Morgunblaðið - 05.03.1988, Qupperneq 23

Morgunblaðið - 05.03.1988, Qupperneq 23
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 5. MARZ 1988 23 Frímerkjasýningin LÍFÍL 88 18.—20. marz Frímerki Jón Aðalsteinn Jónsson Frá því var sagt í þætti 23. jan. sl., að Landssamband íslenzkra frímerkjasafnara yrði tuttugu ára gamalt á þessu ári. Stofndagur þess telst 5. febrúar 1968. í þessum þætti var saga Landssambandsins rakin stuttlega, svo að þess gerist ekki þörf að endurtaka hér það, sem þar segir. Hins vegar var þar greint frá því, að stjóm LÍF hefði ákveðið að minnast þessa afmælis með frí- merkjasýningu, sem haldin yrði 18. til 20. marz að Grensásvegi 16 í sýningarsal Listasafns alþýðu. Á þeim 20 árum, sem liðin eru frá stofnun LÍF, hefur sambandið staðið að mörgum frímerkjasýning- um, annaðhvort eitt sér eða það, sem nú er venjulegast, veitt sýning- um aðildarfélaga vemd sína, eins og það er kallað. Er það í samræmi við alþjóðavenju innan Alþjóðasam- bands frímerkjasafnara (FIP). Hef- ur þetta m. a. orðið til þess, að æ fleiri frímerkjasafnarar hér á landi hafa fengið áhuga á því að taka þátt í sýningum. Um leið hefur það veitt þeim brautargengi á norrænar sýningar og eins á alþjóðasýningar. Eins og áður hefur komið fram, neftiist þessi afmælissýning LÍFÍL 88, og felst nokkur orðaleikur í nafninu, svo sem menn sjá vafa- laust, þegar það það er borið saman við skammstöfun á heiti Landssam- bandsins, LÍF. Þessi sýning verður svokölluð landssýning, og get ég fullyrt, að þar verður margt áhuga- vert og skemmtilegt til sýnis. Sýn- ingamefndin hefur lagt mikla áherzlu á að fá sem fjölbreyttast eftii og þá einkum það, sem höfðað geti sem bezt til unglinga og ann- arra þeirra, sem em að byija frí- merkjasöfnun eða a. m. k. skammt á veg komnir í henni. Á þessari sýningu verða liðlega 200 sýningarrammar, en í hveijum þeirra komast fyrir 16 venjuleg alb- úmblöð. Sýningunni er skipt í fimm deildir. I heiðursdeild standa vonir til að norskur maður, Harald Tysland, sýni mjög gott safn af elztu íslenzku frímerlqunum frá 1873—1902. Hef- ur það fengið gullverðlaun á erjend- um sýningum, síðast á HAFNIU 87 í fyrra. í þessari deild verða enn fremur mjög áhugaverðir og sjald- gæfir póstsögulegir hlutir úr Þjóð- skjalasafni íslands. Voru þeir sýnd- ir erlendis á liðnu ári og vöktu geysimikla athygli. Fékk þetta safn gullverðlaun á HAFNIU 87. Þá verður í þessari deild svonefnt mótífsafn, sem nefnist Víkingarnir. Er þar rakin saga hinni fomu „for- feðra" okkar, eins og hún birtist á frímerkjaútgáfum víðs vegar um heim og eins stimplum og umslög- um. Eigandi þessa merka safhs, sem hlotið hefur möig og góð verð- laun á sýningum víða um heim, er sænskur maður, Gunnar Dahlvig. Sá hinn sami hefur tekið saman stuttan leiðarvísi um uppsetningu safna, og hefur hann verið þýddur á íslenzku. Er þessi bæklingur mjög gagnlegur þeim, sem hyggja á upp- setningu safna til sýningar. í samkeppnisdeild verða nokkur mjög skemmtileg söfn. Sum þeirra hafa áður sézt hér á sýningum, en önnur ekki. Hjalti Jóhannesson sýn- ir enn stimplasafn sitt, en ég veit hann hefur