Morgunblaðið - 05.03.1988, Page 45

Morgunblaðið - 05.03.1988, Page 45
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 5. MARZ 1988 45 Steinbítur Islendingar eru ekki mjög duglegir að borða steinbít, sem er þó mjög góður fiskur. Hjá nágrannaþjóðum okkar er hann mikils metinn og þeir hafa líka skemmtileg nöfn á honum, sem eru til að kitla bragðlauka fólks. Þjóðveijar kalla hann Karbonadenfish, Bretar Rock Salmon og Danir Kóteletfisk. Þó heitir hann havkat á dönsku. Ekki er ólíklegt að íslendingar færu að borða meiri steinbít ef hann heti til dæmis Klettalax (Rock Salmon). Steinbítur er ýmist seldur í flökum eða þá með beini eins og kótelettur. Hann er aldrei seldur heill enda er hann mjög ljótur fiskur og ekki líklegur til að auka matarlyst okkar. Steinbít- urinn hefur mjög sterkar tennur og ber að líkindum nafn af því, en hann bryður og mylur kuðungakrabba, trjónukrabba, sæsnigla, ígulker og alls kyns skéldýr. Tenn- urnar slitna við þessa hörðu fæðu, en náttúran sér við því. Hann fær bara nýjar tennur á undan hverri hrygningu. Það eru ekki tannlæknavandamál á þeim bæ. Umsjón: KRISTÍN GESTSDÓTTIR Teikningar: SIGURÐUR ÞORKELSSON Steinbítur er bæði veiddur á línu og í botnvörpu og allt í kringum land en þó er hann mest veiddur við Vestfirði. Hann hrygnir hér við land um hávetur og eru eggin 3—24 þús- und eftir stærð fisksins, gul og fal- leg. Steinbítur verður kynþroska 6—7 ára gamall og er þá orðinn 50—60 sm langur og 1—3 kg. En hann getur orðið miklu lengri, 120 sm eða jafnvel enn lengri. Eg held að steinbítur sé miklu minna borðað- ur hérlendis en áður var. Þá var honum velt upp úr hveiti og hann steiktur með miklum lauk, og þann- ig er hann mjög góður en enn betra er að láta hann liggja um stund í sítrónusafa og kryddi og þá er hægt að matreiða mjög gómsæta rétti úr honum. Við ættum að nota okkur hann meira, þar sem verðið á honum er mjög hagstætt og mun lægra en á öðrum gæðafíski. Steiktur steinbítur með lauk og karrý 5 sneiðar steinbítur með beini safi úr '/2 sítrónu 1 tsk. salt nýmalaður pipar IV2 dl hveiti 1 tsk. karrý 2 meðalstórir laukar 4 msk. matarolía + 2 msk. smjör 1. Skolið steinbítssneiðarnar, þerrið með eldhúspappír. Stráið á þær salti og pipar, hellið sítrónusafa yfir. Látið standa í 10—15 mínútur. 2. Setjið karrý saman við hveitið. 3. Saxið laukinn. 4. Setjið helming olíu og smjörs á pönnu, hafið miðlungshita. Steikið lauk- inn úr feitinni. Látið hann brúnast örlí- tið. Takið hann þá úr feitinni og setjið á disk. 5. Setjið hinn hluta feitarinnar á pönnuna. Sami hiti. 6. Veltið fiskbitunum upp úr hveit- inu/karrýinu. Steikið síðan fyrst á ann- arri hliðinni í 5—7 mínútur en síðan á hinni í aðrar 5—7 mínútur. 7. Setjið laukinn ofan á fiskinn. Lok sett á pönnuna og látið standa í 5 mínút- ur. Meðlæti: Soðnar kartöflur oggúrkur. Næsta uppskrift er úr bók minni 220 gómsætir sjávarréttir. Steinbítsbollur 750 g beinlaus steinbítur eða flök 1 tsk. salt V4 tsk. pipar V2 tsk. paprikuduft V2 tsk. sinnepsduft, má sleppa 2 msk. kartöflumjöl 1 dl mjólk V2 dós jógúrt án bragðefna 20 ólífur í sneiðum 4 msk. matarolía + 2 msk. smjör eða smjörlíki til að steikja úr. 1. Skerið fiskinn úr himnunni sem er á roðhlið hans. Skafið hann helst úr himnunni. 2. Setjið fiskinn í hrærivélarskál, salt, pipar, paprikuduft og sinnepsduft sett út í. Hrært þar til fiskurinn er kominn í mauk. 3. Setjið kartöflumjöl saman við. 4. Hrærið mjólkina og jógúrtina smám saman út í og hrærið vel á milli. 