Morgunblaðið - 05.03.1988, Síða 1
72 SÍÐUR B OG LESBÓK
54. tbl. 76. árg.
LAUGARDAGUR 5. MARZ 1988
Prentsmiðja Morgunbiaðsins
Waldheim kærð-
ur fyrir morð
Vínarborg. Frá Hróbjarti Darra, fréttaritara Morgnnblaðsins í Austnrríki.
Reuter
Starfsmenn stórs vörumarkaðar stilla sér upp fyrir framan verzlunina til þess að vama fulltrúum rikis-
stjórnarinnar inngöngu og koma þar með í veg fyrir lokun hennar. Spurðist út að leggja ætti hald á
sjóði vöruhússins vegna peningaskorts stjórnarinnar i Panama.
KURT Waldheim, forseti Aust-
urrikis, hefur verið kærður fyrir
morð. Að kærunni standa 300
Austurrikismenn og eru þar á
meðal virtir rithöfundar og lista-
menn.
Ríkissaksóknara Austurríkis var
afhent kæran á miðvikudag og hef-
ur Der Falter, eitt vikublaðanna í
Vín, birt útdrátt úr henni. í blaðinu
er einnig grein eftir Walter Oswalt,
sem átti frumkvæði að því að kær-
an á hendur Waldheim var lögð
fram. Nú hefur verið sett lögbann
á blaðið að beiðni forsetans.
í kærunni er því haldið fram að
Waldheim hafí átt aðild að morðum,
sem framin voru í Júgóslavíu og
Gríkklandi á tímabilinu frá því í
marz 1942 og þar til í apríl 1943.
Er kæran byggð á skýrslu alþjóð-
legu sagnfræðinganefndarinnar,
sem kannaði fortíð Waldheims og
meinta hlutdeild hans í hryðjuverk-
Bönkum lokað í Panama
vegria dollaraþurrðar
Panamaborg, Reuter.
ÖLLUM bönkum í Panama var
lokað í gær þar sem eigur Pan-
amabúa í Bandaríkjunum hafa
verið frystar og greiðsiur fyrir
afnot af Panamaskurðinum verið
stöðvaðar. Bankarnir verða lok-
aðir þar til eigurnar verða af-
hentar. Bandariskir þingmenn
leggja nú hart að stjórn Ronalds
Reagans, forseta, að grípa til
frekari aðgerða er leitt gætu til
falls Manuels Antonio Noriega,
hershöfðinga, valdamesta manns
Panama. Að sögn Michaels
Armacost, aðstoðarutanrikisráð-
herra, verður tvímælalaust gripið
til frekari aðgerða.
Talsmaður seðlabanka Panama
sagði ástæðuna fyrir lokun bank-
ann'a þá að bankinn hefði of lítinn
forða af Bandaríkjadollurum til þess
að bankakerfið gæti starfað með
eðliiegum hætti. „Óvenju mikil“ eft-
irspum hefur verið eftir dollurum,
Húsarústí Teheran
Björgunarmenn leita fólks í rústum íbúðarblokkar í Teheran
eftir eldflaugaárás íraka á borgina. íranir og írakar hafa hald-
ið uppi eldflaugaárásum hvor á höfuðborg annars alla vikuna.
Færðust þeir i aukana í fyrradag og linnti árásum ekki í gær.
Samkvæmt síðustu fregnum er talið að jafnvel hundruð óbreyttra
borgara hafi fallið í árásunum. Sjá ennfremur „íranir
sprengdu ...“ á bls. 28.
að hans sögn.
Bandaríska utanríkisráðuneytið
tilkynnti í gær að Juan Sosa, sendi-
herra Panama í Washington, hefði
nú forráð yfír eigum Panamabúa í
Bandaríkjunum. Sendiherrann er
hliðhollur Eric Arturo Delvalle, fyrr-
um forseta, sem rekinn var úr emb-
ætti í síðustu viku. Bandaríkjastjóm
iítur einnig á Delvalle sem forseta
Panama.
Sex öldungadeildarmenn lögðu í
gær fram frumvarp um bann við
innflutningi frá Panama og útflutn-
ingi bandarískrar vöm þangað.
