Morgunblaðið - 05.03.1988, Blaðsíða 58
58
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 5. MARZ 1988
huofc þó nefrxlr; kg £aff\A jpvl. "
9-/0
(
*
Ast er ...
að ná í hana í vinnuna.
TM Reg. U.S. Pat. Off.-allTights reserved
© 1966 Los Angeles Tlmes Syndlcate
~ /rh ■
i(4 1æ\
(
'V \Ml:
Eignm við að skipta?
Með
morgunkaffínu
. /
Einasta leiðin til þess að
ég gæti fengið að ganga í
kjól var að læra til prests.
Ættu allir að hafa sömu laun?
Til Velvakanda.
Þriðjudaginn 16. febrúar síðast-
liðinn birtist hér bréf eftir Kristleif
Þorsteinsson, sem bar yfirskriftina
„Allir ættu að hafa sömu laun“. í
greininni fjallar hann um launamis-
rétti það, sem er ríkjandi hér á
landi, og honum finnst svo ósann-
gjamt. Hann vill að allir hafi sömu
laun „án tillits til aldurs eða kyn-
ferðis eða tegundar vinnu“, eins
og hann sjálfur segir. Þetta með
kynferðið er auðvitað sjálfsagður
hlutur en hitt er alveg út í hött.
Vill maðurinn virkilega að t.d. þrett-
án ára böm í Vinnuskólanum hafi
sömu laun og forseti vor? Ég vildi
gjaman fá að heyra hvemig hann
réttlætir það.
Á öðmm stað segir hann: „Skóla-
kerfíð á mikla sök á viðgangi launa-
munarins. Það gerist með þeim
einkarétti sem mönnum er helgaður
á hinum ýmsu atvinnugreinum með
því að ganga í gegnum skóla."
Þetta er líka fáránlegt. Hvemig
ætlar maðurinn t.d. að gerast tann-
læknir eða lögfræðingur án þess
að hafa lært. Það er líka sjálfsagð-
ur hlutur að laun hækki í sama
hlutfalli og menntun eykst. Hver
heldur þú, Kristleifur minn, að fari
í tíu ára mennta- og háskólanám
og lifi á meðan á námsstyrkjum í
kjallaraíbúð vestur í bæ, til þess
eins að hafa sömu laun og sá sem
byijaði að vinna eftir níunda bekk.
Mér þætti gaman að sjá þann mann.
Það er meira sem Kristleifur fett-
ir fíngur út í. Eitthvað er harin á
móti okkar kæm listamönnum, því
að hann vill að þeir vinni styrlcja-
lausir að verkum sínum. Enn hef
ég ekki hitt þann listamann sem
lifir á andrúmsloftinu einu saman.
Kristleifur skrifar: „Athyglisverð
dæmi um þetta em þegar einhveij-
um tekst að semja metsölubók, eða
að slá í gegn með moksölu á rándýr-
um málverkum. Þá er hlaupið til
að veita þessu fólki ríkisstyrki og
verðlaun, einmitt þegar það þarf
þess ekki lengur með.“ Mér finnst
helst að hann sé þama að ræða um
Thor Vilhjálmsson og verðlauna-
veitinguna honum til handa. Eitt-
hvað fínnst mér það nú skrýtið ef
Thor þarf þessara peninga ekki við.
Þetta hjálpar mjög við að borga
þýðingu bókarinnar á erlend tungu-
mál, og koma á markað erlendis,
og þá um leið íslenskri menningu.
Kristleifur talar einnig um moksölu
á rándýmm málverkum. Oftast er
það nú þannig að málarinn sjálfur
græðir minnst á málverkum sínum.
Þau hækka oftast í verði eftir dauða
hans. Það gefur því augaleið að
erfitt yrði að styrkja þann málara.
Að lokum kemur Kristleifur inn
á það að flýja ísland. _Hann segir:
„Ef rétt er að flýja ísland, á sá
flótti að fara skipulega fram og vel
undirbúið. Þá eiga allir að ganga
jafnir frá borði.“ Þetta jaðrar nú
við föðurlandssvik. Hvemig dettur
honum í hug að íslendingar muni
nokkum tímann flýja okkar ást-
kæra land. Víst emm við „á mörk-
um hins byggilega heims" og margt
gæti betur farið. En ég spyr bara.
Hver er fullkominn?
Eftir að hafa ígmndað grein
Kristleifs þó nokkuð vil ég eindreg-
ið benda honum á að lesa bók Ge-
orge Orwells, 1984. Ég fæ ekki
betur séð en að hann vilji koma
með sams konar stjómkerfí og bók
Orwells varar svo mjög við. Hann
vill að ríkið sé með nefíð í hvers
manns koppi og skammti þeim
lífsviðurværi. Ekki kæmi mér á
óvart þótt Kristleifur stingi næst
upp á því að hver íslendingur skuli
færa nákvæma dagbók fyrir stjóm-
völd svo þau hafí yfírsýn yfír það
hvort nokkur sé betur staddur en
fjöldinn.
í heild lít ég á grein Kristleifs
sem draumóra gamals verkamanns
með alrangt verðmætamat. Hann
ætti að taka afstöðu sína til ræki-
legrar athugunar.