aukið ýmsu góðu við það frá því hann sýndi það á FRÍM- EX 87 síðastliðið vor. Þá sýnir Páll H. Ásgeirsson safn sitt af flug- bréfum og öðru því efni, sem varð- ar íslenzka flugsögu og flugferðir. Raunar skiptir hann þessu efni í tvo aðskilda hluta, þ.e. íslenzka flug- póstsögu fýrir síðari heimsstyijöld og svo aftur eftir lok hennar. Er þetta orðið æði mikið safn hjá Páli og margir góðir hlutir í þvi, enda mun hann alltaf vera að bæta í það áhugaverðu efni á þessu sviði. Hér verður svo annað flugsafn, sem Þorvaldur S. Jóhannesson á. Hann sýndi hluta af því í nálarflokki í fyrra, en nú tekur hann þátt í sam- keppnisdeild. Þetta er þvi einn vitn- isburður um það, hversu nálarflokk- urinn svonefndi hlýtur að áorka ekki síður meðal islenzkra saftiara en erlendra, þegar menn fara að átta sig á gagnsemi hans. Þá bæt- ist í hóp íslenzkra sýnenda Ólafur Eliasson, en hann er einkum þekkt- ur meðal safnara fyrir söftiun sína á Gullfoss-útgáfunni 1931—32. Með þessu efni sínu leggur hann áherzlu á notkun frímerkjanna á margs konar sendingum. Eins sýnir hann þau með margs konar stimpl- um. Þá leggur hann hér bæði áherzlu á burðargjöld og póstleiðir. Ólafur sýnir svo í nálarflokki póst- kröfubréf 1966—87. Af öðrum íslenzkum söfnum í samkeppnisdeild vil ég hér geta um tvö, sem danskir menn eiga og hafa ekki áður verið á sýningum hjá okkur. Tor C. Jensen sendir til sýningar sérsafn sitt af í GILDI ’02—’03. Er sennilega óhætt að fullyrða, að þetta sé eitt albezta safn af þessari sögufrægu útgáfu, sem nú er til. Eru bæði í því margs konar prentafbrigði og eins mikið af umslögum með þessum frímerkj- um á. Er ekki að efa, að margur safnarinn mun hafa gaman af að sjá hér á einum stað margt af því, sem hefur verið skrafað og skrifað um þessa nokkuð svo dularfullu útgáfu, en ekki allir séð! Þetta safn var á HAFNIU 87 í haust leið og fékk þar gyllt silfur. Annar Dani sendir hingað sérútgáfu af Kristjáni konungi X. Eru þar bæði stök merki með ýmsum prentgöllum og svo mörg bréf. Þessi útgáfa með mynd af síðasta konungi okkar Islend- inga, sem fyrst kom út árið 1920, hefur vakið athygli ýmissa safnara bæði hér heima og erlendis. Torben Jensen heitir sá, sem á þetta safn, og er eins og Tor að góðu kunnur meðal íslenzkra safnara. Er ánægjulegt að fá söfn þeirra á þessa aftnælissýningu LÍF. — Sama má einnig segja um safn góðkunningja okkar í Gautaborg, Svíans Ingvars Anderssons. Það safn, sem er íslenzkt stimplasafn á stökum frímerkjum, bréfsnyfsum og heilum umslögum frá upphafi íslenzkra frímerkja 1873 til ársins 1893, hef- ur að vísu sézt hér áður. Ingvar bætir það hins vegar stöðugt, enda fékk það stórt gyllt silfur á HAFN- IU 87. — Nokkur erlend söfn verða einnig í samkeppnisdeild, t. d. sýnir Thorolf Björklund í Færeyjum mjög gott færeyskt safn. Eins verða nokkur kunn mótífsöfn í þessari deild. Hér má nefna mjög skemmti- legt silfursafn frá Noregi um sögu norrænnar húsagerðarlistar (arki- tektur) frá miðöldum og fram á okkar dag, eins og hún birtist á frímerkjum. Þá er annað mjög gott safn frá Danmörku um fískveiðar og fiskiðnað. Á LÍFÍL 88 verður