Fmmvarpið gerir einnig ráð fyrir
banni við bankaviðskiptum við Pan-
ama og ógildingu loftferðasamnings
ríkjanna.
Utanríkisnefnd Öldungadeildar-
innar skoraði í gær á stjóm Reagans
að setja aukinn þrýsting á Noriega.
Sagði í ályktun nefndarinnar að
Delvalle, fyirum forseti, nyti stuðn-
ings bandarísku þjóðarinnar í til-
raunum sínum til að endurreisa lýð-
ræði og borgaralega stjóm í Pa-
nama.
Flugfélagið Air Panama hætti í
gær öllu áætlunarflugi til Banda-
ríkjanna um óákveðinn tíma af ótta
við að flugvélar þess yrðu kyrrsettar
þar í landi.
Verzlanir og iðnfyrirtæki afhenda
vömr aðeins gegn reiðufé og er því
búizt við að bankaiokunin sé upphaf-
ið á miklum örðugleikum í Panama.
Andstæðingar Noriega hershöfð-
ingja afléttu í gær allsheijarverk-
falli, sem staðið hafði í viku.
um nasista í seinni heimsstyijöld-
inni, svo og öðmm gögnum, sem
fundizt hafa um herþjónustu Wald-
heims.
Þegar Waldheim bað um lögbann
á Der Falter sagði hann gagnrýni
á sig og sakargiftir vera orðnar
óþolandi. Oswalt sagði í samtali við
fréttaritara Morgunblaðsins í gær
að Waldheim vildi greinilega láta
múlbinda andstæðinga sína.
í kæmnni em mörg atvik, sem
sögð em sýna meðsekt Waldheims,
dregin fram. Meðal annars aftaka
brezkra hermanna, en brezka ríkis-
stjómin hefur nýlega óskað eftir
sérstakri rannsókn á því atviki.
Kurt Waldheim
Deílur ísraela og Araba:
Shultz kynnti form-
legar friðartillögur
Tel Aviv. Damaskus. Kairó. Reuter.
GEORGE Shultz, utanríkisráð-
herra Bandarfkjanna, ræddi í gær
við ráðamenn f ísrael, Sýrlandi
og Egyptalandi og afhenti þeim
formlegar tillögur Bandaríkja-
stjórnar til lausnar deilumálum í
Miðausturlöndum. Seint í gær-
kvöldi hélt hann frá Kairó áleiðis
til Washington.
Bandaríkjamenn leggja til að
haldin verði alþjóðleg ráðstefna um
fríð í Miðausturlöndum í Genf í
næsta mánuði. Einnig að beinar
samningaviðræður Jórdana og Pa-
lestínumanna annars vegar og ísra-
ela hins vegar um sjálfstjóm Pa-
lestínumanna á hemumdu svæðun-
um, Vesturbakkanum og Gazasvæð-
inu, hefjist um miðjan maí. Skal
samningum um þriggja ára sjálfs-
forræði í reynsluskyni, sem kæmi
til framkvæmda í febrúar 1989, lok-
ið fyrir október er kosningar færu
fram á svæðunum. Þá leggja Banda-
ríkjamenn til að samningaviðræður
um varanlegan frið milli ísraela og
Araba hefjist næstkomandi desemb-
er, óháð stöðu annarra samningavið-
ræðna um iyktir deilumála.
Nánir samstarfsmenn Yitzhaks
Shamirs, forsætisráðherra ísraels,
sögðu tillögumar óaðgengilegar fyr-
irlsraela. Shamir sagðist andvigur
aiþjóðlegri friðarráðstefnu og að
hann vildi að reynslutími sjálfsfor-
ræðis Paiestínumanna á herteknu
svæðunum yrði fimm ár. Shimon
Peres, utanríkisráðherra, sagðist
sammála tillögum þeim, sem Shultz
hefði haft fram að færa. Viðbrögð
við heimsókn Shultz til Damaskus
og Kairó höfðu ekki borizt er Morg-
unblaðið fór í prentun.