Morgunblaðið - 05.03.1988, Síða 19

Morgunblaðið - 05.03.1988, Síða 19
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 5. MARZ 1988 19 „Kátir voru karlar“ Þeir fyrstu eru mættir þegar búðin opn- ar klukkan níu. Tveir litlir karlar vinda sér inn úr dyrunum og skálma yfír að búðarborðinu með orðunum: „Má ég syngja fyrir þig?“ „Það er nú líkast til. Hvað ætlið þið að syngja?“ „Kátir voru karlar," segja þeir eftir nokkurt hik. Svo byija þeir: „Kátir voru karlar á Kútter Haraldi til fískiveiða fóru á Haraldi...“ Nú þagna þeir og horfa fast hver á annan eins og til að leita stuðnings hvor í annars kunnáttu. En glaðleg búðarkonan grípur inn í: „Nei, strákar mínir... frá Akranesi." „Já auðvitað ...“ og þeir byrja aftur á byijuninni. Þeir eru svartklæddir með hatta. Annar er stór, hinn lítill. Sá stóri er grænn í framan, sá litli fjólublár og nefín eru fagurrauð. „Nú kunnið þið lagið betur í næstu búð,“ segir glaðlega konan og réttir þeim sinn hvom smápokann. Þeir skáskjóta sér út um dymar og smeygja sér inn í næstu búð. Eftir því sem líður á morguninn fjölgar á götunum. Hirðfífl og hefðarmeyjar, sú- permenn og sjóræningjar með lepp fyrir auga ösla krapið á gangstéttunum þræða búðimar og spyija: „Má ég syngja fyrir þig?“ Mikið getur svartur ruslapoki orðið klæðileg flík þegar búið er að steypa hon- um yfír höfuðið og binda utan um hann fallegt sjal eða belti. Svo hefur hann þann kost að hægt er að vera í úlpu innan und- ir honum og ekki rignir í gegnum hann. Þeir sem halda að raslapoki sé bara rasla- poki hafa greinilega ekkert hugmynda- flug... Litlu ferðalangamir njóta lífsins. Þau era með plastpoka í hendinni og safna í hann launum fyrir sönginn. Bakaríið gefur kleinu, bókabúðin penna, skyldi skóbúðin gefa skó? Nei, hún gefur karamellur. .. „Upp er ranninn öskudagur," lang- þráður frídagur nemenda og kennara. Og það er full ástæða til að vera glaður... hálffullir pokar af sælgæti... klukkan tvö á að slá köttinn úr tunnunni og svo er ball í Félagsmiðstöðinni í eftirmiðdag. Það fykur að vísu í mann og annan þegar búðarfólkið hlustar ekki á sönginn heidur talar hástöfum saman meðan sung- ið er og fleygir svo í mann einni kúlu eða tveimur... En það er oftast fljótt úr mönnum aftur. Svo ekki sé nú talað um hallærisbúðimar þar sem ekkert fæst ann- að en: „Þér er velkomið að syngja hérna en þú færð ekki neitt!“ „Ég ætla að biðja mömmu að kaupa aldrei framar neitt í þessari búð,“ bítur lítill kúreki út úr sér. Hann stendur undir búðarvegg með vini sínum. „Ég ætla að biðja mömmu að fara með mér í þessa búð á morgun,“ segir vinurinn stæðilegur úlfur. „Ætlarðu að fara inn?“ Litli kúrekinn er hneykslaður. Já. Mamma á að láta kallinn tína allar vöramar niður úr hillunum og skoða. Líka úr efstu hillunum. Svo bara föram við og kaupum ekki neitt... ha .. .ha.“ „Ha ... ha ... ha...“ Þeir era óðar komnir í gott skap aftur við tilhugsunina um morgundaginn. „Ég meina það, getur ekki einu sinni gefíð manni karamellu!" Lína langsokkur snarast út úr sömu búð. „Algjör sveppur þessi karl...“ blæs Díana prinsessa út úr sér. „Föram í sjoppuna, þeir gefa manni hamborgara," fullyrðir Lína og þær ösla krapann. „Iss ... þeir gefa bara lakkrís. Komum í bankann. Þeir gefa kannski notaða pen- inga...“ Rebbi leggur af stað. Bankinn gefur Prince Polo. Það vantar bara kókið! A torginu er kötturinn sleginn úr tunn- unni. Á meðan fær afgreiðslufólkið í versl- ununum frið. Það er hvíldinni fegið. Sum- ir era búnir að heyra Kátir vora karlar sexhundrað sinnum... eða var það kannski Atti katti nóa ... Torgið er lokað fyrir allri bílaumferð. Tunnan hangir í bílkrana og í henni er kötturinn. Svo er byijað að slá. Menn reiða hátt til höggs en allt kemur fyrir ekki. Tunnan er traust- byggð og haggast ekki. „Er alvöra kisa í tunnunni?" Lítill álfur stendur hjá enn minni Rauðhettu í svörtum plastpoka með rauða topphúfu. „Já og hún er rosalega hrædd,“ svarar Rauðhetta. „Aumingja kisa ... hver á hana?