Strákur
Enn um nagladekk
Til Velvakanda.
Grein bílstjóra í Velvakanda 15.
febrúar og grein Þ.K. í Velvakanda
24. febrúar gefa mér tilefni til þess
að leggja orð í belg. Ég er sam-
mála Þ.K. um það að nagladekk
gefa aðeins falskt öryggi. Til vitnis
um það er reynsla mín. Ég notaði
nagladekk í nokkur ár, en nú er
ég að aka sjötta veturinn á ónegld-
um en góðum snjódekkjum. Ég hef
þennan tíma að jafnaði ekið yfír
30 þúsund kílómetra á ári og mikið
af þeimakstri hefur verið daglegur
akstur til Keflavíkur, á þeim vegi
sem margir telja mjög hættulegan
að vetrarlagi. Ég hef aldrei átt í
neinum vandræðum vegna hálku,
því ég gæti þess jafnan að hreinsa
tjöru af dekkjunum reglulega. Ég
hef á þessu tímabili ekið bæði á bíl
með framdrifí og eins á bil með
afturdrifi og í þeim bíl hef ég haft
sandpoka í skottinu. Hér á landi
þurfum við jafnan að aka um lengri
eða skemmri tíma á auðum vegum.
Nagladekkin slíta slitlagi veganna
mjög og þá myndast hjólför, sem
vatn safnast í og það skapar hættu
í akstri á hvaða árstíma sem er.
Ég hef ekið talsvert á meginlandi
Evrópu. Það er mikill munur að aka
þar sem götur og þjóðvegir eru
ekki spændir upp eftir nagladekk.
Þ.R.
HÖGNI HREKKVÍSI
Víkverji
Islenskan er vandmeðfarið mál.
Sem betur fer eru margir vak-
andi yfír því og eru tilbúnir til að
benda á það sem aflaga fer og
halda almenningi við efnið. Að öðr-
um kosti er hætt við að- málvitund
fólks fari hrakandi. Víkveiji veit til
þess að kennari nemenda í 5. bekk
sagði í hvert skipti sem hún heyrði
slanguryrði í bekknum: „Við tölum
íslensku hér.“ Þetta var farið að
síast inn í bömin, því að þau voru
farin að leiðrétta foreldra sína þeg-
ar þeir sögðu t.d. „ókey“! Þá sögðu
bömin: Við tölum íslensku hér! Og
foreldramir kyngdu og leiðréttu sig
skömmustuleg.
XXX
*
Isambandi við stafsetningu hefur
Víkveiji staðið sig að því á und-
anförnum u.þ.b. tveimur árum, að
hann er farinn að vera í vafa um
hvemig hin og þessi orð em skrif-
uð, jafnvel hvemig orðaskiptingar
milli lína em, sem þó vafðist aldrei
fyrir honum áður fyrr. Þá er spum-
skrifar
ingin af hveiju þetta stafar. — Staf-
setning er orðin miklu ftjálsari en
hún var áður fyrr. Bækur em gefn-
ar út með alls kyns málfari og
ýmiss konar stafsetningu. Eftir að
tölvur komu svona mikið við sögu
em orðaskiptingar í dagblöðum
orðnar alla vega, réttar og rangar.
Fyrir fólk með sjónminni kemur
þetta að sjálfsögðu illa út. Víkveiji
hefur sérstaklega tekið eftir orðinu
verð. Það kemur fyrir í auglýsing-
um, í dagblöðum og öðmm íjölmiðl-
um sem fleirtöluorð: „verðin em
hagstæð". Það var orðið þannig að
Víkveiji var farinn að velkjast í
vafa um hvort þetta væri rétt eða
rangt. Ef nógu mikið er hamrað á
málum, þá síast þau inn, hvort sem
það er til góðs eða ekki.
xxx
Víkveiji verslar oft í Hagkaup-
um og hefur kunnað ágætlega
við það. Þegar mikið var að gera
við kassa var afgreiðslufólkið lip-
urt, stóð upp og hjálpaði til við setja
í poka (en þeir em stundum ansi
margir) og þannig gekk afgreiðslan
fljótt og vel fyrir sig. En frá því
að Hagkaup í Kringlunni opnaði
þykir „kassadömum" það ekki vera
í þeirra verkahring að hjálpa til,
því að á annatímum em unglingar
að hjálpa til við að setja í poka og
þær þurfa ekki að sinna því starfí.
Þetta á bæði við í Hagkaupum í
Skeifunni og í Kringlunni. Að sjálf-
sögðu er allt í lagi að viðskiptavinur
setji sjálfur í pokana sína, en fái
þá frið til þess. Því það vill stundum ^
myndast töluvert stress þegar
„kassadaman" byijar að afgreiða
næsta mann, og eftir færibandinu
þjóta hans vömr og erfítt fer að
verða að fylgjast með hvað hver
á. Þetta leiðir hugann að því hversu
algengt það er að fólk segi: Þetta
er ekki í mínum verkahring — ef
það er beðið um eitthvert viðvik.
Emm við orðnir svona miklir ein-
staklingshyggjumenn í heildina, að
við sjáum eftir því að hjálpa náung-
anum, þótt við fáum jafnvel ekkert
í staðinn nema kannski bros eða
þakklæti?