði að spila þétt og vel.
Þema sýningarinnar er hins vegar
orðið ansi þreytt: Hjón á miðjum
aldri fara út að skemmta sér, eru
leið á hvort öðru og drekka sig full.
Eiginkonan (Saga Jónsdóttir) var
heilmikið skass í Dolly Parton-gerfi
með blöðrubijóst og gula lokka og
eiginmaðurinn (Magnús Ólafsson),
hallærislegur, grettur og dauð-
hræddur við eiginkonuna. Þegar
hún kom að honum með tvær í fang-
inu varð hann enn hræddari við
hana en áður og flúði af hólmi.
Afgangurinn af sýningunni snerist
svo um eltingaleik þeirra og fór
eiginmaðurinn í ýmis dulargerfi til
að fela sig fyrir eiginkonunni. Þriðji
leikarinn í sýningunni, Jörundur
Guðmundsson, kom svo inn í hjóna-
eijumar á marga vegu, meðal ann-
ars í gerfí rakara og smokkasala.
Það var mikill galli á sýningunni
hversu margir brandaranna tengd-
ust líffærum neðan mittis.
Hlutur söngvarans Tommys
Hunts í sýningunni var nokkuð stór
en tengdist ekki hjónaeijunum.
Hann söng ýmis bandarísk dægur-
lög þokkalega vel en nokkuð vél-
rænt. Á milli atriða í sýningunni
dönsuðu fimm stúlkur frá Dans-
stúdíói Dísu. Þær vom hins vegar
of ungar til að ráða við svo þokka-
fullar hreyfingar sem kabarettdans
krefst. Einnig voru þær misjafnlega
góðir dansarar og ekki alltaf sam-
taka. Skemmtiatriðunum lauk um
klukkan 23.30 og var þá komið að
gestum að sýna fimi sína á dans-
gólfinu.
TEXTI: ÞORSTEINN BRIEM
MYNDIR: RAGNAR AXELS-
SON
DudLey Mo-
ore og Brog-
an Lane
eyða hveiti-
brauðsdög-
unum í leit
að hentugu
kvikmynda-
handriti fyr-
ir sig.
HNAPPHELDAN
Dudley Moore giftir sig í þriðja sinn
Breski grínleikarinn Dudley Moore gekk í
hjónaband með 28 ára gamalli leiíckonu,
Brogan Lane, í Los Angeles síðastliðinn
sunnudag. Nokkur aldursmunur, 24 ár, er
á hjónakomunum og á hvort þeirra son af
fyrra hjónabandi. Moore og Lane hittust
fyrst fyrir sex árum, en rómantíkin blossaði
upp þremur árum síðar þegar þau snæddu
á sama veitingastað. Þau leita nú logandi
ljósi að hentugu kvikmyndahandriti fyrir
unga nýgifta konu og lítinn mann (157
sm.) sem spilar á píanó.
I