“ spyr álfurinn. „Þessi stóri með lurkinn hefur ábyggi- lega bara stolið einhverri kisu, kannski flækingskisu ...“ svarar Rauðhetta. „Við skulum ekki slá köttinn," segir álfurinn. Og þau stinga sér inn í bankann og fá meira Prince Polo. Meðan á þessu stendur hamast menn á tunnunni sem lætur smám saman undan. Stór rammungur grípur lurkinn. „Sjáið þið, svona á að slá köttinn úr tunnunni..." Hann snýr sér hring eftir hring og kemur loks bylmingshögg í tunn- una. Ekkert gerist. Krakkamir veina af hlátri. Það er svartur plastpoki með hár- kollu og rauðar kinnar sem veitir tunn- unni banahöggið. Út dettur ekki kisa held- ur GRETTIR. „Vá... mikið var hann heppinn. Ein- mitt svona Gretti langar mig svo í...“ stynja menn og hreyfíng kemst á hópinn. Og hópamir storma í búðimar eina ferð- ina enn. Það má gera tilraun til að bæta einhveiju við í sælgætispokann. „Heyrðu góði, ert þú ekki búinn að syngja fyrir mig oft í dag?“ spyr gjald- kerinn í bankanum. „Fjandans ...“ tautar Rebbi og skýtur sér út um dymar. Það mátti reyna það. Tvær ungar hefðarkonur með glithár- kollur standa fagurlega málaðar á götu- homi. Þær era með litlu systur annarrar sem er í plastpoka með rautt nef. „Ætlaróu á ballið?" „Ég veit það ekki. Það er alltaf svo þröngt." „Jú, greyið gerðu það komdu?“ „Þetta er svo mikið barnaball...“ „Mér er kalt á tánum, ég vil fara heim ...“ segir sú litla. „Bíddu, héma fáðu þér kieinu úr mínum poka,“ segir systir hennar. „Ég vil ekki kleinu hún er vond. Ég vil fara heim ...“ „Þú verður þá að fara heim með hana. Ég fer ekki á ball með smábömum.“ „Auðvitað, ætlarðu að vanga?“ „Ég veit það ekki... það fer eftir strák- unum ...“ „Ég vil fá kakó,“ grætur litla systir. „Tæmar mínar era að detta af.“ „Pelabam ...“ og systirin dregur hana af stað heim. Það kyrrist á götunum. Menn fara heim og telja upp úr pokunum. Margir era með góðan afrakstur eftir daginn. Svo þurrka þeir sér og bæta við málninguna fyrir ballið. Ef öskudagurinn væri bara oftar! Öðram finnst hann vera alveg nógu oft. Þeir sitja með fæturna á ofninum, reyna að fá líf í tæmar og drekka heitt kakó. Þeir færa ekki á ballið hvað sem í boði væri og alls ekki til að vanga. Og kannski er einn og einn kennari angurvær. Nú er langa fasta hafin og ekkert skólafrí fram undan fyrr en um páska. Krístín Steinsdóttir Morgunblaðið/Júlíus Frá afhendingu þúsundasta Scania-bílsins. Frá vinstrí: Eiríkur Stef- ánsson skristofustjóri ísarns hf., Ólafur Jónsson forstjóri Steypu- stöðvar Suðurlands, Ágúst Hafberg forstjóri ísarns hf., Hörður Þormóðsson sölustjóri ísarns hf. og Halldór Jónsson forstjóri Steypu- stöðvar Suðurlands. Þúsundasti Scania- bíllinn afhentur ÞÚSUNDASTI bíllinn sem Scan- ia-verksmiðjurnar í Svíþjóð hafa afgreitt til íslands var afhentur fimmtudaginn 3. mars sl. Kaupandi þessa tímamóta Scan- ia-vörabfls, sem ér af gerðinni T112 H 6x2, er Steypustöð Suðurlands hf. á Selfossi en það fyrirtæki notar einvörðungu Scania-bifreiðir til sinnar þjónustu. Ólafur Jónsson forstjóri veitti móttöku lyklinum úr hendi framkvæmdastjóra ísams hf., Ágústs Hafberg, og tók hann um leið í notkun áttundu Scania- bifreið fyrirtækisins. Fyrirlestur um heimspeki JAMES Child, gistiprófessor í heimspeki, mun næstkomandi sunnudag, 6. mars, flytja erindi á vegum Félags áhugamanna um heimspeki. James Child er heimspekiprófess- or við Bowling Green State háskól- ann í Ohio í Bandaríkjunum, en kennir við Haskóla íslands á vor- misseri sem Fulbright-kennari. Fyr- irlesturinn nefnist „On the Immora- lity of Pacifísm" og hefst kl. 14.30 í stofu 101 í Lögbergi, húsi laga- deildar. Fundurinn er öllum opinn. SÝNING í DAG KL. 10-15 á eldhúsinnréttingum frá JP og eldhústækjum frá Míeie íhúsnæði JPinnréttinga SKEIFUNNI 7. JPinnréttingar

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.