svo bæði ungl- ingadeild og nálarflokkur. Eru sum þau unglingasöfn, sem sýnd verða, mjög góð og það svo, að fullorðnir geta margt af þeim lært ekki síður en unglingar. Kynningardeild verð- ur einnig á sýningunni og þar kynnt ýmislegt, sem varðar frímerkjásöfn- un með ýmsum hætti. Þar verður Ld. eitthvað sýnt af verðlaunapen- ingum, sem íslenzkir safnarar hafa hlotið á frímerkjasýningum. Eins geta menn séð þar margs konar efni, sem út hefur verið gefið í sam- bandi við fyrri sýningar hér á landi. Sérstök umslög með merki sýn- ingarinnar verða gefin út og eins minnispeningur í takmörkuðu upp- lagi. Hálfdan Helgason hefur teikn- að hann og eins merki sýningarinn- ar, sem einnig er notað í stimpli pósthússins. Ispor hf. í Kópavogi hefur gert þennan minnispening. Þá verður gefin út smáörk til ágóða fyrir sýninguna með mynd af 10 kr. frímerkinu úr Alþingishátíðar- seríunni 1930. Sérstakur veiðipottur verður á sýningunni að hefðbundnum hætti, og þar geta menn átt von á mörgum góðum hlutum, sem fengur er í fyrir safnara. Þá verður haldið frímerkjaupþ- boð á vegum Klúbbs Skandinavíu- safnara laugardaginn 19. marz kl. 14.00. Uppboðið fer fram í húsa- kynnum LJF í Síðumúla 17. Þar sem nokkuð er um liðið síðan frímerkj- auppboð hafa verið haldin, má vænta þess, að margir safnarar leggi leið sína í Síðumúlann þennan dag. Sú er skoðun og stefna sýningar- nefndar að hafa alla „ sérfræði" innan hæfilegra _m_arka, enda er megintilgangur LÍFÍL 88 á tuttugu ára afmæli Landssambands íslenzkra frímerkjasafnara sá að leiða almenningi 'fyrir sjónir þá ánægju, sem fólgin er í söfnun frímerkja, og eins, hversu holl þessi tómstundaiðja er bæði ungum og öldnum. Til þess að staðfésta þenn- an tilgang Landssambandsins hefur verið ákveðið, að aðgangur verði ókeypis. Loks vill sýningamefnd beina því til allra skólastjóra gmnnskóla á höfuðborgarsvæðinu, að þeir veki athygli nemenda sinna á þessari frímerkjasýningu og hvetji þá til að kynna sér hana og það mikla efni, sem þar verður til sýnis. Þar sem sýningamefnd hefur umráð yfir sýningarsalnum að Grensásvegi 14 tvo daga eftir auglýstan sýning- artíma, hefur hún hug á að nota þá daga fyrir skólanemendur, sem hug hefðu á að skoða það margvís- lega frímerkjaefni, sem þar verður að sjá. í því sambandi geta t.d. skólastjórar, ef þeir óska þess, snú- ið sér til mín sem formanns sýning- amefndar og haft samband við mig í síma 74977. Oréttlátur dómur yfir heilli starfsstétt eftir Guðmundu Helgadóttur Á undanfömum dögum hefur fátt vakið meiri athygli en mistök tveggja lögreglumanna í starfi. Varla þarf að rekja þann söguþráð öllu nánar, svo góð skil hafa honum verið gerð í fjölmiðlum. Eftir aðra eins umfjöllun. þarf vart að ríkja gúrkutíð til þess að atburðir af þessu tagi hljóti ítarlega umfjöllun. Það sanna fyrri dæmi samanber hið svokallaða „Skaftamál" sem þótti jafnast á við miðlungs náttúru- hamfarir meðal fjölmiðlamanna. En hvað veldur? Þykir það svo stórkost- leg frétt þegar tveir menn í ákveð- inni starfsstétt gerast brotlegir í starfí? Hvað veldur þegar heil starfsstétt er dæmd út frá mistök- um tveggja