5. Skerið ólífurnar í sneiðar og bland- ið saman við farsið. 6. Steikið bollur úr farsinu. Meðlæti: Brætt smjör og ristað heil- hveitibrauð. Steinbítur með beikoni o.fl. 6 sneiðar steinbítur með beini 1 tsk. salt ’/8 tsk. pipar safi úr V2 sítrónu 3 langar sneiðar beikon tannstönglar 1 grænt epli 50 g rifinn ostur 1. Hellið sítrónusafa yfir steinbítinn. Stráið á hann salti og pipar og látið bíða í 10—15 mínútur. 2. Skerið beikonsneiðarnar í tvennt, langsum. Setjið eina beikonræmu í kringum hveija steinbítssneið. Festið með tannstöngli. Athugið að beikon- sneiðin þarf að vera laus, þar sem beiko- nið skreppur saman við hita. 3. Raðið steinbítssneiðunum í smurt eldfast fat. 4. Afhýðið eplið, stingið úr því kjam- ann, skerið síðan í sneiðar og setjið ofan á fiskinn. 5. Rífið ostinn og stráið yfir epla- sneiðamar. 6. Hitið bakaraofn f 190oC, blásturs- ofn í 170°C. Setjið fatið í miðjan ofninn og bakið í 25 mínútur. Meðlæti: Soðnar kartöflur eða ristað brauð. Djúpsteiktur steinbítur með rækjum o.fl. 750 g steinbítsflak safí úr V2 sítrónu 1 tsk. salt l/8 tsk. pipar 100 g rækjur 1 msk. tómatmauk (puré) 2 msk. ijómaostur án bragðefna 1 lítill laukur 1 hvítlauksgeiri '/8 tsk. kanill V8 tsk. engifer 1 egg 1 msk. mjólk V2 msk. hveiti 1 dl rasp feiti til að djúpsteikja í tannstönglar 1. Takið himnuna af flakinu. Hún liggur við roðhliðina. 2. Kljúfíð flakið. Skerið í 12 sm bita. 3. Hellið sítrónusafa yfir flakið, stráið á það salti og pipar og látið bíða í 10—15 mínútur. 4. Saxið rækjur fínt eða setjið í kvörn (mixara). Setjið í skál ásamt tómat- majjki, ijómaosti, kanil og engifer. 5. Meijið hvítlauksgeirann, afhýðið og saxið laukinn fínt. Sett saman við rækjumaukið. 6. Smyijið maukinu jafnt á steinbíts- flökin. Leggið þau saman. Festið saman með tannstöngli. 7. Þeytið eggið með mjólk og hveiti. Veltið fiskbitunum upp úr því, veltið síðan upp úr raspi. 8. Hitið olíu eða aðra feiti til djúp- steikingar. Ekki er nauðsynlegt að nota djúpsteikingarpott. Hægt er að nota lítinn pott og litla feiti. 9. Steikið fískbitana á hvorri hlið í 3—4 mínútur. 10. Leggið á eldhúspappír að steikingu lokinni. Salat með djúpsteiktum steinbítnum 3 bananar 1 appelsína 1 grænt epli safi úr V2 sítrónu V4 dl matarolía 1 tsk. hunang 1. Þeytið saman mataroiíu, hunang og sítrónusafa. 2. Afhýðið bananana og appelsínuna, stingið kjamann úr eplinu. Skerið þetta allt í bita. Sett í skál og sósunni hellt yfír. 3. Setjið salatið á fat. Raðið steinbíts- bitunum ofan á. Meðlæti: Soðin hrísgijón. Steinbítur með möndlum, sinnepi og sýrðum rjóma 1 steinbítsflak, u.þ.b. IV2 kg safi úr 1 sítrónu 1 tsk. salt nýmalaður pipar 50 möndlur 1 dós sýrður ijómi 1 msk. milt sinnep væn grein steinselja eða 2 msk. þurrkuð 1. Skolið flakið vel, himnan skorin úr sem er á roðhliðinni. 2. Kreistið safann úr sítrónunni, hellt yfir flakið, stráið á það salti og pipar og látið bíða í 10—15 mínútur. 3. Setjið flakið á langt eldfast fat, smyijið fyrst. 4. Hellið sjóðandi vatni yfir möndl- umar, látið þær standa í vatninu í nokkr- ar mínútur, afhýddar. Skerið síðan í tvennt, langsum. 5. Stingið möndlunum ofan í flakið þannig að það verði eins og broddgöltur. 6. Hrærið saman sýrðan ijóma, sin- nep og fínt klippta steinselju. Smyijið yfír flakið. 7. Hitið bakaraofn í 200°C. Setjið fatið í ofninn og bakið í 20—30 mínútur. Meðlæti: Soðnar kartöflur og hrásalat.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.