Morgunblaðið - 12.03.1988, Page 10

Morgunblaðið - 12.03.1988, Page 10
10 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 12. MARZ 1988 POTT- ÞETTAR AGOÐU ®' :i Allar RING bílaperur bera merkid (§) sem þýðir að þær uppfylla ýtrustu gæðakröfur E.B.E. Koraca U-BIX UÓSRITUNARVÉLAR Síðustu sýning- ar á Degi vonar LEIKRITIÐ Dagur vonar eftir Birgi Sigurðsson hefur nú verið sýnt í Iðnó tæplega niutiu sinn- um. Verkið var frumsýnt í Iðnó á 90 ára afmæli Leikfélagsins 11. janúar 1987 og hefur því verið á fjölum Iðnó í rúmt ár. Degi vonar var strax í byijun vel tekið jafnt af áhorfendum sem gagnrýnendum. Guðrún S. Gísladóttir og Sigurð- ur Karlsson í hlutverkum sínum í Degi vonar en sýningum á verk- inu fer nú senn að ljúka hérlend- is. Leikfélagi Reykjavíkur hefur ver- ið boðið að fara með sýninguna á mikla leiklistarnátíð í Finnlandi nú í vor og fyrir skömmu var leikritið valið til leiklestrar í mjög virtu leik- húsi í Los Angeles í Bandaríkjunum. Þar fer verkið á fjalimar nú í mars- mánuði og hefur þeim Birgi Sig- urðssyni höfundi og Stefáni Bald- urssyni leikstjóra verið boðið með. Mun Stefán leikstýra leiklestrinum þar vestra og hafa yfirumsjón með allri uppsetningu. Dagur vonar er sýnt í Iðnó og hefjast sýningar kl. 20. Nú em aðeins örfáar sýningar eftir á leik- ritinu hérlendis. Leikendur í Degi vonar eru þau Margrét Helga Jóhannsdóttir, Sig- urður Karlsson, Þröstur Leó Gunn- arsson, Valdimar Öm Flygenring, Guðrún S. Gísladóttir og Sigríður Hagalín. Leikstjóri er Stefán Baldursson, leikmynd hannaði Þómnn S. Þor- grímsdóttir, lýsingu Daníel Will- iamsson og tónlistin í sýningunni er eftir Gunnar Reyni Sveinsson. GIAIMT ■size mm duraflame 6 LB FIRELOG-BURNS 3 HOURSIN COLORS MESTSELDI ARINKUBBURINN í BANDARÍKJUNUM Einkaumboð og söluaðili: BRIMBORG, Ármúla 23, simar 685870 og 681733 Júlíus Listamennirnir Anna Þóra Karlsdóttir og Sigurlaug Jóhannesdóttir við verk Sigurlaugar Stiklur. Saarilla Norræn textílsýning á Kjarvalsstöðum STNING 10 norænna textíl- listamanna opnar í Austursal Kjarvalsstaða í dag, laugardag 12. mars. Yfirskrift sýningarinn- ar er Saarilla sem er finnska og þýðir: A eyjunum. Tveir lista- menn frá hveiju Norðurland- anna eiga verk á sýningunni og af íslands hálfu taka þær Anna Þóra Karlsdóttir og Sigurlaug Jóhannesdóttir (Silla) þátt í sýn- ingunni A eyjunum. í samtali við Morgunblaðið sögðu þær Anna Þóra og Sigurlaug að undirbúningur að þessari sýningu hefði staðið yfir í tvö ár. Þessi 10 manna hópur hefði kynnst í gegnum aðrar sýningar og þannig hefði ver- ið ákveðið að mynda vinnuhóp sem starfaði að verkum undir þessu sameiginlega heiti. Myndrænt við- fangsefni allra listamannanna er eyjar. Á sýningunni era verk unnin með alls konar tækni, allt frá hefð- bundnum myndvefnaði yfir í verk unnin með blandaðri og frjálsri tækni þar sem skil milli skúlptúrs og vefnaðar em óljósari. Þátttak- endur auk Sigurlaugar og Önnu Þóm em Margrethe Agger og Nanna Hertoft frá Danmörku, Gun Dahlquist og Kajsa af Petersens frá Svíþjóð, Marith Ann Hope og Sids- el C. Karlsen frá Noregi og Anna- Liisa Troberg og Agneta Hobin frá Finnlandi. Sýningin A eyjunum er farand- sýning og fer héðan til Færeyja, þaðan til Borgundarhólms og Álandseyja. Sýningin er styrkt af Norræna menningarmálasjóðnum, Reykjavíkurbórg, menntamála- ráðuneytinu og öðmm opinbemm aðilum á Norðurlöndum. Sýningin stendur yfir til 28. mars og er opin kl. 14 -22 daglega. 92 til 160 ha. vélar 4 dyra, 5 gíra. • Rúmgóður fjölskyldubíll • Vönduð innrétting • Sparneytinn en kraft- mikill og lipur í akstri • 70 Iftra eldsneytis- geymir • Lítil loftmótstaða (Cx aðeins 0,29-0,31 eftir útfœrslum) • Elektrónísk kveikja • Framhjóladrif. • Innbyggðar rúðu- sprautur f þurrkum • Rúmgóð 470 lítra farangursgeymsla • Fjarstýrðir móðufrfir útispeglar. • Hemlar með lœsivörn (ABS) • Bein innspýting (Fuel injectlon) • Rafmagnsupphalarar fyrir rúður • Allœsing (Central lock) • Upphituð sœti • „Low-profile“ dekk • Álfelgur • Veltistýri • Litað gler OPIÐ VIRKA DAGA 9-6, LAUGARDAGA 1-5 JÖFUR HF Nýbýlavegi 2 ■ Sími 42600 Peugeot 405 var kosinn bíll ársins 1988 f Evrópu með mestu yfirburðum sem þekkst hafa f sögunni. Ástœðurnar eru frábœr hönnun, aksturseiginleikar, þœgindi, öryggi og síðast en ekki síst það, hversu mikið fœst fyrir peningana. Að auki var Peugeot 405 kosinn bíll ársins 1988 f Danmörku og Noregi. Til þess að kóróna þetta allt saman var Peugeot 405 sá bíll sem Pjóðverjum fannst við hœfi að sœma „Gullna stýrinu“ árið 1988. Hœgt er að spyrja: Getur einn bíll unnið mikið fleiri verðlaun? Tölvutœknin var nýtt til hins ýtrasta við hönnun Peugeot 405 enda er það samdóma álít allra að þessi bíll sé á undan sinni samtíð og að PEUGEOT/Pininfarina hafi tekist hönnunín frábœrlega. Komdu og reynsluaktu Peugeot 405 - Petta er bíll fyrir þig. 405, verð trö 639 Bílar fil afarelðslu sfrax.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.