manna? Hver er svo fullkominn að honum verði ekki á mistök? Vissulega harma allir að slíkur atburður skyldi geta átt sér stað og þá einkanlega meðal lög- reglumanna sem eiga að vera fyrir- mynd borgaranna í hvívetna. Lítum á dæmið út frá öðru sjón- arhomi: Lögfræðingur gerist sekur um að hafa fé af skjólstæðingi sínum. Er Lögfræðingafélagið dæmt af gjörðum hans og allir starfandi lögfræðingar dæmdir óhæfir? Lækni verða á mistök við uppskurð með þeim afleiðingum að sjúklingurinn hlýtur af varanlegt heilsutjón. Eru þar með allir læknar óhæfir? Alþingismanni verður laus höndin í hita augnabliksins. Eru þar með allir fulltrúar löggjafarsam- komunnar ofbeldismenn? Hér mætti lengi upp telja einstaklinga í ákveðnum starfsstéttum sem verða á mistök í starfi án þess að félagar þeirra séu dregnir með í fallinu. En lítum nú ögn nánar á starfs- vettvang lögreglumanna á íslandi: í hugum fólks er starf lögreglunnar oftar en ekki bendlað við afskipti af hinu neikvæða í mannlegu sam- félagi. Lögreglan upprætir afbrot og glæpi og framfylgir þar með gildandi lögum í landinu. Það gefur því augaleið að oft þurfa lögreglu- menn að hafa afskipti af skugga- hliðum samfélagsins; málum sem oftast eru unnin í skjóli nætur þeg- ar aðrir sofa. Slík mál þykja ekki fréttnæm einfaldlega vegna þess að þar er enginn maður handleggs- brotinn. Lítum á nokkur dæmi: Stór þáttur í starfí lögreglumanna er ýmiss konar aðstoð og fyrirgreiðsla. Á hveijum degi sinnir lögreglan fjölda útkalla þar sem ökumenn hafa læst bíllykla sína inni í bílnum og þarfnast aðstoðar við að opna hann. Um langt skeið hefur lögregl- an einnig flutt fatlað fólk í hjólastól- um og jafnan verið boðin og búin til aðstoðar við alia þá sem minna mega sín. Lögreglumenn eru einnig jafnan fyrstir á vettvang þegar óveður skellur fyrirvaralaust á til þess að hjálpa fólki við að bjarga verðmætum. Oft á tíðum leggja lög- reglumenn sjálfa sig í töluverða hættu með því að klöngrast upp á húsþök við erfið og hættuleg skil- yrði. Eru þessi tilfelli þökkuð sem skyldi? Nei, e.t.v. ekki vegna þess að lögreglumenn líta á það sem skyldu sina að aðstoða borgarann á slíkum stundum. Enn er þó einn þáttur löggæslustarfsins ónefndur en það er ýmiss konar fyrirgreiðsla við hina svokölluðu „útigangs- rnenn" sem hvergi eiga höfði sínu að halla. Margir þessara manna eru þegar orðnir „heimilisfastir“ á lög- reglustöðinni. Þar er tekið á móti þeim, þeir eru baðaðir og þeim gef- ið að boiða og klæddir í hrein fot. Á vegum lögreglunnar starfar Guðmunda Helgadóttir „Miðað við öll þau til- felli sem lögreg-lumenn þurfa að takast á við í starfi er ósanngjarnt að ætla að engum geti orðið á mistök á löngum starfsaldri.“ ákveðinn aðili sem hlutast til um að koma þeim á viðeigandi stofnan- ir í áfengismeðferð. Greinarhöfundi er fullkunnugt um að meðal yfir- manna logreglunnar er sú stefna rikjandi að aðstoða þessa undir- málsmenn samfélagsins eins og kostur er og þar er ekkert til spar- að að svo megi verða. Það vill því miður oft gleymast að störf lögreglumanna eru bæði erfið og krefjandi. Það þarf sterk bein til þess að takast á við þá mannlegu eymd og niðurlægingu sem fylgir þessu starfi. Það reynir því oft á mannlega eiginleika lög- reglumannsins þegar hann þarf skyndilega að taka erfíða ákvörðun og sú ákvörðun VERÐUR að vera sú eina rétta. Það er hreint meira en að segja það að koma á vettvang þar sem Bakkus konungur fer ham- förum og ætla sér að stilla til frið- ar! Þegar ölvaðir og hamslausir menn eiga í hlut getur reynst erfítt að beita rökum. Og ef við hugsum okkur öll þau tilfelli sem lögreglu- menn þurfa að glíma við í sínu starfi er með ólíkindum að ekki skuli hafa komið upp fleiri „hand- leggsbrotatilfelli" og „Skaftamál". Við skulum einnig minnast þess að alltof stór þáttur í starfi lög- reglumanna eru sjálfsvígin sem fæstir vita af nema þeir sem málið snertir. Víst er að enginn nema sá sem kemur að slíkum tilfellum veit hvers konar ömurleiki er þar á ferð- um. Þessi störf vinna lögreglumenn í kyrrþey og hafa ekki hátt um — enda eiðsvamir í sínu starfi. En við getum rétt ímyndað okkur hvort ekki reynir á hinn mannlega þátt löggæslustarfsins i slíkum tilfellum. Og til þess að upplýsa lesendur enn frekar um skuggahliðar lögreglu- starfsins má geta þess að lögreglan er jafnan kölluð til þegar sjórekin lík finnast. Varla geta slfk störf talist hversdagsleg. Hvað með öll hin sorglegu umferðarslys og aðra harmleiki? Jú, það fellur allt undir starfssvið lögreglumanna. Það skyldi þvf engan undra þó gerðar séu kröfur til umsækjenda til lög- reglustarfs og til þeirra starfa séu einungis valdir vandaðir og valin- kunnir menn eins og segir f reglu- gerðinni. Við megum aftur á móti ekki gleyma því að á íslandi eru u.þ.b. sex hundruð starfandi lög- reglumenn sem allir eiga að upp- fylla þær kröfur sem gerðar eru til starfans. Miðað við öll þau tilfelli sem lögreglumenn þurfa að takast á við í starfi er ósanngjarnt að ætla að engum geti orðið á mistök á löngum starfsaldri. Undantekn- ingamar sanna regluna um að langflestir þeirra standa undir nafni sem sómakærir, vandaðir og valin- kunnir menn. Það er því hreinn skortur á dómgreind að dæma heila stétt út frá mistökum tveggja manna. Það er einnig umhugsunar- efni af hveiju þessum tveimur mönnum hefur ekki verið gefínn kostur á að svara fyrir gjörðir sínar f eigin persónu. AUur fréttafiutning- ur af þessu tiltekna máli er mjög einhliða og hingað til hefur aðeins verið dregin upp frásögn þoland- ans. Yfirmenn löggæslunnar hafa lftt viljað tjá sig um þetta mál fyrr en að undangenginni rannsókn. Við skulum einnig vera minnug þess að enginn er sekur fyrr en dómur hefur verið upp kveðinn. í þessu máli hefur hins vegar verið kveðinn upp „dómur" yfir tveimur einstakl- ingum auk þess sem heil starfsstétt er dregin undir sömu sök. Slíkt dómgreindarleysi grefur undan virðingu samfélagsins fyrir lögregl- unni og getur beinlínis reynst hættulegt á viðsjárverðum tímum. Ps. Það skal tekið fram til þess að koma í veg fyrir misskilning að undirrituð var ekki að störfum þeg- ar ofangreindur atburður átti sér stað. Höfundur er fangavörður (lög- neg-lustödinni ( fteykjavík.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.